Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 4
Brúðkaupið kom flatt upp á Elísabetu drottningu Brúðguminn tekinn fyrir neyzlu eiturlyfja Þaö var brúðkaup, sem Elísa- bet Englandsdrottning mun ekki gleyma fyrst í stað. Fvrst voru „hippíarnir“ nærri búnir að troða hana undir, og svo lauk öllum „herlegheitunum" meö þvi, að hans tign brúðguminn var handtekinn fyrir að hafa eiturlyf í fórum sfnum. Christopher Thynne, lávarður, 33 ára, sem er sonur markgreif- ans af Bath, gekk aö eiga hina 28 ára Antoniu Palmer, dóttur einnar af hirðmeyjum drottning- arinnar. Brúðguminn er af einni allra helztu aðalsætt Stóra-Bret- lands. Þetta gagnmerka brúökaup, sem varð tröllslegt hneyksli, fór fram í kapellu sjálfrar drottning- arinnar, St. James Palace í Lond- on. Þar ægði saman gömlum að- alsmönnum í kjólfötum og „hipp ia“ aðli 1 blómajökkum, og í miðjum hópnum gat að líta Breta- drottningu. Drottningin, sem sjálf á tán- ing fyrir son, hafði tæpast búizt við að rekast á svona mörg síð- hærð og sérkennilega klædd ung- menni. Eitt þeirra var Mike Jagg er, söngvari Rolling Stones. Bróðir brúðgumans, sir Mark Palmer, 26 ára, leiddi Antoniu við hönd sér til altarisins. Hann klæddist skyrtu, er duldi lítt hinn karlmannlega svip hans. Eftir mikið japl og fuður var loks unnt að framkvæma vígsluna og brúðhjónin héldu af stað í brúð kaupsferð. Það var þá, að mesta hneyksli meðal brezka aðalsins á síðari árum gerðist. Lei*að var á Christopher lávarði og fundust í pússi hans 37 amphetamíntöflur. Þá stoöaði lítt, þótt brúðurin felldi höfug tár. Þau voru flutt á lögreglustööina, og urðu að . greiða nokkur þúsund krónur. Brúðguminn á aö koma fyrir rétt hinn 1. iúlí. Nú finnst Bret,- um, aö Elísabet heföi alveg eins getað setiö heima. Christopher Thynne, lávarður, og brúður hans, Antonia Paimer, eftir vígsluna. Stúlkan i doppótta kjólnum kom við sögu Kennedymorðsins var alveg rugluð. Ég sá blóðið streyma úr sárum Kenned- sagði Xathy Fulmer, sem gaf sig fram við lögregluna. Stúlkan í doppótta kjólnum, sem eftirlýst var í sambandi við morðið á Robert Kennedy, virtist fundin, þegar Kathy Fulmer gaf sig fram við lögregluna í Los Angeles. Þetta er 19 ára stúlka og ljóshærð. „Ég hélt ekki, að ég væri sú, sem lýst var eftir“, sagði hún. „Þess vegna hikaði ég við að gefa mig fram. Kjóllinn minn var alls ekki doppóttur, en ég var með slæðu með svörtum polka- doppum." Hvað kom morðiö þessari stúlku við? Ef til vill er hún sú hin sama og hrópaði, eftir að Robert Kennedy hafði verið skot- inn: „Við höfum skotið hann.“ — „Hvem?“, spurðu menn. „Kenne- dy“ svaraði hún þá. Á lögreglustöðinni sagði Kathv Fulmer hins vegar: „Þetta hefur verið misheyrn. Ég kallaði: Þeir hafa skotið hann.“ Ennfremur sagðist henni svo frá, að hún kannaðist ekki við hinn 23 ára Jórdaníumann Sirhan Sirhan, sem síðast liðinn föstudag var opinberlega ákærður fyrir að hafa myrt Kennedy. Lögreglan getur ekki sannað neitt misjafnt á Kathy. Hún geng- ur laus. Hins vegar lýsti hún eft- ir tveimur ungum mönnum, sem tala arabísku. Einn samstarfsmað ur Roberts Kennedy, sá til þeirra nokkrum dögum fyrir morðiö, þar sem beir ræddu um fundaáætlun hans. Þar sem samstarfsmaður- inn skilur arabísku, veitti hann því athygli, að þeir sögðu, að þriðjudagskvöldið, er hann yrði á Hotel Ambassador í Los Angel- es, væri „réttur staður og tími.“ Varúð á Kambabrún. Ferðalangur einn sem var aö koma úr ökuférð austur yfir Hellisheiði og til baka aft- ur samdægurs hafði orð á því, að litlu hefði munað að illa færi fyrir sér á Kambabrún. Blind- þoka var á Hellisheiöi eins og oft áður, og hann gætti ekki að sér, þegar nálgaðist Kamba- brún, og hann vissi ekki fyrri til, en hann var kominn fram á brún. Hættan er meiri en áður vegna hægri-handar akstursins, svo nauösynlegt er, að setja upp aðvörunarskilti jafnvel fleiri en eitt, þegar nálgast Kamba- brún, því þokur eru tiðar á þess um slóðum, og ekki má það ske, að ekkert sé að gert fyrr en eirihver túrista-bíllinn hefur ek ið fram af. Vonandi bregða við- komandi aðilar vel við og at- huga aðstæður á þessum slóðum og setja upp aðvörunarskilti, sem koma í veg fyrir að óhapp verði á þessum slóöum, þó dimmviðri sé. Fegurð gróandans. Hin opnu svæði borgarinnar eru óðum að taka á sig fagran sumarblæ, eg er ekki að efa, að borgin veröur fegurri f sumar en nokkru sinni fyrr. Það eykur á feguröina, hve svæðin eru op- in, því segja má að girðing hafi horfið af flestum gróðurreitum borgarinnar.. Ekki virðist þetta auka hættuna á, að skemmdur sé gróður, þvi ef skemmdarverk eru framin, þá ýiröast þau jafnt gerð innan hárra veggja, en von andi heyra spjöll og skemmdar- verk brátt til liðins tíma. Sérstaklega er orðið sumarfag urt í Hljómskálagarðinum og f kringum Tjömina á seinni ár- um, og er útlit fyrir að þar verði ekki síður fagurt um að litast í sumar. Einn af nafntoguðustu skrúð- görðum hér sunnanlands er Hell isgerði í Hafnarfiröi, en það garðstæði er eitt hið sérkennileg asta, sem um getur. Sá garður hefur enn ekki opnað í sumar, en unnið mun af kappi að vor- verkum. En það er furðulegt, að það skuli vera nauðsynlegt að girða þann fagra garð gadda- vfr að hálfu leyti, því slfkt er mikill útlitsgalli frá götunni að sjá. Er virkilega þörf á þessu? Gaddavír er hið hvimleiðasta girðingarefni ekki sízt í borgum og bæjum, og sést varla, nema í kringum tún og matjurtagarða til sveita, þar sem þarf að verj- ast ágangi búpenings. Vonandi verður þessu lýti breytt til hins betra. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.