Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 9
V1 SIR . Föstudagur 7. júní 1968. 9 Franskar konur og menn. Sem varöveizlumaöur að lögmætishugtaki þjóðar og lýöveldis hef ég síðasta sólarhringinn íhugað blákalt alla þá möguleika undantekningarlaust, sem ég hef tii að vemda það og viðhalda. ' Ég hef tekið mínar ákvarðanir. Við núverandi kring- umstæður .nun ég ekki draga mig til baka. Ég hef umboð alþýðunnar, er ég mun standa við. Ég mun ekki afneita forsætisráðherra mínum, sem á skilið virðingu okkar allra fyrir manndóm sinn, samstarfsvilja og frá- bæra hæfileika. Hann mun leggja fýrir mig tillögur um breytingar á ríkisstjórn sinni, sem hann telur að muni koma að gagni. Ég ieysi þjóðþingið upp í dag. Ég haföi lagt til að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem borgurunum yrði gefiö tækifæri til að segja álit sitt á víötækum umbótum í efnahagsmálum og í háskólum okkar, þar sem þeim gæfist um leið kostur til að segja, hvort þeir álitu mig trausts verðan eða ekki, með þeirri einu raust '•em hægt er að taka mark á, — raust lýö- ræðisins. Ég sé nú, að hið alvarlega ástand hindrar það efnis- lega, að þjóöaratkvæðagreiðsian sé haldin. Þess vegna hef ég ákveðið að fresta henni. En kosningar til lög- gjafarþingsins munu fara fram inisan þess frests, sem stjómarskráin áskilur, nema einhverjir hafi í hyggju aö múlbinda gervalla frönsku þjóöina með því að hindra hana í aö láta í ljósi skoðanir sínar á sama tíma og þeir ætla að hindra hana í að lifa, — með sömu aöferöum og þeir hindra stútíentana í að stunda námið, kennarana í aö kenna og verkamennina í að vinna. Aðferðirnar eru ógnanir, eitmn og harðstjórn og þeim er beitt af samtökum, sem vom skipulögð fyrir löngu í þeim tilgangi, af stjómmálaflokki sem er fyrir- tæki einræðishreyfingar og gildir hið sama þó hann hafi nú eignazt keppinauta á því sviði. En ef þetta ástand ofbeldis varir áfram, þá mun ég grípa til ann- arra ráða í samræmi við stjómarskrána til að vemda lýðveldið, því að aðrar leiöir em til við hliðina á al- mennri atkvæðagreiðslu. Umfram allt er hvarvetna og nú samstundis þörí fyrir að skipuleggja aðgerðir þjóðfélagsþegna til stuðn- ings ríkisstiórninni og til styrktar héraösstjórunum. sem em og munu veröa sérstakir fulitrúar lýöveldisins og bera ábyrgð á því að tryggja tilveru fólksins. Alltat og alls staðar er Frakklandi nú ógnaö af einræðinu. Þeir vilja þröngva þjóðinni til að beygja sig undir þaö vald og hyggjast nota örvæntingu hennar til að koma því á. Þetta vald verður augljóslega í eðli sínu vald ot- rfkismannsins, það er að segja vald kommúnistaein- ræðis. Að sjálfsögðu mundu þeir fegra þaö i byrjun, villa um fyrir mönnum á sama tíma og þeir notfærðu sér metorðagimd og gremju þeirra stjórnmálamanna, sem telja sig hafa orðiö útundán. En að því búnu yrðu þeir fljótt léttvægir fundnir. Já, svo er nú það, en — nei, Iýðræðið mun ekki afsala völdum. Fólkið mun rfsa upp aftur. Framfarir, sjálfstæði og friður munu færa því frelshjljifi.lýðræðið! Lifi Frakkland! > m m ■ ■ r.v.Vi r.v. I ■ ■ ■ ■ ■ I LÝÐVELDIÐ EKKI AFSALA VÖLDUM llTér fyrir ofan birtist í heild ræða sú sem de Gaulle for- seti flutti til þjóðar sinnar í síðustu viku. Eins og sjá má, var hún ekki löng, aðeins fá orð en hnitmiðuö. Það er aldrei hægt að þýða franska ræðu svo að hún missi ekki mikils. Frakk- ar hafa á reiðum höndum í tungumáli sínu sláandi orð yfir heimspekileg og stjórnmálaleg hugtök, sem verða ankanaleg í okkar samsetningum á orö- stofnum. Samt ætti þetta að gefa fólki örlitla hugmynd um þá "tignu og stórbrotnu stund, þeg- ar þessi aldna hetja talaði til þjóðar sinnar, en sýndi engin merki þess að bak hans væri aö bogna. Að vísu veröur að taka fram, að enn er ekki séð fyrir endann á vandræöaástandinu í Frakk- landi og engu verður heldur spáð um úrslit þingkosninganna, sem efna á til 23. júní. Og heldur ekki er auðvelt aö sjá fyrir hverjar veröa til langframa af- leiðingarnar af margra vikna framleiöslustöðvun og þeim ó- raunhæfu launahækkunum, sem nú eru þröngvaðar fram. En hvað sem því líður, verður aug- Unum ekki lokað fyrir þvi, aö þessi ræöa de Gaulles var ein af stærstu stundunum í lífi hans og frönsku þjóðarinnar. Hver sem áhrif hennar verða til lang- frama, þá fór hún slíkum raf- straumi um að minnsta kosti mikinn hluta þjóöarinnar, aö mér virðist að hún muni í sög- unni verða talin þriðja stóra ræðan hans, þar sem þessi merkilegi maður sýndi þvílíkan áhrifamátt, að líktist krafta- verki, sem streymi með leysandi afli út í hvert hérað Frakklands. Sú fyrsta var auövitað ræða hans er hann reis einn upp gegn hinum franska uppgjafaranda gagnvart innrás Þjóðverja 1940, hélt í útlegð til Lundúna og ávarpaöi þjóð sína i BBC- stöðina. þá sem óþekktur hers- GREÍN UM KENNEDY Á morgun birtist í Vísi grein eftir Þorstein Thor- arensen um Kennedy- morðið. höfðingi 18. júní 1940. önnur ræöan var þegar franski herinn I Alsír gerði upp- reisn gegn ráðstöfunum hans til að leysa Alsirdeiluna og hlóð götuvirki í Algeirsborg og Oran. Þá flutti hann ræðu sem bræddi samsærið eins og salti væri kastað á ís. /~kg nú vinnur hann þriðja af- ' y rekið, sem enginn hefði getað trúað eða ímyndað sér. Þegar ég skrifaði síðustu grein, virtust öll sund lokuð. Fyrra til- boö de Gaulles varöandi skjótar umbætur og þjóðaratkvæða- greiðslu hafði falliö líkt og dautt niður við hæðnishlátur andstæöinga hans. Það gaf enga von, varö þvert á móti kærkom- ið tilefni til aö ráðast á náinn. Undirtektirriar virtust sýna það svart á hvitu ,að de Gaulle hefði misst alla tiltrú, dagar hans við stjórnvölinn væru nú taldir, þegar áhöfn skipsins öll geröi uppreisn gegn honum og neitaöi að hlýða fyrirmælum hans. Enn mögnuðust verkföllin, breiddust út eins og eldur í sinu til æ fleiri framleiðslu- greina og óeirðamenn héldu De Gaulle. töluðu menn um að borgara- styrjöld væri að brjótast út í landinu, þó ekki væri ljóst, hvaða aðili ætti að taka upp baráttu við róstumennina, þar sem þeir áttu leikvanginn, það inn var horfinn úr borginni, hafði farið með þyrlu, að því er talið var í fyrstu til sveita- seturs síns, en þar var hann heldur ekki finnanlegur. Þá átti fimmta lýðveldið aðeins eftir að taka siðustu andvörpin. Það þótti einsýnt að hann myndi segja af sér, en enginn hafði hugmynd um, hvað við myndi taka, — valdarán komm- únista? — allt landið blóðvöllur innbyrðis bardaga milli borg- aranna? Tj’n svo gerðist kraftaverkið. Næsta dag kom de Gaulle aftur, til höfuðborgarinnar og Varð þá uppvist að hann hafði farið austur i Elsass á tal við yfirmenn hersins til að tryggja sér hollustu þeirra. Nú kom hann aftur endumærður og hress og eitilharðari og ákveðn- ari en nokkru sinni fyrr og flutti þá ræðu, sem hér birtist. Áhrif hennar voru vægast sagt furðuleg. Það var engu líkara en að hún hefði snúið vindáttinni eða gangi himin- tungla. Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar fólk tók að streyma út á götumar og stefndi niður á Concorde-torg, Champs sigri hrósandi um stræti París- arborgar. Það var líkt og þeir þættust eiga þessa frægu heims- borg eins og hún var nú meö ódaun af rotnandi matarleifum og rusli á öllum gangstéttum. Fréttir bárust um að lögreglu- menn væru í samtökum um að gera uppreisn, þeir vildu ekki hætta lifi sínu og limum í þess- um suðuhver, heldur snúa heim og hætta að skipta sér af því, þó landið yrði lagalaust ræn- ingjabæli. Þannig ólgaði upp- reisnarástandið og stjóm- leysið. Mendés-France kom fram á sviðið og kvaðst reiðubúinn að þjóna fööurlandinu með því að taka við stjórnartaumunum af de Gaulle. Og sfðast varö þess jafnvel vart, að fjöldi fylgismanna forsetans í stjórn- arflokknum — fylkingu 5. lýð- veldisins — voru orðnir honum fráhverfir. Menn töluðu um að þeir væm eins og rottur að yfir- gefa hið sökkvandi skip. Einnig hefði þá helzt átt aö vera aö kommúnistar og anarkistar færu að bítast um beinin í hræi hins hrunda Frakklands. JTámarki náði vonleysið, þeg- ár það vitnaðist, að rikis- ráð Frakklands, sem þó hafði að meirihluta verið skipað fylg- ismönnum de Gaulles, ógilti til- boð hans um þjóðaratkvæða- greiðslu — hún bryti i bág við stjómarskrána með því að geng- ið værí framhjá þjóðþinginu. Þannig var hrúndið margra ára stjómaraöferðum de Gaulles og var það að vísu vel, ef ekki hefði allt virzt um síðir og land og þjóö aö hrapa fram af hengi- flugi. Við þessa ákvörðun brá svo við, að de Gaulle hvarf á brott úr París í mikilli skyndingu. Hann haföi boðað ráðherra á fund sinn og ekki vannst einú sinni tími til að afboða þá. Menn vissu þaö eitt, að forset- Elyseés og að Sigurboganum. Allur þessi fjöldi varð að fara fótgangandi langar leiðir úr hinum ólfku hverfum, því að almenningsvagnaferðir lágu niðri. Fólk safnaðist saman sjálfkrafa, þvi að allt kom svo á óvart, að litill sem enginn tími gafst til skipulagningar. Og áður en við var litið hafði því- líkur manngrúi safnazt þama saman, að ekkert slíkt hefur sézt þar í borg allar götur síðan París fagnaði frelsi sínu í ágúst 1944. Áætlað hefur verið að mannfjöldinn hafi verið einhvers staöar á milli 600 þúsund og hátt upp í milljón, en ekki er gott aö meta þaö, því að mann- söfnuðurinn gekk þarna I marg- ar klukkustundir og má vera að sumir þeir er fyrst komu hafi verið horfnir á braut. Undir kvöld vom jafnvel famir aö koma á vettvang hópar manna utan af landsbyggðinni, frá Normandi, Leimdal og Champ- agne. Þá setti það svip á mann- grúann, að fjöldi fólks haföi tekið með sér franska þjóðar- fánann, en fólkiö söng við raust franska þjóösönginn og hrópaði oft í sífellu: „De Gaulle, viö þörfnumst þín.“ Tjað verður ekki borið á móti því, að de Gaulle sýndi hér frábæran styrk og óvenjulegir forustuhæfileikar hans komu skýrt í ljós. Það er ekki hægt að koma auga á nokkurn annan stjómmálaleiðtoga í öllum Evrópulöndum, sem hefði getað leikið þetta eftir og eiga þó margir þeirra við sams konar erfiðleika að stríða á þessum síðustu og verstu tímum. Og þvi verður en’nfremur að bæta við, að furða er hvílíka seiglu hann hefur til að bera, þó hann sé orðinn gráhæröur öldungur á 78. aldursári. Og þó er það i mínum augum ekkert sérstakt fagnaðarefni, þegar einn maður fær með áhrifavaldi sínu slíkt alræðishlutverk og er ekki happasælt til frambúöar. En það merkilegasta við þenn an atburð er, að hann leiddi i Ijós, að það er fleira fólk til í Frakklandi en róstuseggirnir og ofbeldismennimir, sem haldið hafa landinu í heljarklóm sínum Það eru hinir hæglátu og friö sömu almennu borgarar, svo hlédrægir flestir hverjir, að þeir létu ekki heyra til sín meðan anarkista-skríllinn óð uppi og þóttist eiga allt. Og þaö má ekki gleymast, að ríkisvaldið hefur einnig skyldum að gegna gagn- vart þessum friðsömu borgurum Þær skyldur eru aö halda uppi lögum og reglu. Þann lærdóm geta forystumenn allra landa þar sem skrílræöi veður uppi, dregið af þessum atburðum. Cá róstuandi sem nú grípur ^ um sig víðs vegar í hin- um þróuðu menningarríkjum vitnar um það, aö hvarvetna er mikilla umbóta þörf á ýmsum sviðum þjóðlifsins og verður að taka sérstakan vara viö and- varaleysi gamalla ráðamanna, sem skilja ekki tákn nýrra tíma og ímynda sér. að þeir geti set- iö áfram í náðum í flokksstjóm- um og ótal ráðum og nefndum og þykjast ekkert sjá annað en rósrauðar framfarir og þróttmik ið þjóðlíf, þó alls staðar sé pott ur brotinn: En bó að ólgan sé eðlileg afleiðina os virðist nauð synlegt tæki þróunarinnar mega Wh*- 13. síða 11' if

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.