Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 16
vtsirH Málaferli vegna slægs hesfs: Fimmtudagur lé. maí 1968. Fjéra solarhringa meðvifundarlaus Eigandi og hestamœmaféfagsýknað afkröfum þess sem slasaðist 9 Líðan Sigurðar rakarameistara Jónssonar, sem féll af hestbaki á SUeiðvellinum á sunnudag og höf- uðkúpubrotnaði, er enn við það sama. Liggur hann á LandaUots- spítala og hefur eUki enn komizt íil meðvitundar bessa fjóra sólar- hringa sem hann hefur legið, síðan síysið varð. Kveðinn var upp í Hæsta- rétti nýlega dómur í máli, sem reis vegna slyss, sem varð í hópreið Hestamannafé- lagsins Fáks í maí 1960, þeg- ar hestamenn riðu fylktu liði í gegnum Hafnarfjörð, en laus hestur, sem teymdur var í > \ hópnum, sló knapann, sem næstur reið á eftir, svo að sá hlaut fótbrot. Átti maðurinn iengi í meiðsl- um sínum og varð aldrei sam- ur og jafn á eftir. Höföaði hann mál gegn eiganda hestsins, sem sló hann, en hann haföi teymt hestinn, þegar slysið varð. Til ábyrgðar dró hann einnig Hesta-. mannafélagið Fák. sem hann taldi bera ábyrgð á reiðlagi hóps ins í þessari ferö. Féll dómur svo.í héraði, að eigandi slæga hestsins var sýkn- aður af kröfum hins slasaða manns, sem námu 162 þúsund kr. rúmum j þjáninga- og miska- bætur og vegna vinnutaps, en Hestamannafélaginu Fáki gert að greiða helming þessarar upp- hæðar, 81 þús. kr. rúmar, en hinum slasaða var gert að bera !>>->- 10. síðu. eysteinn tapaði — L'iklegt að Hoen verði sigurvegari á skákmótinu nyrðra í gær teflldu þeir Hoen og Frey- steinn á skákmótinu á Akureyri um Norðurlandameistaratitilinn. — Freysteinn tefldi vel í byrjun, en að eigin sögn var hann gripinn skákblindu og lék einum leik herfi- lega af sér, en það kostaði hann hrók og leiddi af sér tapaða skák. Freysteinn hafði hvítt 1 þessari skák og var að vonum daufur f dálkinn og taldi allar líkur á því að Hoen mundi bera sigur úr býtum. Svedcnborg og Júlíus Bogason tefldu saman og fór skák þeirra i bið. Nú er lokiö fyrri hluta mótsins og staöan er þannig eftir þrjár um- ferðir, að Hoen hefur þrjá vlnn- inga, Freysteinn tvo og Sveden- borg og Júlíus Bogason eina bið- skák hvor. Vilja starfsfélagann í stöðu fréttastjóra ic Staða fréttastjóra útvarpsins hefur enn ekki verið veitt, en aö ifnafræðin lesin úti á stétt S í sólskininu i gær brugðu ‘ margir undir sig betri fætinum ; og fóru í sólbað út í garð eða * bara út á gangstétt, eins og ^ þessi unga stúlka sem við mætt i um á Lokastígnum, þar sem j| hún hafði komið sér fyrir á gangstéttinni með bækurnar sínar. Hún heitir Sesselja t Gissurardóttir og er hárgreiðslu l nemi. Sesselja sagði okkur að ■ hún ætti áð fara í próf í eðlis- \ og efnafræöi í Iönskólanum eft ^ ir helgina, og sagðist ætla að : ti nota tfmann og lesa úti meðan , i veðrið væri svona gott, sögn Guðmundar Jónssonar fram- kvæmdastjóra útvarpsins verður útkljáð innan tíðar hver hlýtur stöðuna. Tveir umsækjendur voru, ívar Guömundsson og Margrét Indriðadóttir. Stefán Jónsson fréttamaður er formaður starfsmannafélags út- varpsins og blaðið átti í gær tal við hann um afstöðu félagsmanna til þessarar stöðuveitingar. „Margrét hefur 19 ára starfs- feril, og síðustu árin hefur hún verið fulltrúi Jóns heitins Magn- ússonar fréttastjóra. Hún gekk á blaðamannasköla í Bandarikjunum og síðan hefur hún öölazt mikla I revnslu f starfj sínu“, sagði Stefán. | Stefán sagði að starfsmenn Rík- i isútvarpsins telji það sjálfsagt mál, i að Margréti veröi veitt staöan og ; mundu líta annað alvarlegum aug- i um. „Þetta máttu allt hafa eftir : mér“, sagði Stefán að lokum, „og ! miklu meira.“ Flugvélinni íagnað af stjórn Loftleiða. Lengst til vinstri er Olsen flugstjóri, þá Anpa Þorgrfmsdótt- ir flugfreyja, Sigurður Magnússon blaðafulltrúi, Alfreð Elíasson forstjóri, Kristján Guðiaugsson, for- maður stjórnar Loftieiða, Einar Arnason og Kristinn Ólsen. Ný fíugvéi kemur heim 9 Fimmta Rolls Royce flugvéi Loftleiða, TF-LLJ „Þorvaldur Eiríksson“, kom til Keflavíkur í gær. Var þetta fyrsta ísiands- ferð vélarinnar og var Olaf Olsen flugstjóri. Farþegar með vélinni voru 100, en 40 þeirra urðu eftir í Keflavík. Loftieiðir keyptu flugvélina af Flying Tiger Line, og létu breyta innréttingu hennar á Tapei Taiwan (Formósu). Fylgdist Ólafur Agn- ar Jónasson, yfirflugvélstjóri þar með öllum framkvæmdum. Hinn 1. þ. m. var flugvélin afhent Loft- 'leiðum í Los Angeles og tók Hall- dór Guðmundsson, forstjóri tækni- deildar Loftleiða í New York, þar við flugvélinni fyrir hönd félags- ins. Eftir það var vélinni flogiö til New York, þar sem enn var unnið viö breytingar til samræmis viö aðrar Rolls Royce fiugvélar Loftleiða. Sjálf innrétting farþega- salar er þó með nokkuð öðrum hætti en þeim, sem eru í hinum flugvélunum, t. d. að því er varð- ar bil milli sæta. Bilið milli sæta hefur veriö 34 þumlungar en í hinni nýju vél er bilið 38 þuml- ungar og er það mikil hagræðing fyrir farþega og jafn breitt því, sem tíðkast á fyrsta farrými ann- arra flugfélaga.' í þremur fyrstu Skándinavíuferð unum verða ekki nema 120 sæti í farþegasalnum, en síðar í þessum mánuöi verður þeim fjölgað um 18. og verður flugvélin af þeim sökum ekki búin að fá þá gerð, sem henni er ætlaö til Skandinavíuferðanna fyrr en í júníbyrjun. Vegna þess að ekki verða nema 138 sæti fyrír farþega í flugvélinm að sumarlagi er unnt að flytja i vörurými 4y2 tonn, þegar fullset- ið er af farþegum, en verði horfið til að fækka sætum að vetrarlagi, svo sem fyrirhugað er vegna samn- inganna um Skandinavíuferðirnar, þá er auðvelt að koma fyrir sér- stöku 'vörurými, aðskildu frá far- þegasal, og verður þá unnt að flytja mikið magn af varningi. Þegar 138 sæti eru komin í nýju flugvélina geta 894 farþegar verið samtímis á lofti í hinum fimm Rolls Royce flugvélum, sem nú eru í eigu Loftleiða. REYKJAVÍKUR- MÓTIÐ í BRIDGE Önnur umferö Reykjavíkur- mótsins í tvímenningi í bridge var spiluö í Sigtúni í gærkvöldi. Að henni lokinni er oröin tölu- verð breyting á 10 efstu sætun- um frá því sem var eftir fyrstu umferð. í meistaraflokki eru efstir: Jón og Karl 1065, Sigurhjörtur og Þor- steinn 1045, Halla og Kristjana 1044, Ragnar og Þórður 1021, Ás- mundur og Hjalti 1003, Jón og Stef- án 993, Július og Tryggvi 988, Agn- ar og Ingólfur 976, Steinunn og Þorgeröur 964, Bernharður og Birg- ir 964. í fyrsta flokki eru þessir efstir: Einar og Jakob 1125, Sigrún og Sigrún 1086, Jóhann og Guðlaugur 1062, Jón og Örn 1035, Óli Már og Páll 1033. Mótinu lýkur í kvöld, þegar þriðja umferð veröur spiluö í Sig- túni, en hún hefst kl. 8. )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.