Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Föstudagur 17. maí 1968. 9 -K "p'rakkar hafa veriö all hreykn- ir af því í allan vetur, að friöur hefur ríkt £ háskólum þeirra meöan byltingaræöi hef- ur gripið stúdenta í mörgum öðrum löndum. Meðan stúdent- ar í Berlín, Varsjá, Prag og Rómaborg gengu hamförum sátu hinir frönsku jafningjar þeirra í mestu makindum á kaffihúsum við Boulmiche eða í Latínuhverfinu, lambspakir og hugsandi. Það hefur margt verið rætt um stúdentaóeirðirnar í vetur, þetta tákn nýrra tíma eöa tízku fyrirbrigði og mjög hefur ver- ið reynt að leita þjóöfélagslegra og sálrænna skýringa á þeim, sem er kannski ekki undarlegt, þar sem það hafa hvarvetna verið einmitt námsmenn í félags fræöi og sálfræöi, sem gengið hafa fremst £ þessum ólátum. Menn hafa þótzt finna ótal skýr ingar á þessu, til dæmis hafa menn þótzt greina eftir jeiðum Þannig var umhorfs í stúdentahverfinu, þegar virkisgarðar stúdenta, gerðir úr bílum, höfðu verið rofnir. Yfir 100 bílar voru eyðilagðir. * GÖTUBARDAGARNIR í PARÍS sálfræði og sálgreiningar, að þaö séu fyrst og fremst kynferðis- legar hvatk sem brjótist út hjá námsmönnu am og er það e.t.v. £ stil við kenningar Freuds. Hefur verið bent á það, hvilika kynferðislega þröng langskóla mennfáðir "fnenn komist i, þar sem þeir eru víða við nám til þrítugsaldurs og geta þannig ekki fyrr en seint og um sfðir farið að annast konu og börn meðan félagar þeirra sem ekki skeyta námi en fara að vinna, geta farið að lifa venjulegu fjöl- \skyldulífi nærri því upp úr fimmtán ára aldri. þvi að hvar- vetna í þessum löndum hefur giftingaraldur lækkað. TJ'n það er líka mikið talað um þjóðfélagslegar ástæður, að vísu fyrst og fremst að skóla- kerfið sé orðið úrelt og skorti þar lýöræðislega stjórnarhætti, skólastofur séu yfirfullar, svo að þröng stúdenta fái alls ekki sæti, heldur verði að standa í tímum, á göngum og milli borða sjálfir eigi stúdentarnir við hús- næðisskort að búa, sérstaklega ef þeir gerist svo djarfir að brjóta gamlar umgengnisreglur, að gifta sig meðan á;námi stend- ur, þá liggi ekki annað fyrir þeim en að hírast tekjulausir og bláfátækir með konu og barni f óhreinum og loftlaus- um kjallarakompum. Á ytra borði eru stúdenta- óeirðirnar fvrst og fremst upp- reisn gegn þjóðfélagsháttum. gegn vélvæðingu, fjöldafram- leiðslu og fjölmiðlunartækium gegn ríkisvaldi og hernaði og þá einkum eins og nú á stend- ur gegn him' blóðuga stríði . Vietnam. I augum bessara ungu manna eru valdamenn f flest- um löndum gamaldags og hjassalegir. Hvarvetna er við völd gömul kynslóð i þeirra augum, nienn sem hafa verið J pólitík í 20—30 ár op beim finnst þeir losnaðir úr sam- bandi við hinn unga samtíma. Sem urmr hugsjónamenn hafa stúdentarnir andúð á hinni venjulegu pólitík, sem snýst um ekkert annað en fjármál og hnotabit um tekjuskiptingu, þar sem hin sanna menning, listir, bókmenntir verða útundan, fag- urt .íannlíf sé einskis metið meöan einungis sé hugsað um hinar praktfskú hliðar eða áð græöa sem mesta peninga I póli: kri ; fjármálalegri spill- ingu þjóðfélaganna. Þannig er sagt að heimurinn lfti út frá sjónarhóli hinna ungu mennta- manna, sem c ' eru sjálfir ekki komnir inn i hið praktíska líf en „sólunda" tíma f nám og hangs, þó fullir séu af starfs- orku og þroskaðir að líkamleg- um og andlegum buröum. En einkum hefur veriö á það bent í löndum eins og Þýzka- landi og Ítalíu, að stúdentarn- ir geti ekki borið neitt traust eða viröingu fyrir valdamönn- um þjóðfélagsins. Þeir hafi ekki verið þess umkomnir að veita ungi fólki neina hugsjónalega forustu, þetta séu allt' slappir nefnda og ráðamenn, sem menn séu orðnir leiðir á eftir áratuga dvöl á sviði þingmála. Tjví var löngum haldið fram f etur, að sá væri þó munurinn á. að f Frakklandi apttu menn sér styrkan andleg- an o þjóölegan forustumann, þar sem væri de Gaulle forseti. Það væri nú nokkur munur þar eða öðrum Evrópulöndum, hve sterkara og mikilsvirtara ríkisvaldið og hinn kraftmikli forseti væri, hann veitti stúdent um og ungu fólki ðflugri hug- sjórialega og bjóðlega forustu en tíðkaðist : öðnim löndum. Hefuf síðan margt verið um betta skrífsð og rætt, hvílíkur dásemdar forustumaður de v Gaulle væri að hann skapaöi frið og kvrrð við franska há- skóla meðars æðið breiddist út < öðrum löndum. En þessar hugmyndir og þessi fagra ímyndun sprakk eins og. sánukúla f óeirði’num oe hin- um miskunnarlausu götubar- dögum, sem urðu í Paris á dög- unum. TTpphaf eða tilefni þessarar ólgu í Paris þótti sýna það berlega sem margir sálfræðing- ar halda fram, aö undirrótin sé kyriferðíslég. Ölgan hófst upp í grfðarstóru hverfi stúdenta- garða Nanterre, sem á síðustu árum hefur verið komið upp 1 einu úthverfi Parfsar og er nokkurs konar útibú frá hinum gamalþekkta Sorbonne eða Svartaskóla. Þarna búa á stúd- entagörðum hvorki meira né minna en 12 þúsund stúdentar, en þeir sækja nám niður i gamla háskólahverfið á vinstri bakka Signu. í hverfi þessu búa jafnt stúdentar og stúdínur, en í samræmi við gamlan klaust- urlifnað Frakka. þá hafa kynin verið algerlega aðskilin á stúd- entagörðúnum- Stúlkur í á- kveönum húsum og piltar í öðrui. og miklar hömlur á sam- gangi þar á milli. Refsireglur gegn brotum á einangrun kynj- anna á þessum stúdentagöröum hafa verið mjög strangar, þann- ig að samlifnaður hefur varðað tafarlausum brottrekstri af görð unum. Og það var einmitt gegn þess- um reglum. sem unga fólkið reis upp og gerði sína upphaflegu byltingú, sem í fyrstú var litií og sakláus. Tóku þátt f þess- um fyrstu mótmælum jafnt pilt- ar og stúlkur, en það lífsviðhorf er nú oröið mjög sterkt meðal ungs fólks hvarvetna í Evrópu, að konan eigi að ganga fram til samstarfs og samlífs með karlmanninum sem jafningi, en ekki sem ambátt. En þetta var sjónarmiö. sem forstöðumaður stúdentahverfisins ! Nanterre eldri maöur, vildi ekki skilja. Foringi stúdentanna f þessum fyrstu mótmælaaðgerðum var Þjóðverji einn af Gyðingaætt- um. sem nú er mjög frægur orðinn heitir Daniel Cohn- Bendit almennr kallaður Danv rauði, og er hann samhverfur hinum fræga Rudi rauöa, for- ingja byltingarseggja i Berlfn og stundar eins og hann nám f félagsfræði. Hann og áhangenda hópur hans hafa haldið uppi harkalegri baráttu f vetur fyrir samblöndun kynjanna á stúd- entagörðunum. Varð Dany rauði strax allfrægur fyrir það, er æskulýðsmálaráðherra Frakk- lands kom í heimsókn til Nant- erre i vetur, að hella sér yfir hann og saka hann um að hafa vanrækt aö taka „kynferðismál" stúdenta föstum tökum. Þessi mótmælaalda var farin að ganga svo langt, aö hópar stúdenta frá Nanterre sammæltust um að mæta ekki f tímum og koma ekki til prófa. Skynsamlegast heföi verið fyrir garöstjórnina að anza þvf ekki, en f stað þess lét hún hart mæta hörðu, og endaði þetta með því að vfsa fjölda óróasamra stúdenta brott úr hverfinu. Tjá gerðist það, að um 500 ^stúdentar, mestmegnis trygg asti fylgismannahópur Dany rauða, söfnuðust saman í inn- garði hins aldna Sorbonne-há- skóla og settust þar niður f mót- —laskyni. Kváðust þeir eigi skyldu sig þaðan hreyfa fyrr en stúdentahverfið hefði aftur ver- ið opnað beim. Ef þeir hefðu nú fengið að sitja bar f kyrrð og næði f nokkra daga, þá hefði enn ekkert frekar aerzt en þvi miður, hinn virðulegi rektor Sorbonne-háskólans er aldraður maður sem „skilur ekki ung- dóminn" Hann varð mjög æst- ur og taugaóstvrkur yfir at- ferli stúdentanna, taldi að virð- ingu hins aldna háskóla væri misboðið með slíkum skrfpalát- um og fann hann f taugaóstyrl' sínum ekki annað ráð vænna en að kalla á örvgaislögregluna til bess að rýma háskólasvæðið Oráðlega komu lögreglusveitir á vettvang. hinar svoköll- uöu slagsmálasveitir. sem á sín- um tíma voru stofnaðar til þess að fást við alsírska óróaseggi f Parfs, begar Alsfr-málið var S döfinni. Foríngi lögreglumann- anna tilkvnnti stúdentunum að beir .engju að vanga frjálsir brott ef befr færu af fúsum vilja. Stúdentarnir sambvkktu það. En er þeir komu út af há- m-y i3. sfða Teljið þér, að sumarið sé endanlega komið? Vísir leitaði álits nokkurra Reykvíkinga og fara hér á eft- ir svö- þeirra. Konráð Þórisson, 16 ára lands- prófsnemi. Nei, ekki fyrr en maöur getur legiö í sundskýlu í Nauthóls- vfk. Annars álít ég að sumarið verði gott a.m.k. hér sunnan- lands. Fjóla Bender, l' ára Kennara- skólanemi. Jú, viö verðum að segja það. Sumarið hlýtur að verða gott, þvf veturinn hefur verið svo harð ur og erfiður. Hafísinn hefur eng- in áhrif á mig. Þórður Jónsson, starfsmaður hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. Nei, meðan fsinn liggur hér með landi, er ekki hægt aö segja að sumarið sé komið. Ég er því mið- ur ekki bjartsýnn um komu sum- arsins f eiginlegri merkingu. Stefán Guðmund~son, prentari. Jú, þaö verður að teljast mjög nærri sanni, a. m. k. háir vetur- inn mér ekki að neinu ráöi leng- ur. Ég er kominn f sólskinsskáp og iíður mjög vel. /yVicdfs Fjeldsted, húsmóðlr Já, svo sannarlega er þaö komið Undanfarnir dagar hafa verið svo góðir, að ég er mjög bjartsýn Þó hefur maður þurft að bfða of lengi eftir sumrinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.