Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 20.05.1968, Blaðsíða 12
............................. IIII II AlSir verðss tad munti H-breytinguno! Eiga að ntinna menn á breytinguna SÆMDIR FÁLKA- ORÐUNNI • Forseti Islands hefur sæmt eftirgreinda menn heiðurs- merkjum hinnar islenzku fálka- orðu; Dr. Odd Guðjónsson, ambassa- dor, stórriddarakrossi fyrir emb- ættisstörf. Jónas Sigurðsson, skóla- stjóra, riddarakrossi fyrir skóla- störf á sviði sjómannafræðslu. Sig- fús Jónsson, framkvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir viðskipta- og félagsmálastörf. Sigurð Pálsson, vígslubiskup, riddarakrossi fyrir embættisstörf. ■ 1 tilefni af H-degi 26. mai n. k. hefur Framkvæmda- nefnd hægri umferðar gefið út áminningarmiða til bif- reiðastjóra um land allt. — Blaðið sneri sér í morgun til Péturs Sveinbjamarsonar, for stöðumanns Umferðamefnd- ar, og bað hann að skýra frá miðum þessum. Pétur sagði að sérhver bif- reiðarstjóri ætti að afla sér tveggja miða a.m.k. og líma í bifreið sína. Áminningarmiðam- ir eru sexhyrndir og er flöturinn blár, en gult H inn í. Ökumönn- um ber að festa annan miðann á hliðarrúðu, þannig að í hvert f skipti sem hurðin er opnuð geri menn sér grein fyrir þvi, að þeir séu þátttakendur í hægri umferð. Hinn miðann skal líma á mælaborðið, t.d. fyrir ofan hraðamæli, en mikilvægt er að miöarnir séu færðir til nægilega oft, þannig að athygli öku- manna beinist að honum eins oft og mögulegt er. Miöunum verður dreift á all- ar benzínstöðvar í landinu, lög- reglustöðvar og til allra bif- reiðaeftirlitsmanna um land allt. Einnig mun dreifing fara fram um helgina í Fræðslumiðstöð umferðarmála í Góðtemplarahús inu. BRÁÐABIRGÐALÖG UM TILKYNNINGASKYLDUNA §§lt§l ♦- Um helgina gaf forseti íslands út bráðabirgðalög um tilkynningar- skyldu íslenzkra skipa að ósk sam- göngurhálaráðuneytisins, sem tjáði forseta að nauösyn bæri til að gefa slík lög út, einkum þar eð veiðar gerast nú algengar á fjar- lægum miðum og fara nú senn í hönd. Bráðabirgðalögin hljóðasvo: 1. gr. Samgöngumálaráðherra er heim- ilt að géfa út reglugerð um til- kynningarskyldu íslenzkra skipa. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört á Bessastöðum 17. maí 1968. Ásgeir Ásgeirsson /Eggert G. Þorsteinsson. Lögin eru sett samkvæmt álykt- unar Slysavarnafélags íslands, Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands og Landssambands fsl. út- vegsmanna og er nú unnið að samningu reglugerðar í samráöi við hlutaðeigandi samtök að þvf er seg ir í fréttatilkynningu ráðuneytisins. ----------^ Þriggja ára varð fyrir telpa bíl / veg fyrir bifreiðina og er líöan hennar núna eftir at- vikum sæmileg. Forsætisráöherra talar á fundi hjá Hvöt í kvöld um „Stöðu og störf forseta íslands" Forsætisráðherra Bjami Bene- diktsson mun í kvöld halda ræðu á fundi sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar í Sjálfstæðishúsinu, en fundurinn hefst kl. 20.30. Þá mun frú Guðrún Tómasdóttir syngja einsöng með undirleik Ólafs V. Albertssonar. Forsætisráðherra mun fijdja ræðu um efnið „Staða og störf forseta íslands" og er ekki að efa, að marga fýsir að hlýða á mál hans um þetta efni. „30. júni" og „Forsetakynning": Tvö ný blöð um forseta- bosningarnar Út eru komin ný blöð i sambandi við forsetakosningamar, sem standa fyrir dyrum. Annað þeirra er „30. júní“ blað stuðningsmanna Kristiáns Eldiárns. f ritnefnd bess eru Bjarni Vilbjálmsson (ábm.). Hersteinn Pálsson, Jónas Kristjá'is son, Ragnar Arnalds og Sigurðui A. Magnússon. í blaðinu er fyrst „Ávarp til ls lendinga“ undirritaö af 17 stuðn- inasmönnum Kristjáns. Þá eru við- töl við þau hjónin Kristján og »-> 10. siðu. Ragnar Hoen varS Skák- meistarí NorSuríandn Tuttugu og fimm stúlkur braut- skráðust úr Fóstruskólanum s.l. laugardag og auk þeirra og kennara skólans voru viðstaddir skólaslitin 10 ára og 20 ára nem endur og færðu þeir skólanuni að gjöf 12.000 kr. á bankabók. Eru nú rétt 20 ár síðan fyrsti hópurinn brautskráðist úr skól- anum. Þær Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og Þórhildur Ólafsdóttir tóku til máls og sögðu frá til- drögum að stofnun skólans. — Kennarar skólans í vetur voru um 15 talsins auk skóiastjór- ans, frú Valborgar Sigurðardótt- ur, Myndin er tekin við skóla- slit á laugardaginn. héldu hinir erlendu gestir síðan heim aftur. Á föstudag var haldið hrað- skákmót á Akureyri. Keppendur voru 14. Efstur varð Ragnar Hoen með 12 vinninga, f öðrii sæti varð Svedenborg með 10V2 vinning og þriðji varð Jón Björgvinsson með 10 vinninga. Þess má geta, að núverandi hraðskákmeistari Norðurlands, Freysteinn Þorbergsson, tók ekki þátt f þessu móti. — Freysteinn Þorbergsson i öðru sæti ■ Nú er lokið skákmótinu á Akureyri, sem háð var um titilinn „Skákmeistari Norð- urlanda“. Sigurvegari varð Norðmaðurinn Ragnar Hoen, hiaut 4y2 vinning af 6 mögu- legum. í öðru sæti varð Frey- stelnn Þorbergsson með 4l/t vinning. Þriðji varð Júlíus Bogason og fjórði Sveden- borg Noregsmeistari með I vinning. Þess má geta, að Júlíus Boga- son tefldi sem gestur á mótinu, svo að Hoen er sigurvegari, vegna þess að hann hefur 1 vinning meira en Freysteinn, ef aðeins eru taldar skákir Sved- enborgs, Freysteins og Hoens. v Mótslitin fóru fram í gær- kvöldi á Hótel KEA f boöi bæj- arstjórnar Akureyrar. í gær ■ Þriggja ára gömul telpa, Dagný Viggósdóttir, varð fyrir bifreið á móts við hús nr. 43 við Laugarnesveg í gærdag, rétt eftir hádegi. Var hún flutt með- vitundarlaus á Landakotsspítala og kom í ljós, að hún hafði hand- leggsbrotnað, auk þess, sem hún hafði fengið högg á höfuðið. Ökumaður bifreiðarinnar skýrði lögreglunni svo frá, aö hann hefði ekið norður Laugarnesveginn á 50 til 60 km hraða, og hefði veitt at- hygli börnum, sem voru að leik á eystri vegarbrúninni. Hefði hann séð litla telpu hlaupa út á götuna og f veg fyrir bifreiöina og hefði hann þá hemlað, en allt heföi kom- ið fyrir ekki, og hafði telpan lent á hægri frambretti bifreiðarinnar og síðan skollið í götuna. Litla telpan komst strax til meö- vitundar, þegar á sjúkrahúsið kom Tuttugu og fiiuni nýjar fóstrur — Hljóp skyndilega

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.