Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 1
VÍSIR 58. árg. — Þrlðfudagur 14. maí 1968. - 104. tbl. Ofsögum sagf af verdgildi ísl. myntar — Hér koma menn með fulla poka af skiptimynt og vilja selja á yfirverði, sagði Jón Kjartans- son í „Bækur og Frímerki“ á Baldursgötu 11, en hann hefur auglýst í blöðum eftir 10 aura og 25 aura mynt og vill greiða 5 krðnur fyrir stykkiö. m->- io. síöu. Skorað á meim að skila ólöglegum skotvopnum Eftir 1. júni verða ólögleg skotvopn leituð uppi — sérstaklega skammbyssur ■ Hefur einhver skammbyssu í fórum sínum? Þá er tækifærið núna til þess að losa sig við hana, án þess að sæta refsingu fyrir að hafa haft undir höndum ólöglegt skotvopn. NEYZLUVATNIÐ Dómsmálaráðuneytið hefur sent frtá sér opinbera tilkynningu, þar sem segir: „Með tilvísun til reglugerðar nr. 105 frá 1936, vekur dómsmálaráðu- neytið athygli á þvi, að engum er heimilt að eiga eða hafa í vörzlum sínum skotvopn eða skotfæri án sérstaks leyfis. Er hér skorað á alla þá, sem hafa í fórum sínum skammbyssur, riffla önnur skotvopn eða skotfæri, og ekki er leyfi fyrir, að skila þeim nú þegar til lögreglu. Fram skal tekið, að í mörgum tilfeilum er - Ws lliiil 'itrH'i1? ' yHjgjHHy í" ii' Þannig er umhorfs við Langanes, en myndina tók fréttaritari Vísis á Akureyri,, Herbert Guðmundsson. KLÓRBLANDAÐ • Heilbrigðisnefnd samþykkti fyrir nokkru tillögu þess efnis, að tækjum, sem gera kleift að klórblanda neyzluvatn, verði komið fyrir við aðalvatnsæðar borgarinnar. Eins og allir muna mengaðist neyzluvatn borgar- búa síðast núna í vetur í flóð- unum, og þótti þá ekki hæft til drykkjar, en erlendis er neyzlu- vatn yfirleitt klórblandað að staðaldri. Blaðið hafði samband við borgar- lækni, Jón Sigurðsson og sagði hann að ekki yrði um að ræða að neyzluvatnið yrði klórblandað, nema þegar um einhvers konar mengun á vatninu væri að ræða, eins og t. d. var í flóðunum i vetur. Eru tækin sem klórblanda vatnið sjálfvirk og sett við aðal- æð, en eins og stendur eru aðal- æðar fleiri en ein, en veröa vænt- anlega sameinaðar. Hafði blaðið samband við vatnsveitustjóra, Þórodd ‘Th. Sigurösson, og sagði hann að þegar búið væri að sam- eina aðalæðarnar þá yrðu klórblönd unartækin fengin. Tækin sjálf eru ekki mjög mikil í sniöum, en mæl- ar sem þeim fylgja eru hins vegar mjög fyrirferðarmiklir. Sagði vatnsveitustjóri að óvíst væri hve- nær tækin myndu koma, en það yrði ef til vill næsta vetur. hægt að fá leyfi fyrir öðrum skot- vopnum en skammbyssu. Ekki verður komið fram refsi- ábyrgð á hendur þeim, sem sinna áskorun þessari fyrir 1. júní næst- komandi. Að þeim tíma liðnum verður gerð gangskör að því að leita uppi slfk vopn, sérstaklega skammhyss- ur. Verða mál viðkomandi manna síðan tekin fvrir f sakadómi.“ Bílabraut#/ opnar í Reykjavík Bílabrautir eru mjög vinsæiar erlendis meðal eldri og yngri, og nú hafa nokkrir framtakssamir isiendingar komið upp fimm rafmagnsknúnum bflabrautum, þar sem íslendingar eiga að geta spreytt sig á að stýra litlum fjarstýrðum bílum. Undanfarnar þrjár vikur hefur verið unnið að þvi aö koma brautunum fyrir á efri hæð hússins á homi Nóatúns og Laugavegar, og vcrður liklega opnað um helgina. Framkvæmdastjóri er Hafsteinn Sveinsson. — Myndin er tekin af bflabrautunum í Nóatúni í morgun. Glaður brauzt gegnum ísinn / nótt — kominn fil Húsavikur með. skemmda skrúfu * — Isinn hefur gliðnað en ekki fjarlægzt ■ Húsavíkurbáturinn Glaður, sem var fastur í ís vestur undan Kinnarfjöllum í gær, er hann hafði farið út til að reyna að ná netatrossum Húsvíkinga, brauzt í nótt gegnum ísinn og komst inn á Hús^- víkurhöfn um 9 leytið í morgun, og hafði skrúfa skipsins skemmzt eitthvað í ísnum. Blaðið náði sambandi við skipstjórann á m.b. Glað, Sigur- björn Sörensen, og sagði hann að þeir hefðu verið tvo sólar- hringa fastir í ísnum, en fengið mat sendan niður úr flugvél Tryggva Helgasonar, þar sem þeir vora aðeins með mat til eins sóiarhrings. „Veður var mjög slæmt í gær, en f nótt lægöi og var eins og ísinn gliðnaði og losnaði aðeins frá bátnum. Við lögðum þá af stað mjög hægt eftir lænum og vorum við 6 klukkutíma að sigla 4 mílna leið. Við reyndum að fara eins varlega^ og við gátum', en þó mun skrúfan eitthvað hafa skemmzt, og er nú verið að athuga hana.“ Veður er nú gott á Húsavík, en hvarvetna á Norðurlandi er kalt f veðri og snjór yfir öllu. Mikill snjór er á Austfjörðum og færð afleit. Hafa borizt ís- fregnir í morgun frá Norður- og Austurlandi og virðist ísinn vfðast hvar hafa gliðnað dálítið í nótt, en hvergi þó hafa fjar- lægzt iandið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.