Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 3
3 Ví S'I R. Þríðjudagur 28. maí J9R8. ) 1 I ) I ) í ) ! i Ævintýraheimur íslenzks sjávarútvegs Sigríður Guftmundsdóttir kynnir gestum fiskf ramleiðslu hraðfrystihúsanna ... frá sýningunni og þau eru dá- h'tið sólgin í svona nokkuð. Þróun fiotahs — og fjölgun brotanna Benedikt Guðmundsson stend- ur vörð við stúku Landhelgis- gæzlunnar. Þar getur að lita likön af öllum skipum, sem Landhelgisgæzlan hefur átt. Við revnum að svna í stórum drátt- um það helzta í starfi gaezl- unnar, segir Benedikt. Þetta byggist mest á myndum hjá okkur: Myndir frá ískönnun, Surtseyiarævintýrinu. Þorska- stríðið er dálitið fyrirferöamik- ið á sýningunni. Þarna getur ennfremur að líta kort yfir landheigi okkar og stækkun hennar frá upphafi. 1 horninu stendur svo vörn okkar gegn landhelgisbrjótum, heljarmikit fallbyssa, sem veit að áhorfand- anum. Athyglisverö tafla á vegg stúkunnar sýnir okkur hvernig þróun landhelgisbrota hér við land hefur orðið frá því árið 1922. Þetta eru ískyggileg- ar tölur, segir Benedikt. Það sem er uggvænlegast í því sam- bandi eru landhelgisbrot ís- lenzkra skipa, sem hafa marg- faldazt seinustu sjö árin, voru 54 árin 1950—60 en eru 436 seinustu siö árin. Landhelgis- brot útlendinga eru hins vegar ekki vaxandi. Fískur, sem skemmist á sjó, verður ekki bættur í landi Við stúku Ferskfiskeftirlits- ins stendur stór strákahópur og horfir á kvikmyndaskerm, sem falin er inni í bjargbring. — Þetta er kanadísk mynd. segir Jón Helgason, sem þarna heldur vörð. Hún sýnir með- ferö á fiski. Við reynum að sýna hérna hvernig rétt er að meöhöndla fisk, segir Jón, og hvernig á ekki að gera það. — Einhvers staðar er þessi yfir- skrift yfir einu horni stúkunn- ar: Siómenn! Fiskur sem skemmist í sjó verður ekki bættur í landi. Það er lóðið. — Við reynum að hafa hér ferskan fisk i kössum. segir Jón. Náum í hann nýjan á morgnana og geymum hann hér í ís til þess að halda honum ferskum. Myndinni á skerminum er lokið. Strákarnir hafa fylgzt með henni af athvgli, eins og raunar fleiru, sem þarna er að siá. — Það fer brátt að þrengi- ast i salnum, úr þvf líður á daginn. Eflaust eiga margir eftir að leggja leið sína þangað næstu vikurnar. Benedikt Guðmundsson 1 stúku Landhelgisgæzlunnar. Bak við hann sér í Jíkan af nýjasta farkosti gæzlunnar, sem væntanlegur er innan tíðar. Strákahópurinn horfði spenntur á myndina um meðferðina á fiskinum, sem sýnd var á skermi í stúku Ferskfiskeftirliísins. Strákarnir virða fyrir sér gamalt far - þeir hafa greinilega áhuga á mörgu, sem þarna er að sjá. | augardalshöllin er þessa dag- 1 ana ævintýrahöll fyrir unga sem gamla. Þar er brugð- ið upp margbreytilegum mynd- um úr daglegu striti við sjóinn og á sjó. Sýningin speglar sögu islenzks s.iávarútvegs gamla og nýja. Öll helztu fyrirtæki sem með sjávarútveg sýsla eiga þar sina bása, sem sýna framleiðslu þeirra og starf. Útlendingar með áhuga í stúku Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna mætir manni bros ungrar stúlku, sem ætti að vera ágæt auglýsing fyrir fiskinn okkar. Hún heitir Sigríður Guð- mundsdóttir, nemandi í Kenn- araskólanum. — Hingað koma margir og spyria. ekki sizt útlendingar, segir hún, við erum hér með bæklinga, sem við afhendum gestunum — upplýsingar um starfsemina. Hér eru sýnd sýn- íshorn af útflutningsvörunum Hér er kort yfir frystihúsin og fleira sem gefur hugmynd um starf Sölumiðstöðvarinnar, segir þessi unga námsmær og brosir. — Það er alltaf töluverð um- ferð hérna bætir hún við — krakkar, sem safna bæklingum s * OGREIDDIfí REIKNINGA R l LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þaó sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd - Vonarstrætismegin — S'tmi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.