Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 2
Islandsmótið í handknattleik fj'ólmennt: LOKS KEMST BIKARINNINN FYR- IR BORGARMÖRK REYKJAVÍKUR! Eftir viku á íslands- mótið í handknattleik að byrja, — að þessu sinni gagnstætt venjunni í Reykjavík. Hins vegar þarf bikarinn alls ekki endilega að ílendast í Reykjavík gagnstætt venjunni, því eins og all- ir vita hefur hann verið í Hafnarfirði undanfarin 12 ár. Hins vegar má það til tíðinda teljast að bik- arinn mun komast inn fyrir borgarmörk Reykjavíkur, a. m. k. kvöldið sem afhendingin fer fram! Það er handknattleiksdeild KR, sem sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni og verö ur það haldið á skólalóð Mela- Þetta er eitt af FH-Iiðunum, sem vann Islandsbikarinn utanhúss. skólans í Reykjavík. Verður reynt að „fóðra“ girðingu lóð- arinnar, þannig að svæðið sé lokað fyrir öðrum en þeim sem greiða aðgang. Fleiri félög en nokkru sinni fyrr hafa tilkynnt þátttöku, alls 13 félög með 25 lið, en alls má búast við að 275 keppend- ur taki þátt í þeessu móti sem oftast hefur verið tiltölulega fá mennt. Hefur veriö horfið að því ráði að keppa í riðlum. í karlaflokki eru Ármann, FH, Þróttur, KR og Valur í a-riðlinum, en Fram Víkingur, Haukar og ÍR í b- riðli — tvö efstu liðin úr hvor- um riöli leika til úrslita. I kvennaflokki eru 6 lið og eru Valur, Fram og Breiðablik í a-riðli en KR, Ármann og Vikingur í b-riðli. Flestir eru þó í 2. flokki kvenna, 10 lið, Valur, KR, EH, Njarðvik og Breiðablik í a-riðli og Þór, Vest mannaeyjum, Völsungar, Húsa- vik, Víkingur, Fram og Ármann í b-riðli. Keppninni í þessum flokki á að ljúka um eina helgi vegna utanbæjarliðanna. HAUKAR UNNU ÞRÓTT MEÐ 3:0 í GÆRKVÖLDI Hafnarfjarðarliðin standa sig vel / 2. deildar- keppninni — Þróttur virðist hafa misst mögu- leika á útslitasæti • Haukar unnu Þrótt í ann- ari deild f gærkvöldi með 3:0 Minnka líkur Þróttar að ná til úrslitanna óðum, — tveim leikj- um þeirra f deildinni lokið, báðum með tapi. Virðist ekld annað vænlegt fyrir þetta lið, sem hefur Iöngum verið í hópi sterkustu Iiða 2. deildar en að hugsa sitt mál nú betur, — hug- leiða hvert stefni með þetta fé- lag, bæði í þessum flokki og öðrum. Haukar eru frískir leikmenn og verðskulduöu að vinna í gærkvöldi þótt markatalan 3:0 talaöi alls ekki réttu máli um leikinn. Jóhann Lars en, miðherji Haukanna frískur pilt ur og sprettharður, skoraði laglega fyrsta markið, en 2:0, sem einnig kom, í fyrri hálfleik átti hinn ungi markvörður, sem virtist hafa mætt til leiks beint úr vinnunni án við- komu f búningsherbergjum vallar- ins i Hafnarfirði, a.m.k. ef dæma má eftir klæðnaði hans, átti sök á þessu marki. Sama má segja um síðasta markið. í seinni hálfleik höfðu Þróttarar góðan vind í bakið, en skottilraun ir þeirra, sem voru eigi fáar, voru víðs fjarri lagi, langt yfir eða fram- hjá, eöa þá hrein æfingaskot á markvörð Haukanna, sem jafnóðum spyrnti boltanum beinustu leið út af vellinum f átt til heimilis síns vestan viö völlinn. Leikurinn var annars hálfgerð „kómedía“ útfærö í knattspyrnu- búning léleg skrumskæling af því sem kallað hefur verið knattspyrna. Fram - Akureyri í 1. deiEd frestað Leikurinn milli Fram og Akur- eyringa í 1. deild fer fram þriðju daginn 18. júní á Laugardalsvell- inum. Hefst hann kl. 20. Leikurinn átti að fara fram á laugardaginn kemur samkvæmt keppnisskrá. Luisis: 87.66 í sleggjukasti • Rússinn Jan Luisis kastaði sleggjunni 87.66 m á móti í Pots- dam í Þýzkalandi í gærkvöldi. Er það bezti árangur í heimi í ár. Sjálfur átti hann bezta afrek árs- ins áður, 86.30 m. Mono Lisu í Finnlundi — stjarna á hlaupabrautinni # Ung stúlka í Finnlandi, með ekki minna heillandi nafni en Mona Lisa og ættarnafniö Strandvall ger- ir það ekki endasleppt á hlaupa- brautinni. • í gærkvöldi setti hún nýtt finnskt met í 100 metra hlaupinu á 11,9 sek, en hafði nýlega jafn- að metlð á 12.0 sek. AUGLÝSIÐ í VÍSI ÍSLANDSMÓTIÐ í kvöld kl. 20.30 leika á Laugardalsvelli VALUR - K.R. Dómari: Magnús Pétursson. Veit'mgahúsnæði til leigu um 200 ferm. — Tilboð sendist augl d. blaðsins fyrir laugard. merkt „1. júlí — 1890“. Staðan í 1„ 2. og 3. deild I Staðan í 1. deild er þessi: Akureyri i Vestm.eyjar I Valur i Fram KR ! Keflavík 4 4:0 2 3:1 2 4:3| 1 2:2 , 1 2:5 ' 0 0:4 1 Markhæstu menn í 1. deild. Kári Ámason, Akureyri 3 Helgi Númason, Fram 2 Sigmar Pálmason, Vestm. 2 Reynir Jónsson, Val 2 Staðan í 2 deild í knattspymu: A-riðill.: Haukar 2 1 1 0 3 6:3 Víkingur 2 1 1 0 3 4:3 FH 2 0 2 0 2 4:4 Þróttur 2 0 0 2 0 2:6 B-riðill: Aðeins einn leikur hefur farið fram af tveim, sem ráðger var samkvæmt mótaskrá að væru búnir nú. Það voru Breiðablik og Selfoss, sem gerðu jafntefli á Selfossi, ekki í Kópavogi, eins og slysaðist í fyrirsögn í blað- inu í gær. Leiknum sem var frestað var leikur milli Akranes og þess liðs, sem tekst að haida sér fram í 2. deild þ.e. annað hvort Siglufjarðar eða Isafjarð- ar, en fyrri úrslitaleik liðanna lauk með jafntefli, og verða liðin því að mætast ööru sinni. Staðan í 3. deild er þessi: A-riðill: Víðir 2 2 0 0 4 13:8 HSH 2 2 0 0 4 11:5 Hrönn 2 0 0 2 0 8:14 Njarðvík. 2 0 0 2 0 5:10 i Þess mun vart vanþörf að , kynna þessi nýju lið lítillega. 1 Viöir er lið úr Gerðum i Garöi, ‘ I gamalt félag, sem var endurvak ) ið á síðasta sumri, HSH er lið , Snæfellinga. Hrönn er félag ung templarastúku með sama nafni hér i Reykjavík. B-riðill: 1 Keppni þar hefur enn ekki haf 1 izt, bæði vegna þess að úrslit | I 2. dcildar, þ.e. fallið liggja ekki fyrir og eins vegna þess aö Völsungar frá Húsavík fengu 1 I frestað leik sínum gegn Reyni | i Sandgerði um siöustu helgi, höfðu fengið mótsskrána of seint í hendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.