Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 3
V V1SIR . Föstudagur 17. maí 1968. 3 íslendingar hafa átt á að skipa mörgum góðum skákmönnum og í giugga útibús Lands- bankans eru birtar myndir af nokkrum. Hér sjáum við t. d. Inga K Jóhannsson og Friðrik Óiafsson leiða saman hesta sína, en til hægri er mynd af Eggert Guðmundssyni Gilfer, sem fyrstur íslenzkra'skákmanna vakti athygli á alþjóðavettvangi. 1930 tefldi hann í Hamborg og sigraði Þýzkalandsmeistara. Vinningsstaða þeirrar skákar er sýnd á taflborði undir myndinni. Hinn frægi skákmaður, Tartakower, heíúr skýrt þá skák í riti og nefndi hann örlagarT.asta leik skákarinnar „íslenzku jökuiskriðuna14. Willard Fiske prófessor og íslenzk skák Jslandsvinurinn, prófessor Will A ard Fiske, reyndi allt, sem hann mátti, til þess að vekja og styrkja áhuga Islendinga á töfr- um skáklistarinnar, og hefur eng inn maður, innlendur eða erlend ur lag-t jafn mikið af mö.rkum til íslenzks skáklífs og hann. Þv£ verður alþjóðlegt skák- mót, sem hefst hér í Reykja- vík f byrjun júnímánaðar n. k. á vegum Taflfélags Reykjavík- ur, helgað minningu hans. í því móti taka þátt sex stör- meistarar, Bandaríkjamaðurinn Robert Byrne, Ungverjinn L. Zsabor, Þjóðveriinn W. Uhl- mann, Rússarnir Taimanoff og Vasukoff, og íslenzki stórmeist- arinn Friðrik Ólafsson. Þátttak- endur verða alls 16, þar af þrír alþjóðlegir meistarar — William Addison, Predrag Ostojic og Ingi R. Jóhannsson. í gluggum útibús Landsbank- ans á Laugavegi rakst Myndsjá- in á nokkra muni stillta þar út, sem áður höfðu verið í eigu prófessors Fiske, en íslending- um var gefið að honum látnum. Svo mjög, sem hann haföi kynnt sér hagi og hegðan ís- lendinga, var honum vel kunn- ugt um, hve þeir hafa alla t£ð veriö hneigðir fyrir hugleiki ýmsa og fengu íslendingar eftir hann taflborð frá 17. öld hinn vandaðasta grip. Þessi gripur er þó eins og dropi í hafiö miðað við allt ann- að, sem hann lét af mörkum til eflingar skáklífs hér. Þegar' hann frétti um stofnun Taflfé- lags Reykjavíkur, sendi hann strax félaginu margar bókagjaf ir og hann hóf útgáfu skákrits- ins „í uppnámi", sem hann gaf út í tvö ár til þess að örva á- huga íslendinga, en ágóðann gaf hann Taflfélaginu. Þegar hann frétti um óvenju legan áhuga Grímseyinga á skák, keypti hann skákborð og taflmenn og sendi hverju heim- ili £ Grímsey. Aö auki sendi hann þeim 45 þúsund krónur til menningarmála. Hann samdi kennslubók á is- ienzku um skák og skrifaði fjölda ritgeröa 1 erlend blöð um íslenzka skák. Safnaði hann miklu efni £ visindarit um is- lenzka skáklist en entist ekki aldur tii þess aö ljúka' þv£ og kom aðeins út fvrra bindið af því. Fer vel á þvi, að jafn stórt skákmót og nú fer i hönd, sé helgaö minningu prófessorsins. Taflborð Fiskes )rófessors var í þrennu iagi og mátti Jeggja það saman og hengja upp á vegg. Á einni hliðinni var teflt manntafi, á annarri myila, en þegar borðinu var lokið upp, kom í ljós kotra. Þetta borð er frá 17. öid, spónlagt með hnotu- Bók Fiske um íslenzkt skák- líf var mikið rit upp á 400 þéttprentaðar síður og selst nú hjá fornbókasölu á 2500 til 3000 krónur stykkið. Ein- hverjar birgðir mun Tafl- félagið eiga og verða þær bækur seldar á skákmótinu í júní á 800 kr. Willard Fiske, prófessor, ,fæddist 1831 í New York-ríki. Hann kynntist Jóni Sigurðs- syni, forseta, og fleiri Islend- ingum i Kaupmannahöfn, þegar hann var þar við nám. Hann kom hingað til lands árið 1879, en hafði lengi látið sig íslenzk málefni miklu skipta. Hann andaðist 1904. 0GREIDDIR REIKNIKGAR LATIÐ OKXUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — Slmi 13175 (3l'inur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.