Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 11. maí 1968. KIRKJ JYVIV O r?WTT mD IM Meðan ljós æskunnar brenna þessu ári fermast í kirkjum landsins alls um fjögur þús- und börn. Flest af þeim hafa þegar verið staðfest, þv£ aö ferm ingum er nú að ljúka í Stór- Reykjavík og grennd. Úti á landi, t. d. í sveitunum, er oft- ast fermt á hvítasunnu. Þá er eins konar kirkjul. hátíð í hverju byggðarlagi. Fermingin er fagur siður. Hún er, að minnsta kosti nú orðið, frekar táknræn athöfn heldur en að hún hafi hagnýtt gildi. Áður fyrr markaði hún, á Vörðurnar á heiðirmi Pétur á Gautlöndum fór eitt sinn að heiman frá sér, sem leið liggur yfir heiði, niður að Reykjadal. Þetta var áliðnu vetrar í miklum snjó. Hafði hann mann til fylgd- ar og gengu þeir á skíðum. Þeir komu seint um kveld í náttstað í Reykjadalnum og voru þreytulegir. Þeir voru spurðir, hvort þungt hefði verið skíðafærið. „Jú, nokkuö svo.“ „Þið munuð hafa veriö lengi yfir heiðina?“ „Já, en það var ekki furða.“ bætti fylgdarmaðurinn viö, „Pétur var alltaf að berja snjóinn utan úr vörðunum.“ — — Pétur átti ferð yfir heiöina. Honum var stefnan kunn- ug, og veður nægilega bjart til þess að fara mætti greið- færustu leið á áfangastað. En honum verður litið til varðanna. Þær eiga aö vísa þeim leið, sem ekki eru kunnugir. Og hver sem hér á för, styðst við þær, þeg- ar skyggir veður eða dimmir af nótt. Nú hafði fest bleytusnjó utan á þeim og síðan fryst að. Þær voru samlitar fönninni og gagnslausar. Hvernig mundi þeim famast, sem nú legöi á heiðina og treysti á vörðurnar? Pétur horfir ekki til himins og spyr þar og spáir hve- nær sólbráð muni koma og sunnanþeyr og flysja snjó- inn utan úr þeim. Hann hlýðir rödd samvizku sinnar. Hann brýtur snjóinn utan úr vöröunum. (Merkir íslendingar). Vorsýning Myndlista- og handíðaskólans verður opnuð laugardaginn 11. maí kl. 4 síðdegis. Hún er opin til 15. maí daglega kl. 3—10 í húsakynn- um skólans að Skipholti 1. Skólastjóri. Útboð Hafnarmálastofnun ríkisins auglýsir eftir til- boðum í gerð brimvarnargarðs á Vopnafirði. Frestur til að skila tilboðum rennur út 20. maí 1968. Útboðsgögn verða afhent gegn 3000,— kr. skilatryggingu á Hafnarmálastofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík, í dag, laugardaginn 11. maí kl. 14—15 og eftir helgina á sama stað. Hafnarmálastofnun ríkisins. 7/7 sölu 100 ferm. hæðir í tvíbýlishúsi við Fögrukinn í Hafnarfirði og fleira. Hagkvæmt verð. — Sími 10427 kl. 12—13.30 og &—10 e. h. vissan hátt, tímamót í lífi margra unglinga. Náminu — und irbúningnum undir lífið var lok- ið — starfið, vinnan tók við hjá þeim, sem ekki fóru í langskóla- nám. Nú er þessu öðruvísi farið. Nú er fermingin á miðri skóla- göngu — eftir er langur náms- tími — jafnvel hjá þeim, sem lítið gera nema ljúka skyldu- námi. En það er sama þó ferm- ingin veiti engin réttindi — gefi ekkert próf — þá er hún annað og meira en innihaldslaus venja — fagur siður. — Hún er mót- tökuathöfn kristins safnaðar fyrir hina ungu. Það er eins og sumir presta segja við ferminguna um leið og börnin hafa verið staðfest og þau snúa sér viö í kör- dyrunum: Svó fel ég yður, kristni söfnuður, þessi ungmenni á hendur. Takið þau með fögn- uði og f”rirbænum í yðar hóp, svo aö þau verði aðnjótandi kristins samfélags, fái stvrkzt í kristinni trú og uppbyggzt í samfélagi kirkjunnar. Og þaö er áreiðan’. gt, að mik- il og góð handleiösla gæti þaö verið hinum ungu, ef þau í raun og veru fyndu til þessa samfé- lags og fengju að njóta þess. Það er oft talað um unglinga- vandamálin, — vandann aö vera ungur og óráðinn í þessu fjöl- breytilega freistinganna samfé- lagi. Hver skapar unglingunum þennan vanda? Hver býr til öll þesái vandamál aðrir en hinir fullorðnu með sínum pen- ingagírugu, skemmtanasjúku, skammsýnu lífssjónarmiðum? Og þó menn vilji þetta ekki, af- neiti þessu i hjarta sínu, sjái þessa villu — þá er eins og þetta sé óviðráðanlegt, allir verði aö taka þátt í þessum Hrunadansi gróðahyggjunnar. Hvar er fót- festan til að veita viðnám? Úr hvaða vígi geti maöurinn varizt þessu ofurefli heimshvggjunnar? — Við þessu á kristinn maöur ekki nema eitt svar: Slíkt vígi á kirkjan að vera — samfélagiö innan kristins safnaöar þar sem fólkið kemur saman til helgra tíða á helgum dögum — ekki örfáir einstaklingar — heldur fjölmenni, sem fyllir húsið, upp- bvggist saman .í orði Guðs, tek- ur þátt I söng og bæn, á saman helga stund, finnur órólegu hjarta sínu frið, losnar viö á- hyggjur og kvíða út af keppninni um gæði þessa heims — þar sem játningin býr í brjóstinu og er sungin undir hvelfingu helgi- dómsins. Himnafaðir hér hjartans glaðir vér hefjum söng með hrærðum barnarómi. Allt er yndi valt úti dimmt og kalt ljúft og gott í herrans helgidómi. Það er innan þessa varnar- múrs heilbrigðs og almenns safn aðarlífs, sem birtist fyrst og fremst í vel sóttum guðsþjónust- um á helgum dögum, sem ungl- ingarnir eiga að eignast vígi gegn freistinganna her. Hér er tækifærið fyrir hvern og einn að beita sér gegn óhollum tíðar- anda meö því að skapa almenn- ingsálit, sem svo oft er talað um. Með því einu aö sækja og rækja kirkju sína getur hver maður haft áhrif til góðs í sín- um söfnuöi, sínu kirkjulega um- hverfi og veriö öðrum til fyrir- myndar. Þetta tekst söfnuöurinn á herðar um leið og börnin eru vígð inn í hann á fermingardag- inn. Þá sl^yldu á hinum full- orðnu aö vera ljúft að rækja bæöi vegna sjálfs sín og barna sinna — bæöi fyrir nútíð og framtíð. I einum fermingarsálmi sín- um segir sr. Matthías: Guö leiöi þig mitt ljúfa barn þú leggur út á mikið hjarn. En það er ekki nóg að biðja Guö að leiða hina ungu á þeirra viðkvæma aldursskeiði. Við verðum að vera verkfæri Guðs í þeirri handleiðslu með því að vera þeim til fyrirmyndar, sýna þeim með fordæmi okkar á hvern hátt hægt er að njóta lífsins í fegurð þess og gleði þess, en forðast öfgar og hættur skaölegra og spillandi nautna og heimskulegrar samkeppni um fá- nýt efnisgæði. Það má ekki koma mikill gust- ur til þess að litlu ljósinslokkni. Þaö þarf að verja þau með vernd andi hönd fyrir súg og svelj- anda. .Slíka vernd eigum við hin eldri að veita hinum ungu innan kirkjunnar meðan Ijós æskunn- ar brenna. KIRKJAN Tsland varð kristið land árið 1000. Þá hættu íslendingar að blóta heiðin goð og tóku upp kristinn sið. Hlutverk kirkjunn- ar í heiminum er að vinna fyrir Guðs ríki. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum“ (Post. 5, 29). Kristin kirkja er öllum ætluð, án tillits til kyná, litarháttar, bjóöernis, stéttar eða aldurs. „Geriö allar þjóðir að lærisvein- um“. (Matth. 28, 19). Bráðum verður byggö kirkja í Ytri-Njarðvík. Mér finnst hún eigi að standa miösvæöis I Njarð víkum svo að allir, jafnt ungir sem gamlir, eigi greiðfært meö að komast til kirkju. Víða er íslenzka fánanum flaggað þegar messudagur er, þaö hvetur fólkið frekar til að fara í messur en ella. Þrjú aöalatriðin í uppeldi barna eru: heimilið, skólinn og kirkjan. Þegar kristnir menn koma í ókunnugt land, byrja þeir fyrst að byggja kirkju, þó þeir hafi ekki einu sinni varan- legt þak yfir höfuöiö. Kirkjan er tengiliður milli Guðs og mannanna. Kirkjan á að vera falleg, hlý og björt, svo að fólk komi til þess að njóta og finna friö Guðs í hjörtum sín- um. Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir ritstjóri. Enda bótt Kirkjusíðu Vísis sé ekki um það kunnugt, kann svo að' vera, að fermingarblöð séu gefin út víðar en í Keflavík. Þessi inynd er af forsíðu Ferm- ingarblaðsins b«r ' ár. Það er mjö fallegt og myndarlegt rit, alls 52 síður. Auglýsingarnar sýna, að blaðið nýtur vinsælda og stuðnings hjá hinum l’ull- orðnu pg íjölmargar fagrar grein ar fermingarbarnanna bera vott um að þau vinna að þessu verk- efni af yndi og áhuga. Driffjöðr- in i útgáfu þessa fallcga blaðs er vitanlega sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson. Það hefur nú komið út í 7 ár. Ágóðanum af út- gáfunni er að mestu varið \í ferðalag fyrir fermingarbörnin, en auk þess gefa þau kirkju sinni einhverja gjöf eða styrkja eitthvert gott málefni innan safnaðarins. — Alls fermdi sr. Björn 6 sinnum nú í ár, 87 drengi og 64 stúlkur. Mörg af börnunum skrifa stuttar greinar f Fermingarblaðið. Ritstjórar þess eru Gísli Torfason, sem skrifar ávarp og Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir. Hún skrifar grein ina „Kirkjan". Birtír Kirkjusiða Vísis hana sem sýnishom af efni Fermingarblaðsins í ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.