Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Föstudagur 31. maí 1968, TÓNABÍÓ fslenzkur texti. — („Duel At Diablo") Víðfræg og snilldar vel gerð, ný, amerísk mynd i litum, gerö af hinum heimsfræga leik stjóra „Ralph Nelson," Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum Innan 16 ára.. NÝJA BÍÓ Orustan i Laugaskarði (The 300 Spartans) Æsispennandi amerísk lit- mynd, um frægustu orustu fomaldar. Richard Egan Diane Baker Bönnuð bömum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Engin sýning i kvöld KÓPAVOGSBÍÓ Hvab er oð frétta kisulóra? („What's new pussycat?“) Heimsfræg og sprenghlægileg ensk'-amerísk gamanmynd i litum. Peter Sellers Peter O’Toole Capucine Ursula Andress Endursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuö innan 12 ára. HAFNARBÍÓ Likið i skemmtigarðinum Afar spennandi og viðburðarfk ný þýzk ljtkvikmynd með George Nader íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kL 5. 7 og 9. íslendingar jafnokar annarra þjóða í bridge Ovist fjárhags vegna, hvort þeir spila á næsta Norðurlandamóti — Spjallað við Friðrik Karlsson, forseta B.S.I. TC'átt styrkir meir þau bönd, sem tengja landsmenn sam en en einmitt fréttir af góðri frammistöðu íslenzkra íþrótta- manna á erlendum íþróttamót- um. Þegar það spyrst út, að land- inn hafi tekið forystu erlendis í keppni, þar sem vitað er að aðrir þátttakendur eru góðir í- þróttamenn, þá tengir það venju legast landsmenn nánari bönd- um og hvarvetna, þar sem ó- kunnugir hittast á mannamót- um, verður það sameiginlegt á- huga og metnaðarmál, sem menn draga inn í samræöur sín ar. Svipað var því fariö, þegar þær fréttir bárust af Norður- lándamótinu i bridge ,sem hald ið var í Gautaborg fyrir stuttu aö íslendingar væru í fyrsta sæti með Svíum, þegar fjórar umferöir höfðu veriö spilaðar af átta og því mótið hálfnað. Einmitt þess vegna urðu þaö töluverð vonbrigði mörgun, aö íslenzku spilamennirnir höfnuðu i þriðja til fjórða sæti, eftir svo glæsilega byrjun ,sem vakið haföi vonir um, að þarna í Gautaborg myndi nú islenzki fáninn borinn fremstur í fylking arbrjósti til Ioka mótsins og að lokum blakta við hún í efsta sætinu. „Jú, víst urðu það manni nokkur vonbrigði, hvemig fór“, sagði Friðrik Karlsson, forseti Bridgesambands íslands, þegar blaöamaður Vísis hitti hann að máli — nýkominn heim af mót inu, en Friörik var fararstjóri íslenzku spilasveitanna á mót- inu. „Ég hafði þó fastlega gert mér von um að við myndum að minnsta kosti halda öðru sætinu, eftir þessa byrjun. Við héldum öruggri forystu fram aö fjóröu umferð og fyrir fimmtu umferðina vorum við i forystunni ásamt Svíum." „Var þá ekki gaman að vera Islendingur þarna úti?“ „Jú, víst var það svolítiö kitl andi“. „Geturðu nokkuð sagt lesend um, hvaö þaö hafi helzt veriö, sem sneri taflinu við í seinni helming mótsins?" „Það er eölilega erfitt að benda á nokkuð eitt, sem olli því. Sjaldan er ein báran stök, eins og sagt er, en tja,... mér fannst sjálfum (slíkt mat verður alltaf einstaklingsbundið) helzt gæta þreytu ... spilaþreytu hjá yngri spilamönnunum okkar undir lokin. Þeir höfðu þó sýnt sérlega glæsilega spilamennsku fyrst framan af mótinu, en und ir lokin héldu þeir ekki sama striki og í byrjun. Annars held ég, að mönnum yfirsjáist í því, að þessi útkoma var alls ekki svo slæm, þegar allt kemur til alls, þrátt fyrir að björtustu vonir manna hafi brostið. Menn verða aö hafa það í huga, að hin Norðurlöndin sendu öll sína sterkustu spila- menn ,sem í mörg ár hafa spil- aö á þeirra vegum á alþjóða- mótum — fyrri Norðurlandamót um, Evrópumótum og Olympíu- mótum. • VIÐTAL DAGSINS Við vorum hins vegar með fimm nýliða, sem aldrei hafa spilað áður á alþjóðamóti. Það krefst reynslu að spila 80 leiki á svona sterku móti gegn svona harðri andstöðu. Góð spila- mennska dugir ekki ein, þvi þetta er svo þreytandi. Hinar þjóðirnar höfðu efni á því að styrkja sín sterkustu liö til farar bæði á Norðurlanda- mótið og svo núna í júní á Olympiumótið í Frakklandi. Sömu menn, sem við sendum á Olympíumótið, treysta sér ekki í tvær utanferðir með þvi fjármagni, sem viö getum lagt til. Vinnutap og annað slíkt kemur í veg fyrir það, að þeir geti það, og fjárhagsins vegna getum við ekki styrkt þá nægi- lega. Það horfir meira að segja svo 1 framtíðinni, að líklega getum við ekki sent menn á mót er- lendis í þeirri einu grein flokka- íþrótta sem íslendingar hafa sýnt árangur í. En það er orðið greinilegt, bæði af þessu móti, þar sem við sendum stóran hluta liðsins skipaöan nýliðum, og af mótinu í Dublin í fyrra og af heimsókn Skotanna i vor, að við erum fyllilega jafnokar annarra þjóöa í bridge. En ef ekki kemur til neinn fjárhagsstuðningur, getum viö líklega ekki tekið þátt í Norð- urlandamótinu næsta ár, þótt okkur taki sárt aö þurfa að skerast þannig úr norrænni sam vinnu“. ,,En hvernig för mótiö fram, Friðrik? Höföuð þið ekki ánægju af ferðinni samt?“ „Jú, við höfðum mikla ánægju af ferðinni og hún var góð reynsla þessum nýliðum okkar. Mótiö fór mjög vel fram og skipulagning þess var okkur einnig lærdómsrík. Hún var svo til fyrirmyndar, enda gekk allt liðlega fyrir sig. Mótið fór fram í sama hótel- inu, sem þátttakendur bjuggu í. Opni spilasalurinn, lokuðu spila herbergin og salurinn þar sem sýningartaflan var fyrir áhorf- endur, voru öll á sömu hæðinni. Fyrri umferö dagsins hófst ýmist kl. 9 eða kl. 10 um morg- uninn og henni var lokið kl. 3 e.h., en seinni umferð hófst kl. 6 og var venjulega lokið fyrir miðnætti. Svíarnir lögðu mikið upp úr stundvísi. Liöin urðu að mæta stundvíslega og gengið var fast eftir því, að leik væri lokið á tilskyldum tíma. Nisse Jensen, forseti sænska bridgesambandsins, setti mótiö nokkrum mínútum áður en fyrsta umferð hófst, en síðan spiluðu allar sveitirnar sömu spilin. Það var reglulega skemmtilegt fyrirkomulag og til athugunar fyrir okkur varðandi íslandsmótin okkar. Það fékkst út úr þessu samanburður á öll- um borðum og spilamennimir áttu betra með að ræða spilin „Okkar menn nýliðar, gegn sterkustu mönnum þeirra". eftdr á, því allir höfðu spilað sömu spil. Jóhann Jónsson og Benedikt Jóhannesson, sem spiluðu í A- sveit Íslands, fengu viðurkenn- ingu sem bezta parið, sem spil- aöi á sýningartöflunni. En leik- urinn ísland A og Svíþjóö A var sýndur á töflunni og var alveg sérlega vel spilaður af beggja hálfu. Það bar öllum sam an um það, að þeir hefðu eigin- lega verið bezta par mótsins. Síðan var mótinu slitið i loka hófi að kvöldi laugardags og þá kvaddi sér hljóðs forseti finnska bridgesambandsins og hvatti alla til þess aö mæta vel á næsta Norðurlandamót, sem haldið verður í Finnlandi. Þv£ miður höfum við þungar áhyggj ur af því, að líklega getum við ekki orðið við áskorunum þess góða manns“. — G. P. — BÆJARBIO aoiaaií BO WIDERBERG'S PIA DEGERMARK • THOMMY BERGGREN .. Verðlaunamynd f litum. Leik- stjóri Bo Widerberg. íslenzkui texti. Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum Síöustu sýningar.____ LAUGARASB90 STJÖRNUBIO Réttu mér hljóðdeyfinn — Islenzkur texti. — Sýnd kl. 9. Indiánablóðbaðið Ný amerísk kvikmynd. Sýnd kl. 5 og 7. Blindfold Spennandi og skemmtileg amer ísk stórmynd ' litum og Cin- ema Scope, með hinum frægu leikurum Rock Hudson Claudia Cardinale Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. fslenzkur texti. Miðasalan opin frá kl. 4. Kvikmyndasýningar á vegum „Islendingar og hafið“. — Ðagl, kl. 7. HÁSKÓLABÍÓ Sím! 22140 <8> TONAFLOÐ CSound ot Music) Sýnd kl. 5 og 8,30. WÓÐLEIKHÖSIÐ , mmm m Sýning í kvöld kl. 20 Sýning annan hvítasunnudag ! kl. 20. Fáar sýningar eftir. Aögöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200 Auglýsið í VÍSI GAMLA BIO Þetta er mín gata (This is My Street) Ensk kvikmynd með: June Ritchie Ian Hendry Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. WKjÁyfiqjRi Leynimelur 13 Sýning í kvöld kl. 20,30. Heddo Gabler Sýning annan hvítasunnudag kl. 20,30. Aögöngumiöasalan ’ Iðnð er ipin frá kl 14 Sfmi 13191 0EEHEÍ3Í W .'SSa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.