Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 25. maí 1968. 9 Húmor44 er listamönnum líf snauðsyn segir Stina Britta Melander, óperusóngkona, sem syngur nú sem gestur / Þjóðleikhúsinu 'V'ið erum stödd uppi á gangi í Þjóðleikhúsinu og ætlum aö hitta að máli sænsku óperusöng konuna Stinu Brittu Melander, en sem kunnugt er syngur hún hér sem gestur Þjóöleikhússins í óperettunni „Brosandi land“, sem Þjóöleikhúsiö sýnir um þess ar mundir. Stina Britta er ís- lendingum aö góöu kunn, hún hefur sungið hér nokkrum sinn- um áður, m.a. í Kátu ekkjunni og Rigoletto. Okkur hafði verið sagt að Stina Britta væri stödd í bún- ingsklefa sínum númer eitt og þangað skundum viö nú. Þegar við komum upp á ganginn berst söngur á móti okkur og viö Stína Britta Melander í hlut- verki Lísu í „Brosandi land“ rennum á hljóðið. Stina Britta býöur okkur inn í búningsklefa sinn og viö byrjum aö spjalla saman. „Ég má til með að sýna þér fyrst verndargripina mína“ seg- ir Stina Britta á góðri íslenzku. „Þessi tvö hef ég alltaf með mér hvert sem ég fer“, — og hún bendir okkur á lítinn trúð og brúnan apa, sem sitja hliö við hlið við spegilinn á förðun- arborðinu. „Þennan fallega kínverska kistil gaf Anna Guðmundsdótt- ir leikkona mér eftir frumsýn- inguna um daginn og Benedikt Árnason og Vala kona hans gáfu mér þetta kínverska Búdda líkneski" — og þessir hlutir eru hér líka á borðinu fyrir fram- an okkur. „Mér finnst svo gaman að fall- egum hlutum" — heldur Stina Britta áfram — „og blóm eru mitt yndi. Ég á mjög fallegan garð við húsið mitt í Munchen og í sumar ætla ég að hvíla mig þar og rækta rósirnar mín ar. Það verður gaman.“ „Segðu okkur nú hvernig það vildi upphaflega til aö þú komst til íslands að syngja?“ „Það var allt mjög skemmti- legt. Ég var að syngja í gesta- leik 1 Óperunni í Stokkhólmi, það var víst árið 1954. Þá var Simon Edvardsen á förum til íslands til að setja upp „Pagli- acci“ eftir Leoncavallo og hann óskaði eftir mér f aðalhlutverk- ið .Það var líka ákaflega skemmtilegt í alla staöi mér hefur eiginlega alltaf fundizt ég eiga heima héma.“ „Tekurðu nærri þér það sem skrifað er um íslenzkuna þína?“ „Ég læt það ekki á mig fá, en ég varaði mig reyndar ekki á þessari einkennilegu, þröngsýnu afstöðu til listarinnar. Ég hef sungið og leikið á fimm tungu- málum víða um heim, og aldrei fengið orð f eyra fyrir það, en auðvitað er íslenzkan sérstak- lega erfitt mál. Ég tek hlutunum með „húmor“, hann er listamönnum ákaflega þýðingarmikill, þýðing armestur á eftir viljanum og sjálfsaganum, finnst mér.“ „Nú hafa sjálfsagt margir ung ir listamenn leitað til þfn um dagana — Hvað getur þú ráð- lagt ungu fólki, sem hyggur á söngnám?" „Ég get í rauninni ekkert ráð lagt því — það er ekki af því að ég vilji vera óhjálpleg. Auð- vitað getur maður sagt fólki eitt og annað af sinni eigin reynslu, en aö ráðleggja fólki hvort það eigi að leggja út í þetta langa og erfiða nám, þaö getur enginn nema það sjálft“, og þetta segir Stina Britta af mikilli sannfæringu. „Ég er alveg sannfærð um það, að viljinn og sá innri kraft ur sem allir góðir listamenn hafa, er það eina sem knýr fólk áfram að því marki að verða listamenn. Alla meðfædda raddgalla er hægðarleikur að yfirvinna hjá því ef viljakraft og einbeitingu skortir". „Hvað með tæknina, finnst þér hún vera þýðingarmeiri í dag, en þegar þú varst að byrja að syngja?“ „Nei, vissulega ekki, því aö lögmálin eru alltaf þau sömu. í nútíma tónlist eru að vísu gerö ar dálítið aðrar kröfur til söngv- aranna en fyrst og fremst þurfa þeir þó að hafa áhuga á því sem þeir eru að flytja eins og með allt annað. Ég hef fengizt tals- vert við að syngja nútímaverk t.d. eftir Britten, Blacher og Stina Britta Melander óperusöng- kona. — Tæknin er fyrst og fremst fyrir mann sjálfan, áhorfendur eiga ekki að fá aðgreint á milli tækni og tilfinningar. Maður veröur að skapa sér ákveðið „form“ og þaö er gert m.a. meö tækninni. Með henni eru hlutirn ir formaðir og maður skapar sér ákveðiö öryggi. Listamaöur verður alltaf að vera leitandi, þá hefur hann von um að geta skapað eitthvað nýtt — „endur nýjað sjálfan sig“. Stina Britta í hlutverki Neddu í óperunni Pagliacci eftir Le- oncavallo, en það var fyrsta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu. einu fer Stiria Britta að hlæja. „Mér dettur allt í einu í hug út af því sem við vorum að segja áöan um unga fólkið. Ég hef komizt aö því að listnemendur skiptast aðallega í tvo flokka, og þetta er einkar áberandi meö söng og leiklistarnemendur. Það eru þeir sem vita hvað þeir vilja, og þeir sem eiga „snobb- aða“ foreldra. Það er alveg ótrú legt hvemig þetta skiptist. í Svíþjóð til dæmis er fjöldinn allur af hæfileika- og viljalaus- um stúlkum að hangsast í söngnámi, bara vegna þess að foreldrar þeirra „snobba" fyrir því — aumingja stúlkurnar" og Stina Britta brosir með- aumkunarbrosi. „Svo að við víkjum að öðru, hvert ferðu héðan þegar sýning- ar á „Brosandi landi" hætta í vor?“ „Þá fer ég að syngja á „Skans en“ í Stokkhólmi, og síöan í sjónvarpsóperettu hjá sænska sjónvarpinu. Nú um mitt sum- arið verð ég hjá rósunum mín um f Munchen en sfðan fer ég að æfa í nútímaóperu eftir Zimmermann. Fyrir jólin fer ég svo aftur til Stokkhólms aö æfa söngleik og í desember fer ég til Dusseldorf aö syngja í La Traviata, svo þú sérð að ég hef áformað langt fram f tfmann.“ „Að lokum — heldurðu að þú eigir eftir að koma hingað oftar og syngja fyrir íslendingá?1' „Nei, þaö held ég ekki.“ seg ir Stína Britta að endingu, og við kveöjum óperusöngkonuna í búningsklefa hennar, enda verður hún nú að fara að æfa sig fyrir sýninguna um kvöldið. Þegar við erum komin út á stéttina fyrir framan Þjóðleik- húsið, þar sem sólin glampar á hellunum, heyrum við óminn af söng Stinu Brittu út um glugg- ann á búningsklefa númer eitt. j^ViVA%%V.V.VAVAVAV.V.VAV.V.WA?AW.VAV.VAV.V.VAVAV.%V.V.V.V.V,V.SW.V.V/AV.VMVAVV.V.%%W.V.V.V.VAV.W. suhAVb Cvo sem kunnugt er verður austurþýzki stórmeistarinn W. Uhlmann-meðal keppenda á Reykjavíkurmótinu 1968. Uhl- mann er núverandi skákmeist- ari A.-Þýzkalands, en þann titil hefur hann hlotið alls fimm sinnum. Það hafa skipzt á skin og skúrir á skákbraut Uhlmanns. Á millisvæðamótinu í Stokkr hólmi 1962 tefldi Uhlmann sér- lega glæsilega og vel framan af. Eftir 14 umferðir var hann f 2. sæti með 10 vinninga og virtist fátt geta komið í veg fyrir að Uhlmann kæmist í úr- slitamótið I Curacao. En nú mætti Uhlmann óvæntri hindr- un. Fram að þessu hafði Uhl- man teflt undir fána A.-Þýzka- lands og aðrir keppendur látið það óátalið. En v.-þýzki skák- meistarinn Teschner neitaði nú algjörlega að fáni A-Þýzka- lands stæði við hlið þeirra á borðinu. Upphófst mikil deila sem lauk með því að Uhlmann varð að tefla fánalaus. Allt þetta brambolt verkaði mjög illa á Uhlmann sem tapaöi nú 4 skákum í röð, þar á meða! gegn neösta keppandanum og hafnaöi að lokum í 9. sæti. Sínum bezta árangri náði Uhlmann á stórmótinu i Júgó- slavíu 1965. Þar skiptu þeir Uhlmann og Ivkov efsta sætinu á milli sín með 13 y2 vinning af 19 mögulegum. Heimsmeistarinn Petroshan hlaut 3. sætið, en síð- an komu meistarar svo sem Portisch, Bronstein og Larsen. Uhlmann hefur teflt á öllum Olympíumótunum síðan 1956 og yfirleitt staðið sig mjög vel. T.d. hlaut hann 3. beztu út- komu 1. borðs manna á Olym- píumótinu 1966 á Cubu, næst á eftir Petroshan og Fischer. Að síðustu skulum við sjá skák frá a-þýzka meistaramót- inu. Hvítt: W. Uhltnann. Svart: Baumbach. Drottningarbragð. I. d4 d5 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. cxd exd 5. g3 Rc6 6. Bg2 c4. Betra hefði verið aö bíða með þennan leik unz hvítur heföi ieikið Rc3. 7. 0-0 Bb4 8. Re5! Rge7. Ef 8.. RxR 9. dxR Re7 10. Da4t Rc6 11. Hdl og hvítur stendur betur. 9. e4 dxe 10. RxR! bxR. 111 nauðsyn. Ef 10. ... RxR 11. d5! og hvítur vinnur mann vegna hótunarinnar Da4f II. Rc3 BxR 12. bxB f5. Svartur reynir að halda peð- inu. Eftir 12. ... Bf5 13. Da4 Dd5 14. Ba3 stendur hvítur mun betur. 13. Bg5 0-0 14. f3! h6 15. BxR DxB 16. fxe fxe 17. HxHf DxH. Ef 17. ... KxH 18. Dflf Df7 19. Bxe Bd7 20 Dg2 De6 21. d5. 18. Bxe Bd7 19. Dh5! Hótar Dg6. 19. .. Df6? Nú verður tapiö ekki umflúið. Eftir 19. .. De8 20. Df3 Hc8 21. Hel Kh8 hefði svartur átt mun meiri vöm. 20. Hfl De6 21. Hel Df6 22. Bd5f! cxB 23. Dxdt Kh7 24. De4t! Ekki 24. DxH Bc6 25. Dc8 Df3 24. . . Dg6 25. DxH Bc6 26. Dc8 Bd5 27. Hfl Be6 28. Dc6 Gefið. Jóhann Sigurjónsson. .V.V.V.V.W.V.VAV.V.VV.V.V.V.“.V.V.V.V.V.V.V.V.%V.V.,.V.V.V.V.V.,.V.V.V.%VAV.V.V.,.W.W.V.',V.V.V.,.V.V.V.,.,.V.V.V.,.W.W.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.