Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 3
3 *éJidá vti'S iR . mmmimm re.mari988. :v: Qkkur Sunnlendingum finnst víst nóg um vetram'kið hér á okkar landshluta, en hætt er við að okkur brygði í brún ef við sæjum hvernig umhorfs er á norð-austurhorni landsins. Þar hefur varla komið frostlaus dagur allan mánuðinn, allt upp í 15 stiga frost á Raufar- höfn og er nú sýnt að þessi maímánuður ætlar að verða sá kaldasti þar um slóöir í ára- tugaraðir. Myndirnar sem við sjáum hér á síöunni eru teknar af frétta- ritara Vísis á Akureyri, Herbert Guðmundssyni, en hann flaug nýlega með Flugfélaginu frá > > Hér sjáum við inn í Þistilfjörð, en siglingaleiðir á þessum slóðum hafa verið lokaðar um langan tíma. Vinstra megin á mynd' inni er Þórshöfn. Gifurlegt vetrarriki á Norð-austurlandi Akureyri til Þórshafnar og Raufarhafnar og tók myndir af ísnum sem hefur einangrað þessa staöi algerlega. Vegir hafa lokazt á landi vegna snjó- komu og flug hefur legiö niðri dögum saman vegna veðurs. Þar er sauðburður ekki byrjað- ur, en mun vera alveg aö byrja og horfir óvænlega fyrir bænd- ur. Hey eru víðast hvar þrotin, og hvergi er stingandi strá að beita skepnum á. Hvarvetna sem flogið var yfir land var snjó að sjá og og hvergi virtist nokkur vor- gróður vera farinn að láta á sér kræla, enda mikið frost I jörðu ennþá. Mikill kuldi er af haf- Isnum; spá nú gamlir menn því að úr þessu geti ekkert komið ísnum frá landinu fyrir mitt sumar. Hann hefur nú frosiö mikið saman og hrannazt upp, og hreyfing á honum er minni en fyrst er hann rak að landinu í vetur. Allar fiskveiðar viö strendurnar hafa að sjálfsögðu legið algerlega niðri af þessum sökum, enda sækir allur fiskur á djúpmiðin og hvergi bröndu að fá við strendurnar. Net hafa skemmzt og tapazt í ísnum, og atvinnuástand því mjög slæmt. Þess má geta, að meðalhiti í maí á Raufarhöfn er um 4 stig, en til þessa hefur aldrei mælzt meira en 1 st. hiti þar í maí nú, og oftast 5 — 6 stiga frost. í Grímsey er meðalhiti í maí 3—4 stig, en þar hefur ekki mælzt einn einasti frostlaus dagur það sem af er mánaðarins, svo að sýnt er aö hann verður miklu kaldari en í meðalári. Og þó að okkur Reykvíkingum finnist við finna kuldann af ísnum hingað suður á land, þá er það lítilræöi miðað við Norð-austur- landið, enda hefur verið nokk- urra stiga hiti hér syðra flesta daga mánaöarins. : - .-'-.3 : :S ;■ ■ V: '•••' . v» -íSÍMÍIIPVi Þessi myrl var tekin af Víkurskarði í Vaðlaheiði, og sýnir glöggleg? hvernig umhorfs er á þessum slóðum. Vegurinn sem sést á myndinni er einn af þremur akfærum vegum yfir heiðina, en líkiegt er að þarna verði í framtíðinni lagður vegur milii Eyjafjarðar og Þing- eyjarsýslu, þar sem þarna er mjög gott vegarstæði. Ef alþjóðlegur flugvöllur á síðar eftir að rísa í Aðaldalnum, verður þörfin fyrir veg inn að sjálfsögðu enn brýnni. Heldur gisnari ís er við Raufarhöfn, en þó kuldalegt um að litast, og hefur i íælzt þar nýlega mesta maífrost f áratugi. (Ljósm. Herbert Guðmundsson). OGREIDDIRI REIKNINGAR ‘ MWLJlLllilUMMMIBMMMMMMiMMiÍBMMIMia iliiiifcini illiihi iriMBMBMMIHMItirBWMmTliirillllliiiTllffrilliWMMMWMaHnil LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þad sparar yður tima og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð - Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.