Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Þriðjudagur 4. júní 1968. - 120. tW. FRIÐRIK MÆTTI EKKI Önnur umferð Fiske-skák- mótsins var tefld í gærkvöldi. Friðrik Ólafsson kom ekki, og var kiukkan látin ganga á hann f eina stund og síðan bókaður vinningur á Jón Kristinsson, keppinaut hans. Þó kynni svo að fara, að sú skák verði tefld síðar, og mun Friðrik hafa forfallazt af eðli- legum ástæðum. Annars var þetta dagur hinna erlendu meistara. Bragi Kristj- ánssqn átti æsandi skák gegn Taimanov, en sást sennilega yfir jafnteflisleið og lék sig í mát. Byrne vann Guðmund Sigurjóns son örugglega, og Vasjúkov sigraði Benóný. Ennfremur vann Ostojic Freystéin. Ingi R. og Szabo sömdu fljótléga um jafntefli, og sama gerðu Addi- son og Uhln.ann eftir uppskipti á drottningum. Loks vann J<5- hann Sigurjónsson Andris Fjeldsted í tvfsýnni skák. Að löknum tveimur umferð- um eru þeir efstir Byrne og Taimanov með tvo vinninga eða 100%. Vasjukov og.__Addison fylgjá fast á eftir með 1%. Þriðja umférð verður tefld í Tjarnarbúð f kvöld. Þá á Friðrik að leika hvítu gegn Vasjúkov, komi Friðrik. Byrne teflir við Ostojic og Szábo við Taimanov. BURFELL: Hornsteinninn lagiurí gær Forsætisráðherra gengur um virkjunarsvæöið ásamt fylgdarrr"nn'm og gestum í gær. (Ljósm. Vísis ÍJ). ? í gær var lagður hornsteinn að einu stærsta mannvirki, sem íslendingar hafa ráðizt f, stöðv- arhúsinu við Búrfell. Hornstein- inn lagði forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, en viðstadd- ir voru ráðherrar flestir svo og flestir framámenn þjððarinnar. Áður flutti dr. Jóhannés Nordal lh> 10. sfðu. Ftntnt ura telpa drukknar UM 400 UNGLINGAR ILEIÐIND- UM QG RIGNINGU VIÐ BOLABÁS Hvitasunnuhelginfribsamleg. I Þjórsðrdal skemmtu menn sér vib ab sökkva bilum sinum i ána. 20 fl'óskur teknar úr einum fólksbil unglinga ¦ Á fjórða hundrað unglingar söfnuðust saman vio Bolabás á Þingvöllum utan þjöðgarfts á laugardaginn, en eins og kunnugt er hefur þaö verið viðtekii venja að unglingar úr Reykjavík og nágrenni haldi i nópum á einhvern tiltekinn stað um hvita- sunnuna til þess að skemmta sér með sinu sniði. — „Skemmtunin" fór að þessu sinni fram með meiri spekt en venja hefur verið und- anfarin ár. Um 30 unglingar voru fluttir í bæinn, ýmist vegna ölv- ¦ unar eða vegna lélegs útbúnaðar, en hið versta veður var við Bola- bás á laugardaginn. „Það gekk á með skýföllum", eins og Axel Kvaran varðstjóri orðaði það, en hann ásamt 12 öðrum lögreglu- þjónum og bifreiðaeftirlitsmönnum fyigdist meö unglingunum. — Ég get ekki skilið hvað unglingarnir sjá við þetta, sagði Axel, þegar Vísir ræddi við hann í gær. Þeir ráfa þarna um í algjöru tilgangsleysi, sem varla getur talizt skemmtilegt. Sér- staklega ekki í slíkri úrhellis- rigningu eins og var. Þarna var ekkert viö að vera. Engir leikir. músik, dans eða neitt. Axel sagði, að unglingarnir hefðu ekki valdið neinum spjöll- um, heldur aðeins ráfað um, sjáifum sér lfklega til mestra leiðinda. Lögreglan fékk af því spurnir fyrir helgina, hvar unglingarnir myndu halda sig, en fyrir utan Bolabás var talað um Þjórsár- dal. Hreðavatn og fleiri staði. Var þvf fylgzt með hvort ungl- ingar söfnuðust saman þar. Það var aðeins f Þjórsárdal, sem einhver mannsöfnuður var. f^-> 10. síða. Fimm ára gömul dóttir hjónanna Dönu Sigurðardótrur og Steingrfms Felixsonar, Sunnuhlfð 1 Skagafirði, drukknaði f sundlauginni i Varma- hlíð á laugardagskvöldið. Telpan fékk að fara til iaugar- innar með systkinum sinunt, en þau fóru til sunds í lauginni ásamt fleiri unglingum. Lék stúlkan sér á laugarbarm- ^ inum á meðan. — Urðu unglingarn- ir ekki varir við, þegar telpan datt í Iaugina og héldu, þegar þau sðkn- uðu hennar, að hún hefði farið heim en stutt var að fara. Þ<*-nr svo ein stúlknanna í hópn- umum stakk sér í dýpri enda laug- arinnai -á hi5n litlu telpuna á botn- inum. Kallað var á hjálp til næsta bæjar og j sjúkrahúslæknirinn á Sauðárkróki kom mjög fljótlega á staðinn, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Það skal tekið fram, aö laugin var ekki opin almenningi og þvi engin vörður við hana. Æðisleg slagsmál eftir dansleik í Sandgerii — 9 lögreglumenn i 2 tima i brösum v/ð drukkið æskufólk ¦ Litla samkomuhúsið mánudagsnótt, en þegar í Sandgerði leit einna helzt út eins og eftir sprengiárás í gærmorg- un um 4-leytið, þegar lög reglan var að drösla síð- ustu dansgestunum út úr húsinu. Þarna höfðu 350 gestir hvaðanæva að af SV-Iandi stigið dans- inn í 2 tíma og 20 mín- útur eftir miðnætti á hljómsveitin Hljómar varð að hætta leik sín- um varð allt vitlaust og er ekki örgrannt um að hljómsveitin sjálf eigi nokkra sök á hvernig fór, því að hún hélt á- fram leik sínum í 20 mín útur eftir að dansi átti að Ijúka, og að sögn létu hljómsveitarmenn eins og örgustu villidýr. Þórir Maronsson, lögreglu- maður á Keflavíkurflugvelli var einn þeirra, sem þurfti að sker- ast í æðisleg slagsmál, sem urðu i samkomuhúsinu. ,,Þetta var óskapleg sjón að sjá", sagði Þórir. ,,Borð og stólar lágu eins og hráviði um allan sal, brotið ogsundurtætt, — þetta var eins og eftir sprengjuregn". Þórir sagði að aðstandendur dansleiksins heföu fengið þaö óvenjulega leyfi hjá sýslumanni að halda dansleik frá kl. 12 á miðnætti á mánudagsnótt til kl 2. Umboðsmaður nokkur Ámundi Ámundason, var einn aðili að dansleiknum. en dyra- yerðir f Sandgerði á móti hon- um. neysilcn;iir troðningur varí ^-> 10. r.íön. Nauðgunartilraun í Keflavík Maburinn baub til glebskapar i húsi, sem hann brauzt inn i 0 Maður nokkur i Keflavík var handtekinn i gærmorg- un i Keflavik ákærður fyrir nauðgunartilraun og fyrir að veita stúlku áverka. Þegar hann var handtekinn kom i ljós að hann hafði meira á samvizk- unni. Um nóttina hafði hann brotizt inr ' mannlaust hús og bauð þar til gleðskapar. Það var á áttunda tímanum á hvítasunnumorgun. að stúlka hafði samband við lögregluna Keflavík n» skýrði frá því að til- raun hefði verið gerð til að nauðga sér. Hún hafði ásamt nokkrum öðrum lent i gleðskap hjá þeim, sem hún ákærði Hafði sá boðið til gleðskapar- ins í húsi spm hann hafði hrot- izt inn í. Undir morgun leystist gleðskapurinn upp. en stúlkan varð eftir af einhverjum ástæð- um. Lögreglan f Keflavík taldi að hún hefði orðiff eftir, vegna þess að vinkona hennar ætlaði að sækja bil. Þegar hún var orðin ein eftir hjá manninum, hvrjaði hann að leita á hana með miklu oforsi og meinaði henni útgöngu. Hélt hínn stúlkunni inni í húsinu á aðra klukkustund og nlti hana um husið. Hún slapp út að lok- um, en þá hafði hann veitt henni nokkurn iverka. Lögreglan I Keflavik hefur áö ur haft afskipti af manni þess- um. Hann hefur m.a. verfð a- kærður fyrir líkamsárás.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.