Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Föstudagur 17. maí 1968. morgun útlönd í morgun ú>tlönd í morgun TÍtlönd í morgun útlönd MIKIÐ MANNFALL í VÍETNAM- • • STYRJOLDINNI — Mannskæ&asfa vika ófriðarins □ Samtals 562 féllu úr herjum Bandaríkjanna í Víetnam í síðustu viku, þetta er mesta manntjón sem orðið hefur á einni viku, síðan Víetnam- stríðið byrjaði, eftir því sem herstjómin sagði í gær í Saigon. Mannfallið tekur yfir dagana 4. til 11. maí, þegar Víetcong gerði hvað harðasta hríð að Saigon. í sömu viku féllu alls 5.552 af Norður-Víetnömum og Víet- cong-skæruliðum. Það er gefið upp að 165 óbreyttir borgarar hafi fallið og 432 særzt. 1153 bandarískir hermenn særðust svo mjög, að leggja varð þá á sjúkrahús, en 1072 aðrir kom- ust af með lítils háttar læknis- aðstoð. Mesta mannfall hjá Banda- ríkjamönnum í einni viku fram til þessa var í febrúar, þegar 543 féllu á tímabilinu 11. til 17. febrúar, þegar Víetcong hóf stór sókn í sambandi við nýárshá- tfðina í Víetnam. Síðan 1. janúar 1961 hefur samtals 22.951 bandarískur her- maöur týnt lífinu í Víetnam- styrjöldinni, en sagt er aö mann- tjón Víetcong og Norður-Víet- nama sé 342.105 manns. De Gaulle vel □ I gær ferðaðist de Gaulle Frakklandsforseti um suðurhéruð Rúmeníu. Þegar hann kom til iðn- aðarbæjarins Craiovaii tóku 3000 marms á móti honum með miklum hrifningariátum. í dag mun de Gaulle ásamt föru- neyti sínu heimsækja olíustöövarn- ar í Plóesti, sem frægar urðu í seinna stríði, þegar tókst að sprengja þær upp. De Gaulle mun koma til fleiri iðnaðarbæja á leið sinni aftur til Búkarest, höfuðborg- ar Rúmeníu. í för með honum eru forseti Rúmeníu, Nicolae Ceauseseu og forsætisráðherrann, Gheorghe Maurer. Þegar de Gaulle kemur aftur heim til Frakklands mun hann flytja útvarps- og sjónvarpsræðu, til að skýra frá árangrinum af ferð sinni. Ekki er þó búizt við að mik- ill beinn árangur náist, en líklegt er að ferðin verði til þess að bætr. enn sambúð við ríkin í Austur-Evr ópu. I af náttúruhamför um í USA SAMNINGAMENNIRNIR í PARÍS vita fullvel, að augu heimsins hvíla á þeim. Hér sést Xuan Thuy, yfirsamningamaður Norður- Víetnam, spjalla við smábarn, sem hann hitti á förnum vegi í París. Barnið er fremur tortryggið á svipinn. □ Áætlað er, að 74 hafi týnt lífinu í hvlrfilbyljunum, sem ollu geysilegu tjóni í mörgum fylkj- um í mið- og suðurhluta Banda- ríkjanna. Heilar borgir voru myrkvaðar, eftir að hvírfilstorm- arnir höfðu gengið yfir. Verst hefur Arkansas-ríki orðið i úti, einkum báskólabærinr, Jones- boro. Samtals fórust 49 manns í Arkansas. Með vissu er vitað, að 34 fórust' í Jonesboro, og óttazt er að tala látinna muni hækka enn. Meira en 275 manns í Jonesboro slösuðust og marga þeirra varð að flytja í sjúkrabifreiðum til Memphis í Tennessee-fylki, 105 km í burtu. 1 Iowa-ríki fórust 14 manns, og yfirvöld í Illinois hafa tilkynnt um að þar hafi átta týnt lífinu. Einn mun hafa farizt f hverju ríkjanna Mississippi, Indíana og Nebraska. Alls gengu hvirfilbyljirnir yfir 10 fylki. Tjón á tækjum og mannvirkj- um nemur meiru en 100 milljónum dollara, 300 menn úr þjóðvarölið- inu hafa veriö kvaddir út til þess aö fyrirbyggja, aö menn noti ring- ulreiðina til rána í verzlunum. Sovézki varna málaráðherr- ann heimsækir Tékkoslóvakíu — Tilgangur ferðarinnar að ræða „sameiginleg vandamál" 1 dag kemur varnamálaráðherra Sovétríkjanna, A. Gretsjkó mar- skálkur í opinbera heimsókn til Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakíu. Hann verður formaður átta manna sendinefndar varnamálaráöuneyt- isins í Moskvu. Þetta tilkynnti tékkneska skeytastofan Ceteka í gær. Sendinefndin kemur í boði tékk- neska varnamálaráðherrans og til- gangurinn með heimsókninni er aö ræöa sameiginleg vandamál og skiptast á skoðunum. 1 Suður-víetnamskur hermaður hjálpar konu í Saigon í skjól með barn sitt. TOKÍÓ. Að minnsta kosti 25 manns létu lífið í mjög öflugum jarðskjálftum í Hokkaido á norð- urhluta Honshu. Þetta er þriðji mesti jarðskjálfti, sem sögur fara af á Japan. 127 slösuðust og 8 manns er saknað. Tjóniö er geysi- mikið. Eldsvoðar voru tíðir og flóð bylgjur skullu víða yfir. Níu skip af ýmsum stærðum sukku. HOMINY FALLS. Sex námu- verkamenn, s r reiknað hafði ver- ið meö að hefðu druknað í flóöinu, sem varð í námu í Hominy Falls í Vestur-Virginíu á dögunum, hafa nú fundizt á lífi. Björgunarmenn er Ieituðu að hinum tíu námuverka mönnum, sem saknað var, fundu i gær sex þeirra á lífi. Þeir voru merkilega vel á sig komnir, en voru eigi aö síður fluttir rakleitt á sjúkrahús. LONDON. Vitað er um sex, sem fórust, en 12 til viðbótar er saknað, er 23 hæða blokk í austurhluta Lundúna hrundi aö nokkru leyti snemma í gær. Slökkviliðið og mik ill fjöldi sjúkrabíla og björgunar- manna komu þegar á vettvang og hófust handa um björgunina. Alls bjuggu 260 manns í blokkinni. Það var sá hluti blokkarinnar, sem stofurnar eru í, sem hrundi, ef hlutinn með svefnherbergjunum hefði hrunið, er gert ráð fyrir, að fleiri mannslíf hefðu týnzt. HANOI. Útvarpiö i Hanoi skýrði frá því á dögunum, að allir sem starfa í verksmiðjum þar í landi, vinni eftirvinnu ' keypis til þess að leggja fram sinn skerf til styrj- aldarrekstursins. WASHINGTON. Bandaríkja- stjórn hefur ákveðið að skerða fjár styrkinn til Perú. Lungna- ígræðsla framkvæmd í Edinborg 0 Lungnaflutningur var fram- , kvæmdur f fyrradag á sjúkra- húsi einu í Edinbo^g. Þegar' fréttamönnum var skýrt frá | þessu, var sagt, að sjúklingnum | heilsaðist vel. Aðgerðinni var haldið vandiega leyndri, unz1 fréttamönnum var sagt af henni I í gærdag. 1 London sagði tals-1 maður læknaféiagsins, að þessi uppskurður væri sá fyrsti sinnar ' tegundar í Bretlandi. Á sjúkrahúsinu í Edinborg var j sagt, að nafn sjúklingsins yrði, ekki gefið upp. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.