Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 2
VlSIR . Mánudbpur 20. maí 1968. Drukkinn leikmaður á vellinum Hvað gat dómarinn gert? — Hvað segja iþróttasamfökin? ■ Hvað skal gera, ef leikmaður í knattspyrnu liði er ákærður í miðjum leik fyrir að vera undir áhrifum áfengis? Þetta vandamál fékk formað- ur Knattspyrnudómara- félagsins Ármann Péturs son í hendur í leik Þrótt- ar og Fram í 1. flokki á laugardaginn. Leikmað- urinn fékk að leika á- fram og voru allir vissir um að hann væri undir áhrifum. Guðmundur Axelsson, þjálfari Þróttaranna sagði í gær að hann hefði ekki fyrr en eftir leikinn sagt dómaranum frá þessum grun manna sinna, en einn þeirra hafði reynt að koma boðum til dómarans í miðjum leik, án árangurs. Ármann Pétursson kvaðst ekki geta sagt um hvað dómari ætti að gera í tilvikum sem þessum. Lögreglan ein getur úrskurðaö blóðprufu, en á- fengislykt ein sannar ekki að maður sé undir áhrifum áfeng- is, hann gæti allt eins hafa drukkiö einn pilsner eða maltöl til að fá lyktina. Reglur eru heldur ekki til um tilvik sem þessi, líklega hefur verið geng- ið út frá því sem vísu, að menn mættu til leikja allsgáðir. Þróttarar vildu ekki aö Fram missti mann út af í þessum, leik aö sögn Guömundar Axelssonar, þjálfara Þróttaranna, sem vel að merkja unnu leikinn 3:1, heldur vildu þeir fá úr því skor- ið hvort ekki væri einhver maðk ur 1 mysunni í þessu tilviki eða hvort þetta ætti kannski að verða framtíðin í íslenzkri knattspyrnu. Væri gott að við- eigandi yfirvöld í íþróttunum létu álit sitt f ljós. Að loknum leik hitti dómar- inn viðkomandi leikmann, sem er ungur og myndarlegur maö- ur í hvívetna, og var sá þá byrjaður drykkju af fullum krafti á ný, en kvað lyktina sennilega hafa stafað af drykkju skap kvöldiö áður. Forráða- menn félags hans voru að von- um leiðir yfir þessu tilviki, en kváðu leikmanninn ekki mundu koma nálægt leikjum félagsins í sumar. — jbp — I Enn snmi „áhuginn/# hjá dómurum TUTTUGU dómarar mættu til að hlusta á brezkan dómarasér- fræðing um helgina, en hann flutti fyrirlestra sína í Austurbæjarskól- anum. Utan af landi komu 6 dóm- arar a. m. k. en Reykjavíkurdóm- arar virðast flestir yfir það hafnir aö öðlast kennslu í grein sinni. Um helgina mun annar Eng- lendingur, sem veröur hér með Middle sex Wanderers halda fyrir- lestur fyrir hina námfúsu dómara og verður vonandi glæsilegri mæt- ing þá. • ■/ vsti' '"' Ypi 9» var ekki sem verstur, a.m.k. voru leikir þessara liða á árum áður vanir að vera mun lakari en þessi. Leikmenn reyndu að láta boltann ganga frá manni til manns, og tókst það merkilega vel, en Vík- ingarnir fundust mér einhvem veg- inn ekki nógu áhugasamir og því fór sem fór. Dómari var Guðbjöm Jónsson. Hann hefur nú byrjaö aö dæma aftur og fórst þetta hlutverk vel úr hendi. Er ekki hægt að segja annað en að það er skemmtilegt aö sjá aftur dömara eins og Guð- björn og Jörund Þorsteinsson, sem dæma nú aftur eftir nokkurra ára híé. / — jbp — j Akranes : jvann Kefln-j : vík 7:3 j • ? Akranes vann stóran sigur „ • um helgina yfir Keflvíkingum. 2 ^Leikurinn fór fram á Akranesi • •og unnu heimamenn, 2. deildar- J Jliðiö, með 7:3 og höfðu alla^ ^yfirburði. c ■••••••••••••••••••••••• GULLÚR FYRIR 25 LANDSLEIKI Fjórir landsliöskappar í hand- knattleik ganga nú um meö skín- andi og falleg gullúr til að minna á hvaö tímanum líður, — þetta er giöf frá Handknattleikssam- bandinu, smá þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu lands liðsins, en allir þessir leikmenn hafa leikiö 25 landsleiki fyrir Isiand og hafa undanfarin 10 ár aö minnsta kosti veriö i úrvals- flokki leikmanna okkar í hand- knattleik. Það voru beir Framararnir Ingólfur Óskarsson, fyrirliði landsliösins, Guðjón Jónsson, / Þorsteinn Biörnsson markvörð- 1 ur og Sigurður Einarsson, sem j gengu út í sólskinið í gærkvöldi ( með gullúr'n sín, sem beir hafa í unnið svo vel til. Áður hafa þeir 7 Gunnlaugur Hjálmarsson, Karl \ Jóhannsson og Birgir Björnsson ( unnið til þessara verðlauna. Handknattleikssambandið kvaddi þá i gær á sinn fund i I Hótel Sögu og afhenti Axel Ein- arsson, formaður HSÍ, úrin við það tækifæri. n n Þróttur - Vikingur 4:1: Þórólfur aftur t áhugamaður! Þorsteinn Ingólfsson, og Guðjón með úrin I gær. ■ Það tók sambandsráð ISl stuttan tíma að komast að niðurstöðu um hvort veita bæri Þórólfi Beck leyfi til að verða aftur áhugamaður í knattspymu. Réttindin vom þegar veitt honum, enda sé hann laus aílra mála við sfna fyrri at- vinnuveitendur, þ. e. Glasgow Rangers og St Louis Stars. Getur Þórólfur þvf hafið leik á ný með sínu gamla liði, KR. Þórólf hittum við úti á Mela- velli í gær. Hann var ánægður með skiptin, fékk raunar fyrst aö vita aö hann væri aftur orð- inn áhugamaöur í símtali við Skotland þá um morguninn. Höfðu dagblöð þar þá þegar flutt fréttina. Hann kvaðst sennilega ekki veröa með í keppni fyrr en í Ieik KR gegn Middlesex Wanderers á H- dag, scm er 26. maí n.k. eins og flestum mun nú farið að skilj- ast. Sambandsráðið virtist ugg- andi um, að eins og er sé það of auðvelt aö fá réttindi aftur sem áhugamaður hérlendis. Er- lendis er þetta miklum vand- kvæöum bundið og sums staöar gjörsamlega um tómt mál að tala að gerast aftúr áhugamað- ur. Töldu sumlr aö með þessu geti menn hoppað til og frá milli áhugamanna og atvinnu- mannafélaga. Var þó ekki átt viö að Þórólfur mundi gera það, enda þótt hann hafi raunar tií- boð í Bandaríkjunum, sem hann getur tekið hvenær sem er, ef honum lízt svo á, heldur með tilliti til framtiðarinnar í þess- um málum. • Knattspyrnan er undarleg fþrótt, það má nú segja. Eftir að Víkingar hafa ógnað öllum beztu liðum Reykjavíkur, og jafnvel hirt annað stigið af sjálfum ís- landsmeisturunum, máttu þeir þakka fyrir að fá „aðeins“ 4:1 gegn Þrótti í síðasta Ieik liðanna í Reykjavíkurmótinu, og það þrátt fyrlr að Þróttur var ekki með fjóra af beztu mönnum sínum. Þetta gerir það að verk- um að enn einu sinni Ienda Vík- ingar í botnsætinu, en búizt hafði verið við að Þróttur mundi að þessu sinni skipa það sæti. Þróttarliðið, skipað ungum leik- mönnum, en áhugasömum og dug- legum var aldrei í vanda með Vík- ing, og varð fyrst Reykjavíkurfé- laga í þessu móti til þess, hin fé- lögin, KR, Fram og Valur hafa öll átt f megnustu vandræðum með Vfkingana. Eftir talsvert mörg tækifæri við Víkingsmarkið, sem Diðrik Ólafs- son, markvörður Víkings sá um, skoraði Þróttur loks á 30. mín. Það var Helgi Þorvaldsson, mjög efniiegur leikmaður í Þróttarliö- inu, sem skoraði af vítateig. Þá jafiia Víkingar 2, mín. síðar með góðu skoti utan vítateigs, en mark- vörður Þróttar, sem átti að verja, misreiknaði greinilega skotið, taldi það vera utan hjá. Helgi Þorvaldsson (bróöir Hauks Þorvaldssonar) skoraöi 2:1 á 41. mín., en satt að segja var hálfgerð rangstöðulykt af því marki, sem hann skoraöi frá markteig. í seinni háifleik skoraði Sverrir Brynjólfsson 3:1 fyrir Þrótt á 16. mín., en Ólafur Brynjólfsson, bróö- ir Sverris, átti mjög góða sendingu á hann við vítateiginn. Skot Sverr- is var allfast, en Diðrik missti bolt- ann gegnum klofið og í netiö, var mjög klaufalega að verki. Rétt ,á eftir skall aukaspyrna Helga Þor- valdssonar í þverslá, en Helgi er mjög góður skotmaður, ekki síöri Haukur bróðir hans. Á síðustu mínútu leiksins komst Kjartan Kjartansson inn fyrir Víkingsvörnina og var þá ekki að sökum að spyrja, ekki heiglum hent að ná Kjartani á hlaupum, og tókst honum aö skora 4:1. Úrslitin voru sanngjörn og marljatalan sízt of há. Leikurinn AÐEINS ÞRÓTTUR Áni AUÐVELT MEÐ VÍKING

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.