Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 5
5 V1SIR . Laugardagur 11. maí 1968. •j*eaBS®»fc=í*a&' jmsaBWBimss&K s^aaaaaa/wva/vwwsaa^vnaaaaaaaa/,|naaa/v\aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa/ 09. Góð hvíld í sumarbústaðnum — bezta sumarleyfið — jyú fer senn að líða að því að borgarbúar bregði sér „upp í sumarbústað" eins og flestir kalla það. Mjög margir Reykvík- ingar hafa komið sér upp litlum sumarbústöðum í nágrenni borg arinnar og fara þangað um helg- ar og í sumarieyfinu. Tæplega er hægt að hugsa sér betri af- slöppun fyrir fjölskylduna, en að dveljast nokkra daga eða vikur á rólegum stað uppi í sveit, þar sem börnin geta ver- ið úti allan daginn, og foreldr- arnir eytt tímanum I göngu- ferðir og útiveru á daginn, og á kvöldin lesiö bækur, hlust- að á útvarp eða bara farið snemma að sofa. Einn góður sumarbústaðareigandi hefur reyndar þann sið að loka sig algerlega frá umheiminum þeg- ar hann fer í sinn sumarbústað, kveikir ekki á útvarpi nema rétt á fréttatíma (og stundum alls ekki) og lifir eins frumstæðu lífi og hann frekast getur. En þetta á nú ekki við nema ein- staka fólk Flestir vilja halda sambandi við úmheiminn þó að þeir dvelji í sumarbústað, en aðalatriðið er að geta hvílt sig í ró og næöi frá öllu amstrinu og ysnum í borginni. Það er ómetanlegt fyrir börn, sem ekki eru komin á þann ald- ur að vera „send í sveitina", að dveljast í sumarbústaö og þeir foreldrar sem fara með börnin með sér þangað, ættu að reyna að gera ailt sem hægt er til aö veran þar geti orðið börnunum sem ánasgjulegust. Margir rækta skrautblóm við bústaði sína, en ef börn eru í fjölskyldunni er miklu nauðsyn- legra að þau hafi leikvang fyrir sig við húsið. Það getur verið hættulegt ef þau þurfa að leika sér langt frá húsinu, vegna þess aö þau mega hvergi vera 'fyrir blómum og trjám, sem þau kunna að skemma. Að hugsa um mat í sumarbú- stað er talsvert annað en í eld- húsinu á heimilinu. Fæstir hafa ísskáp i sumarbústöðum og margir láta sér nægja að elda á gastækjum eða rafmagnshellum, þar sem rafmagn er. I sumum eldri sumarbústöðum eru gaml- ar kolavélar, en .þær eru mjög skemmtilegar og gaman að elda á þeim, þar sem maturinn fær talsvert annað brágð en þegar eldað er á rafmagnsvél. En aðal- gallinn við þær er hversu eld- fimar þær eru og hættulegar þar sém börn eru nálægt. Mörg- um finnst ómögulegt og óhugs- andi að dveljast þar sem ekki er rafmagn, og þó að því fylgi vissulega nokkur óþægindi, eink um ef börnin eru mörg, þá er það að mörgu leyti miklu skemmtilegra og heimilislegra. Það er því sannarlega óþarfi að örvænta þó að ekki sé hægt að leiða rafmagn inn í sumarbú- staðinn. Gaseldavélar eða hell- ur eru þá notaðar til matseldun- arinnar og olíulugtir eöa gas- Ijós til að lýsa upp, ef þess þarf þá með. Bezt er að hafa sem mest af mat, sem fljótlegt er að elda, svo sem hálfsoðinn eða niðursoðinn. Dósasúpur eru til- valdar í sumarbústaðinn, þar sem þær eru í senn fljótlagaðar og/matarmiklar. Óþarfi er að leggja mikið upp úr miklum og þungum mat, súpur, brauð og egg er tilvalinn sumarbú- staðamatur, að ógleymdu græn- meti og ávöxtum. Flest grænmeti er hægt að geyma í nokkra daga á köldum staö, (t. d. í skugga við húsið) í fati með köldu vatni. í staðinn fyrir ísskáp er hægt að koma sér upp „köldum skáp“, utan dyra t. d. úr gömlum kassa, með loki fyrir, svo að ekkí sé hætta á að flugur komist þar inn. Hitabrúsar eru ómissandi til að halda mjólkinni kaldri, en ef rennandi lækur er nærri, þá er að sjálfsögðu bezt að stinga mjólkurbrúsanum eða mjólkur- flösku í lækinn. Það er meira að segja hægt að koma sér upp ágætum ísskáp í læknum, ef hann er mjög nærri bústaðnum. Þó að lækurinn sé lítill, er hægt að búa til dálítinn hyl, hlaðinn grjóti á alla vegu og helzt botn- inn líka (þá gruggast vatnið minna). Vatnsþétt ílát, t. d. úr alúm- ín er sett ofan i hylinn alveg upp að börmum. Stór pottur er líka tilvalinn. Steinum er hlaðið í kring svo að ekki sé hætta á að ílátið hreyfist. Einhver lóð þurfa að vera ofan á ílátinu, svo að það fljðti ekki upp um leið og tekið er úr því, t. d. hreinir steinar. Lokiö þarf svo að vera mjög traust og gott og þá er hægt að geyma flestan mat þarna dögum saman. Þetta er einnig tilvalið ef búiö er í tjaldi nokkra daga. Ef þið hafið í hyggju að bjóða gesturri til ykkar í kaffi þá látið það bíða þar til þið eruð kom- in í sumarbústaðinn. Fátt er eins skemmtilegt, þegar börnin eru sofnuð og allt orðið kyrrt, en að fá kunningja úr bænum í heimsókn til sín í sveitina. Það er líka sjálfsagt að leyfa börnun um að hafa leikfélaga með sér dag og dag í sumarbústaðinn. Að lokum ætlum við að nefna nokkra hluti, sem ekki má gleyma að hafa með sér í sum- arbústaðinn: Lítill sjúkrakassi, rúlla með eldhúspappír flugna- eitur, sólarolía, lavex (pappír með hreinsunarspíritus) bækur og nóg af dósum og „drasli" fyrir börnin að leika sér að. Kjósendur / Norðurlands■ kjördæmi eysfra STUÐNIN GSMENN GUNNARS THORODDSENS við forsetakosningar hafa opnað skrifstofu í húsinu nr. 5 við Strandgötu á Akureyri. SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR ERU 21810 OG 21811 Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrif- stofuna sem fyrst. F. h. undirbúningsnefndar Amþór Þorsteinsson Jón Ingimarsson Jón G. Sólnes Þorvaldur Jónsson IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Verknámsskóli fyrir þá, sem hyggja á störf í málm- iönaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maíloka næsta skólaár. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og eftir því sem að- stæður leyfa, í samræmi við reglugerö um iðnfræöslu frá 15. september 1967. Bóklega námiö miöast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iönskóla á skólaárinu. Inntökuskilyröi eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokiö miöskólaprófi. — Iðnnámssamningur er ekki áskilinn en nemendum sem þegar hafa hafið iðnnám og eru á námssamningi er aö sjálfsögðu einnig heimil skólavist. Skráning nemenda fer fram í skrifstofu skólans á venju- legum skrifstofutíma, til 24. þ. m. — Innritun nemenda, sem áetla sér ekki í verknámsskólann, mun fara fram í ágústmánuði n.k. SKÓLASTJÓRI VÖRUSKEMMAN GRETTISCÖTU 2 Inniskór bama kr. 50 Kveninniskór kr. 70 Kvenskór kr. 70 og kr. 250 KvenDomsur (margar gerðir) kr. 100 Gúmm’'stígvél barna kr. 50 Barnaskór kr. 50 og kr. 70 Gúmmískór kr. 50 Leikfimiskór ....... ...... ..... kr. 20 Karlmannaskór T" — kr. 280 HÖFUM TEKIÐ UPP NÝJAR SENDINGAR AF SKÓFATNAÐI Hjá okkur fáið þér mikið fyrir litla peninga. KOMIÐ — SKOÐIÐ SANNFÆRIZT Nylonsokkar ......................... kri • 25 Hárlakk ................................ kr. 40 Barnasokkar .....i..................... kr. 10 Skólapennar ___________________________ kr. 25 Bítlavesti (ný gerö) ................... kr. 150 Barnakjólai ................. kr. 65 og kr. 190 Kasmír ullarpeysur margar stærðir 20 litir Röndóttir kvenkjólar ................. kr. 350 Margar stærðir af barnapeysum ...... kr. 80 —140 Bonnie og Clyue kvenkjólar margar geröir kr. 350 VÖRUSKEMMAN Grettisgötu 2 I HÚSl ÁSBJÖRNS ÖLAFSSONAR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.