Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagtir 28. maí 1968. JLTringurinn er það form sem sumir vilja álíta það full- komnasta í tilverunni og þenda á lögun jarðar og sólar því til staðfestu. En hvort þessi fuli- komnun formsins hefur verið liöfð í huga þegar Hringur Jó- hannsson var vatni ausinn skal ósagt ' látið, en víst er það skemmtileg tilviljun, að sveinn- inn skyldi leggja myndlistina fyrir sig og einnig hitt, að hann skyldi leggja svo mikla rsekt við formið sem raun ber vitni. E Fékkst ekki við myndlist í sex ár. — Ég byrjaði að fást við myndlist á Húsavík, en teikni- kennari minn þar var hann Jó- hann tréskurðarmeistari Björns- son. — Og síðan? — Síðan var ég við nám f Handíðaskólanum í Reykjavík, en þá var Sigurður Sigurðsson aöalkennari minn þar. í Hand- íöaskólanum var ég í þrjá vetur. — Þaö er nokkuð langt síðan? — Já, ég lauk námi í þeim skóla árið 1953, en síðan fékkst ég ekki við myndlist í sex ár. — Hvað kom til að þú lagðir myndlistina á hilluna svo lang- an tíma? — Ég veit ekki. Kannski ég hafi veriö hræddur. Á þessum tíma var tízka að mála í svo- kölluðum abstraktstíl og eng- inn maöur með mönnum sem þaö gerði ekki. Ég gat hins veg- ar aldrei fellt mig við aö vinna í þeim stíl, þó svo ég virti hann aö vissu marki. Annars var og er orðiö abstrakt notað um allt mögulegt og svo er um orðið pop í dag, nú er allt kallað pop. — Ertu ánægður með pop- listina? — Að mörgu leyti já. Hún opnar marga möguleika til tján- ingar. Hún hefur meðal annars komið því til leiðar, að nú er ekkert fordæmt, eins og þegar ég var i skóla, þá þýddi ekki annaö en að mála abstrakt til að vera hlutgengur. Nú er allt álit víösýnna og ekki spurt lengur hvern:- mynd sé gerð, heldur hvort hún er góð eða slæm. H Fjölbreytni í verk efnavali unga fólks- ins. — Hvernig lízt þér á unga myndlistarfólkið okkar? — Þetta eru yíirleitt hressir unglingar, nokkuð ákveðnir i skoðunum eins og títt er um ungt fólk og svoleiðis skal það vera. Mér finnst ánægjulegt hversu mikil fjölbreytni er í verkefnavali þess. — En hvaö um okkar „klass- iáífu“ abstraktmálara, eða rétt- ara sagt þá gömlu? — Það er greinilegt umrót hjá sumum þeirra, en sumir eru staönaðir. Þeir fyrrnefndu hafa veriö aö breyta um stíl og jafnvel örlar á frásögn hjá sumum þeirra. eöa landslagi og tel ég að poplistin hafi átt sinn þátt í þeirri breytingu. Þess má geta, aö forstjóri sýningarsalar í London lét hafa það eftir sér, að ekki þýddi aö bjóða upp á hreinræktaðan abstraktstí! leng- ur og virðist einhvers konar : • ■■ ...■■■■•■ ■ . ■. • <;• •; ;c-.v v. . ■ f ’ '' * * I t/s '• -'■ ■ '■■■■■.■. y.5 vU /.■■■■-;;;•■;":. '•/ /tí ', - ■ »■';■;< = ■; ; ;i> v:\ l.. » ; ................................................ ■ % K***' '/H s©nt Biia sýsiis1 ti ei afleggjari af natúralisma vera mest áberandi um þessar mund- ir. — Og nú ertu farinn að sýna? — Já, ég opnaði í Lands- bankasalnum á Akureyri þann 23. maí. síðastl. Ég sýni þar olíukrítarmyndir, olíumálverk og teikningar. — Hvenær hélztu þína fyrstu málverkasýningu? — Það var áriö 1962 f Boga- salnum. Áður hafði ég sýnt einu sinni eða tvisvar með Fé- lagi íslenzkra myndlistarmanna. Síðan hef ég sýnt í Bogasal, Ásmundarsal og á Húsavík og einnig tekið þátt í samsýning- um erlendis, til dæmis í Edin- borg og Rostok. — Einhvern tíma varstu að vinna við keramik. — Já, ég vann þrjú eða fjög- ur ár hjá Glit, en þar vann ég eingöngu við skreytingu á leir- munum, en mótaði ekkert. Annars hef ég að mestu fengizt við myndlist og myndlistar- kennslu við myndlistarskólana hér í Reykjavík. E Ekíd tækur í teikn- arafélag. — Þú hefur einnig fengizt við myndskreytingar í bækur? — Já, ég myndskreytti einar fjórar bækur á síðasta ári. — Hvernig líkar þér við það verkefni? — Mér finnst það mjög skemmtilegt og vildi gjarna að meira væri gert af því að mynd- skreyta bækur á íslandi. — HefUr Félag íslenzkra myndlistarmanna gert eitthvaö til að stuðla að auknum mynd- skreytingum í íslenzkum bók- um? — Ég veit ekki til þess, en hins vegar er til félagsskapur sem kallar sig „Félag fslenzkra teiknara" or> er hagsmunasam- tök þeirra er fást við bóka- skrevtingar og auglýsingagerð ýmiss konar. — Ertu .'lagsmaður þar? — Það vill svo til,. að ég sótti um inngöngu í félagið og sendi gögn þar að lútandi með inntökubeiðninm, en fékk svnj- un á þeirri forsendu, aö ég væri ekki tækur í slíkan félags- skap. 0 Æskilegt að sýna útí ú landi. — Svo við víkjum lítils hátfar að keramikinni að nýiu, Hring- ur. Þú vannst á sínum tíma veggmynd úr slíku efni í eitt hótelanna, var það ekki? — Jú, é ’ gerði á sínum tíma veggmynd í Hótel Holt. Satt að segja finnst mér vanta mik- iö í byggingar nútímans, þegar veggir þeirra eru ekki notaðir til myndskreytinga. Nú er efni- viðurinn orðinn svo geysilega fjölbreyttur, að slíkar skreyt- ingar eru mun framkvæman- legri en áður. Þaö ‘opinbera mætti gjarna stuðla að auknum myndskreytingum i ganga og sali opinberra bygginga. — Af hverju ferðu til Akur- eyrar með þessa sýningu? — Ég tel æskilegt aö lista- menn fari með sýningar út á land. Þó sumum hafi kannski ekki vegnað vel með slíkar sýn- ingar, mega þeir ekki leggja árar í bát ... Róm var ekki byggð á einum degi. — Það getur verið erfitt fyrir listamenn aö kosta til sýninga úti á landsbyggðinnh þar sem fólkiö hefur hvorki áhuga á að skoöa myndirnar né kaupa þær? — Myndlistarþroski er af skiljanlegum ástæðum mun minni úti á landsbyggðinni, en það þarf að efla þennan þroska með sýningum. Víða erlendis er farið með sýningar út á landið og til þess notaöir þar til gerö- ir vagnar, sem innréttaöir eru sem málverkagevmslur. Þetta mætti giarna reyna hc;. en til þess þarf að vísu aðstoð frá því opinbera, þar sem enginn einn maður hefur getu til að kosta slíkt fyrirtæki. E3 Gagnrýni of nei- kvæð, eða of jákvæð. — Hvað finnst þér um hinar fjölmörgu máiverkasýr.-mgar 1 höfuðborginni. Álítur þú þær lofa góöu? — Margar af þessum sýning- um eiga ekkert erindi til al- mennings. Reyndar er varla hægt aö banna fólki að sýna, en það þarf harðari „sensúr“, þannig að fólk geti gengið út frá því hvaö sé unnið í alvöru og hvað ekki. Myndlistargagn- rýni hefur jafnan verið með því niarki brennd hér á landi, að hún er annað hvort of já- kvæð, eða of neikvæð, en það stafar aftur á móti af því, að allir þekkja alla og skapar það annað hvort nersónulega vel- vild eða persónulega óvild. Þetta kemur fram í gagnrýn- inni og ruglar lesendur. — Hvernig likar þér að kenna myndlist, Hringur? Finnst þér það vera þér til góðs eða ills sem listamanni? — Myndlistarkennarar verða að skipta sér til að fylgja eftir góöum nemendum. Ég varð þess var í vetur, þegar ég fór að teikna módel ásamt nokkrum félögum mínum, að það tók mig nokkurn tíma að finna eigin stíl, en ástæðuna fyrir því tel ég vera fyrrnefnda skiptingu. — Á hvað leggurðu mesta á- herzlu í kennslunni? — Ég reyni að koma því til leiðar, að nemandinn haldi persónuleika sínum, en ekki veitir af, í allri þeirri stöðlun sem nútíminn hefur upp á aö bjóða og ég kalla stundum í gamni ,,sardínusystem“. — Þú hefur alla tíö lagt mikla rækt við teikninguna. Finnst þér það svo mikið atr- iði? — Sem betur fer er þaö liö- inn tími, er myndlistarmenn töldu ekki ástæðu til að leggja áherzlu á teikninguna. Þetta er að lagast núna og menn eru að komast að raun um, að teikning er undirstaöa fyrir allar grein- ar myndlistar. @ Sjón er alltaf sögu ríkari. — Hyggur þú til utanferðar? — Það er á bak við eyrað. Mig langar til að fara út og skoða söfn og líta yfir það sem er aö ske. Nú á tímum eru myndlistarmenn á íslandi ekki eins eirangraðir og áður, en hingaö berst mikið af tímarit- um um listir og hver sem á- huga hefur getur fylgzt vel með því sem efst er á baugi erlend- is i listamálum. Þessu var öðru- vísi varið áður fyrr, þegar menn áttu ekki annars úrkosta en að fara utan til að fylgjast með því sem var að ske. Þó svo aö sjón sé alltaf sögu ríkari, má fylgjast vel með erlendri mvnd- list án þess að fara út fyrir landsteinana, ef vilji er fyrir hendi. — Að lokum, Hringur. Hvern telur þú frægastan íslenzkra myndlistarmanna í dag? — Ferró er sá eini sem eitthvaö kveður að erlendis. Hann er í erlendum alfræði- bókum um myndlistarmenn, á- samt þeim sem frægastir eru taldir f h 'minum um bessar mundir. Hitt er alltaf álitamál hver beztur er. R. Eins og fram kernur í þessu viðtali onnaöi Hringur Jóhanns- son málverkasýningu sína f Landsbankasalnum á Akureyri sl. 'immtudag, en sýningin verð- ur opin í 10 daga frá klukkan 14 til 22 daglega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.