Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 8
8 V1S IR . Miðvikudagur 15. mal 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstióri: Jónas Kristjánsson ABstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Staðreyndir viðurkenndar þegar litið er yfir stjórnmálaviðburði liðins vetrar, fer ekki milli mála, að í athöfnum Alþingis og ríkis- stjórnar endurspeglast áhrif þeirra erfiðleika, sem að höndum hefur borið í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar. Þegar Alþingi kom saman í októberbyrjun, hafði ríkisstjómin þurft að horfast í augu við geysilega efnahagsörðugleika, sem stöfuðu einkum af mjög lé- legri vetrarvertíð og síldarvertíð. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1968 mótaðist af þessum viðsjám. Stjórnin lagði fram nýjar efnahagsmálatillögur, en tók fram, að meira kynni að þurfa til að koma. Þegar fulltrúar stjórnarflokkanna gerðu grein fyrir þessum erfiðleikum, brást stjórnarandstaðan ókvæða við og sagði, að annað hljóð hefði verið í stjórnarlið- inu fyrir kosningar. Þá hefði verið sagt, að þjóðar- búskapurinn stæði á traustum grunni og að tíma- bundnir erfiðleikar af völdum verðfalls og minnkandi afla hefðu ekki í för með sér nein veruleg efnahagsleg vandræði. Þetta hefðu allt verið herfilegar kosninga- blekkingar, sögðu stjórnarandstæðingar. Þetta voru ekki blekkingar, heldur staðreyndir. Þjóðarbúskapurinn var óveiiju vel undir það búinn að mæta tímabundnu verðfalli og minnkandi afla á vetr- arvertíð. En meira kom til. Borgarastyrjöldin í Nig- eríu hðfst í maílok. Enginn vissi fyrir, hvað verða kynni. Allir viðurkenna, að enginn gat heldur séð fyr- ir um erfiðleikana á síldarvertíðinni né hið síminnk- andi verð síldarafurða. 1 áróðri sínum gengu stjórnarandstæðingar enn lengra og töldu sig auðveldlega geta reiknað út, að verðfallið væri svo sem ekkert eða ekki orð á gerandi. Fremstur í flokki slíkra reiknimeistara var elzti þingmaður Framsóknarflokksins. Formaður þing- flokks framsóknarmanna henti á lofti þessa útreikn- inga. Af þessu tilefni var fróðlegt að lesa í Tímanum s.l. laugardag eldhúsræðu hins nýkjörna formanns Fram- sóknarflokksins. Þar segir: „Þetta þing hefur ein- kennzt öðru fremur af þeim erfiðleikum,' sem við er að glíma í þjóðarbúskapnum. Það er staðreynd, að þjóðfélagið hefur orðið fyrir þungu áfalli af völdum verðfalls á útflutningsafurðum, minnkandi aflabragða og erfiðs árferðis. Um það er ekki deilt.“ Ánægjulegt er, að hinn nýja formann Framsóknar- flokksins, Ólaf Jóhannesson, brestur ekki kjark til að viðurkenna staðreyndir, enda þótt aðrir þingmenn flokksins hafi þverneitað þeim í þingbyrjun og haldið áfram að deila um bær fram í þinglok undir forustu Sigurvins Einarssonar og Eysteins Jónssonar. Stjórn- raálabaráttan fær vissulega á sig annan blæ, þegar ^ngmenn stjörnarandstöðupnar fást til að viðurkenna staðreyndir. Stundaglasið og friðarsamningarnir. við getum unnið algeran sigur í Suður-Víetnam!“ En skotin hæföu ekki aöeins Bandaríkjamenn. Fjórir blaða- menn frá Ástralíu og Englandi voru skotnir til bana í bifreið sinni, og aftökusveit úr Viet- cong drap fyrsta sendiráðsritara þýzka sendiráðsins, Hasso fr- herra Rtidt von Collenberg. Friðarsamningar milli N-Víetnam og USA og hótel þjónustan í París Sendimaður Bandaríkjanna á sáttafundinum. Averell Harri man, 76 ára. □ í „höfuðstað friðar- ins“ (eins og Couve de Murville, utanríkisráð- herra Frakklands, kallar París) kom þrætuepli í ljós meira að segja, áður en friðarumleitanir hóf- ust. Tuttugu og einn karl og tvær konur í samn- inganefnd N-Víetnam hófu þegar í stað minni háttar stríð — ekki gegn kollegum sínum frá Bandaríkjunum — held- ur gegn hinum frönsku gestgjöfum. eim þótti hótelið „Lutetia” á vinstri bakka Signu sér ekki samboðið: Or því að Amerí- kanamir voru begar búnir að koma sér fyrir í skrautlegum salarkynnum ! ,Crillon“ á Palce de la Concorde vildu Norður-Víetnamarnir a.m.k. ta litla höll eða tignarlegt hús út af fyrir sig. Og Víetnömunum þótti ekki „Alþjóðlega ráðstefnuhöllin" nægilega tilkomumikill samn- ingastaður, en hún stendur á hominu á Avenue Kléberjog Avenue des Portugais — og i heimsstyrjöldinni síðari nefndist hún Hotel Majestic og þar voru aðalstöðvar Gestapo í hinu hemumda Frakklandi. Or því að þeir ætluðu að setjast að einu borði með Bandaríkja- mpnnum þótti þeim sem bað mætti verða í byggingu, sem ætti sér glæstari sögu. Víetnamarnir vildu koma fram af virðuleika til þess að sanna sjálfum sér og öllum heiminum að þeir standi Banda- ríkjunum fyllilega á sporði — ekki aðeins á vigvellinum Heldur einnig á stjórnmálasvið- inu. En á þvi hefur þeim ekki tekizt að hasla sér völl, þvert á móti. I meira en tuttugu ár hefur Ho Chi-minh að jafnaði tapað því niður viö samninga- borðið. sem hann hefur unniö á orustuvellinum. Til dæmis má nefna, að í júní 1946 hélt Ho sjálfur til Frakklands til þess að semja um viðurkenningu á sjálfstæði Vietnams í Fontainebleau. Við- ræöur þær fóru út um þúfur og skömmu síöar sendu Frakk- ar herlið gegn skæruliöum úr flokki Mo Chi-minhs. Franskur baráttuhugur fór þverrandi, þegar franskir her- menn féllu og þegar fyrir Dien Bien Phu haföi franska ný- lenduveldið riðlazt í sundur. En viö samningana um Indó- kína í Genf 1954 samþykkti hiö sigraða Frakkland og „stóri bróðirinn" Rússland í blóra við sigurvegarann skiptingu Viet- nams um 17. breiddarbaug. Peking-stjórnin féllst einnig á þessa skiptingu og Pham Van Dong - núverandi forsætisráð- herra neyddist íil aö skrifa und- ir samninginn. Bandaríski blaðamaðurinn Stanley Karn- ow, skrifaði: „Ho Chi-minh og þjóð hans geta með réttu haldið því fram, að þeir hafi veriö sviknir af Frakklandi, Bret- landi, Rússlandi ogRauða-Kína.“ Nú vilja þeir ekki mæta svik um af hálfu Bandaríkjamanna. 1 Þess vegna hamra þeir járnið meðan það er heitt, og um leiö og samningaviöræðurnar eru að hefjast stendur yfir leiftur- sókn gegn Suður-Víetnam, þótt hún sé nú að mestu farin út um þúfur. Norður-Vietnama dreymir um „algeran sigur“ Þess vegna gerðu þúsundir norður-víet- namskra hermanna og Víet- cong-skæruliða innrás i Saigon. og voru .hvattir áfram af Hanoi-útvarpinu: „Hlífið eng- um! Tortímið sem flestum Bandaríkjamönnum, þannig að Samningamaðurinn frá Han- oi, Xuan Thuy (en það nafn þýðir ,,Vorleysingar“), 55 ára. Þessari sókn hefur nú veriö hrundið og er ósigur Norður- Víetnam mjög tilfinnanlegur. Mikið mannfall hefur verið í liöi þeirra og margir teknir til fanga. Sendimaður Ho Chi-minhs, Xuan Thuy, sagði samt viö. komuna til Parísar: „Bandaríska hernaðarstefnan bíður sífellt tilfinnanlegri ósigra.“ Og hann sagði, að einungis þess vegna hefði Washington verið fús til samningaviðræðnanna. Þegar þeir formenn samn- inganefndanna, Xuan Thuy og Harriman hittust fyrst f París, hafði Xuan óneitanlega sterkari aðstööu; sóknin inn í Saigon var í hámarki og alger ringul- reið virtist ríkja. Nú hefur á- standið breytzt. Og í þessu minniháttar stríði, sem drepið var á i upphafi greinarinnar, hafa Víetnamarnir látið í ljósi samningavilja: Þeir hafa samþykkt aö „Majestic" verði samningastaðurinn og þeir munu búa í Hotel Lutetia. Vonandi er þetta merki þess, að eitthvert viðunandi sam- komulag náist, úr því að siná- atriöin eru ekki lengur látn, skyggja á aðalmálin. 55

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.