Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 3
'OGREIDDIR l REIKNINGAR LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRÍFSTOFAN Tjarnargótu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3Tinur) Nýorpin gröf í Arlington-kirkjugarði ROBERT FRANCIS KENNEDY (20. NÓV., 1925 - 6. JÚNI, 1968) ROBERT FRANCIS KENNEDY hvílir nú i gröf sinni í Arling- ton, þjóðargrafreiti Bandaríkj- anna. Á leiðinu fábrotinn hvít- ur kross og í námunda við það stendur þyrping japanskra magnoliatrjáa hjá minnisvarð- anum um bróður hans, forset- ann, sem Bandaríkjamenn líkja helzt við Abraham Lincoln. Robert Kennedy var grafinn á laugardagskvöld, en lík hans var flutt frá New York-borg þar sem fó!k hafði vottað hin- um látna þingmanni sínum hinztu virðingu, en Kennedy átti sæti í öldungadeild þjóö- þingsins fyrir New York-búa. Lestin, sem flutti lík hans til Washington var fjórum og hálfri klukkustund á eftir áætl- un, vegna þess aö á öllum braut arstöðvum var samankominn fjöldi fólks til að láta í ljósi söknuð sinn og eftirsjá eftir hinum fallna foringja á þessari siðustu ferð hans um Bandarík- in. í New York var haldin minn- ingarguðsþjónusta í kirkju heil- ags Patreks. Þar mælti Edward Kennedy, sem nú er höfuö Kennedy-fjölskyldunnar, nokk- ur minningarorð um bróður sinn. Hann bað heiininn um, að minnast hans „einfaldlega sem góðs og réttsýns manns, sem kom auga á ranglætiö og reyndi að bæta úr því“. „Það barf ekki að gera bróður minn að goðsögn eða gera hann stærri í dauöanum heldur en hann var í lifanda lifi. Hann elskaði lífið heitt og lifði því út í yztu æsar.“ Það var húmað að, þegar lest- in með lík Roberts Kennedys kom til Washington-borgar. Lík- fylgdin ók síðan hægt í gegnum borgina, og staðnæmdist fyrst um stund við minnismerkið um Abraham Lincoln, en skammt frá því höfðu þátttakendur i „Göngu hinna snauðu“ búið um sig, en meðal þeirra átti Robert Kennedy marga aðdáendur, sem sáu í honum nýja von um frið og réttlæti. Sjálf greftrunin tók aðeins fjórðung stundar. Kistan stóð við gröfina meðan fjöl- skylda og vinir hins látna gengu fram til þess að krjúpa viö kist- una í síðasta sinn. Síðan voru ljósin í kirkjugarðinum slökkt eitt af öðru og viðstaddir tínd- ust burt. Meðan síðustu ljósin dóu út var kista Roberts Kennedy látin síga til moldar í hetjukirkjugarðinum, Arling-' ton, þar sem hann hvílir nú undir hvítum krossi, eins og 147.000 af beztu sonum og dætrum bandarísku þjóðarinn- ar. Edward Kennedy flytur minningarorð um bróður sinn í kirkju heilags Patreks. Fremst til hægri á myndinni er Johnson forseti og að baki honum lífvörður hans, Rufus Youngblood, en fyrir aftan hann er forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, Earl Warren. r.lilli kertastjakanna vinstra megin á myndinni má sjá John Lindsay borgarstjóra New York, en fyrir aftan hann er forsetaframbjóðandinn McCarthy öldungadcildarþingmaður. VlSIR . Fimmtudagur 13. júní 1968. ....................... ........................................................................................ ’ :■ Robert F. Kennedy yngri, sem er 14 ára að aldri, tárfellir við kistu föður síns. Við hliðina á honum stendur frændi hans Christopher Lawford. Ethel Kennedy, ekkja Roberts, og bróðir hans, Edward, fylgdust að eftir kistunni. nsmmaar- toiw* r’" j . t w.-t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.