Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 1
1 s^s J2í 58. árg. - Flmmtudagur 16. maí 1968. - 106. tbl. * ,Við getum ræktað okkar kaffi sjálfir" — segir garðyrkjukandidat / HveragerBi — Merkar tilraunir með ræktun Það vekur ekki svo litla furðu, að við íslendingar hðfum mögu- leika á þvi að rækta okkar eig- ið kaffi Sjálfir,- en þetta kom fram f viðtali við Axel Magnús- son garðyrkjukandídat í Hvera- gerði í gær. Axel sagði, að til- raunir hefðu verið gerðar með þetta og gefizt furðu vel. Einnig Humarverðið d/cveð/ð Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á humar, er gild- ir á humarvertlð 1968. 1. flokkur (ferskur og heill, sem gefur 30 gr. hala og yfir) pr. kg. kr. 90.00 m-V 10 slða hafa verið gerðar tilraunir með að rækta banana, en ekki þykir tímabært að hefja neina fjölda- framleiðslu strax. Annars starf- ar Axel að því að vinna að jarð- vegstilraunum og vinnur að mestu leyti fyrir garðyrkjju- bændur í því sambahdi. Hann tekur jarðvegssýnishorn, ! þurrkar þau og efnagreinir ásamt , því að mæla sýrustig í jaröveg- j inum. Islenzka gróðurmoldin er að | hans dómi mjög góður jarðvegur, | þ. e. mikið um lífræn efni en dá- lítið súr. Við ræktun agúrknanna er notuð mómold en blönduð kalki til fyllingar. Það mun vera í fyrsta skipti hér- lendis, að ræktaðir eru tómatar í plastfóðruðum rennum, og hefur það gefizt mjög vel. Og að lokum má geta þess, innan tiðar er von á tómötum á markaðinn, þótt í seinna lagi sé. KORNI SAÐ A GUNNARSHOLTI — þrátt fyrir kalt vor og haffís 9 Þó að óbyrlega biási fyrir gróðri á þessu vori vegna óvanalegra vorharðinda og íss, hefur korni nú verið sáð bæði í Gunnarsholti og á Skógasandi. Nokkuð er síð- an bændur við Skógasand sáðu byggkorni í um 30 ha flæmi á sandinum, og s.l. fimmtudag var byggi sáð í rúmlega 30 ha Iand i Gunn- arsholti, en það er á vegum Fóður- og fræframleiðslunn- ar. Ekki er vitað til að víðar hafi verið sáö á þessu vori, sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk frá Búnaöarfélaginu í morgun, en margir bændur sem undanfarin ár hafa J sáö korni, hafa ekki gert það á þessu vori vegna kuldanna. Enn er frost á Norður og Austurlandi og austanátt og heldur ísinn stöðugt áfram að reka vestur með landinu. Ekki er vitað hversu langt fsinn var kominn í morgun, þar sem eng in fsfregn kom. vestar en frá Höfn í Hornafirði, en þar er. fs inn óbreyttur. Mjög lítil hreyf- ing er á ísnum við Norðurlandið og virðist hann aðeins heyfast með sjávarföllum. ENGIN SAMT0K UM TILBOÐIN # Á þriðjudag voru opnuð tilboö { við þvi að einhver tilboðanna hjá sveitarstjóranum í Seltjarnar- nesshreppi, vegna þess að boðið kynnu að vera samhljóða eða mjög svipuð, eins og gerðic< f Keldna- hafði verið út að mála hið nýja ! holtsmálinu, sem miK var skrif íþróttahús. Talsverð eftirvænting að um í Vísi á sinum tíma. ríkti unz tilboðin höfðu verið opn Þau skrif virðast hafa borið á- uð, þar sem menn bjuggust jafnvel I rangur, því að tilboðin voru öll Síðpils eða smælhi Hvort skyldi nú vera fallegra síða pilsiö eða stutta pilsið — Tízkukóngunum gengur illa að koma sér saman um það, en liklega hafa stuttu pilsin þó yi'ir höndina fram á haustið, enda óþægilegt að ganga i pilsi nið- ur á leggi þegar heitt er í veöri. Þessi mynd er tekin í sólskininu uppi viö Hallgríms- kirkju í gær og stúlkurnar á myndinni heita Helga Garðars- dðttir (í þvi síða) og Hjördís Gissurardóttir (í bvi stutta) og pilsin sem þær eru í eru bæði úr Karnabæ. v?irleitt eru stuttu pilsin ódýrari en þau síðu, en stutta pilsið sem Hjördís er f er þó 100 kr. dýrara en það siða, enda úr ekta flaueli. mjög 'ólik innbyrðis. Þau voru að upphæð frá 170 til 250 þúsund. Sjö tilboð bárust, og þótt upphæðirnar í einhverjum tveimur kynnu að vera svipaðar, voru þau að öllu öðru leyti gjörólík. «iftp ðtðifi Einn kom með þýzka vélbyssu — Það hefur mikið komííi af fðlki til þess að fá leyfi fyrir óskráðum byssum og margir hafa hringt, svo að von er á enr. fleirum, sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn, í símtali við Vísi. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn með hluta af, byssu- safninu. „Níu skammbyssur hafa kom ið inn og ein vélbyssa af þýzkri gerð, sem Norðmenn tóku á stríðsárunum úr þýzkri flugvél, sem var skotin niður yfir Jan Mayen! Þeir komu henni fyrir í geymslu hjá manni hér, en svo !;ðu árin og hann íjWmdi henni i öðru skrani hjá sér. Þannig er með megnið af þess um bvssum. Ei^endur þeirra -,fa dáið, eöa skilið þær eftir hjá fólki og aldrei vitjað þeirra aftur, en síðan hafa þær legið ásamt öðru dóti. eins og alltaf vill safnast hjá fólki, og gleymzt. En fólk hefur brugöizt vel við þessari hvatningu um að skila ólöglegum skotvopnum, eða láta skrá byssur, sem ekki hafa ver- ið á skrá áður." .....i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.