Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 1. júní 1968. A svona byltingarfimum er nauósynlegí að kanna fleiri möguleika t.d. hversu mikil s'ild er á svæðinu milli Islands og Ný- fundnalands ? Þær eru margar mótsagnirnar í síldveiðihorfunum fyrir næsta sumar og erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig veiðarnar verða. Sjórinn norður og austur af landinu er kald- ari en oftast áður og þess vegna íi.lið líklegt, að síldin muni halda sig langt undan landinu eins og í fyrrasumar. Mótsögn við þetta er sú staðreynd, að 80 - 90% af síldinni, sem mun ganga á Islandsmið f sumar, verður mjög stór síld, en stðr síld gengur lengra að landinu en smærri síld og Iengra vestur með því. — Aðrar mótsagnir eru þessar: Fram á s.l. haust voru allir síldarfræðingar á einu máli um að norski síldar- stofninn væri mjög stór, 5-6 milljónir lesta, en í fyrrahaust fullyrtu Rússar eftir víðtækar athuganir, að stofninn væri ekki nema 2.3 milljónir lesta. -?# D I þriðja lagi er mótsögnin sú, að margir sjómenn og jafn vel skipstjórar eru nú að ganga >' land af flotanum, en á sama tíma er því haldið fram, að allt útlit sé fyrir nokkuð atvinnuleysi í landí. Það er alveg nýtt á íslandi, að menn vilji gefa upp gott pláss á síld til þess að fara í meðalvinnu í landi. ? Þetta og margt annað kemur fram í eftirf arandi við- tali við Jakob Jakobsson, síldarsérfræðing, sem flestum kemur í hug, þegar síld er nefnd á nafn. — Vísir leitaði til Jakobs til að biðja hann um að spá um sumarsíld- veiðarnar en síðastliðið ár gerðist slik bylting í þeim, að algengasta spurningin, þegar þjóðmálin eru annars vegar, er: Hvað gerist á síldinni næsta sumar? "VTið gerum ráð fyrir því aö mestar líkur séu til þess, aö meginhluti síldarinnar haidi sig langt undan landinu í sumar, sagði Jakob, þegar tíðindamaður Vísis hitti hann á Haf rannsókna- stofnuninni. — Hversu norðar- lega hun fer vil ég ekkert segja um. Það er ógerningur nú, en líklega mun hún halda sig á svæðinu djúpt undan Austf jörö- um og norður til Jan Mayen án þess að fara alla leiöina til Sval- barða eins og í fyrrasumar, sem var að öllu leyti mjög óeðlilegt. Hugsanlegur möguleiki er að hún gangi inn með suðurkanti kalda sjávarins og gangi með honum að landi. Á árunum 1964 til 1966 var norski síldarstofninn þrískiptur yfir sumarmánuðina, en það hef- ur verið norski síldarstofninn, sem hefur haldið uppi veiðun- um undanfarin ár. Fyrsti hlut- inn hélt sig út af Austfjöröum' einmitt við suðurjaðar kalda sjávarins. Síldin var að mestu leyti dreifð um svæði, en gaf ágæta veiði í ágúst, sérstaklega 1966. Annar hlutinn hélt sig suður og suðvestur af Jan Mayen á svokölluðu Jan Mayen-svæði. Þriðji hlutinn var sild, sem aldrei hafði þar til f fyrrasumar á íslandsmið gengið, en það var síld á svokölluðu Bjarnareyjar- svæði í Barentshafi, 100—150 mflur norðvestur af N-Noregi. Cvo geröist sú reginbreyting, að síðla 1966 gengur Bjarn- areyjarsíldin í október og nóv- ember alla leið á síldarmiðin austur af landinu og sameinast síldinni, sem haföi haldið sig þar. Þessir þrír hlutar norska stofnsins héldu nokkurn veginn hópinn sumarið 1967 á svæðinu milli Jan Mayen og Svalbaröa og það er hugsanlegt, að sá hluti ¦ síldarinnar sem áður hafði hald- ið sig á Bjarnareyjarsvæöinu hafi haft nokkur áhrif á göng- urnar, vegna þess að hún hafði alizt upp á þeim slóðum. Meginástæðuna fyrir göngu síldarinnar svona langt noröur á bóginn eins og f fyrrasumar, teljum við þó vera þá, að síldin Jakob Jakobsson, sfldarsérfræðingur. að stofninn væri 5—6 milljónir lesta og s.l. haust þegar síldin var að ganga frá Svalbarði suð- vestur til íslands var ekki annaö séð, en að mikið síldarmagn væri þar á ferð. Hins vegar brá< svo við, að torfurnar reynúu.'ít ekki eins stórar og búast mátti við Þessu til staðfestingar voru athuganir Rússa. Þeir höfðu hvorki meira né minna en 15 rannsóknarskip á ferö á þessum slóðum til aö kanna stærð stofns ins. Þeir töldu eftir athuganir sínar að stofninn væri ekki nema 2.3 milljónir lesta. Við þetta bætist sú mót- sögn, að Devold, norski síldarsérfræðingurinn, fylgdist með göngu síldarinnar til Nor- egs í vetur og taldi mjög mikið magn vera þar á ferö. Þá bregð- ur þó svo undarlega við, aö á hrygningarstöðvunum i marz virtist mönnum ekki vera neitt slíkt magn eins og hann taldi sig hafa oröið varan við á leið inni til Noregs. Þess ber að geta, að veöur voru mjög válynd á miðunum í marz og ef búast má við að síldin hafi dreifzt nokkuð gafst lítið tóm til aö kanna magnið, svo óyggjandi væri. Ákvarðanir um stofnstærðina hafa ekki í mörg ár verið eins mótsagna- kenndar og nú. Þess vegna bíð- um viö þess meö mikilli eftir- væntingu, hversu mikið finnst í vor. Hvað gerizt á síldinni í sumar? — V'isirleitar til Jakobs Jakobssonar til að fá spá fyrir sumars'ildinni — kom að austurkanti kalda sjáv- arnis mun norðar en venjulega. Við urðum varir við það í fyrra- sumar, aö hún geröi tilraun til þess að ganga vestur og sneri ekki til baka aftur fyrr en hún var komin í svo kaldan sjó, að hitinn var næstum ólífvæn- legur. Var það tilviljun að sild kom norðar á austurkantinn en venju lega? Tilviljun og kannski einhverj- ar aðstæður í sjónum, sem við getum ekki skýrt. Devoldsen norski telur reyndar, að hrygn- ingarstöðvar stofnsins við V- Noreg séu alltaf að færast lengra lengra norður á bóginn og hafi gert það s.I. 30 ár. eða svo. Þetta valdi þvf hins vegar, aö hún gangi lengra norður, þegar hún fer aö hreyfa sig vestur á bóginn eftir hrygninguna. Þessu höfum við ekki getað verið sam- mála. 1 vetur hrygndi síldin t. d. sunnar við V-Noreg en í fyrra- vetur. Ég held, að í fyrrasumar hafi síldin hreinlega lokazt inni. Sjór inn milli Jan Mayen og Sval- barða var alls ekki eins kaldur og menn halda. Hann var 5— 7° C meðan á veiðitímabilinu stóð. Aftur á móti voru stór hafsvæði milli íslands og Jan Mayen mjög köld með 0" C og þar fyrir neðan og því ekki á- rennilegt fyrir síldina að ganga vestur eftir að hún var komin I kalda sjóinn. Hvað veldur því, að sfldin leit- ast við að ganga í vestur? Það er eðlishvöt hennar, sem ræöur því. Síldin er langelzt nytjafiska í sjónum. Það hafa fundizt steingervíngar af síld al- veg aftur í miðaldir jarðsögunn- ar, þannig að eðlishvöt hennar er mjög þroskuð. Það er t. d. af eðlishvöt, sem hún gengur í torfum. Hún á auöveldara meö að verjast óvinunum þannig. Líkindi þess að hún verði fyrir árás er minni ef hún er í torf- um en ef hún er ein á ferð. Það er einnig eðlishvöt, sem veldur því, að á haustin safnast hún saman út af Austfjörðum, þar sem hún kemst í eins konar hvíldarástand meðan hrognin og svifin eru að þroskast. Svæðið út af Austfjöröum er sérlega hagstætt fyrir síldina, þvl þar getur hún valiö á milli hitastigs og seltustigs án þess að hreyfa sig nema mjög lítið. Sfldin leitar í kalda sjóinn eftir að ætistímabil lýkur og ligg- ur þar 1 hálfgerðum lífrænum • VIÐTAL DAGSINS dvala þar til hrygningin fer að nálgast. Þá fer hún i janúar smám saman aö fikra sig yfir kuldamörkin. Hvernig er ástand sjávarins miðað við í fyrra? A ðstæöurnar eru að því leyti svipaðar og í fyrra, að kaldi sjórinn virðist ná mjög langt suður og austur á bóginn. Þaö er meginástæðan fyrir því að við höldum að síldin verði langt undan landi i sumar, kannski 150 mflur og þar yfir. Þess ber þó aö geta, að senni- lega verður meginhluti aflans mjög stór síld, 7, 8 og 9 ára síld. Stórsfldin verður sennilega yfir 80% af aflanum. Þess vegna ætti síídin að nýtast vel í salt og þurfa minni flokkun en á undanförnum árum, að því skil- yrði fullnægðu að hún fái nægj- anlegt æti. Samkvæmt þeim fáu og 'ófullkomnu fréttum, sem við höfum fengið, virðist útlit meö átuna vera sizt verra en í meö- alári. Það hafa reyndar átt sér stað mjög undarlegir hlutir i sam- bandi við sildina viö N-Noreg, sem mun án efa hafa nokkur á- hrif á slldveiðarnar hérna. Það var búizt við þvi að 4 og 5 ára síld, þ. e. síld frá 1963 og 1964 myndi bætast við I hrygningar- stofninn við V-Noreg I vetur. Svo varð þó ekki og bólaði ekk- ert á henni, fyrr en menn urðu allt í einu varir við að þessi sama slld var byrjuð að hrygna við N-Noreg I mafbyrjun. Það var miklu seinna og norðar en dæmi voru til með norska síld- arstofninn. Norskir sfldarfræðingar gefa þá skýringu á þessum ótrúlega atburði, að uppeldisskilyrði síld- arinnar hafi veriö svo slæm í Barentshafi, að hún hafi þrosk- azt mun seínna en venja er. Sé þetta rétt má 'búast við að hún sameinist síldini úti af Aust fjörðum næsta haust og gangi með annarri síld I staö þess aö ganga í vor meö síldargöngun- um eins og áður hefði mátt bú- ast viði Ef hún gengur með sfld- inni í vor, verður síldin meira blönduð, en á sama tíma mundi meira magn ganga á miðin. Má búast viö miklu magni á miðin I sumar? Ckoðanir eru mjög skiptar hvað viðvlkur magninu af norska sildarstofninum. Mörg undanfar- in ár töldum við okkur hafa góð- ar heimildir um stærð norska sildarstofnsins, en athugunum á 8.1. ári bar ekki saman. Á 8.1 vori var það ótvlrætt áiit allra Ég á sjálfur mjög erfitt með að trúa því aö norska síldar- stofninum hafi hnignaö svo mik- ið á skömmum tíma að hann sé nú aðeins um 2.3 milljónir lesta eins og athuganir Rússa gefa til kynna. Ég held að torfumyndanir út af Austfjörðum hafi verið mjög óvenjulegar s.l. haust og mæl- ingar þess vegna mjög erfiðar. Hitt er svo óumdeilanlegt, að norski síldarstofninn hefur far- ið heldur minnkandi vegna þess að ekki hafa bætzt við neinir nýir sterkir árgangar sföan 1963 og 64. Árgangurinn frá 1959 hefur verið um helmingur aflans und- anfarin ár, en hann ásamt ár- göngunum frá 1960 og 61 hafa verið um 80—90% af veiðinni. Ðúizt haföi verið viö því aö allir árgangarnir eftir 1961 væru lélegir, en seinna hefur komið I ljós, að 1963-stofninn var allstór. Á fimmta hundr- að þúsund lestir af þessari milli síld veiddist við N-Noreg. Einnig fengu Rússar um 260 þús und lestir af 1964-árg.unginum, svo að hann hefur einnig verið nokkru stærri en búizt var við. Það er þó vafasamt að þessir stofnar komi okkur mikið ¦ til góða, því svona gengdarlausar veiðar á ungsíldinni hafa mikil áhrif á stærð hrygningarstofns ins næstu árin. Það ber raunar að fagna því, að Rússar lögðu fram ákveðna tillögu á fundi N-Atlantshafs- nefndarinnar, sem var haldinn hér í.Reykjavík nýlega, varð- andi veiðar á óþroskaðri sfld. Þeir lögðu til að veiðar á smé síld og millisfld verði alveg bannaðar við Noreg og Rúss- m-> 10. slða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.