Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 16
! Strætisvagnastjórar á söngmót í MaSmö • Tvöfaldur kvartett strætis- vagnastjóra fer utan í byrjun júní til að taka þátt i þriggja daga söngmóti, sem haldið er í Malmö og sækja það strætis- vagna- og sporvagnastjórar frá öllum Norðurlöndunum. Þeir fé- lagar munu bráðlega halda söng skemmtun hér, væntanlega á Hótel Sögu, og gefa borgarbú- um kost á að hlýða á söng sinn. Er þetta í annað sinn, sem ís- lenzkir strætisvagnastjórar sækja slikt söngmót, en þeir fóru fyrst utan árið 1963. Söngstjórinn, Jón Stefánsson, er lengst til vinstri á myndinni, og siðan eru þeir Aðalsteinn Höskuldsson, Franz Pétursson, Guðmundur Erlendsson, Jón Þ. Stefánsson, Guðmundur Halldórsson, Sigfús Sigurðsson, Hafsteinn Hansson og Teitur Jónasson. Miðvikudágur 8. maf Islendingar og hafið Undirbúningur fyrir sýning- una íslendingar og hafið er nú í fullum gangi, en sýningin verð ur opnuð 25. mai n. k. Það fyrsta, sem sett var upp í sýn- ingarsalnum var troll með öllum búnaði. Trollið er smækkað tog- aratroll og gæti verið nothæft fyrir 25—30 tonna bát. Troflið er strengt yfir básunum í sýning arsalnum, eins og skip væri með það á siglingu í togi. (Ljósm. Kristján Magnússon). Enginn lét skrá sig atvinnulausan - Ráðningastofan hefur fil þessa getað sagði Ragnar Lárusson forstöðumaður Atvinnuleysisskráning, sem gerð er ársfjórðungslega, fór fram dagana 2., 3. og 6. þessa mánaðar. Ragnar Lárusson forstöðumaður Ráðninga- stofu Reykjavíkurborgar skýrði Vísi frá því í morgun, að enginn, hvorki karl né kona, hefði mætt til skrán- ingar. Allmargir leita til Ráðninga- stofunnar í atvinnuleit, og hefur tekizt til þessa að anna eftir-' annað eftirspurn, hennar i morgun spurn. Sumir verða þó að bíða eftir vinnu í fáeina daga, en ekki hefur þurft að neita fólki um vinnu. Ráöningastofan ræður fólk ekki aðeins i vinnu á vegum borgarinnar, heldur leita sjálf- stæðir atvinnurekendur þangað til að ráða starfskrafta. Álagiö mun aö sjálfsögðu auk- ast mjög í lok þessa mánaðar, þegar skólar eru úti, og sagði Ragnar, að enniþá væri of snemmt aö segja fyrir um, hvernig ganga mun að sj& ðHu skólafólkinu fyrir sumarvinnu, þótt eftirspurn eftir vinnukrafti fari vaxandi eftir því sem vorar. Engin bílaskoðun vikuna eftir H-dag FASTEIGNIR 77% AF ÞJÓÐ- ARAUÐNUM Komið verði á stofn fasteignamatsmiðstöð og sparað þannig fé og fyrirhöfn Um það bil 50.000 fast- eignaeiningar koma til úr- lausnar við fasteignamat það, sem nú fer fram hér á landi, upplýsti Ármann Snævarr, háskólarektor, í ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga í gær. Það kom fram í ræðu rektors, að Efnahagsstofnunin telur, að fasteignir séu 77% áf öllum þjóð- arauðnum, enda helgaði ráðstefnan heilan dag umræðum og erinda- flutningi um fasteignir, fasteigna- skráningu og fasteignamat. Háskólarektor lagöi á það á- herzlu í ræðu sinni ,að í framtíð- inni yrði komiö á fastri stofnun, sem annaðist fasteignamat og ár- lega endurskoðun á því. Hann vakti athygli á því, hve margir aðilar það væru, sem ynnu að þessum verkefnum nú. „Við höfum fasteignamat á vegum ríkis- ins, brunabótamat, skattmat, mat af hálfu lánastofnana, mat vegna kaupa og sölu fasteigna, mat vegna skipta á búum o. fl., eignarnáms- mót, landskiptamöt og þannig mætti lengi telja.“ „Alkunnugt er, að þessi möt eru framkvæmd út frá nokkuð mismun andi forsendum, og ber misjafn- lega vel saman, en til þessara mat- starfa er varið miklu fé og fyrir- höfn. Hlýtur sú spurning mjög að leita á, hvort hér sé ekki óhyggilega á málum haldið, — og hvort hin leiöin sé ekki álitlegri, að vanda til eins af þessum mötum, er gæti síðan verið veigamikil undirstaða að öðrum mötum.“ Um fasteignamát það, sem nú stendur yfir, sagði prófessor Ár- mann Snævarr: „Reynt hefur verið að safna saman tiltækilegum upp- lýsingum um fasteignir og stað- reyna þær svo og afla þeirra að stofni til, sem ekki hafa verið fá- anlegar öðru vísi. Hér hefur safn- azt saman einstæður forði af upp- lýsingum um fasteignir í landinu, og heildarsýn hefur fengizt yfir á- stand þessara mála. Forráðamenn fasteignamatsins telja, að einskis 10. síða. Hugmyndasamkeppni um æskulýðshöll við Tjörnina Reist á lóðum Tjarnarbæjar og slökkvistöðvarinnar 0 Engin bílaskoðun verður frá föstudagskvöldinu 24. maí og fram á þriðja í hvítasunnu, eftir því sem Gestur Ólafsson, forstjóri Bif- reiöaeftirlltsins, tjáði biaðinu i morgun. Eftlrlitsmenn munu þá daga starfa að ýmsum eftirlits- störfum varðandi umferðarbreyt- in.guna, en Bifreiðaeftirlitið verður hó opið eins og vanalega þessa daga. 0 Gestur sagði, að skoðunin gengi allvel, en nú er komiö að númer 3301—3450. Þá sagði Gest- ur, að fundið væri að því við bíl- stjóra ef þeir hefðu nagladckk eða snjódekk, þar sem ekki er talin þörf fyrir þau lengur, en þau talin fara illa með götur (nagladekk) og snjódekkin valda oft grjótkasti á vegum. Ekki er gert ráð fyrir að bílaskoðuninni ljúki fyrr en í nóv- ember í haust. Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um æsku- iýðshús, sem ætlunin er að reisa t Tjarnargötu á lóð Tjarnarbæj- ar og gömlu slökkvistöðvarinn- ar. Dómnefnd fyrir þessa sam- keppni var skipuð í fyrra og er hún búin að leggja drög að | keppninni en búast má við að | hún taki nokkra mánuði. Tjarnarbær, sem undangengna : vetur hefur hýst Leiklistarskóla ! Leikfélagsins, leikfélagið Grímu, Óperuna og ýmsa leikstarfsemi I aðra, verður að víkja fyrir hinu i nýja æskulýðshúsi, en hins vegar mun ekki í ráði að rífa gömlu slökkvistöðina fyrst um sinn, en húsið mun- einnig taka undir sig baklóð stöðvarinnar. Ekki hefur ennþá verið tekin á- kvörðun um hvenær Tjarnarbær veröur rifinn, en reiknaö er með aö það verði ekki fyrr en einhvern tíma á næsta ári, ef þá hæfist bygging æskulýðshallarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.