Vísir - 12.06.1968, Síða 1

Vísir - 12.06.1968, Síða 1
«5* VISIR 58. árg. - Miðvikudagur 12. júní 1968 - 127. tbl. Dansað aftur á Torginu! — Hátiðahöldin Laugardal og Hátíðahöld vegna þjóðhátíö arinnar 17. júní verða með breyttu sniði frá því í fyrra. 17. júni bæði i i miðborginni Þá fóru hátíðahöldin fram að öllu leyti f Laugardalnum og þótti enginn glæsibragur vera yfir þeim. A8 þessu sinni verða hátíðahöldin í Laugar- dal eftir hádegið, en um kvöldið verður dagskráin flutt á sinn gamla stað í mið- bænum, og þykir mörgum það vel. Mjög fjölbreytt ^ag- skrá hefur verið samin og mikið til hennar vandaö. Geta nú Reykvfkingar fengið sér snúning á Lækjartorgi og stigið dansinn fram eftir nóttu. Formaður þjóðhátfðar- nefndar Reykjavíkur er EIl- ert Schram lögfræðingur, skrifstofustjóri borgarverk- fræðings. Gísli Árni með yfir 100 tonn á Grænlnndsmiðum — Skipum fjólgar þar á linuveiðum r* i? isps' '' , ; ' » \ r '■tjs ■* ‘ . ;-í,: Bloin gróðursett fyrir þjóð- • Þegar siðast fréttist af línu- veiðurunum fslenzku við Græn- land, var Gfsli Árni kominn með um 100 tonn og mun hann vænt- anlegur heim innan tíðar, en hann er búinn að vera um 3 vlk- ur á veiðum. Ásbjörninn kem- ur til Reykjavíkur frá Grænlandi á morgun með 50 tonn, en hann hefur verið úti síðan um mán- aðamót. Fjórir Reykjavíkurbátar að minnsta kosti hafa stundað þessar 140 skammbyssum skilað hófíðardaginn \ Morðið á Kennedy virðist hafa aukið strauminn Nú sem endranær er stefnt, I að þvi að hafa borgina sem i snyrtilegasta og fallegasta á I þjóðhátíðardaginn og vinnur liú | fjöldi ungmenna víðs vegar um , I bæinn við að gróðursetja blóm I sem síðan verða í fullu skrúði1 um 17. júni. Þessi skrúðgarða- vinna er á vegum borgarinnar, ( I og hófst um síðustu mánaðamót. I Unnið er nú af kappi við að gróð 1 ursetja blóm á Austurvelli, | 1 Miklatúni, I Hallargarðinum, | l mæðragarðinum og Einarsgarði, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi1 mynd vár tekin í morgun af | stúlkum við skrúðgarðavinnu á | Miklatúni. Þetta er sami ljúfi straumurinn, sagði Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, þegar Vísir spuröist fyrir um það í morgun, hversu mikið hefði borizt af skamm byssum og öðrum óskrásettum skot vopnum til lögreglustöðvarinnar. Um 140 skammbyssur hafa borizt frá upphafi og leyfi hefur verið gefið um fyrir 500 byssum. Það er ekki frítt við, að straum- urinn hafi eitthvað aukizt, eftir að skotið var á Robert Kennedy, sagði Bjarki. — Það er þó erfitt að henda reiður á því, því að hann var skotinn rétt eftir hvítasunnu- helgina, en fyrir hana var frestur til að skila skotvopnum framlengd Það hafa komið allmargar skammbyssur inn að undanförnu, sem við vissum um, en við vitum enn um nokkrar skammbyssur sagði Bjarki. ísland í 7. sæti Einkaskeyti til Vísis frá Stefáni Guðjohnsen í Deauville. í gærkvöldi urðu úrslit þau, að island vann Þýzkaland 18:2 og Suð ur-Afriku 20:0. Hins vegar unnu Frakkar okkar sveit 17:3. Þau tíð- indi urðu í gær, að Filippseyingar unnu heimsmeistarana 16:4 og Jamaicamenn unnu Bandaríkja- menn. Eftir 15 umferðir er staða efstu þjóða þessi: 1. Ítalía 226. 2. Holland 216. 3. Ástralía 216, 4. Bandaríkin 214, 5. Kanada 213, 6. Sviss 204, 7. island 186, 8. Finn- land 180. AIls taka 33 þjóðir þátt f mótinu. Islenzka sveitin í olympíumót- inu í bridge stóð sig með mestu prýði í gær. Hún sigraði Þýzkaland W-H 10. síðu. Norðurlandalæknar ákærðir fyrir manndráp ef þeir flytja hjörtu? — og aðgerðin misheppnast. — Þessi spurning og fleiri til umræðu á þingi norrænna brjóstholsskurðlækna hér i Reykjavik Fyrstu norrænu lækna- ráðstefnu, sem haldin hefur verið hér á landi, lauk í gær, en þar var Félag norrænna brjóst- holsskurðlækna á ferð. Um 70 erlendir sérfræð- ingar frá öllum Norður- löndunum í þessari grein sóttu ráðstefnuna, auk nokkurra íslenzkra þátt- takenda. Auk þess sótti ráðstefnuna einn sér- fræðingur frá Hollandi. Sjálft fundarhaldið stóð í tvo daga og fluttu 30—40 læknar erindi. Fyrri daginn var fjallað um skurðaðgerðir í lungum, sér staklega að því er varðar krabbamein, einkenni þess og hvenær hægt er að gera skurö- aðgerð með von um árangur Höfu'vandamálið i sambandi við skurðaðgerðir vegna krabba meins er hve seint sjúklingar koma til skurðaðgerða, en oft er vonlítið að skera upp vegna þess. Það er eilíft vandamál, uvernig hægt sé að komast að sjúkdómnum nægilega fljótt sagði Hjalti Þórarinsson, lækr, ir, sem var forseti ráðstefnunn- ar í viðtali við Vísi í morgun. Seinni daginn var rætt um hjartaskurðaðgerðir. Vandamál- ið þar er að velja fólk til að- gerðanna, t.d. þegar gamalt fólk á hlut að máli. Það er oft höfuð vandamálið hvort það þolir skurðaðgerðina. F.inn erlendur sérfræðingur minntist á hjarta- flutninga. Var greinilegt að sér fræðingar á Norðurlöndum eru mjög varkárir í sambandi við hugsanlega hjartaflutninga, þó að tæknilega séö væri hægt að framkvæma þá hvenær sem er. Það er bæði frá læknislegu sjónarmiði sem og réttarlæknis- og lögfræðilegu sjónarmiði, sem þeir eru mjög varkárir. Það kom fram að læknar mættu eiga von á því að vera ákærðir fyrir manndráp, ef þeir framkvæmdu slíka aðgerð og hún misheppn- aðist. Það var síður en svo að hjarta flutningar væru fordæmdir á ráðstefnunni, sagði Hjalti. — Við hér á Norðurlöndum verð- um þó líklega að bíða og sjá hvernig til tekst í öðrum lönd- um, áður en farið verður út i þá á Norðurlöndum. Flutningar á líffærum milli manna verða teknir fyrir sér- staklega á næsta þingi brjóst- holsskurðlækna. Verður vænt.an lega fjallað um þau mál frá lög fræðilegu og læknisfræðilegu sjónarmiði. veiðar við Grænland, einn Grinda- víkurbátur, Þórkatla er farin á- leiðis á Grænlandsmið og Keflvík- ingur mun fara þangað á næstunni, auk þess stunda nokkrir Vestfirð- ingar þessar útileguveiöar. Aflinn er mjög misjafn. Dæmi eru til þess að skip hafi fengið 10 lestir á 20 bjóð, sem er mjög góður afli, en stundum er aflinn enginn eftir lögn ina. Einn bátur er ennþá á lúðuveið- um með haukalóð úti undir Græn- landskantinum, Arnfirðingur, og var hann búinn að fá um 10 lest- ir af lúðu þegar seinast fréttist af honum. Einn Vestfjarðabátur, Helga Guð- mundsdóttir, er nú á netum við vesturströnd Grænlands, um 700 mílna leið frá Reykjavík og er færeyskur fiskilóðs um borð, en ekkert hefur ennþá frétzt af afla hennar. Tilraunir með silungseldi á sveitabæjum Á annaö hundrað þúsund göngu- seiöum er sleppt f ár landsins á þessu ári og koma bau frá hinum ýmsu u ' oeldisstöðvum. Laxeldis- stöðin í KoIIafirði afgreiðir yfir 40.000 gönguseiöi á þessu ári (ekki 4000 eins og misritaöist í Vfsi um daginn), en alls framleiðir stöðin um 65 þúsund gönguseiði. 1 Kollafiarðarstöðinni fara nú m. a. fram athuganir á silungsrækt með tiliiti til þess að hægt verði að koma upp silungsrækt í smáum stfl við sveitabæi. Á nfundu sfðu blaðsins í dag er viðtal við veiði- máiastjóra um ýmsa þætti fisk- ræktar og um hættuna, sem veiði f ám og vötnum stafar af mengun vatnsins. 78 dauða- slys 1967 Umferðarslys algeng- asta orsók dauðaslysa • Dauöaslys á síðasta ári urðu 78 samtals samkvæmt samantekt Slysavarnafélags íslands. Flest dauðaslysin urðu á fólki 25 ára og eldra, eða 45, þá létust 17 á aldrinum 16—25 ára, 7 á aldrinum 8—15 ára og 5 yngri en 7 ára. Algengasta orsök dauöaslysa var árið 1967 eins og fyrri ár umferð- arslys. Alls létust 29 af völdum umferðarslysa. Næststærstl flokk- urinn voru drukknanir, en 21 drukknaöi við land og á hafi úti. Vinnuslys voru 7, dauðaslys vegan hruns eða byltu voru 7 og flugslys voru 6. 5 létust af völdum voða- skota, 1 af bruna, 1 af sprengingu og einn varð úti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.