Vísir


Vísir - 01.06.1968, Qupperneq 3

Vísir - 01.06.1968, Qupperneq 3
VÍSIR . Laugardagur 1. júní 19S8. TKað var ýmislegt fleira að sjá í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, en net og fiskveiði- 8hWd, þegar Myndsjáin brá sér þangaö með ljósmyndavélina. Ekki færri en fimm tízkusýn- ingardömur og einn herra, sprönguðu um gólfið í veitinga- salnum á rauðum dregli, og sýndu ýmiss konar tízkufatnað allt frá buxnadrögtum í sam- kvæmiskjóla. Hermann Ragnars kynnti hverja flík um leið og sýningarfólkið kom fram, sagöi hvað slík flik kostaði og lýsti nánar gæðum og útliti. Að sjálfsögðu var þarna margt manna og kvenna, að ó- gleymdum börnunum, sem vildu fá að ganga á rauða dreglinum lika, og mæðurnar höfðu varla við að kippa þeim af gangveg- inum, þegar sýningarfólkið gekk fram hjá. Þarna var sýnt mikið af kven- fatnaði frá Verðlistanum, m. a. enskur táningarfatnaður og enskur táningafatnaður og herrafötin voru fráHerrahúsinu. Skórnir, sem vöktu sérstaka at- hygli, enda komu þeir til landsins sama dag, voru frá Sólveigu í Hafnarstræti. Mjög Hér eru þaer Henny og Elísabet á ieið eftir salnum klæddar tá ningakjólum. Takiö eftir ljósa kjólnum með blómamynstrinu, sem greinilega er undir áhrifum frá „Flower power“ tízkunni. Tízkusýning í Laugardalshöllinni var áberandi íslenzka fánalita- samsetningin á sýningunni, þ.e. blátt, hvitt og rautt. Þarna voru sýndir bæði , mini" og ,,maxi“ kjólar og pils, „Mary Poppins“ kjólar og „Ringo“ dragt, sem var úr hárauðu flaueli, að ógleymdum Kóróna herrafötunum. Sumarkápurnar vöktu sérstaka athygli, en þær voru flestar meö .þröngu mitti og jafnvel belti, og mikið víðu pils. Áhorfendurnir fylgdust að sjálfsögðu með af athygli en þegar sýpingunni lauk, dreifðist fólkið aftur um sýningarsvæðið, og margir brugðu sér niður á næstu hæð til að bragða á fiskimjölspylsun- um og kexinu. ------------ —----j-» “ -- Sif sýnir? Hann er úr bleiku blúnduefni og kostar tæp þrjú þúsund í Verðlistanum. Minn ir óneitanlega á kjóla frá dög- um Lúðvíks fjórtánda. Hér er Rannveig í skemmti- iegum Mary Poppins-kjól frá Verðiistanum. Lítil hyrna fylg ir kjólnum, sem kostar aðeins 1055 krónur. Þessi fallega hárauða flauels- dragt sem Ragnheiður sýnir, er ætluð sem samkvæmis- klæðnaður og kostar um 1795 krónur. Örn sýnir hér brúnleit Kór ónaföt frá Herrahúsinu. Jakk- inn er dálítið víðari en við höf um átt að venjast að undan- förnu og með vasalokum. OGREIDDIR l REIKNINGAR' LATIÐ OKXUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og ójbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur) í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.