Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 7. júní 1968. 3 „Þetta er sú stund, er allir Bandaríkjamenn verða að takast í hendur til þess sameiginlega að þræða leiðina á myrkri nóttu til nýrrar dagrenn- ingar“. Svo mælti Johnson Banda- rfkrjaforseti i gær, er hann á- varpaði þjóð sína, eftir að henni og þjóðum heims hafði borizt harmafregnin, um andlát Ro- berts Kennedys öldungadeild- arþingmanns, þess leiðtoga, sem hinir snauðu og kúguðu og ung- menni landsins bundu framtíð- arvonir við sem leiðtoga, og ótal margir aðrir, á ýmsum aldri og úr ýmsum stéttum, en svo hafði hann sjálfur markað stefnu sína, i þeirri baráttu, sem hann stóð í, er hann varð að hlíta sömu örlögum og bróðir hans, John F. Kennedy, forseti Banda- rikjanna, að falla fyrir morð- ingja hendi, en svo hafði Ro- bert Kennedy markað stefnu sína, er hann tilkynnti ákvörðun sína, að gefa kost á sér sem forsetaefni demokrata: „Ég gef kost á mér til þess að finna leið til framdráttar nýrri stefnu, að binda endi á blóðsútheHingar í Vietnam og borgum okkar, stefnu til þess að brúa bilið, sem nú er milli blakkra og hvítra, milli auðugra og snauðra, milli aldraðra og tmgra — I þessu landi og hvar- vetna í heiminum". Og á hinum mikla harmsdegi, er andlát Roberts Kennedys, bar að höndum fyrirskipaði Johnson forseti, að stjömu- fáninn, þjóðfáninn, skyldi blakta í hálfa stöng hvar- vetna, um gervöll Banda- ríkin, á bandarískum skipum á heimshöfunum og í höfnum, á sendiráðum og yfir bandarísk- um stöðvum, þar til útförin er um garð gengin, en lfk hans verður jarðsett í Arlingtoa kirkjugarði, þar sem hvíla beztu synir þjóðarinnar, er létu lífið í þágu hennar. Forsetinn mælti: „í kirkjum vorum, heimilum vorum og í hjörtum vorum verð um vér gagnvart guði og sjálf- um oss, aö taka þá ákvörðun að starfi Roberts Kennedys i þágu framfara og réttlætis veröi haldiö áfram“. Robert F. Kennedy var fædd- ur 20. dag nóvembermánaðar 1925, sonur Josephs Patricks Kennedys (f. 6. sept. 1888), bandarísks auðjöfurs og diplo- mats, en hann gegndi m. a. ambassadorsstarfi í London, og konu hans Rose. Bömin voru níu, fjórir synir og fimm dætur. Af bræðrunum er nú Edward (Ted) öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts einn eftir. Eins og getið var hér £ blaðinu nýlega var þeirra elztur Joseph F. Kennedy yngri, sem var í bandaríska flughernum i síðari heimsstyrjöld og beið bana 1944, en hann var glæsi- og gáfumaður, og miklar framtíð- arvonir við hann bundnar af föður hans og allri Kennedyætt- inni, en miklar vonir rættust við vaxandi gengi hinna son- anna, Johns F. Kennedv, sem varð öldungadeildarþingmaður og síðar forseti, Roberts, og síðar Edwards, yngsta sonarins. En saga þessarar merku ættar var saga baráttu og sigra, en einnig mótlætis og sorga, og var það nýlega rakið stuttlega hér i blaðinu. Robert Francis Kennedy gerð- ist lögfræðingur, stundaði nám i Harvard-háskólanum og Virg- inia Lagaskólanum. Um tíma var hann blaðamaður, stríðs- fréttaritari í Palestínu fyrir BOSTON POST, var snemma þátttakandi £ opinberum störf- um. Dómsmálaráðherra var hann 1961 — 65, öldungadeildar- þingmaður fyrir sambandsríkið New York frá 1965. Rúms vegna verður að stikla á stóru, en til viðbótar skal þessa getiö: Robert Kennedy varð 42 ára og hafði að baki 151 ára feril sem opinber starfsmaður og stjómmálamaður. Hann var aðeins 27 ára, þegar hann stjórnaði kosningabaráttu bróður síns, Johns, er hann bauð sig fram til setu í öld- ungadeildinni, en á því ári — 1952 — gekk demokrötum yfir leitt illa á vettvangi stjómmál- anna, og f forsetakosningum sigraði Dwight D. Eisen'hower með yfirburðum. Robert Kennedy varð ráðu- nautur ýmissa þingnefnda og fékk náin kynni af mönnum og málum og stjómarháttum. Hann stjórnaði kosningabar- áttunni fyrir bróður sinn í for- setakosningunum 1960 og 1961 var hann skipaður dómsmála- ráðherra. Hann baöst lausnar frá því starfi 1964 nokkru eft- ir dauða Kennedys forseta, og var kjörinn öldungadeildarþing- maður árið eftir. Robert Kennedy lagði sig alla tíð fram til að vinna að félags- legum umbótum og var hvetj- andi til aukinna átaka í þeim Robert Kennedy (til vinstri) á göngu með Edward, sem nú er einn á lífi þeirra bræðra. efnum af hálfu bæjar- og sveit- arfélaga, hinna einstö.ku rikja og sambandsstjómarinnar og einstaklinga. í öllu voru þeir sem einn maöur í baráttu góðra málefna, hann og forsetinn, bróðir hans. Þeir voru forustu- menn í baráttunni fyrir aukn- um mannréttindum, baráttunni fyrir, að blökkufólkið í landinu fengi að búa við jafnrétti. Og eftir hið sviplega fráfall bróður síns hélt þann ótrauður barátt- unni áfram til hinztu stundar. Áhugi hans var á sviði utanrfk- is- sem innanlandsmála. Hann var þeirrar skoðunar, að Banda- ríkjastjórn hefði átt að fyrir- skipa fyrir löngu að hætta loft- árásum á Norður-Vietnam, i þeim tilgangi, að greiðara yrði að ná samkomulagi um frið. , Hann var þeirrar skoðunar, að afstaöa stjórnarinnar til sam komulagsumleitana hefði ekki verið nægilega sveigjanleg, og hann hélt þvi fram, að Suöur- Vietnamar hefðu ekki lagt sig fram sem skyldi á hinum hem- aðarlega vettvangi, og látið Bandaríkjamenn oft bera hita og þunga dagsins, en megin- áherzlu lagði hann á, að afstaða og stefna Bandaríkjastjórnar i Vietnam hefði verið á þeim mis- skilningi byggð, að málin yrðu leyst með hernaðarlegum sigri, en ekki vilja, skoðunum og afstöðu fólksins í Suður-Viet- nam. Robert Kennedy gagnrýndi einnig afstöðu stjómar Johnson gagnvart hinu kommúnistiska Kína, og hafi hún orðið til þess að stuðla að einangrun Kína, i stað þess að koma kinversku þjóðinni í félagsskap annarra þjóða. Kennedy vildi láta Kína taka þátt í afvopnunarumræðun um í Genf og hann vildi ekki 5. síða. Þessi mynd af Kennedyfjölskyldunni var tekin fyrir mörgum árum og greinilega lék þá allt í Iyndi. Á myndinni miðri eru gömlu hjónin, Jose.p Kennedy (með gleraugu) og Rose, kona hans (situr fyrir framan hann, lengst til vinstri: Ethel, Smith (tengdasonur) og Jean kona hans, - í miðju John F. Kennedy og Robert, Sargent Shriver og kona hans Eunice, Peter Lawford og kona hans Patricia (skildu). Sitjandi, Jackie og Edward (Ted), ROBERT F. KENNEDY OGREIDDIRI REIKNINGAR' LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA.. Þad sparar ydur t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 —III hæd -Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3lmur) » /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.