Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 31.05.1968, Blaðsíða 12
12 VÍSIR . Föstudagur 31. maí 1968. m CAROL GAINE: □ m nmn 1(1Q" m §[i nnní JÁÍ JOHN! — John kemur hingaö, sagði ég agndofa og yarð hugsað til hve allt væri orðið bieytt síðan hann fylgdi mér á flugvöllinn í London. Sam- vizkan beit mig. Ég hafði verið meö grátstafinn í kverkunum kvöldið sem ég skildi við hann. Og nú sár- kveið ég fyrir því að eiga að sjá hann bráðum. — Þetta er hræði- legt! sagði ég í öngum mínum. — Hvers vegna þá — að undan- teknu því að það verður skrambi óþægilegt? spurði Peter. — Æ, ég veit ekki. Það kom tortryggnisvipur á hann. — Mig minnir að þú segöir að hann væri þér einskis virði- Eða ekki nema lítils viröi. — Það er alveg satt. Við erum aðeins góðir kunningjar. Við gengum út á stéttina og ég ieit enn einu sinni á símskeytið. Það hafði verið sent snemma um morguninn. — John getur komið þá og þeg- ar, sagði ég. Peter lyfti brúnum og brosti glaðlega. — Þú heldur þaö? Þá getur þetta oröið allra skemmti- legasti þríhyrningur.' Ég hnyklaði brúnirnar. Ég var alls ekki í skapi til að gera að gamni mínu. Ef ráðrúm hefði veriö til þess, mundi ég hafa símað til John? cg beðið hann um að hætta við aö koma. Ég gat ekki hugsað mér tvo menn, sem mundi geta komið ver saman en John og Pet- er. John mundi líklega hafa horn i síðu Peters frá fyrstu stundu og verða hræðilega afbrýðisamur. Ég hefði átt að skrifa John og segja honum að hann hefði eignazt keppi naut — keppinaut sem væri mjög aðsætinn, og að John skyldi hætta að hugsa um mig. Peter sagði rólega: — Það er enginn möguieiki á að hann geti fengiö herbergi héma. Ég hafði séð fram á það strax. Og kannski var það bezt fyrir alla hlutaðeigendur. Ef Marcia gæti út- vegað herbergi handa honum í ein- hverju gistihúsi þarna skammt frá, mundi verða lengra milli Peters og hans. Ég gerði mér ljóst að það mundi verða margt sem John félli ekki vel, þegar hann kæmi til Torremolinos. Ég mundi ekki geta leynt hann því, að ég væri ástfang- in af Peter. Og ég gat ekki sagt honum þaö berum oröum fyrsta kvöldið. — Ég verö að tala við Marciu, sagöi ég og ætlaði að fara. — Ég AICI iLkvj] L xYA AISLcvjT Tökuin að okkur tivers konai múrbroi og sprengivinnu l húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressui og víbrt sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekku við Suðurlands braut, siml 10435 GlSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Simi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningar. gref hús- grunna. hoiræsi o. fl. ‘ "TÉKÍJR’ALLS konar klæoningar ... . l l.JOr OG VÖNDUÐ VINNA > l'RVAI Al- ÁKLÆDIJM . LAUGAVE.G 62'- SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 uíiK BOLSTRUN "verð að athuga hvort hægt verð- ur að útvega honum herbergi. — Þú mátt ekki ónáða hana ef hún er í önnum í eldhúsinu, sagði Peter. — Biddu svolítið við. — I-Iún er sjálfsagt ekki í eld- húsinu núna. Nýi kokkurinn er kominn og tekinn við. — Viö getum látið John bíða dálitla stund samt. Hann getur vafalaust fengið herbergi í „Cor- alles“. — Hvaða saga var það sem þú ætlaðir að fara að segja mér áðan? — Saga? hváði ég. — Já. Hvers vegna þú þurftir að nota almenningsvagninn? — Æ, það var svo sem ekki neitt sérstakt, sagði ég viðutan. — Það var bara maður — annar þessara sem komu hingaö til þess að tala við þig í gær — sem vildi endilega aka mér frá pósthúsinu og hingaö heim. Peter laut fram I stólnum og varð eintóm eftirtekt. — Jæja, vildi hann það? Og hvað sagöir þú? — Ég afþakkaöi það, vitanlega. En hann elti mig í bílnum og kom út, og mér fannst hann ætla aö neyða mig til að fara inn í bílinn. En sem betur fór kom almennings- vagninn aö í sömu andránni. ... Og þess vegna fór ég inn í hann. Peter sat enn þrúnaþungur. — Ef eitthvað þvílíkt kynni að koma fyrir aftur, máttu ekki láta freista þín og fara í bílinn. — Vitanlega ekki, sagði ég og hló. — Ég ætla mér ekki aö láta Spánverja fleka mig. — Það er ekki að þessu hlæj- andi, Joyce. Ég leit á hann dálítið forviða og skildi ekki hvers vegna hann var svona alvarlegur. Varla var ég eina stúlkan, sem hafði orðið fyrir ein- hverju líku. Þetta var ekki Ifkt Pet er. Nú hagaði hann sér eins og John mundi hafa gert undir líkum kringumstæðum. — Æ, Peter, vertu ekki svona áhyggjufullur, sagði ég hæjandi. — Ef hann sér mig eina á ferð í annað skipti, efast ég um að hann bjóði mér að aka mér heim með sér. — Kannski ekki, en mundu hvað ég hef sagt, ef þú yrðir á vegi hans aftur.. . Nú kom Marcia og hann stóð upp og drö fram stól handa henni. Marcia varp öndinni ánægjulega og settist. — Bróðir Ortegos er kominn, sagði hún. — Og það er auðséð að hann kann verkin sín, svo að nú léttir mér. Hann getur oröið hérna hálfan mánuð og inn- an þess tíma ætti ég að hafa náð í nýjan kokk. Hún leit á mig. — Fannstu símskeytið þitt? — Já, umlaði Peter. Ég sagði henni frá því. — Það mun ekki vera nein leiö til þess aö hann geti fengið herbergi hérna? spurði ég. — Nei, því miður Marcia leit á Peter með glettnissvip. — Nema Peter vilji láta honum eftir her- bergið sitt? — Kemur ekki til mála, sagði Peter. — Ég sting upp á að hann verði í „Coralles.“ — Já, það væri bezt, sagði Marcia. — Ég skal hringja þangað. Ég sendi oft fólk þangaö, þegar ég get ekki hýst það sjálf. — Rúmin þar eru grjóthörð, er mér sagt, sagði Peter ánægjulegur á svipinn. — Þeir eru margir sem helzt vilja hörð rúm, sagði Marcia. — Hvenær kemur hann? — Hann getur komiö hvenær sem er. — Hvert í heitasta! Þá er bezt að ég hringi strax. — Ég ætla aö koma með þér og heyra hverju þeir svara, sagði ég. — Og svo verð ég að hafa fata- skipti.... — Komdu aftur og hvildu þig dálitla stund, kallaði Peter til Marc iu. — Ég sit héma og bíð þangað til. I „Coralles" var laust eins manns herbergi. Marcia festi það og sleit talinu. — Þaö er leitt aö við skulum ekki hafa herbergi handa honum hérna, sagði hún. — En kannski er það gott, að vissu levti... — Já, kannski. En ég hef hálf slæma samvizku, sagði ég. — Góða mín, ekki er það þér að kenna að fullt er hérna! John — er það þessi, sem þú varst með í í London? I - Já. | Hún leit vorkunnaraugum á mig. i — Það leggst í mig að hann verði i lítið hrifinn af Peter. ' — Vafalaust ekki. En við erum ekki 1 trúlofuð eða neitt þess konar, svo i að ég er frjáls að þvi að eignast eins marga nýja vini og mig langar til. — Hann hefði eflaust ekki amazt við, að þú hefðir eignazt marga vini, en nú er það einn sérstakur, sem þú heldur þig að. Ég andvarpaði og óskaði að John kæmi ekki. — Hvers vegna heldurðu að hann hafi tekið í sig að koma hingað, alveg upp úr þurru? sagði Marcia. — Það hefur kannski lagzt í hann, að hann hafi fengið keppinaut? Ég efaðist um þaö. Ég hafði varla minnzt á Peter í bréfunum mínum. Og nú iðrast ég þess Það hefði verið miklu betra að ég hefði skrifað honum hreinskilnis- lega hvernig komið var. Þá hefði þetta ekki komið yfir hann eins og reiðarslag. — Hristu þetta af þér, sagði Marcia. — Hann er ekki fyrsti maðurinn, sem missir stúlkuna sína. FÉLAGSLIF Ferðafélag Islands ráðgerir eftir taldar ferðir um hvítasunnuna: 1. Ferð um Snæfellsnes gengið á I jökulinn ef veður leyfir. j 2. Þórsmerkurferð. j 3. Veiðivatnaferö ef fært verður. i Allar nánari upplýsingar veittar j á skrifstofu félagsins. Öldugötu 3 Isímar 19533 -11798. ARAD LA, TARZAN.' BUNPOLO! SPS4K 7HBM/ ALL OB THEM! n l K „Reyndu ekki aö stöðva okkur, Cadj. Viö yfirgefum Opar og konium aldrei aftur.“ „La lýgur. La kemur aftur með Tarzan til aö drepa Cadj — og gera Tarzan aö æðstapresti." „Viö skulum drepa þau öll.“ i i i i i i ii 1111 i i 1111111.111111 n i i .i 11 LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti Margir litir Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bieikir, hvftír Táskór Ballet-töskur Sfl/tífíiíí in SÍMI 1-30-76 IhliiM.litlulkl 1111III III11 MI llitM 11 I I ÚTII HURÐIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIÐJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. 'SÍMI 41425 NÝJUNG í TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp i ðhleypur ekki Reynið viðskipt in. Uppl. verzl Axminster, simi 30S76. Heinia- sínri 42239. mr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.