Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 10
w VÍSIR . Mánudagur 20. maí 1968. Eins og fram hefur komið í fréttum blaðsins eru miklar breytingar áforma'ðar á Lækjartorgi við spennistöðina. Myndin var tekin fyrir heigina, þegar framkvæmdir þar hófust. Listamannakvöld í Kópavogi • í fjögur ár hefur Leikfélag Kópavogs gengizt fyrir kynning- um á ýmsum skáldum og verk- um þeirra. Þannig hafa verið kynnt sjö öndvegisskáld íslend- inga. í apríl s.I. var Magnús Ás- geirsscn kynntur, ljóð hans og þýðingar. Til þessa hefur sá hátt ur verið hafður á, að tekið hefur verið fyrir eitt skáld í einu og kynningin helguð því og verk- um þess. N. k. mánudagskvöld 20. maí kl. 9 e. h. gengst Leikfélag Kópavogs fyrir Listamannakvöldi í Félags- heimili Kópavogs (bíósal). AÖ þessu sinni er ákveðið að breyta aðeins um tilhögun og kynna fimm rithöf- unda og eitt tónskájd. Rithöfund- arnir eru: Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimarsson, Þorsteinn frá Hamri, Gísli J. Ástþórsson og Magnús Árnason. Tónskáldið er Sigfús Hall- dórsson. Allir þessir listamenn eiga það sameiginlogt að búa eða hafa búið í Kópavogi. Rithöfundarnir lesa ýmist sjálfir úr verkum sínum eða leikarar annast flutninginn. Sigfús Halldórsson leikur lög sín, en Guðmundur Guöjónsson syngur. Helgi Sæmundsson ritstjóri mun flytja erindi. Stjórn Leikfélags Kópavogs fagn- ar því að geta boðið velunnurum félagsins og öllum almenningi aS dvelja kvöldstund meö þessum á- gætu listamönnum. Sem fyrr er aö- gangur ókeypis og öllum heimill. Merkar hug- myndir um skólamál á skólaráð- stefnu Síðastliðinn laugardag fór fram í Reykiavík ráðstefna skólamanna og annarra áhugamanna um skóla- mál. Ráðstefnan var fjölmenn, um 3—400 manns, og heppnaðist vel og stóð frá kl. tvö til sjö síðdegis. Umræðuefni var, hverju þyrfti að breyta i fræðslumálum hér á landi, og höfðu þeir framsögu, Helgi Elíasson, fræðslumálastióri og Ámi Grétar Finnsson, formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Ýmsir skólamenn svöruðu fyrir- spurnum, þeirra á meðal mennta- málaráðherra. Þá komu fram í umræðunum margar merkar hug- myndir um breytingu á skólamál- um, svo sem lenging gagnfræöa- skóla í menntaskóla, stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár, lækka skólaskyldu niður í sex ár, byrja tungumálakennslu í barnaskólum fyrr en nú, en fækka hins vegar tungumálum, er kennd eru við menntaskólana. Skólamenn og aðrir áhugamenn voru hinir ánægðustu með fundinn og var um það rætt aö halda annan fund með svipuöu sniði á hausti komanda og taka viðfangsefnin fastari tökum. Uppreisn — > 1. síðu. Ókyrrð er áfram meðal stúd- enta og þátttakan í verkföllun- um enn vaxandi, er síðast frétt- ist. I París er allt rólegt, og taug- ar manna komust nokkurn veg- inn I lag eftir óeirðirnar, en kyrrt var í borginni í gær. Fátt lögreglumanna er á götunum og vöröur við forsetahöllina hefur ekki verið aukinn. Sex milljónir franskra verka- manna verða þátttakandi í verk föllum um gervallt Frakkland, áður en dagur er að kveldi runn inn — en verkfallsmenn hafa þegar tekið í sínar hendur vcrk- <§> MELAVÖLLUR Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. í kvöld, fer fram síðasti leikur mótsins, og þá leika KR — FRAM kl. 8,30 síðdegis. Verðlaunaafhending að leik loknum. Mótanefnd. Matreiðslumaður karl eða kona óskast á suraarhótel. Uppl. í síma 12423. smiðjur 250 iðnfyrirtækja — í uppreistinni á vettvangi iðnað- arlífsins í landinu, sem háð er gegn Fimmta lýðveldinu. Starfsemin er algerlega löm- uð þegar í um eitt hundrað stærstu iðnfyrirtækjum lands- ns. — Vinna hefur stöðvazt í helztu hafnarbæjum landsins, svo sem Marseilles, Nantes og St. Nazaire, en í Bordeaux gekk allt sinn vanagang. Eigendur bensínstöðvk hóta nú verkfalli. Matvörudreifing hefur gengið nokkum veginn innan borganna. Hætt er við, að bankarnir verði að takmarka út- tektir, þar sem óttazt er, að fólk streymi f bankana til þess að kaupa gull, þvf að frankinn er f hættu. I París var algert umferðar- öngþveiti f morgun, þar sem eng in farartæki • til fólksflutninga voru í notkun nema einkabílar og leigubflar. Hvorki strætisvagnar eða neð anjarðarlestir eru í gangi. Fyrstadagsumslög vegna H-frímerkja Á morgun koma nýju H-frímerk- in út, og eiga þessi tvö merki að minna á H-breytinguna. Af þessu tilefni mun Frímerkjamiðstöðin gefa út sérstök fyrstadags-umslög og hefur Halldór Pétursson, list- málarl, teiknað tvær mismunandi myndir í þessu skyni. Verð um- slaganna er kr. 2. ITilslHUI BELLA Finnst þér þetta ekki gott? Stína frænka var svo gasalega hrifin af þessu þegar hún kom héma um helgina. Húsnæðið fregar of jb röngt — og nú vill Sparisjóður IIIIKMETI Dýpsta náma í heimi er í Trans vaal í Suður-Afríku. 1 nóvember 1959 var hún um 2,13 mílur á dýpt. í þessari námu hefur fund- ist gull á um 9.800 feta dýpi. — Dýpsta náma í öllu Bretaveldi er innan við y3 af dýpt námunnar í Transvaal. alþýðu breyta sjóðnum i banka Aðeins ár er nú liðið frá því Sparisjóður alþýðu tók til starfa að Skólavörðustíg 1G. Fyrir nokkru var aðalfundur sjóösins haldinn og þá kom fram. að húsnæðið, sem sjóðurinn fékk í upphafi, er þegar orðið allt of þröngt og er í at- hugun að stækka það. Á fundinum var samþykkt til- I laga stjórnar sparisjóðSins um að kanna hjá verkalýðsfélögunum um land allt væntanleg hlutafjárloforð í sambandi viö fyrirhugaða brevt- ingu sparisjóðsins í banka. Öll stjórn sparisjóðsins var end- urkjörin, Hermann Guðmundsson er formaður, aðrir stjórnarmenn: Björn Þórhallsson, Einar Ögmunds- son, Markús Stefánsson og Óskar Hallgrímsson. VEÐRID i DAG Stillt og bjart veður, en norö- vestan hafgola um miðjan dag- inn. Hiti 3—10 stig. mmemm TAPAZT HEFUR Hós skinnkragi á leiðinni frá Elliheimilinu suður Furumel að Melhaga. Finnandi vjnsamleg hringið í síma 19575 eða síma 18000. Góö fúndarlaun. / Gestaboð Skagfiröinga til frænda, vina og kunningja, sem ætla má að hafi ekki heyrt um boö- ið á uppstigningardag. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við stjórn félagsins í símum 32833 og 32316 sem fyrst. Verið öll veikomin. Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt árlega kaffiboð f Héð- insnausti, Seljavégi 2. á unnstign- ingardag 23. maí n.k. kl. 14.30 fyrir eldri Skagfirðinga i Reykjavík og nágrenni, aldurstakmark er S0 ára og eldri. Það er einlæg ósk félags- ins að sem flestir sjái sér fært að koma í heimsókn í Héðinsnaust þennan dag og gleðjast með glöð- um, rifja upp gnmlar minningar og njóta 'æirra skemmtiatriða og veit, inga, sem á boðstólum verða. Þeirri ósk er ennfremur beint til velunn- ara félagsins að þeir láti boð berast Tvé hlöð — > af 12. sfðu. I.'alldóru Eldjárn, og síðan greinar eftir Jónas Kristjánsson, cand. mag o Herstein Pálsson. Ennfremur er komiö út blaðið „Forsetakynning". Það er óháð og tekur ekki afstöðu í kosningabar- áttunni. í þvi eru einkum greinar, þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um frambjóðendurna og stuðningsmenn þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.