Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Þriðjudagur 28. mai 19fe'8. Verkfafl í Fr«jkk- landí heíur áhrif á knattspyrnuna hér! Engiim dylst sú staðreynd, að tH að ná eóðum árangri i knatt- spyrnu, burfa ieikmennirnir að hafa a.m.k. góða skó á fótunum svo ckki sé nú talað um getuna. Ailmargir islenzkir knattspyrnu- menn ákváðu fj'rir skömmu að reyna nýiar leiðir til frekari getu og var ætlunin að fá skó frð Frakklandi. Er hér um að ræða rniög hentuga grasskó, en yfirleitt er óhægt að leika á sömu skóm á grasi og möl. Hin langvarandi verkföli í Frakk- landi hafa hér spilað inn i og stendur har hnífurinn i kúnni, skórnir ókomnir og islandsmót- ið hafið. Segja gárungarnir að „skóleysið“ hafi að einhverju levti haft áhrif á ósigur Vals- manna í Vestmannaevium um s.l. helgi. Vonandi rætist þó fijótlega úr þessu og væri þá vel og fáum við þá ef til vill að sjá fegurri tölur en 14:2 í sumar. V'ikingur — Þréttur 3:2 i 2. deiid . NEITAÐI AÐ FARA I MARKIÐ FYRIR SLASAÐAN FÉLAGA SINN VÍKINGAR eru ckki aldeil is á því að gefast upp, enda þótt þeir yrðu siðastir í Reykjavikurmótinu í knatt spyrnu (eftir góða leiki þó), því í gærkvöldi sneru þeir 2:1 forystu Þróttar upp í 3:2 sigur, og hafa því tvö dýrmæt stig í upphafi 2. deildarkeppninnar. Það var Þróttur, sem var fyrsta fé- lagið sem féll fyrir Viking- um. Sundurleitir og ösamhentir i einu og öllu gátu Þróttarar ekki nema hamlað móti hinum ákveönu Vikingum i fyrri hálfleiknum i gærkvöldi. Hlutur Þróttar í leikn- um var hreint út sagt til skamm- ar fyrir félagiö. í 10 mínútur þurftu dómarinn og leikmenn Vikings að biöa eftir Þrótt.urum til leiks. Þá mætti á vellinum 10 manna lið og eftir 15 min. birtist 11. leikmaöur j Þróttar á vellinum. Vantaði þá a. m. k. tvo eöa þrjá af beztu leik- mönnum Þróttar f liðið, þar á meðal Axel Axelsson og í mark-1 inu birtist markvöróur, sem grip- inn var i algjörri neyö, þar eö hvorki aöalmarkvörður eða vara- markvöröu mættu til leiksins. Hér viröist eitthvcrt mein vera að grafa um sig i þessu. yngsta félagi höfuðborgarinnar, mein sem kemur innan frá. Því fyrr sem Þróttararnir finna hvað veldur, þeim mun betra. Svo fór siðar i þcssum leik aö varamarkvöröur Þróttar var mætt-, ur, en neitaði þá aö fara inn á völlinn til aö leysa markvörðinn af, en hann meiddist ilia á fæti eftir 15 minútur. Þvílik iþrótta- i mennska! Þróttur skorgði. eina ma'rk fyrri hálfleiks, en bá voru Þröttarar heldur heppnir. Helgi Þorvaldsson skoraði eftir 35 min. meö hörku- skoti af löngu færi. Helgi er mjög góð skytta og hann og Haukur bróðir hans eru án efa meó meiri skotmönnum í knattspyrnunni hér. I seinni hálfleik áttu Þróttarar öllu meíra i leiknum, en Vikingar skoruðu mörkin. Fyrst jafnaði Hafliöi Pétursson snemma i hálf- leiknum, en Þróttur komst aftur yfir meö góðu skoti Helga Þor- valdssonar. Vikingar jöfnuöu um miðjan hálfleik. Gunnar Gunnars- son komst inn i lélega sendingu frá marki Þróttar, skaut af löngu -B>—>■ 10. síöu. Yerður það Mancliester United eða Benfica í smn: ? „Þetta verður bezti úrslita- leikurinn f Evrópubikarnum til þessa,“ sagöi Otto Gloria, framkvæmdastjóri Benfiea f gærkvöldi við fréttamenn, en annað kvöld leika Manch. United og Benfica til úrslita ð Wembley í þessari miklu knattspyrnukeppni og munu Benficamennirnir fá 160.000 isl. kr. fyrir að vinna þennan eftirsótta bíkar i þriðja sinn. Benfica æföi i gær á velli i London, en á sunnudaginn reyndu þeir að æfa, en lítiö varð af æfingum fyrir meira en 3000 áhorfendum sem létu aðdáun sina einum of mikiö í ljósi og komust leikmenn því litið ti! æfinga þá, en nú tókst mönnum aö halda fólki burtu. i morgun áttu Benfica-menn að heimsækja Wembley leik- vanginn og þá gefst þeim kostur á að velja sér réttu takkana undir skóna, en þeir hafa meö- feröis þrjár gerðir af gras- tökkum og skipta um eftir þvi sem þeir telja að henti bezt hverju sinni. Sex leikmenn Benfica léku gegn ensku heimsmeisturunum í undanúrslitum HM 1966, þeir eru Coluna, Eusebio, Torres, Bobby Charlton, — hér eftir Icikinn við Real Madrid í Madrid, yfir sig spenntur og ánægður með úrslitin. Augusto og Graca. Manchester United er nú í úr- slitum fyrst allra enskra liöa og fari svo að þeir vinni veröa tvö Manchester-lið i keppninni næsta ár, því Manch. City, sigur vegararnir í 1. deild verða að sjálfsögðu einnig með. Liö Uni- ted veröur eins skipaö og gegn Real Madrid á dögunum: Stepney, Brennan, Dunne, Kre- rand, Foulkes, Stiles, Best, Kidd, Charlton. Sadler og Ast- on. Busby, framkvæmdastjóri United sagði i gærkvöldi að liðið muni æfa í dag á.Wembley; „Ég undírbý liðið undir þennan leik ems og alla aðra leiki“, sagði hann. Busby er nú kom- inn i úrslit Evröpubikarsins, nokkuð sem hann hefur haft auga á siðan hann byrjaði að endurbyggja Manchester Uni- ted-liðiö fyrir 9 árum eftir flugslysiö i Mtinchen . veturinn 1958. Þá fór'ust 8 af leikmönn- um United á leið heim frá Bel- grad eftir leik við Rauðu stjörn- una i Evrópubikarkeppninni. Sjálfur var Busby milli heims og helju í marga mánuði. Tveir leikmanna Unitcd i dag, Billy Foulkes og Bobby Charlton lifðu þetta slys af og hafa báöir verið meö i aö endurskipuleggja og byggja upp liöið með Matt Busby, og 1965 vann Manch. United 1. deildina og aftur 1967, en i ár varö liðið annað i röðinni á eftir Manchester City. Talið er aö United hafi tvo af beztu sóknarmönnum heims, þá George Best og Bobby Charlton, en hinn þriðji, hinn . frægi Denis" Law er á sjúkra- húsi eftir aögerð, sem var gerð á hné hans. Benfica hefur verið portú- galskur meistari fimm sinnum undanfarin 6 ár og reyna nú að sigra i Evrópubikarkeppninni i þriöja sinn, en þetta er fimmta skiptið, sem liðiö er í úrslitum keppninnar siðan 1961. Átta af leikmönnum Benfica eru i lands- liðinu, þar af öll framlinan. . Samt telja margir sérfræöingar aö liðið sé á nióurleiö. Leiknum veröur sjónvarpað um alla Ev- ópu (nema til Islands), og munu þvi milljónir manna horfa á leikinn. í KVÖLD KL, 20.30 Valur — Middlesex Wanderers (ISLAN D SMEIST AR AR 1967) Verð aðgöngumiða: Börn: 25.00 — Stæði: 75.00 — Stúka: 100.00. (OLYMPÍULIÐ BRETLANDS) KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.