Vísir - 20.05.1968, Side 1

Vísir - 20.05.1968, Side 1
'V „ Við erum bjartsýnir" segja menn á Austfj'órbum þrátt fyrir hafis og snjóa — Vöruskortur ekki mikili, en oliubirgðir fara mjnnkandi 58. árg. - Mánuda 20. maí 1968 109. tbl „Við erum nú orðnir bjart- sýnir hér á Raufarhöfn eftir þessa tvo síðustu sólardaga“ — sagði verzlunarstjórinn i Kaupfélagi Raufarhafnar, Ágúst Magnússon, þegar við spurðum hann um ástandið á Raufarhöfn. „Snjóa hefur Ieyst mikið þessa frostlausu daga og nú er sauðburður um það bil að byrja. Færð er sæmileg á landi og höfum við getað fengið allar nauðsynjavörur þá leiðina, en hins vegar mun olía vera farin að minnka nokkuð. Einhverjar heybirgðir eiga bændur ennþá, og ef við fáum sól eitthvað á- fram, þá ætti að vera hægt að beita kindum út fljótlega. Við vorum orðnir mjög svartsýnir á tímabili, en eins og stendur virð ist þetta ætla að bjargast betur en á horfðist", sagði Ágúst ehn- fremur. Því næst töluðum við við verzlunarstjórann í verzluninni Dvergasteini á Seyðisfirði, Krist- ján Kristjánsson, og sagði hann að þar væri nokkuð farið að bera á vöruskorti, en allar vör- ur verður nú að fá flugleiðis til Egilsstaða. Þaðan'er þeim svo ekið niður á firðina og er færð nú ágæt. „Það er nokkuð farið að bera á skorti á ýmsum þungavörum, sem erfitt er að flytja flugleiðis, en hins vegar mun vera nóg til að öllum nauðsvnjavörum, svo og olíu og bensíni. Hér er nú mjög kuldalegt umhorfs, en hef ur þó hlýnað mikið síðustu dag- ana,“ sagði Kristján. Blikur kom á Stöðvarfjörð í gær, og samkvæmt upplýsingum sem Guðjón Friðgeirsson hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfjaröar gaf blaðinu f morgun fengu Fá- skrúðsfirðingar mikið af vörum með skipinu. Ekki er farið að bera á neinum vöruskorti þar enn þá, en fjörðurinn er nú full- ur af fs og algerlega ófært að höfninni. 6 dagar eftir: í V-umferð Milli 5 og 600 manns hafaj gerzt umferðarverðir í sambandi < við H-breytinguna. Og á föstu- J dagskvöidið komu fyrstu hóp-1 amir tii þjálfunar í nýju lög- < reglustöðinni við Hlemmtorg. Þar sér lögreglan í Reykjavík j um þjálfun fólksins og á iaug-1 ardag var haldið áfram og í J þessari viku, síðustu V-vikunni < f umferðinni, mun þjálfunin J halda áfram. Ljósmyndari Vísis tók þessa < mynd af þjáifun varðanna. Ung- J ur umferðarvöröur stjómar hér J umferö gangandi fólks yfir < götu. SAUÐBURÐUR LANGT KOMINN — fé yfirleift á fóÖrum — geysilega dýrt fyrir bændur # Sauöburður er nú fyrir nokkru byrjaður hér á Suður- og Vestur- landi og gengur ágætiega, eftir því sem Gísli Kristjánsson hjá Búriaö- arfélaginu sagöi blaöinu i morgun. „Sauðburður er nú um það bil að byrja á Norð-austurlandi og virð- ist ganga vel það sem af er, en þó þurfa bændur yfirleitt að hafa féð á fóðrum. Fóðurbirgðir eru sæmilegar ennþá, en þetta er vit- anlega ákaflega dýrt fyrir bændur. Flestir bændur eiga nægar fóður- birgðir út þennan mánuð, og von- andi verður spretta þá orðin það góö að hægt verði að setja skepnur út.“ „Gróðurleysið er það versta, því að þrátt fyrir hlýindi undanfarið, þá er jörðin svo ákaflega þurr, að gróður á mjög erfitt uppdráttar. Hins vegar er þurrviðrið mjög gott fyrir lambféð, og engin afföll er um að ræða ennþá, efdr því sem ég bezt veit,“ sagði Gísli að lokum. Bensínsjálfsalar væntanlegir? ■ Ekki hefur verið endanlega^- ákveðið, hvort leyft verður að ráða bót á vandamálinu með næturafgreiðslu á bensini, með því að setja upp sjálfsala, þar sem menn gætu keypt bensín að næturlagi. Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar Islands, sagði, að öll olíufélögin hefðu áhuga á aö fá slíka sjálfsala leyfða, en undirtekt- irnar væru daufar, þar sem ekki heíöi enn borizt svar frá slökkvi- liösstjóra við bréfi, sem sent var í maí í fyrra, í sambandi við hugs- anlega eldhættu af slíkum sjálf- sölum. Önundur sagði, aö þessir sjálfsal- ar væru algengir og framleiddir í mörgum löndum, svo sem Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir taka við seðlum og afreiða bensín síðan fyrir upphæðina, sem um er áð ræða. Lík litla drengsins fundið Uppreisnin gegn „Fimmta lýðveldinu 44 Þátttakendur i verkf'óllum verðá i kv'óld orönir 6 milljónir í dag verður gervallt Frakkland næstum alger lega Iamað af völdum verkfalla, og framtíð landsins hangir á blá- þræði vegna hinnar sí- vaxandi öldu óánægju með stjóm de Gaull- es forseta. Tvær milljón- ir Frakka eru þegar í verkfalli og búizt er við, að milljónir í viðbót fari í verkfall í dag. Frönsk og kannski evrópsk framtíðarsaga virðist vera und- ir því komin, hvernig de Gaulle mun bregðast við þessu ástandi, sem nú ríkir. Þeir, sem fylgjast með málunum eru sammála um, að tilraun til að finna lausn með valdbeitingu muni enda með því, að kommúnistar taki völd eða herstjórn komist að — eöa þá að algert stjórnleysi verði ríkjandi. De Gaulle forseti, sem batt enda á heimsókn sína til Rúm- enfu og hélt heim á laugardag. gaf 1 gær út aðvörun þess efnis. að hann mundi ekki sætta sig við ringulreiðina. F.n hann bætti þvf við. að hann mundi sam- þykkja sanngjarnar breytingar til að eðlilegt ástand kæmist aftur á. Við ráðherra sína, kvaðst hann vera fylgjandi end- urbótum, en mótfallinn óreiðu, þegar þeir sátu fund til að ræða hvaða skref verða tekin vegna undangenginna atburða. Næstum því allar samgöngur Iiggja niðri með flugvélum, járnbrautum og bifreiðum, vegna verkfallsins og stórar greinar þungaiðnaðarins hafa lamazt. Kolanámur, stálbræðsl- ur, hafnir og póststofur hafa orðið fyrir barðinu á verkfall- inu, og afgreiðslumenn á bensín stöðvum ógna einnig með verk- falli, og niun það leiða til enn frekara ófremdarástands. Hið ríkisrekna útvarp, sem einnig má búast jvið að verði að loka vegna verkfallanna, skýrði frá því í nótt, að allar þær at- vinnugreinar, sem ekki hafa enn lamazt algerlega megi gera ráð fyrir, að svo fari á næstu dög- um. í framhaldsfréttum frá París segir, að de Gaulle hafi tekiö skýrt fram í gær, að hann væri hlynntur umbótum f franska þjóðfélaginu, en jafnframt tók hann skýrt fram, að hann myndi ekki sætta sig við, að haldið væri áfram að stofna til óeirða. Ekki er enn vitað til hvaða að- gerða verður gripið til af stjórn- arinnar hálfu, en örvggisliðið er haft tiltækt. tss-y to sfða ■ N."r öruggt er talið, að lík lítils dr ngs, sem fannst i gær- dag rekið upp á rif, sem liggur austur af Akurey, sé af Haraldi litla Bjarnasyni, þriggja ára, sem týndist héðan úr Reykjavík 25. marz. Tveir menn, sem fóru sér til gamans á gúmmíbát út á Sundin f góða veðrinu í gær, fundu líkið á rifinu skömmu fyrir hádegi. Gerðu þeir yfirvöldum viðvart, þegar þeir komu í land, og var gerður út leiðangur til þess að sækja það. Haraldar litla var saknað, þegar hann fór að heiman frá sér að leika sér á hádegi 25. marz. Síðast var talið, að hann hefði verið að leik með börnum í Laugarnesinu, en síðustu sporin, sem hann lét eftir sig voru stígvél hans, sem fundust f fjörunni á Laugarnestanga. Mikil leit var gerð að honum, sem nær flestir Reykvíkingar tóku að einhverju leyti þátt í, en sú leit bar aldrei árangur. Blaðið í dag

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.