Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 8
s V í SIR . Þriðjudagur 4. júní 1968. trisiR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðia Vfsis — Edda hf. Tækifæri almannavarna Litlu munaöi, að flóðið í Elliðaánum í vetur lokaði annarri samgönguleiðinni úr Reykjavík, ryfi megin- æðar bæði kaldavatns- og heitavatnskerfisins og tæki rafmagnið af höfuðborgarsvæðinu. Hið sama gæti einnig gerzt í jarðskjálftum eða eldsumbrotum. Skemmdarvargar og mótmælaspjaldafólk gætu einn- ig ógnað Reykjavíkursvæðinu á þennan hátt. Flóðið í vetur sýndi, hve berskjölduð þjóðin er gagnvart náttúruhamförum og hernaðaraðgerðum. Flóðið varð til þess að draga verulega úr hinum al- menna sofandahætti, sem hér á landi hefur ríkt gagn- vart almannavörnum. Árum saman hefur verið litið á almannavarnir sem hálfgert feimnismál, en nú eru augu manna sem betur fer að opnast fyrir nauðsyn og mikilvægi almannavarna. í kjölfar flóðsins fylgdi margvísleg gagnrýni og háð um framkvæmd almannavama hér á landi. Þessi gagnrýni var að flestu leyti réttmæt, en missti marks að töluverðu leyti, vegna þess að hún beindist ekki að réttum aðilum. Skrifstofa almannavama var harð- lega gagnrýnd fyrir vanrækslu annarra aðila. Skrifstofa almannavama sér samkvæmt lögum um fræðslu, rannsóknir og mælingar og almenna skipu- lagningu, en um framkvæmdir eiga sveitarfélögin sjálf að sjá um. Þótt almannavarnalögin hafi verið í gildi í meira en fimm ár og ríkið bjóðist til að kosta framkvæmdir að verulegu leyti, hafa aðeins tvö sveit- arfélög, Reykjavík ög Akranes, séð ástæðu til að stofna almannavarnanefndir til að sjá um fram- kvæmdir. Afstaða allra hinna sveitarfélaganna er dæmigerð fyrir sofandaháttinn, sem hér hefur ríkt í þessu efni. Þá hafa margar opinberar stofnanir vanrækt að gera ráð fyrir neyðartilfellum. Dæmi um það er, að útvarpsstöðin á Vatnsendahæð fer út í hvert skipti, sem rafmagnslaust verður á svæðinu, en þá er ein- mitt mest þörf fyrir útvarp. Það mundi ekki kosta mikið að hafa olíuvél til vara á Vatnsendahæð. En þetta skeytingarleysi er því miður dæmigert. Þrátt fyrir allt eru þessi viðhorf að breytast og eiga flóðin og hafísinn mikinn þátt í því. Væri nú ekki at- hugandi fyrir skrifstofu almannavarna að fara meira fram hjá sofandi sveitastjórnum og snúa sér beint til fólksins og félagssamtaka þess? Þetta hefur verið gert, en það má gera meira af því. Almannavamir, Rauði krossinn, Slysavarnafélagið og Flugbjörgunar- sveitin þurfa að taka höndum saman um að byggja udd almannavárnasveitir, bæði til að skipuleggja að- gerðir í neyðartilfellum og til að útvega fjármagn til nauðsynlegra framkvæmda. Raunverulegum almannavörnum verður ekki kom- ið af stað hér á landi nema með stuðningi almenn- ingsálitsins og mikilli þátttöku áhugafólks. Og nú fyrst er einmitt tækifærið til þessa. i! \\ Dr. Kiesinger, sambandskanslari. Óvissar horíur um áframhald á samstarfi stjórnar- flokkanna í Bonn ■ Samstarl kristilegra lýð- ræðissinna og jafnaðarmanna f Vestur-Þýzkalandi virðist vera í nokkurri hættu að ekki sé meira sagt. Norðurlandablöð birta um það greinar með fyrir- sögnum um, að þaö „heyrist brak og brestir í samstarfs- byggingunni“, — Willy Brandt utanríkisráðherra vilii fara frá og dr. Kiesinger kanslari þori ekkl að fara að heiman og hafi frestað áður ákveðinni opin- berri heimsókn til Spánar og Portúgal. Um þetta segir m. a. í grein í dönsku blaði 27. maí: \7’estur-þýzki sambandskansl- arinn dr. Kiesinger hefir aflýst þessa dagana opinberri heimsókn til Spánar og Portú- gals, en Willy Brandt úr flokki jafnaðarmanna, utanríkisráð- herra og varakanslari sam- bandsstjónarinnar, hefir enn á ný látið í það skina, að hann óski að láta af störfum „til þess að geta helgaö starf sitt vanda- málum flokksins (jafnaöar- manna), og tvívegis hefir Kiesinger fengið hann ofan af þessu. Sambandsstjórnin hefir veriö í mjög aukinni hættu og vanda vegna undanþágulaganna, sem hafa valdið miklum deilum, andmælum á fundum og kröfu- göngum, og verður ekki enn séð hvort á þeim verður áfram- hald eöa þær hjaðna. en laga- frumvarpið hefir verið af- Willy Brandt, utanríkisráðherra og vara kanslari. greitt til efri deildar, sem verður að hafa lokið umræðu um það og afgreiðslu þess eigi síðar en 14. júlí. Þegar eftir samþykkt frumvarpsins kom til mikillar andmælaaðgerða í Frankfurt, Miinchen og vlöar. 1 miðhluta Frankfurt varð alger umferðarstöövun. Allur sá þytur sem orðið hef- ir um það mál hefir leitt í ljós, að í Vestur-Þýzkalandi sem i Frakidandi og fleiri Evrópu- löndum, er mikil óánægja og ólga í hugum manna. Frakkland stendur á tímamótum. Á ltallu unnu stjómarflokkamir þing- kosningar, en Sameinaði jafnað- armannaflokkurinn fór illa út úr þeim og tapaði iy2 milljón atkvæða. Svo gæti farið að Kristilegir lýðræðissinnar yrðu að mynda minnihluta stjóm. I Belgíu hefir á annan mánuð verið reynt að ná samkomulagi um ríkisstjóm, en ekki tekizt. Hvert, sem er litið, er ólga 1 mönnum og loft allt lævi blándið vlða. Alls staðar virðist stefna til öngþveitis og upp- lausnar. Hin nýju lög veita stjóminni heimild til þess á hættutlmum, að grlpa til einræðislegra að- gerða, en menn segja, að spor Hitlers hræði, og reynslan sýni, aö vald það, sem hann fékk hafi orðið til bölvunar. Á sum ákvæði laganna verður að Hta með hliðsjón af þvi, að jafnaðrmenn biðu ósigur í kosningum I Baden-Baden, og vom það þjóðernissinnar, oft kallaðir ný-nazistar, sem unnu mest á, svo sem greint hefir veriö I fréttum. Svo mikill er áhuginn að ræöa hin nýju lög og andmæla þeim, að leikhúsin hafa verið tekin fyrir fun'darstaöi. Það var og þetta lagafrumvarp sem leiddi til stúdentaóeirða I Vestur- Berlín, Frankfurt, MUnchen og fleiri borgum. Það er vegna þess, að Kiesing- er óttast, aö óeiröasamt tímabil sé framundan, að hann þorir ekki að fara I Spánarheimsókn ina. Jafnaðarmenn Vestur-Þýzka- lands óttast frekara fylgistap og 'iað er lagt æ fastara að Willy Brandt I flokknum, aö segja af sér. Þetta og fleira er vert að hafa I huga, er á það er minnt, að nú, meira en mánuði eftir aö kosningar fóru fram í Baden- Wurtemberg, hefir ekki enn tek- izt að mynda þar samsteypu- stjórn. vegna andspyrnu deildar jafnaðarmannaflokksins þar í jafnaðarmannaflokknum ala menn sem sagt áhyggjur þungat og stórar um framtíð flokksins ef hann heldur áfram samstarf inu við kristilega lvðræðissinna Kristilegir lýðræðissinnar hafa árangurslaust reynt að ná samstarfi við Frjálsa demoKraia sem vildu ekki vera með í sam- stevnustjórn Samstarf 'uó þjóðernissinna, sem oft eru kallaðir ný-nazistar. kemur ekki til greina. Takist ekki aö mynda nýja stjórn í Baden-Wurtemberg fyrir 11. september verða að fara þar fram nýjar kosningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.