Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 4
Reiðir Norðmenn eru nú byrjað ir að skrifa norsku blöðunum og segjast ekki lesa sannleikann í þeim. Þeir kvarta yfir þvi að Har- aldur krónprins hefur fenBið sina Sonju. Sumir segja, að Sonja sé ekki nógu „fin“ til að verða drottning Noregs. Hún hafi engin sambönd yið „rétt“ fólk og sé að eins venjuleg stúlka. Þá hefur það sézt skrifað, að hin látna Marta drottning hefði aldrei leyft gift- inguna, ef hún hefði lifað. Engu síður er ekki rétt að ifta svo á, að Haraldur erfðaprins sé orðinn óvinsæll í heimalandi sínu, þó að hann hafi kjörið sér Sonju m-.mmmm——m i«.i ihiiii^wi ;awwi>Mi»i»»in,«wi»»wiPWíKiw»»iwaiii EKKI GEFA MÉRAÐBORÐA • Sumarbúðir eingöngu fyrir holdugar stulkur í New York „Við urðum að gæta mikillar varúðar við að lýsa búðunum þegar við byrjuðum starfsemi okkar fyrir sjö árum. Okkur fannst, að stúlkunum mundi ef tii vill finnast það citthvað niður- lægjandi að koma hingað. Reynsl an er sú, að entun þeirra hefur haft á móti því. Þær vilja koma^ Margar eru á biðlista ár hvert.“ Svo fórust.frú Charles Schwarz orð, sem er meðeigandi Lakecrest búðanna i Duchess umdæmi, 90 milur frá New Vork-borg. Þetta eru einar frægustu sumarbúðir •••••■••••••••••••••••• Háraldsen fvrir konu. Væntan- legt brúðkaup hinn 29. ágúst næstkomandi og undirbúningur þess hefir valdið gremju í á- kveðnum herbúðum, þ.e.a.s. með- al áhugamanna um siglingar. — SmröT hins nýja báts prinsins FRAM IV, hefur seinkað, og Har aldur getur ekki tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í Sviss. Síðasta tækifæri hans til að bjarga siglingaheiðri Noregs og öðlast rétt tii þátttöku í Ólym- píuleikunum er í Sandhamn i júlímánuði. En sumir halda, að Haraldur fái ekki tima til að þjálfa sig vegna Sonju sinnar. fyrir holdugar stúlkur í Banda- ríkjunum. Frú Schwarz er dálag legasta kona, miðaldra ekkja. — Hún hefur í.iikla samúð með stúlk unum og lítur á vandræði þeirra sem þjóðarógæfu. Maður hennar var læknir. Hún telur aðalorsakir offitu .meðal skólabafna ' Bandaríkjun- um vera stórkostlegar máltíðir, skortur á hreyfingu, sjónvarps- giáp undir borðum og upplausn á heimilum. „Mörg börn bæta sér upp heimilisbölið með því aö hlaupa að ísskápnum." I búðunum ér tryggt að sér- hver stúlka muni tapa að minnsta kosti 20 pundum, og nemur tryggingarféð 750 dölum. Flestar missa þær meira, oft allt að 45 pundum. Þær koma allar, um 210 talsins, í fyrstu viku júll ár hvert. Átta vikum síðar fara þær heim og skilja eftir um þrjú og hálft tonn af fitu. Það er aðalbrandari í búð- unum, aö hæð sú, er við þær stendur, sé gerð úr þessari fitu! Aðaláherzla á hreyfingu. Forstjóri búðanna, dr. Zivojin Shoukletovich, segist ná af þeim holdunum með eðlilegum aðferð- um, án þess að gripa til lyfja eða jafnvel flókinna regina um mataræði. „Það er hreyfingin, sem ræður úrslitum. Minnsta Ein ánægð stúlka i sumarbúðunum. Hún mun væntanlega tapa tuttugu pundum, áður en hún fer þaðan. kosti 80 af hundraði hvers dags er varið til einhvers konar líkam legrar áreynslu". Stúlkumar sofa í svefnskálum og eru vaktar klukkan hálf átta hvern morgun með lúðrabiæstri í hátölurum og hátíðlega er bandaríski fáninn dreginn að húni ,eins og í öllum sumarbúð- um þar vestra. Þær standa svo að hermannasið, meðan nokkrar út- valdar þramma fram og aftur. Vinnudeginum er skipt í sjö hluta, 40 mfnútna starfsemi hverj um. Um 49 iþróttagr. er að ræða, meðal annars siglingar, skylming ar, reiðmennska og knattspyrna Tvisvar á dag koma þær saman til að gera rýrnandi likamsæfing ar, allar í einu. i dagslok er fán inn dreginn niður, og síðan syngja þær allar sér til skemmt- unar við eld. Það er ekki um að ræða neina sérstaka matarskömmtun, og mál tiðirnar eru ekki sérstaklega liti- ar. Þar sem svo mikið er að starfa þurfa stúlkur'nar að fá styrk einshvers staðar að. „Ég minnka bara karbonhvdrate þeirra um 90%“, segir dr. Shoukletovich. „Markmið mitt er að í matnum sé mikið af eggja- hvitu en lítið af hitaeiningum". Taugavelklun og hitaeiningar. Þessar stúlkur fengu á heimil- um sínum um 3000 til 5000 hita einingar á dag í matnum. Á I. degi er þetta skorið niður í 1800, á öðrum degi í 1600 og i lok fyrstu viku í 1000 hitaeiningar. Eftir það er minnkunin ekki jafn hröð niður í um 800 á dag. Sé veðrið mjög gott og mikið um hreýfingu er markið stundum hækkaö i 1400 hitaeiningar á dag. Holdugar stúlkur eiga við marg vísleg vandamál að striða vegna offitunnar. „Sund er hoiit, en flestar þeirra hafa færzt undan að synda í skólunum", segir læknir inn. „Þær hafa verið of feimnar til að afklæðast". „Svo eiga þær í vandræðum með tíðir. Þær eru venjulega mjög óreglulegar, stundum stöðv ast þær alveg. Margar stúlkur hafa tíðir i fyrsta sinn hér í búð- unum“. Um taugaveiklun er það. að segja, að stjórnendurnir gæta varúðar við að hleypa taugabil- uðum stúlkum í búðirnar. Aöalráðunauturinn, Claudette deLamater, segir það rangt að holdmiklum stúlkum hætti til að truflana. „Ég veit, að flestir halda að svo sé. Viö eigum öll við vandamál að striða, en þær hafa reynt að levsa sinn vanda með því að borða um of. Til eru verri leiðir“. Um daginn og veginn Til allrar hamingju hefur minna verið í fréttunum frá Víet- nam siðustu dagana, en því miður hefur það ekki eingöngu verið vegna þess hve friðvæn- legt er í heiminum, heldur sum- part vegna þess að óhugnanleg ar fréttir berast frá Frakklandi um múgæði á götum úti. Er furðulegt til þess að vita að slík ir atburðir skuli geta gerzt með þjóð sem hefur kosningarétt í hávegum. Hið hörmulega ástand í Frakklandi á vafalaust eftir að hafa djúpstæð áhrtí viða um heim. Meira að segja hér uppi á fslandi finnst dálitill hópur ungs fólks, sem hleypur kapp f kinn og vill :;era tilraun til að sýna alheimi, aö hér séu til „kaldir kaliar“ og fræknar „valkyrjur" með þvi að mála utan á eriend skip rauölituðum mótmælum. Hætt er við, að slíkir atburðir hafi lítinn tilgang, annan en gera augljósan bamaskap þátt- takendanna. Margur varö til að vorkenna þessu fólki, þegar þessum atburðum var brugðið upp í fréttum sjónvarpsins. Alvarlegri og enn sjúklegri voru þau spjöll sem gerð voru f kirkjugaröinum við Suðurgötu. Hingaó til hafa dánir fengið frið og er líkiegt, að fleira komi til en brennivinsdrykkja ein sam- an. Aðfarir þessar benda til sjúklegs ástands þeirra, sem þarna hafa veriö að verki. Það er óhugnanlegt hvað skemmdar æði grípur um sig sérstaklega meðal unglinga. Hinn aimenni borgari snyr giarnan ,hvað skal til bragðs taka, ef slfkt endur- tekur sig hvað eftir annað. Það þarf vart að búast við, að vel fari, ef ekki er hamlað á móti skemmdarverkum, og á þeim tekið meö vettlingatökum. Er skemmst að minnast hins um- talaða og athyglisverða útvarps erindis Ófeigs Ófeigssonar í þvi sambandi. En sem betur fer eru ekki all ar fréttir slæmar fréttir. Á- nægjulegt var til dæmis að frétta um að einstaklingur hefði tekið á leigu danskt fiutningaskip og hyggðist koma fyrir um borð í því hausskurðarvélum og öðrum sildarsöltunarútbúnaði og láta síðan salta sild á fjarlægum miðum. Slíkar fréttir eru vissu- lega uppörvandi mitt í öllum barlómnvm, og sanna að ís- lenzkir athafnamenn eru þegar á allt er litið engir aukvisar. Vonandi tekst þessi tilraun vel. í fyrrasumar sendu Norðmenn eitt af sinum stærstu hvalveiði móðurskipum, Kosmos III., sem ekki var lengur talið arðbært að senda til Suðurhafa til hvaiveiða og útbjuggu það til að salta síld á djúpmiðum. Um borð í þessu stóra móðurskipi voru saltaöar 25.000 tunnur af síld, og munu Norðmenn nú hafa enn stór- virkari áform á prjónunum varð andi sildarsöltun á úthafinu. — Þannig ógnar samkeppnin sildar mörkuðunum okkar. Harðnandi samkeppni krefst þesá, að við breytum sífellt um vinnubrögð til að mæta vandanum hverju sinni. Er þvf nauðsynlegt að við séum reiðubúnir aö leggja harð- ara að okkur, jafnframt því sem skjótlega sé hagrætt vinnutil- högun, hvort sem er í verkunar aðferðum eða jafnvel sölutilhög un. Öðruvísi stöðnum við og verðum vandræðunum að bráð. Ennfremur er skemmtilegt að lesa um væntanlegt sjóstang- veiðimót sem haldið verður nú um hvítasunnuna. Vonandi tekst svo vel til að grundvöllur skapist til að halda mörg sllk alþjóðleg stangveiðimót í fram- tíðinni. Ekki cr ólíklegt að fiski sældin kringum landið eigi eft ir að laða hingað margan veiðl- glaðan ferðamanninn. Aukinn ferðamannastraumur ætti að geta orðið okkur nokkur tekju- lind, sem 02 margra annarra þjóða, enda gera flestar þjóðir mikið til að laða að sér ferða- menn. Þrándur í Götu. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.