Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 5
5 VlS'IR . Fimmtudagur 30. maí 1968. — — . -aiíitffe'riff.itfffl : LOKSINS EITTHVAÐ | NÝTT I SKÓTÍZKUNNI Hælarnir hækka og breikka — ótrúlegustu > ) litasamsetningar notaðar á nýjustu tizkuskóna i Paris Þaö er ekki hægt aö segja aö um miklar breytingar á skó- tízku kvenna hafi verið aö ræða slðustu árin. Þrátt fyrir margar og itrekaðar tilraunir tízku- frömuða til að koma með nýjar línur í skófatnaði, hafa þær flestar ekki náð til fleiri tízku- kvenna en þeirra sem sýna skó, að vísu með örfáum undantekn- ingum. Meðal þessara örfáu und antekninga eru háu stígvélin, þ.e. þau sem ná upp á læri, en skór hafa tngum almennum vin sældum náð enda yfirleitt miklu óþægilegri og endingarminni en leðurskórnir. Háu stígvélin hafa hins vegar átt miklu fylgi að fagna í vetur, og eru þau framleidd bæði Ur leðri og ýms- um garviefnum, sem gefizt hafa mjög vel. Þessi háu stígvél eru sérlega hlý við stuttu pilsin, og liggja vinsældirnar líklega aö miklu leyti í því. Nú með vor- inu hafa þau hins vegar lent Þessir hælar eru nýtt fyrirbrigði í skótízkunni, en þeir eru töluvert hærri en þeir hælar sem mest hafa verið í tízku undanfariö. Talið er aö með haustinu verði þessir og enn hærri og breiðari hælar yfirgnæfandi í skótízkunni. Skórnir eru annars tvílitir, með gamaldags útflúri á tánni og dökk- rauðum og dökkgrænum lit. hnéháu stígvélin hafa verið í tízku af og til undanfarin 8 ár. Frá því að hælarnir á skón- um fóru að breikka fyrir u.þ.b. 5 árum síðan, hafa sáralitlar breytingar orðið á kvenskóm. Gerðar hafa verið tilraunir með mjóu hælana aftur, en vinsældir breiðu hælanna eru svo miklar, að þeir mjóu hafa algerléga orð ið að víkja. M-.lmskótau og skór úr ýmsum plastefnum prýddu fætur allmargra tízkusýningar- stúlkna i Paris sl. sumar, þegar vetrartízkan var sýnd, en slíkir inni í skáp, og verða líklega ekki dregin fram fyrr en fer að kólna með haustinu. Samkvæmt tízkufréttum frá París undanfarið, er nú loksins farið að bera á verulegri hreyf- ingu í skótízkunni, hvort sem hún kemur nú til með aö ná verulegum vinsældum utan Par ísarborgar, en að sjálfsögðu hef ur tízkuheimurinn ekki farið varhluta af verkföllunum miklu þar, sem hafa lamað allt at- vinnulíf í borginni. En sem agt, nú er skótizkan Nýjasta skótízkan frá Christ el f Kaupmannahöfn, sem er mjög þekkt skófyrirtæki um allan heim. Breiðari getur táin og hællinn tæpast verið. farin að taka breytingum. Allir 1 einföldu og sléttu skórnir, sem \ undanfarið hafa fylgt í kjölfar mislitu kjólanna, eru nú á hrööu undanhaldi fyrir marg- litum og mikið skreyttum skóm. Opnir skór af ýmsu tagi hafa verið í tízku undanfarin sumur og nú í vor eru þeir nær alls- ráðandi í skótízkunni. Opnar tær, opnir hælar, ópnar hliðar og „götóttir" skór með alls kyns böndum, reimum og slauf- um eru tízkufyrirbrigði í Paris um þessar mundir og litasam- setningarnar næsta ótrúlegar. Grænt og blátt, fjólublátt og gult — að . glevmoum íslenzku fánalitunum, sem eru mjög mik ið í tízku. „Fornminja-tízkan" svokall- aða ryður sér hvarvetna til rúms og setur svip sinn á allan tízkufatnað, jafnvel skóna. Dýrkun á öllu því sem gamalt er, bæði í klæðnaði, húsbún- aði og öllu útliti og eru skór frá 17. og 18. öld notaðir sem fyr- irmyndir við gerð tizkuskófatn aðar. Málm og plastskófatnaður hef ur vissulega ekki náð mjög al- mennum vinsældum, en þó er ekki óalgengt að sjá kvenfólk með slíka skó á fótunum í Parfs og London. Hælarnir virðast stöðugt vera að breikka og hækka. Gömlu háu og breiðu hælarnir, sem okkur finnst nú heldur ljótir eru að koma aftur f tfzku með „Bonnie og CIyde“ tfzkunni, en ná sennilega ekki verulegum vinsældum fyrr en með haust- inu, enda hentugri sem kvöld- skór, en til að ganga f á heit- um götunum dags daglega. BIFREIÐAEIGENDSIR ATHUGIÐ! Bónsföð, bifreiðaþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. AUGLÝSIÐ í VÍSI W TILKYNNiNG um framlagni gu skattskráa Reykjanesumdæmis og út- svarsskráa eftirtalinna sveitarfélaga: Kópavogskaupstaðar Hafnarfjarðarkaupstaðar Keflavíkurkaupstaðar Grindavíkurhrepps Hafnarhrepps Miðneshrepps Geröahrepps. Njarðvíkurhrepps Vatnsleysustrandarhrepps Garðahrepps Seltjamameshrepps Mosfellshrepps Skattskrár allra sveitarfélaga og Keflavíkurflugvall- ar í Reykjanesumdæmi, ásamt útsvarsskrám ofan- greindra sveitarfélaga liggja frammi frá 31. maí til 13. júní, aö báðum dögum meðtöldum. Skrárnar liggja frammi á eftirtöldum stööum: í Kópavogi: Á skrifstofu Kópavogsbæjar og hjá umboðsmanni í Félagsheimilinu II. hæð. Skrifstofa umboðsmanns verð- ur opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 4 til 7 e.h. í Hafnarfirði: Á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og á skattstofunni. í Keflavík: Á skrifstofu Keflavíkurbæjar og hjá Járn og Skip h.f. við Vatnsnestorg. Á Keflavíkurflugvelli: Hjá umboðsmanni Guðmundi Gunnlaugssyni á skrif- stofu Flugmálastjórnarinnar. í Hreppum: Hjá umboðsmönnum og á skrifstofum fyrrgreindra sveitarfélaga. \ í skattskrám alls umdæmisins eru eftirtal- in gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignaskattur 3. Námsbókagjald 4. Almannatryggingagjöld 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 6. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 7. Atvinnuleysistryggingargjald 8. Iðnlánasjóðsgjald 9. Launaskattur (ógreiddur) 10. Iðnaðargjald í skattskrá umdæmisins verða einnig kirkjugjöld og kirkjugarðsgjöld, þar sem sóknarnefndir og kirkjugarðs stjómir hafa óskað þess. 1 þeim sveitarfélögum, er talin em fyrst upp í aug- lýsingu þessari em eftirtalin gjöld til viðbótar áður upptöldum gjöldum: 1. Tekju- og eignaútsvar 2. Aðstöðugjald. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Bygg- ingasjóðs ríkisins. Kæmfrestur vegna tekju- og eignaskatts, útsvars, að- stöðugjalds, iðnlánasjóðsgjalds og launaskatts er til loka dagsins 13. júní 1968. Kærur vegna útsvars skulu sendar viðkomandi fram- talsnefnd en vegna annarra gjalda til Skattstofu Reykjanesumdæmis, Hafnarfirði, eða umboðsmanns í heimasveit. Kærur skulu vera skriflegar og skulu hafa borizt réttum úrskurðaraðila í síðasta lagi að kvöldi 13. júní 1968. Álagningarseðlar, er sýna gjöld og gjaldstofna hafa verið sendir til allra framteljenda. Jafnframt liggja frammi á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði skrár um álagðan söluskatt í Reykjanesumdæmi árið 1967. Hafnarfirði 29. maí 1968. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. aresaa,:.jaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.