Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 30. maí 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd Stjórnarkreppa á Ítalíu — Sameinabi jafnaðar- mannaflokkurinn slitur samstarfi við Krístilega lýðræðisshma H Framkvæmdastjóm Sameinaða jafnaðarmannaflokksins samþykkti í gær að slíta stjórnarsamstarfinu við Kristilega lýðræðislega flokk- inn, og var þetta samþykkt gegn ráöi Pietro Nenni, flokksleiðtogans, sem hélt þvi fram, að ef stjómar- samstarfið rofnaði gæti farið á sömu leið á Ítalíu og í Frakklandi. Leggja verður ákvörðunina fyrir miðstjóm flokfesins til staðfesting- ar og verðtn: það gert á morgun (föstudag). Það er fylgistap fiokksins, sem veldur, að ekki var farið að ráði Nennis á fundi þeim, sem haldinn var í gær um málið. Fylgistapið nam einni og hálfri miiljón at- kvæða. Afleiðing þess, að Sameinaði jafn aðarmannaflokfeurinn gengur úr VVWVN^A^AAAAAA/WWN Kennedy heldur ó- trauður áfram bar- áttu sinni og nú í Kaliforniu Fregnir í gær frá Portland, ► Oregon, herma, að Robert Kenn- | edy öldungadeildarþingmaður »haldi ótrauður áfram kosninga- * baráttu sinni og nú I Kaliforníu. | Aðstaða hans er mun veikari en »áður eftir að hann beið ósigur | fyrir McCarthy í Oregon. Enginn vafi er, að ósigurinn ivar mikið áfall fyrir hann, en | baráttukjarkur hans er óbrost- , inn, þótt aðstaða hans sé veik- i ari, en áður var hún talin mjög ' sterk fyrir í Kaliforníu, og for- i kosningarnar í Kaliforníu eru »miklu mikilvægari en í Oregon, ’ sem er sambandsríki, sem aðeins *hefur 1.7 milljón íbúa. Kalifornía »er nú fjölmennast allra sam- ' bandsríkjanna. Kennedy er sagð- i ur eiga miklu fylgi að fagna hjá 1 blökkumönnum í fylkinu og ' fólki af mexikönskum stofni, i sem er þar f jölmennt. Stjórnmálamenn ýmsir telja ' stöðugt, að Hubert Humphrey i varaforseti hafi mestar líkur fyr- 'ir útnefningu á flokksþinginu. stjóminni, samþykki miðstjórnin á-1 ur að taka minnihlutastjórn Kristi-1 Pietro Nenni er forsætisráðherra kvörðunina, verður sú, að við hlýt-1 lega lýöræðisflokksins. I fráfarandi samsteypustjórnar. HARMLEIKUR HERSHÖFÐINGJANS AFTENPOSTEN birtir þessa teiknimynd og þarf hún ekki skýringa við. De Gaulle Frakklandsfor- seti, björgunarmaður þjóðarinnar, hvarf í gær í nokkrar klukkustundir, er hann var sagður á leið til landseturs síns, til þess að taka örlagaríka ákvörðun. Hann fór í þyrlu og ferðin hefði ekki átt taka nema 1—2 klst., en hann kom ekki fyrr en að 6 klukkustundum liðnum. Hvert fór hann? Hvar kom hann við? Við hverja ræddi hann? I París bjuggust menn við, að hann myndi segja af sér, en þess má geta, að hann getur tekið sér vald til að stjórna með tilskipunum. í dag verðui um ákvörðun de Gaulle kunnugt. — Sjá útsíðufrétt Leitarskip og 6 herskip hafa náð merkjum frá Scorpion Vonlaust um björgun, ef kafbáturinn er á sjávarbotni utan landgrunnsins út af Norfolk ■ Leitarflugvél og 6 herskip hafa náð merkjum frá kjamorku kafbátnum Scorpion og hraðar fjöldi herskipa sér á þann stað, sem táknin komu frá, úti af Nor- folk í Virginíu. Eftir öllum merkjum að dæma komu táknmerkin frá stað, sem er utan landgrunnsins, en mörk þess eru um 10 km. út af Norr folk. Sérfræðingar segja, að eina vonin um björgun áhafnar, sé hún enn á lífi í kafbátnum, sé að kafbáturinn sé á hafsbotni á lahdgrunninu, eða ekki meira dýpi en 215 metra. ’ Þeir segja ennfremur, að á- höfnin geti lifaö í kafbátnum 70 dægur eöa lengur, sé kaf- bátsskrokkurinn heill og vélar í lagi til endurnýjunar á lofti, en langt úti í Atlantshafi yrðu björg unaraðgerðir óframkvæmanleg- ar dýpis vegna, jafnvel þótt kaf- báturinn fyndist í tæka tíð. Hinn mikli þrýstingur á því dýpi sem þar er myndi blátt áfram verða til þess að kafbáturinn legðist saman á sjávarbotninum. Yfir 30 flugvélar og 58 her- skip leita kafbátsins á 3400 km. leið milli Azoreyja og Norfolk. Stúdentar hraktir með táragasi úr háskólabyggingum í Dakar Háskólanum lokað óákvebinn tima og erlendir stúdentar sendir heim Frétt frá Dakar í gær hermir, að lögreglan hafi beitt táragasi til þess að hrekja stúdenta úr há- skólabyggingum, sem þeir settust að í s.I. mánudag. Mörgum sjúkrabifreiðum var ekið til háskólans er lögreglan hafði gripið til áðurnefndra aðgerða, þar sem talið var að a.m.k. 20 stúd- entar hefðu meiðzt. Stúdentarnir höfðu setzt að i byggingunum til þess að mótmæla ákvörðunum um að lækka lánveitJ ingar til þeirra. Miðskólum var lok- að í gær vegna þess, að nemend- ur í þeim gerðu „verkfall" í sam- úðarskyni við stúdenta og öðrum skólum var lokað. Otvarpið í Dakar segir, að Leo- pold Sengmor ríkisforseti hafi á- kveðið að loka háskólanum um ó- ákveðinn tíma og senda erlenda stúdenta heim. Háskólinn í Dakar er ein kunn- asta og mest virta menntastofnun í þeim hluta Afriku, sem Frakkar áður réðu, og franska er mál landsmanna. jnn í Póllandi, John A. Groun- owski, hefir beðizt lausnar til þess að geta stutt Humhrey vara- forseta í kosningabaráttunni. — Grounowski starfaði fyrir John F. Kennedy í kosningabaráttunni 1960 og var póstmálaráðherra Kennedys og síðar Johnsons. Grounowski segir Humhrey dug- legastan, gáfaðastan og vamm- lausastan allra sem þátt tgka í stjórnmálum á þessum tíma. Vietnam: Á hálfum mánuði féllu 1111 Bandaríkjamenn, að því er hermt var í tilkynningu frá Saigon nú f vikunni. Er það mesta hálfs- mánaðar mannfall í liði Banda- ríkjamanna í Víetnam frá upphafi styrjaldarinnar. EBE — Danmörk: Samkomulagið um verð á landbúnaðarafurðum á ráðherrafundi EBE kom óvænt svo sem getið var í frétt í gær. Vestur- Þýzkalandi tókst ekki að fá sam- þykktar sértillögur varðandi dansk- ar landbúnaðarafurðir og eru því komnir til sögunnar nýir erfiðleikar að því er varðar danskar landbún- aðarafurðir. Fyrir fundinn bjóst enginn við samkomulagi vegna erf- iðleikanna í Frakklandi, því að margir héldu, að afstaða Frakka myndi hindra allt samkomulag. Hið nýja verðlag gengur í gildi 1. júli. Víetnam: Bandarískir landgöngu- liðar háðu 16 tíma orrustu í grennd við Khe Sahn og felldu 230 norður- víetnamska hermenn, að því er til- kynnt er í Saigon. Landgönguliðarn ir nutu stuönings stórskotaliðs og flugliðs. Manntjón Bandaríkja- manna var 13 fallnir og 44 særðir. I tveimur viðureignum við Hue féllu 48 Noröur-Víetnamar. Skæru- liðar eru sagðir hafa brennt til ösku 100 hús á þessum slóðum. .Bandarísk herþota af Thunderchief gerð yar skotin niður 56 km. norðan afvopnuðu spildunnar. 842: Bandaríkjamenn tilkynna, að þeir hafi misst 842 flugvélar niður frá upphafi styrjaldarinnar. STRASSBOURG: Undirnefnd mannréttindanefndar Evröpuráðs ræddi í gær kæru skandinavísku landanna þriggja og Hollands á hendur grísku stjóminni fyrir brot á grundvallaratriðum mannréttinda. í nefndinni eiga 5 fulltrúar sæti. Fundurinn var haldinn fyrir lukt- um dyrum. Tilkynningar er vænzt á morgun. LISTMÁLARAR og myndhöggv- arar í Brussel drógu í gær svarta og rauða fána að hún á Palais des beaux arts, kunnasta listasafni Belgíu, eftir að hafa haft það á sínu valdi í aHa fyrrinótt. Það voru 200 listamenn, sem að þessu stóðu, of tilgangurinn að mótmæla stefnu stjómarinnar í „feúltúr“málum. ULBRICHT: Walter Ulbricht, austur-þýzki kommúnistaleiðtoginn, kom flugleiðis til Mosfevn í gær. Samtímis gagnrýndu blöð Moskvu harðlega hin svonefndu undanþágu- lög í Vestur-Þýzkalandi. Ulbricht var nýlega í Sovétríkjunum og var ekki kunnugt í gær um erindi hans. Meðal þeirra sem tök á móti Ul- bricht og fylgdarliði hans var Kosy- gin forsætisráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.