Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 2
V1SIR . Þriðjudagur 14. maí 1968. Heimsfrægir júdó- meistarar koma hingað • í júlí n.k. er Japaninn Ichiro Abe, 7. dan, væntanlegur hingaö til þess að kenna á nám- skeiði hjá Judofélagi Reykjavíkur. En hann er einn af fulltrúum jap- anska Judosambandsins í Evrópu. Um svipað leyti kemur hingað einnig Syd Hoare, nú aöalþjálfari Budokwai í London, til þess aö kenna hjá félaginu og mun hanq dvelja hér nokkurn tíma. Syd Hoare er 4. dan Judo og einn af snjöllustu judomönnum í heimi, í millivigt, með mikla keppnis- reynslu. Má vænta mikils árangurs af kennsiu þessara reyndu þjálfara og keppnismanna hjá félaginu. Judofélag Reykjavíkur er eitt af yngstu íþróttafélögum hér í borg, en hefur starfaö af miklum krafti aö undanförnu. Félagar þess eru nú á annað hundrað aö tölu, mest ung- ir og margir mjög efnilegir judo- menn, Einnig hefur það á aö skipa nokkrum judomönnum, sem segja má, að hafi orðið nokkura reynslu á alþjóöa mælikvaröa, er skemmst aö minnast þess, aö það átti tvo keppendur á Judomeistaramóti Norðurlanda, sem háð var í Kaup- mannahöfn í apríl s.l., en slíkt mót veröur haidið næst í Svíþjóð eftir tvö ár, og er þegar farið að hugsa fyrir undirbúningi undir að taka þátt í þvi og senda þá fleiri kepp- endur. Þátttaka í alþjóða judo- keppni krefst mikils undirbúnings og þjálfunar og því fyrr sem þjálfun með slíka keppni fyrir aug- um er hafin, þeim mun meiri lýk- ur fyrir góðum árangri. Það skal tekið fram, að hægt er aö gerast félagi í Judofélagi Reykjavíkur hvenær sem er, og fá byrjendur strax tilsögn hjá reynd- um judomönnum. Æfingabúninga geta þeir fengið, mjög vandaða, á staðnum. Æfingar félagsins eru á mánudögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum kl. 8—10 síðd. og á laugar- dögum kl. 2—i e.h. á 5. hæð í húsi Júpiters & Mars á Kirkjusandi. Mörg ný lið í 3. deildinni Mörg ný félög munu stíga sin fyrstu skref í deildakeppninni í knattspymu í sumar, og byrja i 3. deild, eins og lög gera ráö fyrir. 1 a-riðli 3. deildar er Víöir, sem leikur á Sandgeröisvelli og þar mun Reynir einnig leika, en er í b-riöli, þá er Ungtemplarastúkan ÞÓRÓLFUR AFTUR MEÐ Ekki er ósennilegt, að ÞÓRÓLFUR BECK verði með KR aftur strax í fyrsta ieik liðsins í 1. deild í ár. Þá verður Þórólfur aftur búinn að endurheimta sín fyrri réttindi sem áhugamaður. Það er fulitrúaráð ÍSl sem úrskurðar um þetta, en ráðið kemur saman til fundar 18. mai n.k., þ. e. næstkomandi laugardag. Eins og kunnugt er hefur þegar skapazt fordæmi fyrir því að fyrrver- andi atvinnumaður fái aftur réttindi sem áhugamaður, en það var Albert Guðmundsson, eftir að hann lauk sínum glæsilega ferli á Italiu og Frakklandi. Lék hann þá með Hafnfirðingum í 1. og 2. deild. Þórólfur Beck veröur sannarlega velkominn i íslenzku knatt- spyrnuna, það var áhorfendum hryggðarefni á sínum tima, þegar hann kvaddi islenzka knattspyrnu, en nú fáum við vonandi aö sjá Þórólf í essinu sínu eins og áður fyrr. Hrönn í a-riðlinum, Njarðvík og Héraössamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), sem leikur á Grafarnessvelli. Auk Reynis í b- riðli eru Stefnir frá Suöureyri viö Súgandafjörð, Völsungar frá Húsa- vík og svo annaö hvort ísafjöröur eöa Siglufjöröur, en þessi tvö lið bítast um það næstu daga í Reykja- vík, hvort liðið fellur i 3. deild. Upp í 2. deild s.l. sumar kom lið FH. Kerlingarfjöll Sumarvinna 2 — 3 verkahienn vantar 'i sumar til vinnu á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur að Grafarholti. Uppl. gefur Hafsteinn Þorgeirsson í skála klúbbsins eöa í síma 14981 á milli kl. 4 og 6. MEUVÖUUR Bæjakeppni í knattspyrnu. í kvöld kl. 20.30 leika Reykjavík — Akranes Mótanefndin. íslandsmótið haldið á leiksvæði Melaskóla • Handknattleiksmenn munu halda íslandsmótiö utanhúss á nýjum vettvangi aö þessu sinni, á lóö Melaskólans i Reykjavik, en nokkur undanfarin ár hefur Hafn- arfjöröur veriö oröinn aö heita má fastur dvalarstaður mótsins, og þa{ hefur bikarinn líka veriö í meira en áratug í vörzlu FH. — • KR-ingar sjá um mótiö aö þessu sinni, og mun mótiö fara fram í júnílok og verður keppt í meistaraflokkum karla og kvenna. Nú er komiö sumar samkvæmt dagatalinu, — og skíðin komin í geymslu til næsta vetrar, — eða hvað? Nei, ekki eru allir búnir að leggja skíðunum til svo langs tíma, því að það er orðin árleg venja hjá stórum hópi manna að bregða sér um tíma í Kerlingarfjöll með Valdimar Ömólfssyni og félögum. Skíðaferðimar inn í Kerlingar- fjöll hefjast 7. júlí og veröa farnar tíu feröir, sú síðasta 28. ágúst. Verð á vikudvöl, er 4800 krónur, en innifalið eru ferðir að og frá staðnum, fæði og gisting í skálan- um, kennsla fyrir þá sem þess þurfa, skíöalyfta, leiðsögn á göngu- ferðum, heit og köld böð, ferð til Hveravalla, kvöldvökur með söng og dansi. Nánari upplýsingar má fá í verzl- un Hermanns Jónssonar í Lækjar- götu 4, .........-r Bæjakeppni milli Reykjavíkur og Akraness í kvöld BÆJAKEPPNI milli Reykja- vfkur og Akraness fer fram í kvöld kl. 20.30 á Melavellinum, — Á fimmtudagskvöldiö verður önnur bæjakeppni # Melavellin- um, en þá leika Reykvíkingar viö Keflavik. .■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.' TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Vísir bendir áskrifendum sínum á að hringja í afereiðsiu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þe fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- lega til sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðsian lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta veitt á tímanum 3.30 - 4 e. h. Munið að hringja fyrir klukkan 7 í síma 1-16-60 IVAVMV.W.VW. !■■■■■■ ■■■■■! V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.