Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 12
72 V í SIR . Fimmtudagur 30. maí 1968. Aldrei framar. Fyrir handan götuna var kaffi- hús. Þar voru engir gestir og við settumst við eitt borðið. — Aldrei framar.... sagði ég og andvarpaði. Peter horfði angurvær á mig. Vesalingurinn. Ég vildi óska að ég hefði ekki farið með þig þarna inn. Ég brosti. — Jæja, nú hef ég þó orðið svo fræg að sjá þetta, sagði ég. — En mig langar ekki til að sjá meira. — Ekki mig heldur, ef satt skal segja. Mér fannst gott að koma í bíl- inn aftur og aka heimleiðis. Þesgar við komum þangað sem við höfðum stanzað á leiðinni um morguninn, fórum við út til þess að njóta útsýnisins einu sinni enn. Landið var enn fallegra, núna I kvöldsólinni. Peter tók handleggn um um herðarnar á mér og við stóð um þegjandi og horfðum á náttúru fegurðina. Marcia var í skrifstofunni þegar við komum heim . „Loretta". — Ég var farin að halda að þiö hefðuð villzt, sagði hún dálítið önug. — Við Carlos afréðum að bíða ekki nema tíu mínútur enn með að borða miðdegisverðinn. — Við sáum nauta-at, sagði ég. — Drottinn minn! Hafðirðu gam an af þvf? — Nei. Ég kæfði í mér geispa og studdi mig við handriðið. — ET ég á að koma og borða miödegisverð, má ég til með að fara upp og þvo mér og hafa fataskipti. Peter ýtti mér á undan sér upp stigann. Þegar við komum upp kyssti hann mig á nefið. — Flýttu þér nú að tygja þig. Dagurinn næsti var yndislegur. Við Peter fórum i sjóinn um morg uninn, sleiktum sólina i fjörunni, gengum lengi og borðuðum hádegis verð ein saman. Mér leið betur en mér hafði liðið lengi. En þegar leið á daginn fór al.lt að ganga á afturfótunum. Mat- sveinninn sagði upp starfinu fyrir- varalaust, eftir að hafa rifizt við Marciu. Ég bauðst til að hjálpa henni i eldhúsinu. En eftir að ég hafði látið kjúklinginn bullsjóöa í stað þess að láta hann sjóða hægt sagði hún ergileg: — Þú getur þetta ekki, Joyce. En þú getur gert annað fyrir mig í staðinn. Farðu með póstinn á YMISLEGT YMISLEGT mvn SS^» 30435 rökum aö oKkur hvers konaj múrbroi og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbrí: sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats ionai Alfabrekku við Suðurlands braut. simi 10435 GÍSLl JÓNSSON Akurgerði 31 Simi 35199 Fjölhæf jarövinnsluvél, annasi lóðastandsetningar. grei hús grunna, holræsi o. fl. tékUr.alls konar klæðningar '. FLJÓT OG VÖNQUD VINNA IJRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUGAVEG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 BOLSTRUN pósthúsið niðri í þorpi og biddu Ortegos að koma hingað og hjálpa mér. Ég get ekki sent Stefano, því að ég verð að hafa einhvem til snúninga héma, ef fleiri gestir irynnu að koma. Ég tók bréfin úr póstkassanum í anddyrinu og hélt af stað niður í þorpið. Það var brennandi hiti og ekki nokkur vindblær og skafheiðríkt. Þegar ég hafði komið af mér bréfun um og ætlaði yfir veginn, rann lang ur, lágur bill upp að pósthúsinu og maður kom út með fjölda af bréfum. Við litum hvort á annað um leið og við mættumst og ég þekkti annan manninn, sem hafði komið til „Loretta“ og vildi tala viö Rocha prófessor, og sem hafði tal- að við Peter daginn áður. Ég greikkáði sporið til þess að kom ast sem lengst burt frá honum. En eftir dálitla stund sá ég hvar bíllinn kom á eftir mér. Hann náði í mig .hægði svo á sér og stanzaði. Ég leit í kringum mig en varö ó- rótt er ég sá að engir aðrir voru þarna nærri. Maðurinn hallaöi sér út í glugga bilsins er hann kom á móts viö mig. — Viljið þér sitja í hjá mér heim í gistihúsið, senorita? spurði hann hæversklega. —Nei, þakka yður fyrir. — En .senorita — það er svo • heitt núna og mikið ryk. — Þakka yður fyrir boðið, sagði ; ég, — en ég ætla að ganga. Ég hefði orðið fegin að Iosna við að arka heim. Hitinn var kvelj andi og mig logsveið í fæturna. Ég greikkaði sporið en bíllinn skildi ekki við mig. — Þetta er mjög flónslegt af yð- ur, sagði hann tungumjúkur. — Hvað er það sem Englendingurinn yðar Noel Coward, segir i ljóðinu , sínu? „Aðeins óðir hundar og Eng-1 lengingar leggja á sig göngu í sól, arhita um miðjan daginn". — Það er ekki miður dagur núna sagði ég kuldalega. — En það er heitt samt. Hann ók spöl á undan mér og stöðvaði svo bilinn og steig út. Þegar hann kom á móti mér leit ég kringum mig, ofsahrædd. Hann var í þann veginn að taka í handlegginn á mér og mun hafa ætlað að stinga mér inn í bílinn með valdi ,en þá sá ég mér til ósegjanlegs léttis að al- menningsbill kom fyrir hornið. Hann stanzaði rétt hjá mér og ég flýtti mér inn. Þegar ég var setzt og fór að leita að aurum fyrir farinu hríð- skalf ég. Hvað gekk að mér? hugs- aði ég gröm. Ég hagaði mér eins og skólastelpa, af því að maðurinn hafði reynt að lokka mig inn i bíl- inn sinn — sennilega til þess að láta vel að mér. Ég mundi að Peter hafði varaö mig við Spánverjunum. Þegar ég fór út úr almennings vagninum og gekk heim að „Lor- etta“ fannst mér ég hafa verið bæði hrædd og heimsk. Þó vagn inn hefði ekki komið, mundi mað ; urinn hafa átt erfitt með að koma | mér inn í bílinn sinn. Þegar ég kom inn í gistihúsiö I heyrði ég fótatak bak við mig og sá að þarna var Peter. — Hvar hefurðu verið? spurði hann. — Ég skrapp niður í þorp fyrir hana Mareiu. — Ég sá ekki betur en þú kæmir út úr almenningsvagninum. — Já, ég gerði það. Hann brosti — Ertu löt í dag? — Nei. Það voru aðrar ástæöur til þess. — Segðu mér frá þvi. — Ég verö fyrst að láta Marciu vita að ég er komin, sagöi ég og flýtti mér fram í eldhúsið. Marcia var í miklu betra skapi en hún hafði verið þegar ég fór. Hún sagði mér að hún ætti von á nýjum matsveini þá og þegar. Ég leit hissa á hana. — Hvemig gaztu náð í hann? — Það var hundaheppni. Bróðir Ortegos er hérna í fríi. Hann er kokkur í Mardíd og ætlar að hjálpa okkur. — Þá slepp ég sagði ég fegin. — Ég get hjálpað þér með bók- haldið, en það er auðséð að ég yrði til lítils gagns í eldhúsinu. Þegar ég var á leiðinni inn í for- salinn kallaði hún á eftir mér: — Joyce, það er komið skeyti til þín. Það liggur á bréfahillunni. Hver sendi mér skeyti? hugsaði ég með mér, en þegar ég sá frá hverjum það var, veinaði ég af skelfingu. Peter, sem hafði beðið inni í salnum, kom fram. — Geng- ur eitthvað aö þér, væna mín? — Nei, en... Ég las skeytið aft- ur: „Kem í kvöld. Otvegaðu mér herbergi í gistihúsinu þínu. Þrái að sjá þig aftur, elskan mín. Hjartans kveðjur. John.“ FELAGSLIF Knattspymudeild Víkings. Æfingatafla frá 20. maí til 30. sept. 1968: 1. fl. og meistarafiokkur: Mánud. og þriðjud. kl. 7,30—9. miðvikud. og fimmtud. 9—10,15. 2. ílokkur: Mánud. og þriðjud. 9—10,15. Miðvikud. og fimmtud. 7,30—9. .3. flokkur: Mánud. 9,-10.15, þriöjud. 7,30— 9 og fimmtud. 9 — 10,15. 4. flokkur: Mánud. og þriðjud. 7—8.‘ Miö- vikud. og fimmtud. 8—9. 5. flokkur A. og B.: Mánud og þriðjud. 6—7. Mið- vikud. og fimmtud. 6,15—7,15. 4. flokkur C. og D.: Þriðjud. og fimmtud. .5,30—6,30. j Stjómin. I I I. I II .I ;liili,ll:i:iliill<l,.li,líiMHM I 111.1 I 11 I MStæiil ^2>allett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •fc Margir Rtrr •jc Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikte, hirftir Táskór Ballet-töskur ^2tnlletllfúðin UE RZLUNIN j'r-'outi rruou/ . RAUDARAR STlG 31 Sltól 23322 Ferðafélag Islands ráðgerir eftir ■ ^ taidar ferðir um hvítasunnuna: 1. Ferð um Snæfellsnes gengið á jökulinn ef veður leyfir. 2. Þórsmerkurferð. 3. Veiðivatnaferö ef fært verður. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins. Öldugötu 3 símar 19533 —11798. „Drepa - drepa!“ aðu, í guðs bænum.“ — „Tarzan, vakn- „Hann er enn meðvitundarlaus. Skil- urðu mig, La? Tarzan getur ekki hjálpað okkur.“ ÚTIHURDIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HUROAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 NÝJUNG I TEPPAHREINSUN ADVANCi Tryggir aö tepp i ðhleypur ekki Reynið viðskipt in. Uppl. verzl Axminster, simi 30676. Heima sími 42239. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.