Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 12
t V í S IR . Föstudagur 7. júní 1968. 12 CAROL GAINE: □ M\ LiJU u m ffli Hann hélt áfram: — Þegar herra Cobbold afhendir mér Rocha pró- fessor, getiö þér farið héöan, en fyrr ekki, ungfrú Meadows. Ég andaði djúpt. — Fööur yðar, eigið þér við? spurði ég. — Hvers vegna haldið þér að hann sé faðir minn? — Ég heyröi að þér sögðuð það, þegar þér töluðuð við frú Lopez, í fyrsta skiptið sem þér komiö til „Loretta". Hann brosti alúðlega. — Þér eruð svei mér töfrandi, ung stúlka, að þér skuluð trúa öilu, sem þér heyr- ið sagt. Það er sannarlega hress- andi. SÝKLASTRÍÐ! Ég settist þunglamalega á stól. — Hvers vegna er yður svona umhugað um að ná £ prófessorinn, ef hann er ekki faðir yðar? spurði ég. — Ég er ekkert áfram um það, persónuléga. En það eru aðrir, sem vilja borga mér vel fyrir, ef ég get afherit þeim hann. Þér skiljið hvað ég meina? Hann baöaði út feitum höndun- ÝMISLEGT um. — Þér vitið kannski ekki, að Rocha prófessor er mjög frægur vlsindamaður? I . — Nei, það vissi ég ekki. — Jú, hann er mesti afreksmaö- ur. Hann hefur lengi unnið aö því aö setja saman merkilegt efni, og umbjóðendur minir þykjast hafá á- stæðu til að ætla, að tilraunir hans hafi tekizt. Þetta efni snertir notk- un sýkla í hernaöi. Umbjóðendur mínir 'vilja ná í uppskriftina að þessu efni. — Ég skil. Og nú skildi ég allt. Það voru ekki aðeins umbjóðendur þessa manris, sem vildu ná í leyndarmál- ið, heldur vildi Peter það líka. Honum hlaut að hafa hlegiö hugur í brjósti, þegar ég sagði honum, að ég hefði lagt tvo og tvo saman, og komizt að þeirri niðurstöðu, að hann væri njósnari. Hvernig gat ég verið svona barnaleg? Peter hiaut auðvitað að . vera „M.I-5-maður“, sem hafði verið sendur til Spánar til að leita prófessorinn uppi, og fá hann til að flytjast til Englands. En hvar átti Marcia heima í þessu máli? — Þér getið fengið að tala við Tökum aö okkui rivers konax tnúrbroi og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um. Leigjum úi loftpressui og vfbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekki. við Suðurlands braut, sími 10435 senor Cobbold sfðar í dag, sagði Roderiquez. Ég hrökk við. — Kemur hann hingað? Spánverjinn brosti. — Nei-nei, senorita. En þér getið fengið aö tala við hann í síma. Ég skai hringja f gistihúsið í Torremolinos, og þegar ég hef talað við hann, skuluð þér segja viö hann þaö, sem ég vil að þér segið. Ég gleymdi öllu öðru, viö tilhugs- unina um að ég fengi að heyra rödd Peters. En svo skildi ég hvgð fólst í orðum senor Roderiquez. — Hvað á ég að segja við hann? spurði ég tortryggin. — Að hann eigi að koma með Rocha prófessor, með sér, á tiltek- inn stað við veginn, sem þér ókuð um í dag. Ef hann feilst á það, skal ég gefa honum glöggar leið- beiningar um, hvernig hann á að komast þangað. — Og fæ ég að koma með yður, svó að ég fái að hitta hann? — Þér verðið flutt þangað og látin laus, ef hann hefur prófessor- inn með sér. — Hvers vegna getið þér ekki símað til Cobbolds strax? spuröi ! ég. — Af þvi að herra Cobbold hef- ur ekki skilizt enn, að nokkuð al- varlegt hafi gerzt. Hann heldur lík- lega, aö þér komið ekki fyrr en seint heim úr skemmtiferðinni með : hinum enska manninum. En svo • fer harin að ókyrrast. j — Þér hljótið að vera svöng, senorita? hélt Roderiquez áfram eft ir nokkra þögn. — Mér væri ánægja ef þér vilduð borða hádegisverð meö mér. — Ég er ekkert svöng, og ég mundi ekki undir neinum kringum- i stæðum vilja boröa með yður. Hann yppti öxlum. — Eins og yður þóknast. En mér finnst þetta flónska af yður. Það var óskiljanlegt að honum skyldi detta í hug, að ég vildi sitja til borðs með honum. Hve lengi átti ég að verða fangi á þessum and styggilega stað, ef Peter féllist ekki á að framselja Rocha prófessor? Og hvernig gæti Peter gengið dö þeim kostum. Ef þetta var satt, sem Roderiquez hafði sagt lim prófess- orinn, var óhugsandi að Peter mundi framselja hann. Hversu vænt sem Peter þótti um mig, varð hann þó fyrst og fremst að rækja skyldu sína við ættjöröina og þá, sem höfðu trúað honum fyrir starfinu GÍSLl JÓNSSON Akurgerði 31 Sfmi 35199 Fjölhæf jarövinnsluvél, annast lóðastandsetningar, gref hús- grunna, holræsi o. fL Tek.UR ALLS kOMAH KLÆÐNINGAR SÉttiK fl BOLSTRUN . l ijcr OG VOIvOIJO VINNA ; 'Ö'rvÁl af Aklœehjm LAUGAVEG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 og treystu honum. Angi.stin greip mig aftur, en ég reyndi eftir megni að sýnast róleg. Ég minntist orð- taks Peters um að lifa á líðandi stund. í dag varð ég að lifa í augna- blikinu. DÝRT MANNSLlF — Ef þér eruð viss um að þér viljið ekki neitt að borða, þá viljið þér kannski hvfla yður um stund, senorita? spurði Roderiquez meðan ég sat þegjandi og hugsaði ráð mitt. — Ég hef iátið búa upp her- bergi handa yður, því að... Jæja, ég veit ekki enn hv.emig þetta fer. En það er hugsanlegt að þér verðið gestur minn — að minnsta kosti í nótt. Hann hringdi bjöllu og fullorðin kona kom inn í stofuna. Þetta var sveitakona, í svartri treyju og svörtu, síðu pilsi. Hann talaði við hana mállýfcku, sem ég skildi ekki orð í, og benti mér svo að ég skyldi fara. á eftir henni. Hún vísaði mér upp breiöan stiga og inn gáng meö hvítum þiljum og lakkbornu trégólfi. t enda gangs- ins opnaði húri dyr inn í íbúð: stofu svefnherbergi og baðklefa. Þegar hún var farin svipáðist ég kringum mig til að athuga hvort hægt mundi vera að flýja. Ég opn- aði háu frönsku gluggana og gekk út á Iitlar svalir, sem vissu út að garðinum. Mundi ég geta hoppað niður án þess að fótbrjóta mig.á mölinni undir svölunum, Það mundi verða of áhættusamt að reyna það. Ég staröi á fjöllin, sem mér fannst loka mig inni, • og loks fór ég inn í svefnherbergið aftur og fleygði mér vonlaus á rúmið. Þarna lá ég lengi og góndi upp í loftið, en hug- urinn var á ringulreiö. Ég sá Peter í huganum með Marciu og Carlos úti á svölunum við „Loretta“. Nú mundu þau bráðum fara að velta fyrir sér hvað vaéri orðið af mér? Og John — hvar var hann? Ég leit á klukkuna. Nú voru nálægt tveir tímar síðan mennirnir höföu dregið hann lit úr bílnum. Honum mundi eflaust líða miklu verr en mér núna Það hlaut að vera kvalræöi að liggja aleinn þarna við eyðilegan fjallveginn og geta þvergi komizt í skugga, undan brennandi miðdeg- issólinni. Ég mundi aö John hafði | sagt í morgun, að hann fengi höf- uðverk ef hann væri í miklu sól- skini. Ailt í einu varð ég vongóð um að ég gæti sofnað og vaknað aftur í herberginu mínu í „Loretta". Það lá við að ég óskaði að ég væri heima í íbúðinni minni f London, hjá Mary, og að ég hefði aldrei stigið fæti í Torremolino*. En þá hefði ég aldrei hitt Peter aftur.... Hvernig mundi fara ef hann neit aði aö framselja prófessorinn? Mundi Roderiquez sleppa mér aft ur til Torremolinos þá? Ekki gat hann haldið mér hérna í fangelsi von úr viti! hugsaði ég með mér, og hrollur fór um mig FÉLAGSLÍF Knattspyrnudeild Vfkings. Æfingatafla frá 20. maf til 30 sept. 1968: 1. fl. og meistaraflokkur: Mánud. og þriðjud. kl. 7,30—9. miðvikud. og fimmtud. 9—10,15. 2. ilokkur: Mánud. og þriðjud. 9—10,15. Miðvikud. og fimmtud. 7,30—9. 3. flokkur: Mánud. 9,—10,15, þriðjud. 7,30— 9 og fimmtud. 9—10,15. 4. flokkur: Mánud. og þriðjud. 7—8. Mið- vikud. og fimmtud. 8—9. 5. flokkur A. og B.: Mánud. og þriðjud. 6—7. Mið- vikud. og fimmtud. 6,15—7,15. 5. flokkur C. og D.: Þriöjud. og fimmtud. 5,30—6,30. SPARI'B TÍMfl BIFRilÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjónustei LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. jm______ Jaue og Tarzan, sem enn er meðvit- undarlaus, rekur niður fljótið. Beggja vegna eru snarbrattir klettaveggir og þau fjarlægjast óðum ríkið Opar. „Ó, Guði sé lof!“ „Jane.“ f-j=BUAiriGJUt l&MÆtsr RAUÐARÁRSTÍG 31 SfMI 22022 ERCO BELTI o g BELTAH LTTTIR á BELTAVÉLAB, BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA . VERZLUNARFÉLAGIÐ? SKIPHOLT 15 -SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.