Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 9
VlS IR . Fimmtudagur 16. maf 1968. Til leiðsagnar þarf Siðsmenn góða / rabbað um Reykjav'ikurhöfn v/ð ÞorvarB Bj'órnsson fyrrverandi hafnsögumann □ Það hefur jafnan þótt erfitt og ábyrgðarmik- ið starf að annast leiðsögn, og til þeirra starfa veljast helzt valdir menn, sem af er vænzt gætni og fyllsta trúnaðar. Ég er nú staddur hjá Þorvarði Björnssyni, er annazt hefur leiðsögn um Reykja- víkurhöfn í 37 ár. Jjorvarður Björnsson fyrrver andi yfirhafnsögumaður ,er fæddur á Bæjarnesi á Barða- strönd 14. nóv 1889. Foreldrar hans Björn Jónsson bóndi þar og kona hans, Petrína Péturs- dóttir fluttu þaðan með fjöl- skyldu sína árið 1896, og þá að Hrauni í Keldudal við Dýra- fjörð. Þá voru sex bæir byggð ir í dalnum. Nú er sá síðasti að fara í eyði. Þama átti Þor varður heima til ársins 1913 að hann flutti alfarinn til Reykjavikur. Á uppvaxtarárun- um var sjómennska aðalstarf- ið þóttist hann sleppa vel frá gæzlu búsmalans er hann 13 ára fyrst hélt út til veiða. Má því segja að starfsvettvangur Þorvarðs í 57 ár hafi verið tengdur hafinu. Sama ár og hann flutti alfarinn að vestan kvænt ist hann og stofnaði eigið heim ili, en hafði áður lokið prófi frá Stýrimannaskólanum. Næstu ár var Þorvarður stýrimaður á skútum og togur- um en réðist svo skipstjóri á gamla Hermóö frá Reykjavík. Árið 1919 fór Þorvarður í siglingar á dönsku skipi og var á því til áramóta 1922. Þá kom hann heim og er 23. júlí 1923 ráðinn hafnsögumaður i Reykja vík. — Hvernig var þá um að lit- ast við höfnina? — Aöalhöfnin var þá talin fullgerð. Bryggjur voru þrjár: Gamla bólverkið — Nýja ból- verkið þar sem kolakraninn stóð síðar og svo Ingólfsgarður eöa Austurgarður eins og hann var nefndur. Milli gamla og nýja bólverksins var þá ekkert sam band og komst ekki á fyrr en í síöari heimsstyrjöld. — Var þá mikið að gera við höfnina? — Nei, ekki mundi það þykja nú. Togarar voru fáir, flutninga skip einnig. Talsvert var um fiskibáta og síðustu kútterarnir. — Hvert var starf hafnsögu- mannsins? — Að sækja ókunnug skip út að Gróttu og leiðbeina þeim inn á ytri höfn, og jafnvel sigla þeim að bólverki, vildu þau komast þar að. Næturvakt var ekki skylda og ekki heldur leiðsögn inn á innri höfnina, en auðvitað hlýddum við alltaf kalli Þegar svo leiðsaenar skylda kom á innri höfnina kom svipur á suma togaraskipstjóra. Þeir töldu sig kunna að stjórna og vildu vera einráðir um það hvar þeir legðu að landi, en þetta lagaðist fljótlega og þeir skildu ' ð hér var um nauðsynja mál aö ræða. Fyrsti hafnsögubáturinn, var lítill opinn mótorbátur 3-4 tonn og að ýmsu vanbúinn, en þó ekki sé/lengri leið að fara en úr fyrir Gróttu, bá getur það á litlum farkosti orðið örðug för sé illt veöur. Einu sinni munaði kílu fið illa færi. Ég sá skip gefa ljósmerki úti og vildi þvi fara og vita hvort það óskaði leiðsagnar inn. Myrkt var orðið af nóttu upp- gangs austan veöur og hríð að skella yfir. Rétt sem við lögö um að skipinu og ég fór upp stigann var kastað upp fanga- línu, en enginn náði til hennar berum höndum. Það var stund um gamanlaust aö koma 5000- 7000 tonna skipum að bryggju. — Hvernig fóruð þiö að koma svo stórum skipum upp aö bryggju án góðra hjálpargagna? — Hvernig við fórum að því, það var nú það. Þetta var óger- legt nema í góðu veöri og þá notuöum við hafnsögubát eöa fengum að láni bát ,sém notuð ur hafði verið til að draga pramma utan af ytri höfninni meðan togararnir komu ekki inn fyrir en afferming fór fram fyr ir utan. Með því að fara mjög varlega og vera alltaf tilbú- Þorvarður Björnsson. rann því báturinn aftur meö skipinu og hvarf í sortann. Vélin hafði stöövazt en það sém nú bjai-gaði var viöbragðsflýtir skipstjórans að létta, og örugg vissa um vindstöðu. Fundum við því bátinn fljótt. Þegar komin var leiðsagnar- skylda í innri höfnina, jókst starfið að mun, enda þá fjölgað mönnum. Fyrsti starfsmaður VIÐTAL DAGSINS minn var Jón Axel Pétursson núverandi bankastjóri. Með vax andi siglingum varð aðstaöan örðugri, en 192S fengum við dráttarbát, áður má segja að flest yrði að vinna því nær meö inn að láta akkerið falla, lánað- ist þetta áfallalaust. ^Höfnin yar talin fullgerö til notkunar 1917 í því formi sem hún var upphaflega hugsuð þá áfhent Reykjavíkurbæ og sett undir sérstaka stjórn. Fyrsti hafnarstjóri var kosinn Guðmundur Jakobsson trésmið ur. Átti hann þann frama fyrst og fremst aö þakka áhrifum þeirra kvenna er þá sátu i bæjarstjórn. Þær töldu að vegna verkkunnáttu sinnar gæti hann dittað að ýmsu sem aflaga færi auk þess var hann bindindis- maður og því ekki hætta á að viljandi slyppi bannaður mjöö- ur upp að bryggju. Þetta stóð þó skamma hríð og var Þórarinn Kristjánsson skipaður hafnar- stjóri, enda almennt talinn fyrst ur hafa gegnt bví starfi. Hvenær fór svo bryggjunum að fjölga? — Þær komu nú hver af ann arri eftir þvf sem þörfin ’ókst. Faxagarður mun hafa verið kom ^nn 1930, einnig Grófarbryggja og Björnsbryggja, hana er nú búið að rífa. Ægisgarður var kominn fyrir 1940. Innan við Grandagaröinn hafa svo verið byggðar bátabryggjur og ein stór bryggja nú á síðustu ár- um, þegar svo búið var að tengja athafnasvæðið austan og vestan hafnarinnar þá má segja að fullnýtt sé það pláss sem hún leggur til. — Hvemig var það á síðari styrjaldarárunum, var ekki oft óhægt um vik? ■ — Jú, ég vona að slíkt hendi 'aldrei aftur. Bretinn vildi öllu ráða, hafði jafnvel á orði, að þeir gætu vel hent þessum kopp um okkar út úr höfninni og þar mættu þeir reka til hafs. Stund um var ég hissa að ekki skyldi lengra gengið en að orðum ein um, ekki fegurri en þau voru. því við vildum aldrei gefa eftir. Það hefði skapað öngþveiti. Þeirra breyttist til batnaðar, þeg ar Ameríkumenn komu. Þeir voru tillitssamari og virtu frem ur okkar rétt. — Hvénær gerðist þú yfirhafn sögumaður? — Eftir að við vorum orðn ir tveir, var ég ábyrgur fyrir starfi okkar beggja, svo langt sem sú ábyrgð getur riáð. Síð- qstu ár mfn vorum við orðnir 9 og á ^stríðsárunum eins og ég fyrr hef sagt var alidrei friður sízt á kvöldin og nóttunni. Er- léndu vaktskipin komu þá inn. Togarar öft úr veiðiférð á rriorgnana og þá mátti vel á halda svo allt færi skipulega En ég tel mér óhætt að segja, að við, sem aö þessu störfuöum vorum samhuga um aö forða öllum árekstrum bæði milli skipa og manna. — Hvernig finnst þér Reykja- víkurhöfn ? — Að mörgu leyti góö, þó tel ég það skorta á fullkomið ör- yggi, að alda kemur inn f höfn- ina. Það er hægt að binda skip fyrir roki en aldrei fyrir öldu. Það sem okkur vantar er garður frá örfirisey út til Engeyjar þá yrði skipalægi í Reykjavík svo öruggt sem nokkur höfn getur orðið. Þótt innsigling á innri höfnina sé nú fullþröng og dýpi tæpast nægilegt hefur það ekki komið að sök eftir að við feng um sterkan og góðan dráttar- bát. — Hvemig lítur þú svo til liðins tíma? — Ég á mjög góðar minning- ar frá þessum mörgu starfsár- um. Allt frá unglingsárum var hugur minn tengdur sjón- um, og þótt ég færi aö þessu starfi, þá var ég ætíð f tengsl- um við það hugðarefni mitt, því allt laut það sjómennsku og sjófarendum. Hvað snertir sam skiptin við hinar stríöandi þjóð ir er hér dvöldu, þá skildum viö í fullri vinsemd þegar yfir lauk og ég fékk hjá þeim vegabréf, sem heimilaði mér að fara allra minna ferða um skip þeirra, og af því dreg ég þá ályktun að öll hin stóru orð hafi ekki verið svo illa meint sem ætla mátti. Með mér og samstarfsfólki mínu tókust góð og vinsamleg kynni. Ég er því fullkomlega sáttur viö þau kjör sem lífið hefur úthlutað mér. Vona ég aö Réykjavíkurhöfn megi um alla framtíö véita hverju þvf skipi öryggi, er þangað leitar. Þ.M. [fiill SPfSt- Teljið bér að tslendingar reyni að taka upp at- vinnumennsku í knatt- spyrnu í einhverri mynd? Albert Guðmundsson, stórkaup- maður: Því miöur er hér um tómt mál að tala , þar sem rekstrargrund- völlur er ekki fyrir hendi. í sam- bandi við þaö, að fyrirtæki reyni að styrkja iþróttamennina, þá tel ég aö þau ráði ekki við það. Persónulega myndi ég fagna því, ef hugmyndin um þegnskyldu- vinnu yrði að veruleika og afreks- mönnum í fþróttum þá gefinn tími innan ramma þegnskyldu- vinnunnar, til að æfa. Sigurður Gunnarsson, bifvéla virki: Já, ég er meðmæltur hálf-at- vinnumennsku og vil að góðum leikmönnum veröi komiö fyrir hjá ríkisfyrirtækjum, þar sem þeir myndu hafa aöstöðu til að æfa í vinnutímanum á fullu kaupi. Ég vil greiða meira í inngang að knattspyrnuleikjum ef eitthvaö af því rynni til leikmanna og ef þeir fá eitthvað fyrir þetta, þá fyrst er hægt að krefjast ein- hvers af þeim gagnvart erlend- um liðum. Óll B. Jónsson, þjálfari Vals: Mér er kunnugt um það að t.d. í Svíþjóð, Danmörku og Noregi er komin á atvinnumennska að einhverju leyti og leikmennirnir fá greitt fyrir leiki og æfingar en greiðslur þessar eru á bak við tjöldin. Við verðum að reyna að launa leikmennina t.d. meö því að greiða vinnutap vegna æfinga, annars drögumst við hreinlega aftur úr og ekki samkeppnishæfir við aðrar þjóðir. Karl Guðmundsson, þjálfari Fram: Ef góður árangur á að nást i keppnum við erlenáar þjóðir, verð um við að hefja launagreiösiur í knattspyrnu. Ég álít, aö fyrst bæri að launa landsliðsmennina okkar og síðan fyrstu deildar liö- in. Þó er þetta dálítið persónu- legt, þar sem sumir þurfa þess með aörir ekki. Einnig vil ég !benda á, að margir ágæur knatt- spyrnumenn og fullir af áhuga Ígeta því ekki verið með sakir tímaleysis og peningaleysis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.