Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 4. j... 5 Þátttakendur í leikförinni. Þjóðleikhúsið sendir leik flokk til Norðurlanda Galdra-Loftur meB tónlist Jón Leifs sýndur ■ 1 gær, mánudag, fór 20 manna leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu utan til Finnlands, Svíþjóð- ar, og Noregs. Leikritið sem sýnt verður er Galdra-Loftur eft ir Jóhann Sigurjónsson. Þetta er í annað sinn, sem Þjóðleikhúsið sendir Ieikflokk til Norðurlanda, en það var árið 1957, sem farið var með Gullna hliðið í leikför til Danmerkur og Noregs. Guðlaugur Rósinkranz er meö í þessari leikför, en fararstjóri er Klemenz Jónsson. Mun flokk- urinn fyrst sýna í Helsingfors í Svenska Teatern, síðan í Stadsteat- ern í Stokkhólmi og að lokum i Det Norske Teater í Osló. Aðalleikendur eru eins og áður þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar j Eyjólfsson, en leikstjóri er Bene- dikt Árnason. Með önnur stór hlut verk fara: Erlingur Gíslason og Val gerður Dan, en hún leikur nú hlut- verk Dísu í stað Margrétar Guð- mundsdóttur, sem fór með það hlut verk, er leikurinn var sýndur í Þjóð leikhúsinu í vetur. Tónlist við leikritið er eftir Jón Leifs og er hún flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands inn á segulband og verður það tekið með í förina. Kostnaður við þessa leikför er eng- inn, þar sem Þjóðleikhúsið fékk styrk frá Den Nordiske Kultur For- bund að upphæð 50 þúsund dansk- ar krónur, en mjög erfiðlega gekk aö fá þennan styrk. Til að kynna fslenzkt leiklistarlíf sem mest fyrir þessa utanför, gerði íslenzka sjónvarpið kvikmynd um fslenzka leiklist f samráði við Þjóð- leikhúsið og verður myndin send fyrst til Finnlands, en sýningartfmi myndarinnar er um 15 mínútur. Að lokum viljum við óska leikflokkn- um góðrar ferðar og megi þeir verða íslenzku þjóðinni til mikils sóma. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónsföð, bifreiðaþjónusfo LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. HVER AF ÞESSUM ÞREM KAFFITEGUNDUM ER BEZT? Það er smekksatriði - hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. * 0. J0HNS0N & KAABER VEIJUM ISLENZKt(Jcj)lSLENZKAN IDNAD * 4* BÚLGARÍA Ánægjulegir sumarleyfisdagar á Gullsöndunum ún vegubréfsúritunur Flugferöir frá Kaupmannahöfn meö 4ra mótora Turbo-þotu 8 dagar frá kr. 5.105.— (meö fæði) 15 dagar frá kr. 6.430. - (með fæöi) Eða ennþá ódýrara: Flugferð og gisting hjá gestrisnu og viðkunnanlegu fölki. Næturgisting.... Verð kr. 4.250.- til 5.555.— — m/morgunverð Verð kr. 4.595.- til 6.155.— — m/einni máltíf Verð kr. 4.995.- til 7.230.- — m/báðum mált. Verð kr. 5.155.- til 8.270.— BROTTFÖR HVERN LAUGARDAG. Gullsandar, 17 km noröur at hafnarbænum Vama, er fall- egasti og bezti sumarleyfis- bær Búigaríu. Þar er megin- landsloftslag (milt á vetrum og þægilegt á sumrin). Al- skýjað og rigning er sjaldan, og allt að 2240 sóískinsstund- ir á ári. Meðalhiti ( júlí 22°, ekki yfir 33—34° heitustu dagana. Hiti f sjónum er milli 20 og 28°. Hótel: Perla, Palma, Morsko Oko er eitt af beztu og ný- tízkulegustu hótelum á Gull- söndunum. Gullsandar — friðsælt. skemmtilegt og sérkennilegt. Gullsandar — ákjósanlegir skemmtunarmöguleikar á sanngjörnu verði. Gullsandar — miðstöð ferða til Istanbul, Odessa, Sofiu, Athen. GuIIsandar — mikill afslátt- ur fyrir böm. Biðjið um bæklinginn með rósinni á ferðaskrifstofu yðar. 4. alþj. ballettsamk. 8. júli—20. júli. 9. heimshátíðarmú' fyrir ungt fólk 28. júli—6. ágúst. '6. alþj. heimsfundur tannlækna FDI 16. sept.—22. sept. — þar að auki alþjóðlegit tónleikar, þjóðlaga og þjóðdansasýning o. s. frv. VELJIÐ BÚLGARÍU I ÁR. Pantanir hjá ölium isienzkum ferðaskrifstofum. Balkanturist, Fredriksberggade 3, KBH. K. Tlf. 1 35 10. Vinsamlega sendið mér um hæl ferðabækling um Búlgaríu. Nafn .................................................. Heimilisfang .......................................... Frá Samvinnuskóianum Bifröst Umsóknir um Samvinnuskólann skulu hafa borizt fyrir 1. júní 1968. Inntökuskilyrði eru gagnfræðapróf eða landsp. óf og fylgi afrit af prófskírteini umsókninni. Umsóknir berist skrifstofu skólans, Sambandshúsinu við Sölv- h'io^ötu. keyk' vfi- — Samvi. 'i- inn, Bifröst — Fræðsludeild. Samvinnuskólinn Bifröst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.