Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 8
3 V í SIR . Fimmtudagur 13. júní 1968. VISIR Útgeíandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglysingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Valdshyggjan vinnur á / JJeimur nútímans gefur fjölbreytta mynd af stjórn- / skipulagi. Sums staðar ríkir einræði, annars staðar ) fámennisstjóm herforingja eða alræði eins flokks. ) Ein hin yngsta þessara tegunda og hin eina, sem ekki byggist á valdshyggju, er lýðræðið. Það hefur löngum (( átt erfitt uppdráttar, en hefur samt náð fótfestu í i menningarríkjum Vesturlanda og á nokkrum öðrum ) stöðum. ) Lýðræði byggist á almennum kosningarétti og al- j mennu skoðanafrelsi. Hugmyndin er, að á þann hált \ komist sem skynsamlegust sjónarmið í umferð og ( tryggt sé, að sjónarmið meirihlutans ráði á friðsam- / legan hátt. Oft er þessum skilyrðum ekki alveg full- / nægt, en viðkomandi ríki samt, viðleitninnar vegna, ) talin lýðræðisríki. \ Kosningarétturinn er hentugt tæki til að veita öll- ( um borgurum rétt til áhrifa á stjórn ríkisins með því ( að velja þá menn og stefnu, sem hverjum borgara í fellur bezt í geð. Málið verður flóknara, þegar menn / vilja tryggja sjónarmiðum sínum brautargengi. Til ) þess duga ekki eitt eða nokkur atkvæði. ) í þessu reynir á þolinmæði manna gagnvart lýðræð- ( ískerfinu. Margir eru svo innilega sannfærðir um á- ( gæti eigin skoðana, að þeir geta ekki skilið né sætt / sig við, að þær séu í minnihluta. í slíkum tilvikum ) freistast menn stundum til að grípa til annarra ráða, ) og þá virðist valdbeiting oft vera einfaldasta ráðið. \ Það er þess háttar hugarfar, sem liggur að baki ( morðinu á Robert Kennedy og morðunum á séra i Martin Luther King og John F. Kennedy Bandaríkja- ) forseta. Valdshyggjumennirnir sjá, að þetta eru vin- ) sælir stjórnmálamenn, sem virðast geta fylgt sjónar- ( miðum sínum fram til sigurs. Séu valdshyggjumenn- ( irnir nógu miklir glæpamenn eða geðsjúklingar, finnst ( þeim sjálfsagt að grípa til byssunnar. // Hin sama valdshyggja liggur til grundvallar, þegar )) grískir herforingjar eða tékkneskir kommúnistar )) steypa í skjóli hervalds löglegum lýðræðisstjórnum n og grípa sjálfir völdin. Valdshyggja er einnig á ferð- (\ inni, þegar róttækir stúdentar grípa til ofbeldisverka '■ til að koma sjónarmiðum sínum fram. Og einnig þeg- f ar málningu er sprautað á skip og menn og efnt til / uppþota fyrir einhverjum málstað. Slíkir valdshyggju- ) menn, stórir og smáir í sniðum, geta ekki sætt sig við, \ að sjónarmið þeirra séu í ir nnihluta, og vilja knýja \ þau fram í trássi við leikreglur lýðræðisins. ( Því miður hefur valdshyggja breiðzt út undanfarna 1 mánuði meðal lýðræðisþjóða. Og hér á landi virðast ) ýmsir andstæðingar Atlantshafsbandalagsins vilja ) rejma að beita henni. En sem betur fer er valdshyggja > íslendingum framandi. ( í MYRKVIÐUM AFRÍKU BORGARASTYRJÖLDIN í NÍGERÍU Hermenn Biafra eru ótrúlega tötralegir í rifnum einkennisbúningum úr öllum áttum. Sumir þeirra eru jafnvel berfættir. Maöurinn á myndinni ber eldflaug á höfðinu. Hún er að öllu leyti smíðuð f Biafra og hefur reynzt hættulegt vopn, þótt ekki séu notaðar nýtízkuleg- ar aðferðir við að koma slíkum eldflaugum til víglinanna. JJinn 30. maí, 1967, lýsti Ojukwu ofursti því yfir I umboði íbúa Austur-Nígeríu, að úr þeim hluta Nígeríuríkja- sambandsins hefði verið stofnað Óháða Biafra-iýðveldið. Og fáni hinnar rísandi sólar var dreginn að húni. 1 þorpum og bæjum dansaði mannfjöldi og söng á götum úti. í gleði sinni gleymdi fólk næstum öllum erfiðleikum, en þó var rætt um, að ef til vill kynni innrás nígerískra herja að standa fyrir dyrum, þátt almennum borgurum virt- ust litlar líkur benda til þess. Vissulega mundi enginn óvinur, hversu óbilgjarn sem hann væri, ráöast á þetta land. Mánuði síð- ar gerði Nígería innrás í Biafra. Stundargleðln drukknaði í flóð- bylgju beiskju og reiði. Almenn gleði rlkti ekki aftur í Biafra fyrr en níu mánuðum síðar, þeg- ar þær fréttir bárust .skyndilega, að Tanzanía hefði viðurkennt hið umsetna lýðveldi sem sjálf- stætt riki. Einangrun Biafra var aflétt. Vandamálið Nígería-Bíafra á sér langan aðdraganda. Þessi Iandsvæði lutu brezkum yfirráð- um, og það voru Bretar, sem ákváðu, að Nígeria skyldi vera eitt land, sem þó skyldi stjórna eins og tveimur ríkjum, Norður- og Suður-Nígerfu. En áöur en langt um leiö voru ríkin oröin þrjú, Norður-, Austur- og Vest- ur-. Til þess að finna einfalda lausn á þessum erfiða vanda, var tekið upp orðið „ríkjasam- band“. Á fyrstu fimmtíu árunum í sögu Nígeríu varðist Norðurhluti landsins öllum erlendum áhrif-- um, en menning þar mótast af menningarkerfi Araba og Mú- hammeðstrúarmanna. Aftur á móti tóku íbúar Austur- og Vestur-Nígeriu nýtízku mennt- unarstefnum opnum örmum. Þetta haföi þaö í för með sér, að löngu áður en Nígería fékk sjálfstæði sitt, höfðu margir í- búar austurhlutans streymt norð ur í land til að vinna þar sem tæknimenn, skrifstofumenn o. s. frv. En þegar frá upphafi beittu Norðlendingamir eindreginni „apartheidstefnu" gegn aðkomu- mönnunum. Á þennan hátt fórst það fyrir, að Nígeríumenn kynnt ust anda þjóðlegrar samstöðu. Aðkomumönnunum vegnaöi vel. þótt þeir ættu andúð að mæta, og þetta leiddi af sér öfund Norðlendinganna í garð aökornu- manna, sem stundum brauzt jafnvel út í blóðugum óeirðum. Einkum voru íbóar frá Austur- Nígeriu illa séðir gestir. jpftir að Nígería hlaut sjálf- stæði sitt 1960 fór ástandið hrfðversnandi. Ríkið samanstóð reyndar af þremur óvinaþjóðum. Það voru þó einkum íbúar Aust- ur-Nígeríu, sem reyndu að Iíta á ríkiö í heild, sem ættjörð sína, en þeir áttu litlum skilningi að mæta. En neistinn, sem kveikti i tundrinu, var tilraun nokkurra ungra herforingja til að hrifsa völdin úr höndum hinnar borg- aralegu stjórnar. Valdaránið mis heppnaðist, en forsætisráðherra ríkjasambandsins var drepinn sömuleiðis forsætisráðherrar tveggja fylkja og hálf tylft gam- alreyndra herforingja, sem flest- ir voru Norðlendingar. Tilraun inni til valdaráns var tekið með fögnuði um gervallt landið, vegna þess að stjórnin hafði ver- ið þekkt aö endemum fyrir spill- ingu. En afleiðingarnar, sem fylgdu í kjölfarið, voru alvarlegs eðlis. Tortryggni landsmanna í garð hvers annars óx, og þetta var kallar samsæri íbóa gegn Norðurhlutanum, en forsætisrað herrann þar varð hetja í augurr. þjóðarinnar — heilagur maður og píslarvottur, myrtur af heið- ingjum. Stjórnmálaforingjar og emír- ar f Noröur-Nígeríu hugðu á hefndir. í maí 1966 létu þeir strádrepa 2000 íbóa, sem bjuggu í Noröurhéruðunum. Aðrir Aust- lendingar, sem bjuggu norður í landi, vildu flýja aftur til heim- kynna sinna, en Ojukwu ofursti, sem þá var yfirmaður hersins í Austur-Nígeríu, hvatti þá til að halda kyrru fyrir til þess aö stuðla að samheldni þjóðarinnar. Tveimur mánuðum síðar end- urtóku fjöJdamorðin sig. Þeir íbóar, sem komust undan, flýðu til Austur-Nígeriu f alls konar dulargervum. Lokahríðin varð enn tveimur mánuðum sfðar, þegar sfðustu ofsóknimar hófust gegn þeim Austlendingum, sem ennþá bjuggu í Norðurhlutanum. Þá var um 30.000 þeirra slátrað. Á þessum vikum hrundi til grunna sú hrörlega bygging, sem nefnd var Nigería. íbúar Norður-Nígeríu (40 milljónir) lögðu út í styrjöldina gegn Biafra (14 milljónir) i þeirri fullvissu, að ófriðurinn mundi ekki standa nema tvo eða þrjá daga. IV'ígeríumenn hófu stríðið hinn 1 6. júlí á þremur vfgstöðvum. Þar var heilt herfylki gegn hverri hersveit frá Biafra. Nfg- eríumenn höfðu stórskotalið, sprengjuvörpur og bryndreka. Biaframenn höfðu riffla og fá- einar vélbyssur. Leiðtogi Biaframanna, Qjn- kwu, ofursti, hefur sagt: „óvin- imir halda, að sigurinn í þessari styrjöld sé hægt að vinna með blýi, en það er ekki blý, sem sigrar f styrjöldum. Það er hug- sjónin, sem sigrar. Þeir hafa enga hugsjón, en þeir hafa mikið af blýi. Við höfum hugsjón, en sáralítið af blýi — en við not- um hvort tveggja með ákaflega góðum árangri." Nígeríumenn hafa nú mikið af vopnum bæði frá Bretum og Rússum, en þeir ruku til f upp- hafi styrjaldarinnar og undirrit- uðu „menningarsáttmála" við þá og uppskára að launum MIG- orustuþotur. En Biaframenn berjast grimmilega, og þeim hef- ur tekizt að hertaka mikið af vopnum, en styrkur þeirra er að- allega fólginn í þvi, að öll þjóö- in tekur virkan þátt f styrjöld- inni, því að ósigur þýðir sama fyrir þá og dauði og útrýming. Ef til vill hefur sagan veriö sögð hér frá sjónarmiði Biafra- manna, og Nígeríumenn mundu orða margt öðru vísi. Það er rétt, að tekizt hefur að sameina alla Nigeríu, nema ættbálk íbóanna, og Norðlendingarnir heyja styrjöld til aö neyða þá til að láta undan og lúta lögum ríkjasambandsins. En þótt þeir vinni sigur, er ekki víst, að rfkja sambandinu verði mikill ávinn- ingur að þvi, vegna þess að það er óheilbrigt þjóðfélag, þar sem hluta þjóðarinnar er haldið niðri með hervaldi. Biaframenn hafa rennt augum til Breta í von um leiðréttingu á málum sínum, en þaðan hefur engin hjálp borizt. Afleiðingar þessa asnasparks hrörnandi heimsveldis kunna að verða al- varlegar, eins og orð Ojukwus ofursta gefa til kynna: „Þrátt fyrir mínar eigin skoðanir, álít ég, að afstaða almennings (til Breta) sé að komast á hættu- legt stig“. (Að mestu þýtt).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.