Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 18. maí 1968. Hvaða fatnað á að hafa með sér í sumarleyfi til suðlægra landa? — Islendingar ætfu ab geta lært af reynslu Dana sem árum saman hafa flykkzt til Spánar og Mallorca i sumarfri •Cumarleyfishugleiöingar til- ^ heyra vorkomunni, og um þessar mundir eru víst margir famir að leggja á ráöin með sumarleyfiö. Mjög margir íslend ingar fara á suðlægar slóöir í sumarleyfinu til að fá sér sól og hvíla sig. Mallorca, Spánn, Suð- ur-Frakkland og Italía eru al- gengustu staðir slíkra ferða, og af því að Skandinavar og Danir hafa núorðið margra ára reynslu af þessum ferðum, þá ætlum við að ráðleggja þeim ís- lendingum sem ætla á suölægar slóðir í sumar, hvað þeir eiga að hafa með sér af fatnaði í siíka ferð með tilliti til reynslu Dana. Við vitum jú að maöur geng- ur nokkuð öðru vísi til fara þarna suður frá en hér uppi á íslandi, en samt vill það brenna við aö fólk fari með mjög ó- hentugan klæðnað með sér í slík ferðalög, og sé svo neytt til að eyða dýrmætum gjaldeyri í fatnaö, sem aðeins er notað- ur þessa fáu daga úti, og síðan aldrei hér heima í kuldanum. Sumarfatnaður er fremur dýr erlendis fyrrihluta sumars, og hrein fásinna að eyða gjaldeyrin um í fatnað, sem aðeins er not- aður þessa fáu daga í sumarleyf inu, því að sjálfsögðu höfum við sjaldnast not fyrir hann hér á íslandi. Það sem Danir hafa lært af reynslunni í sambandi við Mall- orcaferðir sinna landsmanna, ætti aö geta orðið íslendingum gott veganesti fyrir sumarið. Þeir ráðleggja fólki, að fara ekki með dýran og góðan fatn- að í slíkar ferðir, þ.e. ekki til að nota daglega. Ferðalög í bíl- um og lestum eða jafnvel fót- gangandi óhreinka fötin mikið, að það er ótrúlegt hvað maður slítur fatnaði á slíkum ferðalög- um. Þess eru dæmi aö fólk slíti fleiri pörum af skóm þegar það dvelst í sumarleyfi- nokkra daga í suörænum borgum, t.d. Róm. Göturnar verða mjög heitar, fæturnir bólgna, og skórnir vað- ast út og eyðileggjast margfalt fyrr en þar sem kaldara er i veðri. Tréskór og opnir skór eru einu skórnir sem standa af sér slíka hita, og allir lokaðir leð- urskór eru hræðilega heitir og óþægilegir. Það er þvi tilgangs- laust að hafa slfka skó með í ferðalög til heitra landa, nema rétt til kvöldnotkunar. Lérefts- fatnaöur er langhentugastur til að nota daglega, og þó aö hvít- ur klæðnaður sé hvaö svalast- ur, þá er hann ákaflega fljótur að óhreinkast og nauðsynlegt að þvo hann eftir hvern dag. Ljósbrúnn — blár — grænn eða gulur litur er því hentugri á feröalögum, þar sem fólk vill ekki eyða öllum kvöldum 1 þvotta. Ef þiö eruð að hugsa um að fara í sumarleyfi til heitra landa, t.d. Mallorca eða Spánar, þá ættuð þið að athuga með góðum fyrirvara hvað þið eig- ið af fatnaði í slíka ferð. Ef til vill komiö þið við í London og verzlið, en það er vissulega slæmt að þurfa eyöa mestöllum gjaldeyrinum í þann klæðnað sem þið notið aðeins í sumar- leyfinu. Hversdags er langbezt fyrir kvenfólk, að ganga í léreftskjól- um, eða síðbuxum úr bómull- arefnum. Ef þið eigiö einhverja ljósa sumarkjóla, þó að þeir séu gamlir, þá er tilvaliö að nota þá. Gerið þá eins flegna og hægt er og takið af þeim erm- arnar, ef þær eru einhverjar. Þunn nælonefni eru svöl í mikl- um hitum, og það er hægðar- leikur að sauma sér beinn erma lausan kjól úr slíku efni. Mun- ið að þarna suðurfrá hneyklast enginn þó að þið séuð rækilega stuttklæddar, enda miklu þægi- legra í hitunum. Gamlar léreftsblússur hljótið þið að geta grafið upp á háa- loftinu, og lífgað dálítið uppá fyrir sumarið. Takið af þeim kragana og ermarnar og setjið á þær fallega hnappa. Undir- fatnaöur ætti allur að vera úr næloni og öll fyrirferðamikil magabelti og sokkabandabelti ættu að vera skilin eftir heima. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa með sér góð baðföt, og ef þiö hafið tíma til að sauma ykkur frottéslopp eða slá, þá verður það líklega sú flík, sem þið notið hvað mest. Nú er hægt aö kaupa frottéeíni í óteljandi gerðum hér og væri tilvalið að sauma sér slá með rennilás að framan, poka undir baðfötin og litla hyrnu yfir hárið, allt úr sama efninu. Karlmennirnir aftur á móti þurfa að hafa meö sér stuttbux- ur, og Ijósar gallabuxur og næl- onskyrtur. Ef þiö eigið slitnar sumarskyrtur eða bómullarpeys- ur, þá er tilvaliö að klippa erm- arnar af um miðjan upphand- Iegginn. Auðvitað þurfa bæði kvenfólk og karlmenn að hafa með sér einhvem betri klæönað til að nota á kvöldin, en bezt er að hann sé ljósleitur. Peys- ur, sem eru hnepptar að fram- an er gott að hafa með til aö geta lagt yfir axlirnar, og ef þið skyiduð eiga barðastóran, Ijósan hatt, þá er gott að hafa hann til að skýla andlitinu þeg- ar heitast er. Og svo að lokum eitt heil- ræði, reynið aö komast daglega í ljós eða sólbað hér heima vik- una áður en þið farið, ekkert er eins hættulegt í'sumarleyfinu og sólin. Þeir eru ófáir, sem hafa mátt kveljast dögum sam- an af því að ekki hefur verið farið nógu varlega í sólinni fyrstu dagana. Hafið meö ykk- ur nóg af þeirri sólarolíu eða áburði, sem ykkur hefur reynzt vel að nota, og munið að' vera ekki nema örstutta stund í sól- baði fyrsta daginn. Og þá er ekkert eftir en að segja — góða ferð! B. / INNLENTLAN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS1968,l.Fl VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI IITBaG Nr. A00001 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI 1968 RfKISSJÓÐUR ÍSLANDS gtrlr lcunnugt: o3 honn úsAiat hondhofo þttsa slMtlnl* EITT ÞÚ5UND KRÓNUR SparltlcMtfol v gtfið út samWamt Jðgum frá opril 1968 um helmlld fyrlr riliivtjórnlna tll oð toka fón vogna. framkvamda- óoBtlunar fyrlr órið 1968. Um fnnlausn skirUlnlslnj og voxtakjör f*r samkvcaml hlns vsgar gralndura tklfmólum.* Auk hðfuðvtóls og varta greiðir riklssjóður verðbotur of sklrtelnlnu, sem fyfgfa fraekkun þeirrl, or konn oð verða 6 vbitfilu bygglngor- Irostnaðor frð útgófudegl aklrtelnlí tif gjafddoga þess, lamkvoemt Itónorf 6kva>9uu f 3. gr. skifmóla 6 bakhlið. Spariskfrtelnið, svo og vextlr of þvf og verSbcetur, cr skattfrjólst á sama hótt og sparlfí, sbr. holmlld f nefndum lögum, Reyl/ovfk, 3. mal 1968 „1*H. RlKISSJÓÐS ÍSLANDS StknplHr/áltt. Sala spariskírteina ríkissjóðs 1968 X. flokkur, hefst mánudaginn 20. maí. Skilmálar skírteinanna eru í aðalatrið- um þeir sömu og við síðustu útgáfu og liggja þeir frammi hjá bönkum,. stærri sparisjóðum og nokkrum öðrum söluaðilum. SEÐLABANKI ÍSLANDS Sumarbúðir bjóðkirkjunnar Byrjað verður að taka á móti umsóknum um dvöl í sumarbúðum þjóðkirkjunnar mánudag- inn 20. maí n. k. kl. 9 f.h. á skrifstofu æsku- lýðsfulltrúa þjóðkirkiunnar, biskupsstofu, Klapparstíg 27. — Hálfsmánaðar dvalar- flokkar fyrir börn á aldrinum 9—12 ára frá 20. júní til ágústloka. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar. Verzlunarhúsnæði til leigu Viljum leigja verzlunarhúsnæði það er M.R.- búðin hefur haft til afnota í húseign okkar að Laugavegi 164. Mjólkurfélag Reykjavíkur. ■ -------------------------------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.