Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 2
V1SIR . Þfiðjudagur 4. júní 1968. i' ■ -V 'i ■ -~\ ■í « ^ Þegar fór að rigna færðust gest- irnir i aukana og unnu 4:1 — en frnm að þeim timu mátti varla á milli sjá hvor aðilinn var hinn ,,svart-hvíti## Ökunnugur hefði get- Keflavíkur og þýzka at- að haldið í upphafi leiks vinnuliðsins Schwarz- Weiss að keflvíska liðið væri hið þýzka og öfugt. •V/ :• Upp úr þessu atviki skoruðu Keflvíkingar sitt eina mark. Sig. Albertsson álitu margir rangstæðan. Það gerðu búningalitir fé- laganna, Keflvíkingar voru klæddir svörtum og hvít- um búningum, en Þjóðverj- arnir frá svart-hvíta félag- inu voru alhvítir. Að auki virtust Keflvíkingarnir svo léttir og liprir að sjá miðað við hina þungu og klunna- legu Þjóðverja. En styrkleikinn átti eftir að koma í ljós. Þjóðverjarnir gáfu Keflvík- ingum aldrei flóarfrið í leiknum og enda þótt fyrstu 30 mínútumar eða svo væru nokkuð jafnar, fór að halla á Keflavík eftir það, ekki sízt eftir að tók að rigna í seinni hálfleik, þá var eins og þýzka liðið léttist, en það keflvíska varð þyngra og þyngra. Eina mark fyrri hálfleiks kom frá Þjóðverjunum. Það var á 32. mín. að Wolfmar innherji hljóp Ástráð v. bakvörð af sér, fékk sendingu inn fyrir og var ekki seinn á sér að notfæra þetta. Skor- aði hann örugglega 1:0. Snemma í seinni hálfleik skoraði Bahnenkampfer fyrir Þjóðverja 2:0. Þetta var mjög fallegt skot af víta teigi, gjörsamlega óverjandi skot i bláhorn marksins. Þriðja mark Þjóðverjanna var einnig óverjandi, en öllu slysalegra, því skot frá þýzkum sóknarmanni, gott skot, sem ekki er að vitað hvað hefði gert, lenti í varnarmanni hjá Keflavik, Iiklega Guðna, snarbreytti stefnu, þaut með snúningi eftir hálu grasinu í boga i gagnstætt ,hom og þar fór boltinn undir net- ið og út úr markinu. Héldu menn jafnvel að hér hefði ekki orðið mark, svo snöggt gerðust hlutim- ir. Þegar 11 mín. vom eftir af leikn um sendi Diter Wiershing, hinn skemmtilegi v. úthverji Þjóðverj- anna boltann fyrir markið. Þar tók Bahnenkampfer á móti og skoraði af 12—13 metra færi með skoti neðst í homið. Hinir 1200 áhorfendur í Keflavík í gær fengu þó loks að sjá íslenzkt mark þegar 2 mín. voru eftir. Það var Grétar Magnússon sem tók við boltanum eftir að markvörður þjóð verja lenti í erfiðleikum með háan bolta, sem kom að markinu, missti hann frá sér til Grétars sem skor- aði. Orslitin voru ekki ósanngjörn. Þjóðverjarnir voru mun sterkari að ilinn, þótt þeir reyndar væm ekki eins góðir í þesum leik eins og bú- ast mátti við af atvinnumönnum í iþróttinni. Langbeztur Þjóðverj- anna var útherjinn Wirsching, en mjög sterkir leikmenn vom þeir Húlsmann og Kracht. Liðið leikur allt of harða og grófa knattspymu til að geta orðið skemmtilegt í þess orðs fyllstu merkingu. Einn leik- manna sparkaði f Einar Magnússon að öllum ásjáandi. Hefði hann átt skiiið að fá „frí*‘ það sem eftir var leiksins, en Magnús Pétursson, hinn snjalli dómari f þessum leik, þyrmdi Þjóðverjanum 1 þetta sinn. Af Keflvíkingum bar Kjartan af f markinu, varði oft snilldarvel og verður ekki séð hvaða markvörður hérlendis stendur honum á sporði um þessar mundir. Sigurður Al- bertsson átti nú sinn bezta leik í sumar og var mjög góður, Jón Ólafur var sprækur, en Magnús Torfason einlék of mikið, hreinlega bauð Þjóðverjunum upp á að „takkla“ gróflega. Gavrilov NÚ MÆTAST REYKJAVÍKURFÉ- LÖGIN í 1. DEILDINNI Fram og KR leika i kvöld — sjaldan hefur spennan veriö eins mikil i 1. deild í kvöld veröur Reykjavík vett- vangur 1. deildarinnar f fyrsta sinn Keppa um heims- meisfaratign í haust • Evrópumeistararnir í knatt- spymu, Manchester United og S.-Ameríkumeistararnir Estudi- antes frá Argentínu munu mætast í haust og keppa um heimsmeist- aratitil knattspyrnufélaga. Var þetta ákveðið f Manchester um helgina, og leikur Manchester gegn argentínska liðinu 4. sept. n. k. í Buenos Aires, en 25. sept. mætast liðin í Manchester. Þurfi aukaleik til að útkljá hvort liðanna verður heimsmeistari, verður aukaleikur- inn annaö hvort í Hamborg eða Amsterdam 3 dögum sfðar. • Framkvæmdastjóri argentínska liðsins undirstrikaði á blaða- mannafundi að lið hans væri frægt fyrir aö leika fallega knattspyrnu án grófheita. „en viö leikum auð- vitað enga kvennaknattspyrnu", bætti hann við. Hann var ekki á því að hér yrði um neina endur- tekningu á hneykslisleiknum milli Celtic og Racing f þessari keppni að ræða, en þá var 6 leikmönnum vísað af velli eins og menn muna. í ár. Það eru Fram og KR, sem I þjálfara hefur tckizt að sameina mætast í deildinni að þessu sinni j þessa krafta. og eflaust er miklll spenningur | Fram er með sterkt lið, sem lék fyrir þessum leik. Oft hefur 1 deild | verið eitt spurningarmerki eftir' í fyrstu leiki félaganna, en aldrei j ; hefur þetta spurningarmerki verið | j eins stórt og það er í ár. ■ Ástæðan fyrir þessu er fyrst og : fremst sú, að Vestmannaeyingar sigra íslandsmeistara Vals með ' tal.sverðu öryggi og koma ekki : fram eins og lið hafa gert til þessa ; f þeirra sporum. full af vanmáttar- : kennd gagnvart ,.þeim gömlu" í deildinni. Þá hafa Akureyringar ; komið hingað suður og unnið í Keflavfk í fyrsta sinn, sem einnig j er nýmæli. Akureyringar eru vanir j aö tapa fyrstu 3—4 leikjunum, en j vinna síöan þáð sem eftir er, eða j svo gott sem. í 1. deild i fyrsta sinn f fyrra og vakti athygli með því að ná öðru sæti í keppninni. Einnig þetta tið er stórt spurningarmerki. í leik Fram og KR á dögunum f Reykjavíkurmótinu vann Fram með 2:1 í fjörugum Ieik, eins og menn muna e.t.v. stökk 2,20 • Tveir Rússar virðast ætla að verða keppinautar um gullið í hástökki í Mexíkó í haust, þegar Ölympíuleikamir fara fram. Það eru þeir Valentin Gavrilov, sem um helgina stökk 2.20 metra f Moskvu, og Valerij Skvortsov, en sá fyrr- nefndi hefur alltaf nema einu sinni sigrað þennan landa sinn, það var á EM innanhúss i Madrid, þegar báðir stukku 2.17 metra. Gavrilov er 22 ára gamali stúdent og á bezt innanhúss 2.18, en 2.20 er hans persónulega met. Norðurlandametið / kúlu- varpi bætt um 26 cm. — en Guðmundur Hermannsson bætir Islandsmetiö stórlega á hverju móti — nú siöast á EÓP-mótinu i 18,45 — Noröurlandamet Svians Bruch er nú 19,30 metrar KR mætir til leiks að þessu sinni meö liö, sem sannarlega lítur vel út, alla vega á pappírnum, og nú er það spurningin hvort KR verður eitthvað annað og meir en ,,lið á nappírnnm". Með menn eins og Þórólf %eck, Eyleif Hafsteinsson, Gunnar Felixson, Baldvin Baldvins- son(?) og fleiri af harðskeyttustu sóknarmönnum. okkar ætti KR að geta orðið sterkt lið. Þar er að finna sterka einstaklinga en spurn- ingin er bara sú, hvort Pfeiffer $ Menn gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því að Guðmund ur Hermannsson, hinn 43 ára gamli lögreglumaður, sem á tvcim undanförnum mótum Vormóti ÍR og EÓP-mótinu, befur bætt íslandsmetið um rúma G0 sentimetra, er kominn framarlega á afrekaskrá Norð- urlardanna í kúluvarpi, en nýj- asta met hans i greininni er 18.45 og enginn er kominn til með að segja fyrir um hversu langt hann varpar kúlunni i sumar. Þetta virðist aðeins byrjunin. • Um helgina var nýtt Norð- urlandamet sett i kúluvarpi í Stokkhólmi. Það var OL-von Svía, Ricky Bruch, sem kom nú fram eftir meiðsl. sem hann hef- ur átt við að striða og varpaði kúlunni 19.30 métra og bætti Norðurlandametið um 26 senti- metra. Sjálfur átti hann metið áður, Serían var þannig: 18.42 — 18.82 — 18.38 - 19.30 — 18.73 og ógilt kast. 9 Sannarlega væri gaman að sjá Guðmund i keppni við 3—4 af beztu kúluvörpurum Norðurlanda. E.t.v. er möguleiki á að hann hitti þá í keppni í sumar og ætti það að vérða gagnlegt fyrir Guðmund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.