Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 2
lúni 1968. 3UNDLAUGIN í LAUGARDAL OPNUÐ í DAG Sundlaugarnar nýju i Laugardal verfta formlega opnaðar Icl. 3 f dag meö nokkurri athöfn. Forseti íslands, herra Ásgelr Ásgeirsson, mun flytja ávarp, en einnig munu Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Gísli Halldórsson, forseti ISÍ, for- maður iþróttaráös flytja ávörp. Formaður Laugardalsnefndar, Úlfar Þórðarson, mun afhenda mannvirkið. í lokin verður sund- sýning og keppni. Sundlaugin er um 2000 ferm. að flatarmáli, minnsta breidd 21 m., lengd 50 m., dýpt 0.80—1.71 m. og 8 keppnisbrautir fyrir alþjóða- sundmót. Vatnsmagn laugarinnar er ca. 2300 rúmm. Samtímis geta 800—900 manns synt i lauginni. Vatnið er hreinsað með bandarísk- um kísilgúrtækjum og klórblandað. Sundlaugin veröur upplýst frá öllum veggjum og sundlaugar- svæðið með ljóskösturum frá þaki yfir áhörfendapöllum. Búnings- og fatageymslur undir áhorfendapöllum og viðbyggingum rúma um 1000 manns á klst. Auk bað- og snyrtiherbergja eru 27 steypiböð, heit og köld utan- húss, 12 þeirra verða yfirbyggð, 38 ferm. vaðlaug fyrir smábörn, 6 Snorralaugar, tvö útiloftböð, kvenna og karla, með geislahitalögn í gólfi og einnig er geislahitalögn í stétt meðfram sundlaug. í kjallara undir inngangi er gufubað ásamt tilheyrandi her- bergjum. Steyptar stéttir eru um 2200 ferm. Grasfletir eru um 2300 ferm. Áhorfendapallar rúma um 2100 manns, þar af um 1800 í sætum. Þess skal getið, að frágangi á mannvirki þessu er ekki að fullu lokið. Hin fjlæsilega nýja sundlaug í Laugardalnum mun mikiö létta undir hjá sóldýrkendum og sund- görpum í sumar, þegar þrengslin byrja á sundstöðum borgarinnar. TÁNINGA- SÍÐAN Söngelskar blakkar meyjar Diana Ross og The Suipremes fjórar Cupremes-söngtríóið er skip- að þrem negrastúlkum, sem sungið hafa saman í sjö ár og gera allt til þess að æfa vel þau lög er þær syngja. Þessar stúlkur, sem koma frá Detroit í Bandaríkjunum, heita Diana Ross, Mary Wilson og Florens Ballard. Þær hófu söngferil sinn í kirkjukór allar þrjár. Fyrstu níu hljómplötur þeirra komust aldrei á vinsældalist- ann. Svo kom sú tíunda: Það lag kallaðist „Where Our Love Go". Var þetta lag í fyrsta sæti á vinsældalistanum í vikur. Suprems hafa komið fram í sjónvarpsþætti Steve Allen og hinum fræga hljómplötuþætti Dick Clerk. Þá koma þær fram í næturklúbbum. Þeim lfkar betur að koma fram f klubbum en á fjöldahljómleikum ungl- ingahljómsveita. „Skemmtiat- riðin og söngur okkar eru meira æfð með það fyrir augum, að yngri kynslóðin hafi gaman af". ,Diana er sóló-söngvari okk- ar. Við hófum söngferil okkar, eins og allflestir byrjendur, með því að syngja inn á reynslu plötur, með hinu og þessu söng- fólki, t. d. Marvin Gaye. I fyrstu sungum við mest „Rock and roll". Annars álítum viö, að sálmamúsik okkar negranna hafi haft djúp áhrif á okkur, en. það er músik, sem kemur .frá hjartanu og hefur mikla hljóm- fallsmöguleika. Við flytjum söng okkar í þeim anda". Supremes eru mjög hrifnar af Bítlunum og hafa sungið nokk- ur lög eftir þá inn á hæggenga hljömplötu. 'ij*... <% hLx ' t&jp w . . "í \ ** Tfca* "í & **''.'*' -. \'. 1 ¦ .;..§ *'-« ¥'¦¦ ^ ' f.-k Ift it h. ..* ¦ •'¦ ¦*'.¦¦ m Brezka hljómplötusamsteypan „E.M.I." bauð Diönu Ros^ og Supremes til Bretlands í Janú- armánuði siðastl. í tilefni af því hversu margar hljómplötur þær hafa sungið inn á á þeirra vegum. Veizluhóf var þar hald- ið þeim til heiðurs. og var þang- að boðið fjölda nafntogaðra gesta, eins og vænta rrrá. Ný LP-plata með Bítlunum væntanleg Tnnan nokkurra daga hefjast Bítlarnir handa við að leika inn á sína tíundu „LP"-plötu. Fyrir skömmu komu þeir John Lennon og Paul McCartney til Lundúna frá Indlandi þar sem þeir, ásamt hinum Bítlalýðnum, stunduðu andlegar hugleiðingar hjá indverska læriföðurnum landi, komu þeir með þrjátíu nýjar tónsmíðar, og er hluta þeirra ætlað að prýða umrædda ,,LP"-hljómplötu. John Lennon sagði við heimkomuna: „Hinar andlegu hugleiðingar stunduð- um við átta tíma dag hvern, en rómstundum okkar vörðum viö í að yrkja. Þetta var stórkost- lega heppilegur staöur til slíkra starfa. Næstu daga munum við leika inn á ,,LP"-plötu og auk þess tveggja-laga plötu sem kemur á markaðinn skömmu síðar. Enn hefur ekki fyllilega verið ákveðið. hvenær plöturnar koma út, en það mun að líkum verða i júní eða júlímánuði".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.