Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmtudagur 30. maí 1968. 9 „Þeir skila of litlu fé, ferðamennirnir okkar": Grein um ferðamál I. eipstök. Parna þarf náttúrlega ýmsu að breyta, en staðurinn er fyrir hendi. Sama er um Mývatn að segja, þar er allt fyrir hendi og að auki stórkost- legt fuglalíf." — Hvað vildirðu segja um á- fengislögin og erlenda ferða- menn í sambandi við þau? „Já, ég verö nú aö segja eins og er. Áfengislögin eru svo vit- laus að ekki tekur tali. Dóms- málaráðherra vildi á sínum tíma taka þessi lög til endurskoðun- ar og endurbóta, útkoman varð sú, að milliþinganefnd með sér- stakan starfsmann komst loks að niðurstöðu eftir erfiða fæð- ingu. Og hvað gerðist? Hækkuð skyldu sektarákvæðin gegn brótum á víniöggjöfinni, og að auki skyldi vínveitingahúsum skylt að hafa opið einn laugar- dag í mánuði fyrir unglingana, — og þá vitanlega án víns. Þannig fór um sjóferð þá. Jú, erlendir ferðamenn kvarta oft og geta ómögulega skilið vín- löggjöfina okkar. Mér var sagt um daginn að útlendur ferða- mannahópur hefði snúið frá gistihúsi úti á landi þar eð ekk- ert létt vín var að fá með matn- um, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en aðalatriðið er að útlendingar, sem heimsækja okkur vilja margir dreypa á víni fyrir mat og með honum og þeir eiga erfitt með að skilja hvers vegna þeim er það ekki leyfilegt". — En hvaö með bjórinn þá? ' „Það er sama með bjórinn, ferðafólkið skilur ekki hvers vegna okkur er leyft að þamba rótsterkt brennivín úr því við fáum ekki að drekka létt öl“. — Væri Reykjavík nógu stór borg til að halda uppi nætur- lífi? „Já, borgin er orðin nægilega stór til að halda uppi nætur- klúbbi, og það er mín persónu- lega skoðun að full ástæða sé til þess að slíkur klúbbur verði settur á stofn“. — Hvert stefnir meö gisti- rými í höfuðborginni? „Auknirigin síðustu ár hefur verið mikil, fimm ágæt gistihús hafa verið opnuð á fáum árum og gistirýmið aukizt um meira en helming. Nýting á sumrum er góð, en á vetrum léleg eins og víða. Meðan svo er veröur liklega erfitt að ráðast í bygg- ingu fleiri hótela á næstu árum. Verði hins vegar hægt að halda ráðstefnur meira á „dauða“ tímanum, breytist dæmið veru- lega. En það er eins og allir vilji bjóða mönnum hingað á sama tíma, á annantímanum yf- ir hásumarið." — Bjartsýnn á framtiðina, Lúðvíg? „Já, við erum það alltaf, ferðamálamenn. Ég er viss um að ferðamenn halda áfram að koma hingað í auknum mæli. Það eru ekki allir sem vilja sólbakaðar baöstrendur. Sumir vilja heldur vind og regn, þótt undarlegt sé. Við erum lika að verða í þjóðleið, samgöngumar aukast, SAS er t.d. að koma hingað með nýjan og áður 6- þekktan hóp ferðamanna. Með þátttöku í EFTA ætti ferða- mannastraumur enn áð aukast. Við reynum að byggja upp inn- an frá fyrir þetta fólk og viljum reyna að skilja eftir góðar end- urminningar hjá því. Já, fólkið heldur áfram að koma, ekki sízt þar sem fólk erlendis hefwr meiri fjárráð, — og nu' et-a margir farnir að safna löndum eins og frimerkjum." — Jhp — — Lúðvig Hjálmtýsson, framkvæmda stjóri Ferðamálaráðs telur að betur megi ef duga skal i viðtali við Visi ■ Erlendur ferðamaður, sem röltir um götur Reykjavíkur, skoðar í' búðarglugga, kaupir minjagripi, borgar hótelreikning sinn, bregður sér e.t.v. út á land í stutta ferð, skilar í íslenzka banka 3320 krónum og 67 aurum betur þó. Þetta er meðal ferðamaðurinn á íslandi í dag, — sumir eyða minna aðrir méiru. Ferðamaður telst sá eða sú, sem dval- izt hefur á íslandi í 24 stundir eða lengur. „Mér finnst að gjaldeyrir- inn skili sér mjög illa hér hjá okkur“, sagði Lúövíg Hjálmtýs- son, framkvæmdastjóri Feröa- málaráðs, þegar blaöamaður Vísis hitti hann á skrifstofu sinni að Skólavörðustíg. Metárin í ferðamálum Islend- inga eru orðin nokkuð mörg. — 17 ár í röð hefur á hvérju ári veriö sett met. í fyrra komu hingað 37.728 erlendir feröa- menn meö mismunandi mikið fé til að eyða hér, að auki komu skemmtiferðaskip með um 6500 farþega í 8 ferðum. Lúðvíg segir okkur jafnframt að á síöasta ári hafi 26.368 íslendingar farið ut an til ferðalaga, eða 13.2% þjóðarinnar. Enda þótt útlend- ingarnir séu 11 þús. fleiri, sem hingað komu, er þaö þó staö- reynd aö íslendingar eyddu mun meiru í útlöndum en útlending arnir hér. „Þessi skil á gjaldeyri voru þó mun lakari hér áöur fyrr“, segir Lúðvíg „Til dæmis árið 1950, þá var svartur markaður grasserandi, höft á öllum hlut um, — og þá skilaði hver túristi aðeins 192.82 krónum. Strax eft- ir áö gjaldeyrissala varð frjáls jókst þetta í 1343 krónur rúmar að meöaltali, og er enn að auk- ast, en við þurfum sem sé að auka þetta, ná meira af hverjum túrista, og hefur Feröamálaráð vissar áætlanir á prjónunum varðandi hvemig þetta skuli gert. Verða tillögurnar sendar ráðh. og hafa ekki fyllilega ver- ið formaðar, þannig að ég get ekki skýrt frá einstökum liðum þeirra.“ Hvaðan koma ferðamennirn- ir til okkar? „Frá nágrannalöndum okkar í Skandinavíu kemur tæpur fjórð ungur ferðamannanna Banda- ríkjamenn eru fjölmennir, en við tökum saman skýrslur um ferða fólk frá OECD-löndunum, sem er í miklum meirihluta eöa 93.4%“. Þess skal getið hér til samanburðar varðandi tekjur annarra landa af túristum að f Danmörku eyöa feröamenn að jafnaði 7600 krónum i leyfum sínum og er þar reiknað með bandarískum ferðamönnum og eru til nákvæmar tölur um þetta. Hér eyða Bandaríkja- menn til jafnaðar 4000 krónum. í Noregi er sama sagan, þar eyða útlendingar mun meira. Stafar þetta af mörgu, — er- lendar þjóðir hafa komizt upp á lagið með að selja ferðamönn- um ýmsa vöru og þjónustu sem freistar þeirra. Má hér t. d. nefna næturklúbba, sem eitt dæmi, en þá vantar hér enn þó að við teljum okkur vera að taka á móti erlendum gest- um. LÚÐVÍK HJÁLMTÝSSON — Meira er það ekki sem við fáum af hverjum ferðamanni — við þurfum að fá stærri hlut. 3320 krónur skilja þeir eftir — og 67 aurum betur — Hverjar voru gjaldeyris- tekjur okkar af erlendum ferða- mönnum á síðasta ári? „Með þeim gjaldeyri, sem flugfélögin skiluðu eru þetta 389.378.071 kr. og taktu eftir því aö það er töluveröur hluti' af útflutningsverðmætum þjóð- arinnar eða 9.1%, hlutur land- búnaðarins í útflutningnum i fyrra var aðeins 6.5%, svo þaö er ekki lítið fé, sem ferðamálin skapa í þjóðarbúinu". — Gera íslendingar sér al- Ferðamennirnir halda áfram að koma. Hér eru nokkrir ný- lentir á Keflavíkurvelii og bíða eftir farangri sínum. mennt Ijóstað við erum í sam- keppni um erlenda feröamenn? „Nei, því miður og því er víðs fjarri að svo sé. Við mæt- um alls staðar hálfgerðri and- stöðu og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að ferðamennirnir flytja okkur auknar tekjur og að þær geta orðið góðar“. Lúðvíg tekur það sem dæmi um ferðamál hér og t.d. í mesta stórveldi Evrópu, Rússlandi, að þar koma aöeins 1500 feröamenn á ári miðað við strauminn hing- að, þ.e. þangað komu á síð- asta ári 1.5 millj. ferðamanna, en það er eins og svart og hvítt hvað Rússar gera meira fyrir ferðamennina ef við gerum samanburð við Island. — Hvað er að gerast úti á landi í ferðamálum? „Þar er töluverö vakning, ný hótel að koma og almennt held ég að óhætt sé að fullyröa að áhuginn er mikill hjá hótelfólki þar, og á sumum stöðum eru lítil og mjög þokkaleg hótel að koma. Á þetta ekki sízt við um nýja hótelið á Hornafirði og í Vestmannaeyjum, þar sem gömlum embættisbústað var breytt í hótel. Nýtingin á vetr- um er auðvitað mikið vanda- mál, hún er ákaflega léleg þar. Þess vegna hallast ég að því að skólahótelin séu lausnin á flest- um stöðum úti á landi og þar hafi Feröaskrifstofa ríkisins unnið gott stárf“. — En erum við samkeppnis- hæfir í verðlagi miðað við aðr- ar þjóðir, t. d. Spán. Er ekki á- stæöan fyrir því að Islendingar skoða t.d. Spán á undan sínu eigin landi einmitt sú, að ferða- lögin þangað eru ódýrari en innanlands? „Miðað við skandinavísku löndin erum við samkeppnis- hæfir í verðlagi 1 dag varðandi hótelin. Maturinn er hins veg- ar dýr, mér er sagt að hrá- efniskostnaður hér sé 300% meiri hér en t.d. í Danmörku, a.m.k. á sumu kjöti. 1 Dan- mörku leggja veitinga- húsin mikið á matinn, en hér er matsalan sannarlega engin gullkista. Varðandi Spán, þá er það rétt að verölag hér og þar er ekki sambærilegt, — en per- sónulega finnst mér að íslend- ingar ættu fyrst að skoða sitt eigið land áður en lengra er farið, vitanlega má gera það á ódýran hátt, og ferðalög hér heima geta ekki síður verið á- nægjuleg en til útlanda. Rík- asta þjóð heims, Bandarikin, leggia núna mikla áherzlu á aö Bandaríkjamenn skoöi fyrst sitt eigiö land. í sambandi við ferðalög innanlands vildi ég eindregið benda á Laugarvatn. Þarna er fullkomin aðstaða til að gera ferðamannastað, sannkallaðan hvíldarstað. Þarna má hvort heldur dvelja í hóteli eða í tjaldi, iðka sund, róður, gufuböð, fjallgöngur, útileiki. Þarna er fþróttavöllur, fallegt umhverfi og náttúrufegurðin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.