Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 13. júni 1968. 7 morgun útlönd í morgun Itlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Samkomulag um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna samþykkt á þingi S.Þ. 0 Aðalþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna, og nú er stefnt að því, að hann verði undir- StúdentaleiðtoRinn, Daniel Cohn- Bendit. — Verður hann fyrstur franskra stúdenta til að flýja land sitt sem pólitískur flóttamaður? „Rauði-Danni" í London: Taka franskir stúdentar að flýja heintaland sitt? Franski stúdentaleiötoginn Daniel Cohn-Bendit eöa „Rauöi Danni“ ásamt 2 fyigismönnum sínum, sagöi í gær viö lögregluna, aö ef til vill hefu þeir í hyggju að biðjast hælis í Englandi, sem pölitískir flótta- menn. Þetta sagöi hann eftir að dvalarleyfi hans hafði veriö fram- lengt úr 24 klst. í 14 daga. Cohn- Bendit talaöi á stúdentafundi í London í gær ásamt fylgismönnum sinum, Jacques Saubageout og All- ain Jasmin. ritaður og honum komið í framkvæmd eins fljótt og hægt er. # Samþykktin á aðalþinginu var gerð nokkru áður en Johnson for- seti kom þangað til að ávarpa sam- komuna. Afvopnunarsáttmálinn er árangur sex ára samningaviðræðna í Genf. I fréttiun seglr, að aðalþingið hafi samþykkt tillögu stjómmála- nefndarinnar meö 95 atkvæöum gegn fjórum, en 21 land sat hjá. Löndin fjögur, sem greiddu atkvæöi móti tillögunni voru Albanía, Kúba, Tanzanía og Zambía. Frakkland sat hjá, en auk Jæss sátu hjá eftirtalin lönd: Alsír, Argentína, Brasilía, Burma, Burundi, Miö-Afríku-Iýð- veldið, Kongó-Iýðveldið, Gabon, Gínea, Indland, Malawi, Mall, Máritanía, Niger, Portúgal, Rúanda, Saudi-Arabía, Sierra Leone, Spánn og Uganda. Kambodsja og Gambía. iö höfðu ekki atkvæðisrétt, vegna vom fjarstödd atkvæðagreiðsluna þess að þau lönd hafa ekki greitt og Haiti og Dóminikanska lýðveld-1 gjöld sín til S.Þ. Fronska stjórnin bnnn- ar mótmælaaðgerðir • Franska stjórnin bannaði í gær allar mótmælasamkomur í Frakklandi og skyldi sú reglu- gerð öðlast gildi jægar f stað. Fyrirskipað var að Ieysa upp allar öfgahreyfingar til vinstri og „einkabardagasveitir“ þeirra. Ríkisstjómin tók þessa ákvörð- un í gær, en aðfaranótt mið- vikudags höfðu bardagar geisaö um allt Frakkland. # Stjórnin hefur skipað ,að sjö vinstri flokkar verði leystir upp, þar á meöal hreyfing stúd- entaleiðtogans Cohn-Bendits frá 22. marz. # Stjórnin studdist í þessari reglugerð við lagasetningu frá 1936, sem fjallar um „einka- bardagasveitir“. # Þeir útlendingar, sem tald- ir eru óæskilegir gestir f Frakk- landi, verða fluttir burt. Engar eldflaugaárásir á Saigon I morgun Skæruliðasveitir skutu 20 sprengj um á skotmark 4 km noröur af miðhluta Saigon í morgun, og þar kviknaði í skotfærageymslu. En suður-víetnamskur talsmaður sagði að enginn hefði beðið bana i þess- ari sprengjnárás. • Þetta er í fyrsta sinn í tíu daga, sem ekki er eldflaugaregn látiö dynja yfir borgina að morgni dags. í eldflaugaárásunum undangengna daga hafa 100 manns látið lífiö. Averell Harriman, aöalsamninga- maður Bandaríkjastjórnar á samn- ingafundinum 1 París, haföi áöur veitzt mjög að Norður-Víetnöm- um fyrir þessar eldflaugaárásir, sem bitna mest á óbreyttum borg- urum. Tveir borgarar féllu, þegar Víet- cong-liðar geröu skotárás á bæinn Cau Mau snemma í morgun. Einn- ig var ráðizt á Phuoc Binh, 105 km norður af Saigon, en skæruliða- sveitirnar hafa verið hraktar til baka. Stúdentaóeirðir í Tyrklandi Stúdentaóeiröir hafa breiözt, út í Tyrklandi og stúdentar hafa lagt undir sig háskólabyggingarnar í Istanbul og Ankara. Þeir fóru í mót- mælagöngur og kröfðust endurbóta á löggjöf um málefni háskólanna. í Istanbul lögðu stúdentamir und ir sig lögfræðideildina og réðust á rektor skólans, þegar hann reyndi að ræða við þá. Lögreglan kom honum til bjargar. í Ankara, þar sem stúdentar hafa tekið fjórar háskóladeildir, voru farnar kröfugöngur að kennslu- málaráðuneytinu. Seint í gær áttu stúdentarnir fund með menntamála ráðherra landsins, Ilhami Ertem, og báðu þeir hann að segja af sér. Leiðtogar stúdentanna tjáðu fréttamönnum, aö hér væri ekki um stjórnmálahugsjónir að ræða, held- ur færu þeir fram á, að endurbæt- ur væru þegar í stað gerðar á skóla- málum. Þeir vilja fá að eiga þátt í stjóm háskólanna, breytingar á prófkerfinu og ódýrari kennslubæk- ur. I Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík Nemendasamband Menntaskólans í Reykja- vík heldur stúdentafagnað að Hótel Sögu sunnudaginn 16. júní og hefst fagnaðurinn með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala í anddyri Súlnasalar föstudaginn 14. júní kl. 4—7 e. h. og laugardaginn 15. júní kl. 4—6 e. h. Fjárhagsaðstoð við V-Berlín vegna nýrra umferðartakmarkana Vestur-þýzka stjórnin hét í gær fjárhagslegum stuðningi viö Vestur-Berlín til að stuðla að áframhaldandi hagvexti borgar- innar. Um leið fordæmdi stjórn- in harðlega hinar nýju hömlur, sem lagðar hafa verið á feröir Vestur-Þjóöverja til Austur- Þýzkalands, þar sem þær höml- ur, sem lagöar hafa veriö á um- ■ ferð til og frá Vestúr-Berlín eru taldar ólöglegar og brot á gildandi samningum um stöðu borgarinnar. Stjórnin í Bonn hefur þegar gert þær ráðstafanir, sem hún telur aö hægt sé aö gera af hálfu Vestur-Þýzkalands, við komandi þessu máli, sagði upp- lýsingamálaráðherra stjórnar- innar, Giinther Diehl, að loknum ríkisráðsfundi. NEW YORK. Vopnaðir lífverðir gæta nú borgarstjórans í New York vandlega bæði dag og nótt Ungur piltur var handtekinn á þriðjudag með hníf í fórum sínum á leið inn í bygginguna, þar sem John Lindsay borgarstjóri var staddur. PARIS. Averell Harrimann aðal- samningamaður Bandaríkjanna. sagðist mundu bera fram harðorð mótmæli á fundinum, vegna ógnar- aðgerða kommúnista í Saigon að undanförnu. LOS ANGELES. Sirhan Sirhan, sem ákæröur er fyrir morðið á Robert Kennedy, hefur neitað að færa sér í nyt aðstoð tveggja af færustu lögfræðingum Bandaríkj- anna, þeirra Melvin Belli (sem varði Jack Ruby) og Lee Bailey (sem varði Richard Speck). Sirhan les ekki dagblöö og fylgist ekki með fréttum, en ver tíma sínum til að lesa heimspekirit. VÍNARBORG. Vestur-þýzki utan- ríkisráðherrann Willy Brandt batt endi á heimsókn sína til Austur ríkis í gær og hraöaði sér til Bonn til að taka þátt í viðræöum ríkis- stjórnarinnar um hinar nýju tak- markanir, sem austur-þýzka stjórn in hefur ákveðið að taka upp KALKÚTTA. Fimmtán manns, þar af fjórar konur, létu Iífið um 500 km norður af Kalkútta í gær, þeg ar eldingu laust niður. Stórkost legt ofviðri skall á, en miklir þurrk ar hafa verið á þessu svæði undan farið. PARÍS. Franska stjórnin velti því fyrir sér f gær aö banna mótmæla samkomur um allt land, eftir hinar miklu óeirðir, sem urðu f Parfs og víöar síðustu daga. BONN. Vestur-þýzki flugherinn herinn hefur misst enn eina orustu þotu af Starfighter-gerð. Flugmað urinn týndi lífi, en hann var 25 ára gamall. Alls hafa farizt 83 Star- fighter-vélar og 42 flugmenn. ATLANTA. James Earl Ray bjó i tíu daga f hippfahverfinu f Atlanta f Georgfufylki, áður en morðið á dr. Martin Luther King var framið Sagt er, að hann hafi leigt herbergi fyrir um 500 kr. á viku undir nafn- inu Eric Starvo Galt. PARlS. Samninganefndir Banda ríkjanna og Noröur-Víetnam komu saman til fundar f áttunda sinn f gær. Þetta er fyrsti fundurinn, sem norður-víetnamski byltingamaður inn Le Duc Tho situr. Hann kom til Parísar fyrir tíu dögum sem nokkurs konar liðsauki við sendi- nefnd lands síns. BRÚSSEL. Baldvin Belgíukonung ur útnefndi í gær hinn 63 ára gamla hagfræöing Gaston Eyskens sem nýjan forsætisráðherra í Belgíu. Ey skens mun veita forstööu nýrri sam steypustjórn milli kristiTega sósíal- istaflokksins og. sósíaiista. Sjáffur er hann f kristilega sósíalistaflokkn- um. Búizt er við, að stjörharmynd- unin takist f þessari viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.