Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 8
V í S IR . Þriðjudagur 14. maí 1968. 3 £523 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Essin fjögur ]\ú er farið að ræða af alvöru um útflutning á fleiri iðnaðarvörum en frá fiskiðnaðinum einum. Menn eru almennt sammála um, að velmegun geti því aðeins aukizt hér á landi í framtíðinni, að iðnaðurinn færi ) út kvíarnar og byrji að keppa við erlendan iðnað á \ erlendum mörkuðum. f En þetta er hægar sagt en gert. íslendingar verða i að taka þátt í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi, t. d. með / því að ganga í Fríverzlunarbandalagið, ef þeir vilja ) komast inn á erlenda markaði. Og þess háttar sam- ’ starf mundi í upphafi einmitt valda íslenzkum iðn- V aði ýmsum erfiðleikum á hans eigin heimamarkaði. í ( þessu efni verður iðnaðurinn að flétta saman vörn og / sókn] verjast annars vegar sókn erlendrar vöru á ís- / lenzkan markað og sækja hins vegar með íslenzkar ) vörur á erlendan markað. Þetta er erfitt verkefni. \ íslenzkir iðnaðarmenn og iðnrekendur þurfa margs \ að gæta, ef þeir vilja takast á við þetta verðuga verk- ( efni. Þeir segjast vera ótrauðir og bjartsýnir. En þá / þurfa þeir líka að endurskoða frá grunni skipulag og / stjórn iðnfyrirtækjanna. ) Þeir þurfa að sérhæfa fyrirtækin. Þá geta þeir fram- \ leitt meira magn af færri vörutegundum og nýtt betur 1 sérhæfðan vélakost. Um þetta er oft talað, en því mið- f ur er minna um framkvæmdir. í sérhverri iðngrein / verða menn að hafa samráð um sérhæfinguna. Og til / þess þurfa menn að hafa hæfileika til samstarfs við ) aðra, en á því verður oft misbrestur hér á landi. \ Samstarfshæfnin er einnig grundvöllur annarrar ( nauðsynlegrar breytingar. Fyrirtæki hverrar iðngrein- i ar þurfa að hefja með sér samstarf og jafnvel sam- / runa af einhverju tagi. Þau geta haft sameiginlega ) söluskrifstofu, og er það ekki sízt mikilvægt, ef sótt \ er á erlenda markaði. Þau geta skipt með sér verkum \\ í framleiðslu. Þau geta keypt inn í sameiningu. Um (i þetta hefur mikið verið talað hér á landi, en lítið er // um, að verkin hafi talað. / Mörg fyrirtæki þurfa einnig að taka sig verulega ) á í sölumennsku og stjórnun. Á þessum sviðum hafa \ nútímahugmyndir síazt inn í landið, einkum á vegum \ Stjómunarfélags íslands. En betur má, ef duga skal. í Essin fjögur eru sérhæfing, samstarf, stjórnun og / sölumennska. Ef iðnaðarmenn og iðnrekendur byrja / nú af þrótti að fást við essin fjögur, hafa þeir þegar / unnið hálfan sigur. Það er margsannað um allan heim, \ að dugmiklir og skilningsgóðir stjómendur iðnfyrir- ( tækja hafa getað byggt upp gróskumikil og lífvænleg ( fyrirtæki á sviðum, þar sem menn höfðu áður talið / öll fyrirtæki dauðadæmd. Lítil fyrirtæki hafa þeir á / skömmum tíma gert að öflugum útflutningsfyrirtækj- ) um. Það eru ekki hráefnin, auðlindirnar eða markaður- \\ ina, sem eru í sviðsljósinu, heldur mennirnir sjálfir. (\ TASS: „Við myrtum ekki Masaryk" Fréttimar frá Varsjá á fimmtu- dagskvöld ( vikunnl sem leið, þess efnis, að sovézkt lið frá stöðvum i Póllandi væri á leið til landamæra Tékkóslóvakiu, báru með sér, að eitthvað væri að gerast, sem leynd hvíldi yf- ir, þar sem það var og orðið kunnugt, að hemaðarlegir ráðu- nautar við vestræn sendiráð í Varsjá fengju að ekki að fara úr borginni til þess að kynna sér þetta. miss konar orðrómur gaus þegar upp varð- andi orsakir þess, að hreyfing var allt í einu komin á þetta lið. Og í Varsjárfregnum kom fram, að það fyrsta, sem mönn um datt i hug var, að þessir lið- flutningar væru að einhverju leyti tengdir atburðunum í Tékkóslóvakíu. Menn voru minn ugir þess, að það var ekki nema örstutt síðan flokksleiðtogar A- Þýzkalands, Póllands, Ungverja- lands og Búlgaríu sátu fund í Moskvu með þeim Kosygin for- sætisráðherra, Brezhnev fiokks- leiðtoga og Podgorni ríkisfors. Sovétríkjanna. Þótt leynd hafi verið yfir þessum fundi er það opinbert leyndarmál, að breytt- ar horfur vegna atburðanna í Tékkóslóvakíu voru á dagskrá. Ferðir tékkneskra höfuðleiðtoga til Moskvu voru líka ofarlega í hugum manna, og vitað var að sovétleiðtogar voru áhyggju- fullir vegna hins nýja frjáls- ræðis í Tékkóslóvakíu, og hef- ir það komið æ betur í ljós. Af hinu nýja frjálsræði hefir nefnilega þegar leitt, að margt er að koma í ljós, sem sovét- leiðtogar án vafa vilja, að breitt verði vel og rækilega yfir á- fram, en i Tékkóslóvakíu varð margt brátt ekki dulið lengur, sannleikurinn um Jan Masaryk kom í ljós, sá sannleikur, að Jan Masaryk var myrtur, og það mun hafa verið ekki sízt þessi uppljóstran, sem sovétleið togum var illa við, svo beitt vopn sem vestrænum lýðræðis- sinnum var með því lagt f hend- ur. Málgagn tékkneska komm- únistaflokksins sagði um þetta, að Jan Masaryk kynni að hafa verið myrtur af pólitískum á- stæöum, og segir um þetta í blaðinu á þessa leið: — Vér vitum nægilega mikið um hneykslanlega þátttöku Beria (þáverandi yfirmánns leynilögreglunnar rússnesku) í skipulögðu samsærisbruggi gegn háttsettum mönnum f tékk neska kommúnistaflokknum ’49 —1952, til þess að geta sagt að sannanir virðast vera fyrir þessu. í Sovétríkjunum var það svo einn þáttur gagnsóknarinnar til þess að draga úr áhrifum þess, sem gerzt hafði og var að gerast í Sovétríkjunum, að hvika f engu frá þvf, að Jan Masaryk hefði framið sjálfsmorð. Og Tassfréttastofan tilkynnti: Það er kunnugt, að Jan Masaryk framdi sjálfsmorð 1948. 1 fjand- samlegum áróðri er nú reynt að leggja málið fram þannig, að vissir ráðunautar frá öryggis- þjónustunni sovézku hafi átt hlut að dauða hans. Tassfréttastofan hefur fengið fyrirmæli um að lýsa yfir, að þetta sé lygi frá upphafi til enda. Orðrómurinn um að Masa ryk hefði verið myrtur er fram kominn f þeim eina tilgangi, að spilla vináttu Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. í Moskvu litu vestrænir dilpomatar svo á, aö með þessu væri Dubeck flokksleiðtoga í Tékkóslóvakíu gefin bending um, að láta niður falla þær rannskónir málsins, sem fyrir- skipaðar höfðu verið. Þær hófust í apríllok og hefir verið búizt við, að þær stæðu allt árið. Eftir að þær hófust gerðist það, að eitt af höfuð- vitnum rannsóknanefndarinnar fannst dauður f skógi nálægt Bem. Hann hafði gegnt mikil- vægu hlutverki í rannsókn út af dauða Masaryks fyrir 20 árum — og hann var sagður hafa verið tengiliður milli tékk- nesku öryggislögreglunnar og sovézku Iögreglunnar á fyrr- nefndum örlagaríku dögum. r | T • 1 \\ • • \ „lilræði við stéttarinnar44 — segir aðalfundur Lyfjafræðinga- félagsins um að kennsla i lyfjafræði verði felld niður / Háskóla Islands Aðaifundur Lyfjafræðinga- félags íslands var haldinn 26. apríl 1968. Formaður félagsins, Axel Sigurðsson, skýrði frá fram kvæmdum þess á liðnu starfsári Stjóm félagsins lagði fram end- urskoðaða reikninga félagsins fyrir liðið ár. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Formaður Almar Grímsson með stjómendur Ingibjörg Böðvars- dóttir og Guðmundur Steinsson. Á fundinum var samþykkt sam- hljóða eftirfarandi ályktun um skóiamál. „Aðalfundur Lyfjafræðinga- féiags íslands haldinn 26. apríl 1968 telur, að ráðstafanir þær um að leggja niður kennslu í lyfjafræði lyfsaia við H. 1. frá og með hausti 1969, sem um getur í bréfi rektors danska lyfjafræðingaháskóians, dr. Helmer Kofod, til dönsku nem- endanefndarinnar í lyfjafræði dags. 16. febrúar 1968 séu beint tiiræði við tilveru íslenzkrar lyfjafræðingastéttar og átelur harðlega að slík vinnubrögð skuli viðhöfð. Fundurinn telur, að forráða- mönnum Háskóla íslands beri að vinna markvisst að uppbyggingu og eflingu hans f samræmi við margyfirlýsta stefnu, en ekki að rífa það niður, sem upp hefur veriö byggt. Fundurinn harmar, að svo neikvæð hugmynd, sem um getur i áðurnefndu bréfi og C vo sem kunnugt er hefur Stúd entafélag Háskóla íslands efnt til samkeppni um hátíðar- ljóð í tilefni af 50 ára afmæli fullveldis íslands, 1. des. 1968. Er samkeppni þessi með svip- uðu sniði og samkeppnir þær, er efnt var til fyrir Alþingishátíð- ina 1930 og lýðveldishátíðina 1944, en sum þeirra ljóða, er þá bárust, eru meðal ágætustu ljóöa, er ort hafa verið á ís- lenzka tungu. Er það von okk- ar, að íslenzk ijóðskáid muni ekki láta sitt eftir iiggja nú, við ekki ómerkari tímamót en hin tvö fvrrnefndu. Skilafrestur ljóðsins er til 15. júni næstkomandi og skal því skilað á skrifstofu Háskólans undir dulnefni. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. tilveru svo neikvæð vinnubrögö, sem hafin voru að framkvaemd henn ar, skuli eiga nokkum formæl- anda innan veggja Háskóla ís- lands. Fundurinn skorar á yfirvöld menntamála að stuðla að því i samvinnu við lyfjafræöinga aö veita lyfjafræöi lyfsala það sjálfsforræöi um sín mál, sem aðrar vísindagreinar njófa jnn- an Háskóla Islands, svo að hún megi í framtíðinni þróast á eöli- legan hátt undir handleiðslu fag manna og fá tækifæri til þess aö þjóna sem bezt hlutverki sínu fyrir íslenzkt þjóðfélag." Ein verðlaun verða veitt, kr. 10.000,oo. Dómnefnd skipa: Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, dr. Steingrímur J. Þorsteins son, prófessor, og Þorleifur Hauksson, stud mag. Einnig mun verða efnt til samkeppni um lag við ljóð það, er verölaun hlýtur. Munu tón- skáld þau, er hug hafa á þátt- töku í þeirri samkeppni, geta fengið verðlaunaljfðiö sent sem trúnaðarmál Veröur það nánar augiýst, er að því kemur. Verðlaunaljóðið og lagiö vic það veröa væntanlega frum- flutt á hátíöarsamkomu stúd- enta 1. desember 1968, en ætíð er útvarpað frá þeirri samkomu. HÁT'IÐARLJÓÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.