Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 25.05.1968, Blaðsíða 16
|VÍSTR Laugardagur 25. maí 1968. Blaðainannafundur um kjuramál ■ Blaðamannafélag Islands held- ur hmd í Tjamarbiið (uppi) kl. 2.30 n.k. þriðjudaR. BráðabirEðasam- komulag við útgefendur um kjara- mál verður borið undir atkvæði fé- iagsmanna. GENGUR LÍTIÐ VER EN í AÐ RÁÐA SKÓLAFÓLK í Æskufólk bópast nú úr skól- um borgarinnar og út á vinnu- markaðinn. Er þá mikið i mun, að þeim takist að fá góða sum- arvinnu, sem geri þeim og fjöl- skyidum þeirra kleift að standa undir námskostnaði næsta vet- ur. Ekki er unnt að svo stöddu að fullyrða neitt um, hvemig ganga muni i sumar að ráða ungmenni í vinnu, og hefur heyrzt, að erfitt sé fyrir þá að fá starf við sitt haefi. í júníbyrj- un, þegar stofnanir svo sem Kennaraskóiinn, Háskóiinn og menntaskólamir hafa lokið vetr arstarfi, verður unnt að sjá, hvemig fara mun. Hins vegar virðist svo, eftir upplýsingum Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, að litiu verr FYRRA VINNU hafi gengið að ráða í vinnu þau ungmenni, sem til þessa hafa leitað til skrifstofunnar, en verið hefur siðustu ár. Eru þessi tíð- indi uppörvandi og vonandi, að svo reynist einnig, þegar á liður sumarið. 30 nýir strætisvagnar í umferð Síðasta ökuskírteinið í v-uittferð — Ta/sverðar breytingar á leióakerfinu Frá og með H-degi verður ieiðakerfi SVR Iftillega bre\dt og tíðni ferða minnkuð á þeim tfm- um dags, sem vagnarnir eru minnst notaðir, en það er frá kl. 19:00 til miðnættis öll kvöld vikunnar og frá 13:00 á laugar- dögum og kl. 10:00 —13:00 á •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Hver eldspýta kost- ar tæplega 9 aura! — Sala á eldspýtnabréfum hafin ■ Eldspýtnabréfin, sem íslenzkur almenningur hefur beðið svo lengi eftir, eru nú loks komin f verzlanir, en það er f meira lagl vafasamt, að margir verði til þess að kaupa þau. Hvert eldspýtnabréf, sem dreift hefur verið f verzlanir, kost- ar 1.75 kr. Tuttugu eldspýtur eru í hverju bréfi, þannig að hver eldspýta kostar tæplega 9 aura. Eldspýtnastokkarnir gömlu kosta núna 1.25 kr„ en í þeim eru 50 eldspýtur, sem samsvar- ar þvi að hver eldspýta í þeim kostar 2l/2 eyrir. Erlendis, þar sem eldspýtna- bréf eru viða mjög vinsæl og mikið notuð, er þeim dreift ó- keypis, enda telja þeir, sem dreifa þeim, hag sinn fóiginn í því að fólk viiji nota bréfin og iafnframt iesa auglýsingar, sem eru prentaöar á bréfin. Af þeim stofnunum og fyrir- tækjum, sem hafa iátið prenta auglýsingar sínar á bréfin, hefur aðeins H-nefndin dreift sínum bréfum, þannig að óvíst er hvort aðrir aðilar reyna að selja sín bréf eða dreifi þeim ókeypis. Eftirtalin fyrirtæki og stofn- anir hafa látið prenta auglýsing- ar á eldspýtnabréfin: Axminster, Samvinnutryggingar, Sláturfélap Suðurlands, Véladeild SÍS, Herradeild P & O og Geðvernd- arfélagið, en Geðverndarfélagið fær ákveðna upphæð af hverju bréfi, sem er selt eða dreift á annan hátt. sunnudögum. Þetta kom fram er blaðamenn ræddu við Eirík Ás- geirsson, forstjóra SVR, um fyr- irhugaða starfsenii SVR eftir hægfi breytinguna. Á leiðum nr. 4, Sundlaugar, nr. 15, Vogar, nr. 21, Álfheimar, veröa ferðir á áðurnefndum tímum á 30 mín. fresti í stað 15 mín. fresti á annatímum. Felldur verður niður akstur á sama tíma á leið nr. 19, Hagar, nr. 20, Bústaðahverfi og nr. 24, Hagar—Seltjarnarnes. — Akstur á tímabilinu kl. 24.00— 01.00 verður á 7 leiðum öll kvöld vikunnar og kl. 7.00—10.00 á sunnudögum. Auk þessa verður akstri á leið- um nr. 4, Sundlaugar, nr. 5 Skerja- fjörður, nr. 10, Þóroddsstaðir, nr. 21, Álfheimar, nr. 23, Háaleiti og nr. 25, Safamýri, breytt þannig, að ekinn verður öfugur hringur í við- komandi hverfum. m-> ío. síöu. Nofn Kjartans Sveinssonar féll niður 1 frétt blaösins í gær um tekju- hæstu menn í Reykjavík, féll niður nafn Kjartans Sveinssonar, Ljós- heimum 4. Hann mun hafa fengið 7. hæsta tekjuskatt af einstakling- um í borginni eða 301 þús. kr., 297 þús. kr. í tekiuútsvar, en samtals eru öil gjöld hans 678.622 kr. Atlantshafsbandalagið hefur kom- ið á vuldajafttvægi í EVRÓPU" — 3 af 7 i stjórn Stúdentafélags Háskólans vildu styója NATO <9 Þrír af sjö stjórnarmeðlimum Stúdentafélags Háskólans lögðu fram ályktunartillögu um fuiian "tliðning við Atlanzhafsbandalagið á stiðmarfundi siðast liðinn niiö- vikudag. Tillögu þeirra var vísað frá pieð atkvæðum stjórnarmeiri- '■’lutans. Er því lióst, að djúpstæður ágreiningur hefur verið um sam- bykkt stjórnarinnar um mótmæli við ráðstefnu bandaiagsins í Há- skóla íslands. Þeir nieðlimir stjórnarinnar, sem stvöja vildu Atlanzhafsbandalagið, voru Ármann Sveinsson, Reynir T. Géirsson og Georg Ólafsson. Töldu beir. að með varnarsamstarfi þeirra 15 þjóða, sem aðild eiga að banda- laginu. hafi komizt á valdajal'nvægi 1 Evrópu og síðan það var stofnað. hafi ríkt friður þjóða á niilii hér i álfu. Þéir benda á, að bandalagið bafi gen.aizt fyrir auknum menn- ingarsamskiptum milli aðildarþjóða á sviði vísinda og iista, og beri að stefna að auknu starfi Islendinga f vettvangi þess. Á næsta ári gefst aðildarríkjum kostur á að segja upp sáttmála Atlanzhafsbandalagsins, en ofan- greindir stjórnarmenn telja, að all- ar líkur bendi til þess, að allar , aðildarþjóðir muni halda áfram ' samstarl'inu vegna tveggja áratuga ; happadriúgar stefnu þess, Megin- ! þýðing á'framhaldandi starfs Atlanz | háfsbandalagsins felist í bættri sambúð austurs og vesturs meö samstiiltum aðgerðum aðildar- þjóða. Telja þeir, að l'reinur sé von til að hai’a áhrif á stjórnarfar þeirra aöildarríkja, sem búa við einræði, svo sem Portúgals og Grikklands, með því að beita áhril'um innan bandalagsiiis og annarra alþjóða- samtaka, og er bent á skelegga ályktun stjórnar Stúdentafélagsins frá 15. janúar s.l. Þá lögðu ol'angreindir stjórnar- meðlimir fram ályktunartillögu um útlán húsnæðis háskólans, en meiri hluti stjórnarinnar samþykkti frest unartillögu vegna þeirrar tillögu. Benda þeir á, að Iláskólaráð hafi um áratuga skeið fylgt þeirri stefnu að lána aðilum utan skól- ans húsnæði stofnunarinnar til margvíslegra ráðstefnu- og funda- halda. Telja þeir stefnu þessa hefð- bundna. Með hiiðsjón af takmörk- uöu húsrými og meginhíutVerki há- skólans, sem fræði- og vísindastofn unar, beri að gæta mikils hófs við útlán á húsnæöi stofnunarinnar. Séu útlán óhjákvæmileg, verði að sjá um, að sem minnst ’röskun verði á starfsemi skólans á hvaöa tíma sem er. 1 ályktun meirihluta Stúdenta- félags H.Í., sem birt var í blaðinu i gær, var þess getið, að Stúdenta- félagið mun ekki standa að neinum mótmælaaðgerðum vegna fundar- ins. Vonbrigði á Norður- iandamótinu í bridge llvert reiðarslagið af öðru r'áð yfir | íslenzku bridgesveitirnar á Norður- | landameistaramótinu í gær. Eftir 6 og 7. umferðirnar eru |>eir vonlaus- ir um nokkurt cfstu sætanna og baráttan í síðustu umferðinni, sem spiluð verður í dag, stendur um það eitt að lenda ekki í neðsta sætinu. Þeir áltu orfiða loiki i 6. uinferð inni og spilnði þá island II við Sví þjóð II, sem er álitin skipuð sterk- ustu spilamönnum mótsins, og tap- aðist sá leikur 8-0. fsland I spilaði við Noreg I. sem er einnig mjög sterk sveit, en þann leik unnu ís- lendingarnir 5-3. Staðan eftir þá umferð var þá þannig: Sviþjóð 60 stig, Danmörk 10. síðu. • — Ég hef aldrei áður ekið bílj Jog flýtti mér aö læra fyrirj • hægri breytinguna, sagði hin 44« • ára gamla húsmóðir SigurrósJ JÓIafsdóttir, sem var nýbúin að* • taka á móti síðasta ökuskírteiní,* Jsem gefið var út í vinstri um-J Jferð á íslandi. • • Þessi viðkunnanlega húsmóð-J • ir sagði ennfremur.að hún hefði* Jbyrjað að læra s.i. haust en • • orðið að hætta, en byrjað aftur J Jfyrir skömmu og alit gengið* Jmerkilega vel, að eigin sögn. J • — Varst þú ekkert tauga-J Jóstyrk í prófinu? • • — Jú, ég verð að segja það, J Jþó sérstaklega í munnlega próf-• Jinu. en þegar ég fann að próf-J • dómarinn var svo elskulegur, • Jhvarf öll hræðsla úr mér. Ann-• »ars á ég fjóra syni og eru þeir J • allir í prófum og ég held að» Jég hafi verið einna óstyrkust.. • Maður hennar, Árni Guðna- J Json sem er sjómaður skipti sér» •ekkert af þeim í nrófunum, en J • Sigurrós sagði, að hann hefði • Jhvatt hana m.iög til að taka próf • • ið. J J — Ertu ekkert hrædd að fara • Jað aka f hægri umferð? J ■ — Nei, nei, því að hámarks- • Jhraðinn verður svo lágur og ég« • tel mig verða áfram að læra. J Jbótt prófið sé komið. • J — Ætlar þú að fara út aðj • aka á H-dagsmorgun? J J —Já, og reyni að fara strax» • vv_y m „'öa J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.