Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 2
BtTRI KNATTSPYRNA — eftir Ólc • Eftirfarandi grein birtist í fréttablaði KSÍ, sem nýlega kom út. Þar ræðir ÓIi B. Jónsson, hinn góðkunni þjálfari Vals- manna um þjálfaramálin, „mál málanna" í knattápyrnunni í dag. Greinin ,er mjög athyglis- vero og í von um að fleiri fái tækifæri til að kynnast viðhorf- um þessa reynda þjálfara, birt- um við greinina hér á eftir: á Á þeim 22 árum, sem ég hefi fengizt við knattspyrnuþjálfun hefi ég fengið töluverða reynslu af knattspymumálum okkar. Margt finnst mér geta fariö betur en nú er. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég í Morgunblaðið þrjár greinar að mig minnir og fjölluðu þær allar um hvað hægt væri að gera til að bæta íslenzka knattspyrnu. Engin af þessum tillögum mínum náði fram að ganga, en ekki dugar að gefast upp. M U NIÐ, að á leið í Laugardal er H-umferð. B. Jónsson Allir vitum við að keppnistima- bil okkar er stutt, eða frá byrjun maí til sept., október. Þegar þessu lýkur liggur ekkert fyrir, fyrr en i mai næsta ár. Á þessum tima hætta margir aö æfa um lengri eða skemmri tíma. Aðrir snúa sér að þeim keppnisgreinum sem iðkaðar eru innanhúss, þ.e. handknattleik eða körfuknattleik. Þessir piltar fást svo ekki yfir i knattspyrnu aftur fyrr en að komið er fram á vor, íþrótt okkar til mikils tjóns. Nú er það hugmynd min, aö þetta langa hvíldartímabil verði brúað með innanhúss-knattspyrnu- mótum. Til dæmis Reykjavíkur- móti fyrir áramót. en landsmöti með tvöfaldri umferð eftir áramót. Með þessu stæði keppni yfir allan veturinn og við misstum ekki knattspyrnumenn yfir í aðrar íþróttagreinar. Leikreglum og leiktíma yröum við að breyta til þess að henti okk- ur sem bezt. Við leikum ekki við aðrarþjóðir i innanhússknattspyrnu og erum þvi óháðir þeirra reglum. Ég tel að hægt væri að leika 25—30 mín. á hvort mark og að notaður yrði markmaöur, er hefði aðeins leyfi til að nota hendur t. d. 2 mtr. fram úr marki og að spyrna mætti á mark hvaðan sem væri af vellinum. Síðan kæmu 4 leikmenn aðrir í hvoru liði fyrir utan skiptimenn. Með þessu móti kæmum við að 9 — 10 mönnum í hvort lið, því að leikurinn yrði erfiður og hver maður stutt inn á í eipu. Ég slæ þessu hér fram sem til- lögu er KSÍ og KRR geta rætt og vonandi sjá þeir ljós í þessu eins og ég. Annað mál sem er mér ofarlega í huga er þjálfun yngstu flokkanna. Hjá mörgum félögum er þetta mál í megnasta ólestri vegna þess að til þessa starfs velj- ast oft menn, er hafa áhuga en litla getu. Ég hefi fengið tugi af piltum, er hafa gengið í gegnum alla flokkana, þ.e. 5., 4., 3., en ekki kunnað undirstöðuatriði, sem æfa 'hefði þurft i öllum flokkunum. Til þess að þjálfun unglinga sé góð þarf í hverri kennslustund að fara yfir ákveðnar æfingar, er koma við í öllu því er að knattmeðferð lýtur. Með þessu ættu þeir piltar er byrjað hafa að æfa 10—11 ára gamlir að vera orðnir mjög leiknir með knöttinn t. d. 16 ára. Min tillaga í þessu er því sú, að hvert félag skipi yfirþjálfara, er fylgist með þjálfun hjá félagi sínu, leggi á ráð og hafi fundi með þjálf- u. -m yngri flokkanna. Með þessu ættum við að ná upp töluvert betri knattspyrnu en við höfum nú. Þjálfarar verða að sækja nám- skeið eins oft og þeim er unnt, bæði hér heima og erlendis, annars dragast þeir aftur úr og verða síð- ur hæÉ. til að annast kennslu. Vegna þess hve blaðið er litið og því rúm takmarkað, ræði ég þessar tillögur ekki frekar. Það sem er á bak við þessi skrif hjá mér er mjög mikill áhugi fyrir betri knattspyrnu, sem ég er ekki í vafa um að við getum verulega bætt. • Enginn íslenzkur þjálfari hefur eins oft og Óli B. Jónsson krækt í íslandsbikarinn. Hér er hann með Árna Njálssyni, Val, að loknum sigri. Leikjaskrá knaitspyrnu- manna komin út í 14. sinn MANCH.UNITED BIKARMEISTARI • Frá 1954 hefur verið gefin út skrá með öllum knatt- spymulcikjum í Reykjavíkur- og islandsmótum í knattspyrnu, svo og fyrirfram ákvéönum aukaleikj- um. Var K.R.R. fyrst útgefandi hennar, en þegar K.S.Í. tók viö yfirstjórn Iandsmótanna 1964, urðu þessir aðilar samciginlega út- gefendur skrárinnar. Árið Leikjafjöldi landsmóta Leikir utan Reykjavikur 1954 72 0 1958 66 0 1960 111 28 1962 169 73 1966 273 128 1968 285 144 Manchester United er Evrópu- bikarhafinn í ár, og er fyrsta liðið í Englandi, sem hreppir bikarinn, Þetta gerðist i gærkvöldi á Wembley þegar United sigraði Benfica meö 4:1 eftir að leik lauk 1:1 eftir réttan leiktíma. Þessi leikur var heldur harður og ljötur, — og sem dæmi má nefna að fyrstu 36 mínútur leiksins var EVROPU- 31 aukaspyma dæmd á liðin. Fyrra hálfleik lauk án þess að mark væri skorað. j Eftir 8 mín. af seinna hálfleik I skoraði Bobby Charlton, en jöfn- unarmarkið kom 11 mínútum fyrir ! leikslok frá Fraca. í framlengingu náöi United sér heldur betur á strik í sókn og vöm, aðallega þó sókninni. George 1 Best byrjaöi á að skora eftir 3 min., og aðeins 2 min. síðar hafði Kidd bætt 3:1 við. Lokamarkið kom siðan frá fyrirliðanum 4 mín- útum eftir mark Kidds. LANDSLIÐSNEFND OPNAR DYRNAR FYRIR 2. DEILD Tveir menn ur 2. deild i tilraunalandslibinu gegn Middlesex Wanderers i kv'öld • Landsliðsnefnd sýnir vissulega framför, þegar hún velur tvo menn úr 2. deild til aö vera með landsliðinu gegn enska liðinu Middlesex Wanderers. Leikur liöanna í kvöld er nokk- urs konar óformlegur landsleikur íslands og Englands, því að í enska liðinu eru aliir Olympíuleikmenn Englendinga, og ís- lenzka liðið er Iandflið okkar og valið af landsliðsnefnd. # Þeim hefur oft yfirsézt bæði landsliðsnefnd, blaðamönn- um og fleirum að í 2. deild Ieynast oft góðir leikmenn, sem hreinlega eru ekki í sviðsljósinu. Þegar lið þeirra e. t. v. slys- ast upp í l. deild, opnast skyndilega augu allra, - „þarna er maðurinn sem vantaði í Jandsliðið“, hrópa allir upp yfir sig. En í kvöld verður staða v. manns úr Breiöabliki í Kópa- útherjans í höndum ungs leik- vogi, Guðmundar Þórðarsonar, sem hefur undanfarin 2 — 3 ár vakið verðskuldaða athygli þeirra, sem fylgzt har'a með málum í 2. deild. Vonandi ;verð- ur hann ekki einmana í sam vinnunni við 1. deildarmennina, félaga sína í þessu liði, Á vara- mannabekk verður annar mað- ur úr 2. delld, Gunnar Gunnars- son úr Víking, sem segja má að sé maðurinn að baki þess uppgangs, sem er aö hefjast hjá Víkingunum. Liðið í heild t?r annars þannig skipaðl\ Sigurður Dagsson, Val. Guðni Kjartansson, Í.B.K. Þorsteinn Friðþjófsson, Val. Ársæll Kjartansson, K.R. Viktor Helgason, I.B.V. Magnús Torfason, Í.B.K. Matthías Hallgrímsson, l.A. Eyleifur Hafsteinsson, K.R. Hermann Gunnarsson, Val. • Þórólfur Beck, K.R. Guðm. Þórðarson, Breiðablik. Varamenn: Samúel Jóhannsson, I.B.A. Anton Bjarnason, Fram. Gunnar Gunnarsson, Víking. Helgi Númason, Fram. Kári Árnason, Í.B.A. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 20.30 í kvöld. Bobby Charlton.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.