Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Miðvikudagur 15. maí 1968. TÓNABÍÓ i — tslenzkur texti. Heimsfræp og afbragðs ve) gerö. ný, ensk sakamálamvnd I algiðrum sérflokki. Mvndin er gerð eftir samnefndri sögu Hins heimsfræga rithöfundar lanFlemmintís sem komið hef- ur út á tslenzku Myndin er 1 litum. 'IVnd kt 5 n>' 9 Allra síðasta sinn. Bögnuö u -n |4 ára. KÓPAVOGSBÍÓ (Black Torment) Hörkuspennandi og vel gerð, ný, ensk mynd I litum. John Turner Hearther Sears. Sýnd kl. 5.15 og 9 Bönnuð innan 16 ára. HÁSKÓLABÍÓ Slm' 22140 Myndin, sem beðið hefur verið eftir: TÓNAFLÓÐ (Sound of Music) Ein stórfenglegasta kvikmynd, sem tekin hefur verið og hvar- vetna hlotið metaösókn, enda fengiö 5 Oscarsverðlaun. Leikstjóri: Robert Wise. Aðalhlutvérk: Julie^Andrews Christopher Plummer ÍSLENZKUR TEXTI Myndin er tekin í DeLuxe-lit- um og 70 mm. Sýnd kl. 5 og 8.30. Ath. breyttan sýningartíma. GAMLA BÍÓ Em/I og leynil'óg- reglustrákarnir (Emil and the Detectives) Ný Walt Disney-litmvnd eftir skáldsögu Kastners, sem kom- ið hefur í ísl. þýðingu. Bryan Russell Walter Slezak ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. 111—rnmgiiwiiT*TiiMfii ’nnnmtr yii MA'iwaf m iiiMiBh flHPS Handknattleiksd. Kv. Ármanni. Æfingar veröa fyrst um sinn við Laugalækjarskóla á fimmtudögum kl. 8v30. — Mætið vel pg stund- víslega. — Stjórnin. Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Tónaflóð (The Sound of Music). Stjórnandi: Robert Wise. Tónlist: Richard Rodgers. Söngtextar: Oscar I-Iammerstein II. Handrit: Emest Lehman. Aðalhlutverk: Julie Andrews, Christopher Plummer, Rich- ard Haydn, Eleanor Parker, Peggy Wood o. fl. Amerísk, íslenzkur texti, Háskólabíó. Tjað er rétt eins og „Tóna- flóö“ sé niöurstaöa banda- rískra sálfræðinga, eftir miklar rannsóknir á því, hvað sé gróða- vænlegasta söluvaran á kvik- myndamarkaðinum. A.m.k. hef- ur framleiðandinn hitt naglann á höfuöið og fundið sér álitleg- ustu gullnámu í sögu kvik- myndanna. Ekki er ráðlegt þess vegna að halda því fram, að þarna sé á feröinni allsendis 6- merk mynd, þótt erfitt sé að slvilja, hvers vegna hún hefur Valdið annarri eins múgsefjun og raun ber vitni. Ekki er það tónlistinni einni að þakka, hve vel hún er sótt, annað eins hef- ur maöur heyrt. Ekki er sögu- þráðurinn yfirmáta merkilegur, né heldur leikurinn, stjómin, kvikmyndatakan, litirnir, 'lands- lagið eða þar fram eftir götun- um. Sennilega ræður það úrslit- um, hversu vel hefur tekizt að hrista saman kokkteil, sem flest- um finnst gómsætur. Sálfræð- ingarnir hafa unnið sitt verk vel Það hefur tekizt að framleiða mynd, sem sameinar það sem meirihluti — yfirgnæfandi meirihluti fólks, sækist eftir að sjá, þegar það fer í bíó. Og ekki spillir það, að myndin gerir barnapíur aldeilis óþarfar, þvl að sjálfsagt er að láta barn- ungana fljóta með þegar farið er aö sjá jafnhugljúfar myndir og „The Sound of Music". Erfifí er að efnagreina þá KAFNARBIO blöndu, sem myndin er: Þarna ægir saman ljúfri tónlist, falleg- um börnum, fátækri stúlku, ó- hamingjusömum aðalsrrianni, vondri konu, sem þó er ekki gjörspillt, hreinni ást, fómar- lund, föðurlandsást, vondum föðurlandssvikurum, glæsileg- um veizlum, fögrum salarkynn- um, glæsilegu landslagi, góðu veðurfari, spennandi eltingar- leik og slatta af kaþólskri trú — og sennilega væri hægt að telja upp fleira, sem eflaust hef- ur tilætluö áhrif. Árangur: Góð söluvara, á- nægðir kúnnar og gildir sjóðir. En hvað er það, sem verið er að selja fólki? Því 'er ekki gott að svara, því að hver og einn gengur út með sérstöku hugar- fari þegar myndinni lýkur, flestir ánægðir eftir aö hafa séð myndina streyma fram í rúma tvo tíma. En er það nóg? Hvaö býr undir öllu þessu skrauti, hvað er að baki þessari hug- ljúfu mynd? Ekki neitt. Alls ekki neitt. Hún er skrautleg skel utan um ekki neitt. Aö baki hljóðfæra- slættinum, ástinni og guös trúnni, sem svo ríkulega er breitt úr á hvíta tjaldinu, er enginn sannur kjami. Myndin er hismið eitt. Ef til vill getur hún samt þjónað einum tilgangi; sem sé að veita einhverjum sólargeisla inn í dauflegt hversdagslif þeirra, sem geta látið sér nægja að finna sælu í því að sjá Hollywoodstjörnur finna upp- logna ást og hamingju í mynd- um, sem framleiddar em af voldugri gróðasamsteypu. Sennilega hefur „The Sound of Music" hjálpað einhverjum til að gleyma inntaksleysi eigin lífs um stundarsakir, því að þess þekkjast dæmi bæði í Englandi og Irlandi, að fátækar húsmæður hafi varið meirihluta tekna sinna til að sitja undir myndinni jafnvel 60 sinnum. Sem kvikmyndaverk er fátt eitt um myndina að segja. Sem betur fer hefur leikstjórinn Robert Wise gert betri hluti, og „West Side Story“ var ólíkt meira listaverk. Leikendurnir hafa hlotið mik- ið hrós, einkum Julie Andrews, sem nýtur gífurlegrar hylli. En varla stenzt hún snúning öðrum leikkonum eins og Vanessu Redgrave, að því er hæfileika og persónutöfra snertir. Christ- opher Plummer er mjög góður, sem baróninn og aðrir leikend- ur skila sínum hlutverkum kunnáttusamlega, og bömin em þolanleg. Ekki er þörf á að hvetja fólk til að sjá þessa mynd. Réttu mér hljóðdeyfinn (The Silencers). Stjómandi: Phil Karlsson. Framleiðandi: Ii-ving AUen. Handrit: Oscar Saul. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalhlutverk: Dean Martin, Stella Stevens, Cyd Charisse, Daliah Lavi, Victor Buono, Arthur O’Connell, Robert Webber. Amerísk, íslenzkur textl, Stjörnubíó. Þetta er enn ein njósna- myndin, þar sem verið er aö gera grín að njósnamyndum, en þessi mál em að verða svo flókin, að ekki er gott að vita hver er að gera grín að hveri- um. Þar sem Dean Martin er á ferðinni má yfirleitt búast við sæmilegri ikemmtun, og þama hefur hann fengið f lið með sér helztu kynbombur Hollywood og aukaleikara á borð við Victor Buano og Richard Webber og Arthur O’Connell, sem allir kunna vel til verka. Söguþráðurinn er sá sami og venjulega, en betur á efninu haldið. Mikið er um ryskingar, drykkjuskap og blóðsúthelling- ar. svo að þetta er engin bama- mynd, en húmorinn er f lagi, þannig að enginn ætti að þurfa að hneykslast. Þetta er sem sagt sæmileg mynd af þessari tegundinni. Þess má geta, að fslenzki text- inn mætti vera skyldari enska textanum. Köld eru kvennaráð Afar fjörug og skemmtileg gamanmynd 1 litum með: Rock Hudson Paula Prentiss * íslenzkur texti. Endursýnd kl. 5 og 9. STJORNUBIO LAUGARÁSBðÓ Réttu mér hljóðdeyfinn — Islenzkur texti. — 5 Hörkuspennandl, ný, amerísk í kvikmvnd með: Maður og kona • íslenzkur texti. ! Sýnd kl. 5 og 9. ■ Bönni!* börnum innan 14 ára j j Dean Martin I Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö innan 14 ára. BÆJARBÍÓ Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum AUSTURBÆJARBIÓ Ný Angelique-mynd:'* Angelique / ánauð Ahrifamikil, ný, frönsk stór- mynd. — tsl. texti. i Michéle Mercier Robert Hossein Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5 og 9. íjj* WÓDLEIKHIÍSIÐ mmi m Sýning i kvöld kl. 20. Þriöja sýning föstudag kl. 20. MÝÍÁ BÍÓ Oturmennið Flint ■'Our Man Flint) íslenzkur -.exti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðustu sýningar. 5önnu!“. vngri en 12 ára. Sýning fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 M1 20. Sfmi 1-1200. I Sýning í kvöld kl. 20.30. Næst síðasta sýning. Leynimelur 13 Frumsýning fimmtudag kl. 20.30. Hedda Gabler Sýning föstudag kl. 20.30 Aðgön ”> lrr> ’ * ” ° p I a r ->Dir rr* fðnó er ■ ■ 1 191

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.