Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Laugardagur 15. junf 1968. r 130, tbl. Friúnk sigur a Sigurlikur gegn Byrne og ætti pá od komast 'i 2-3sæti ¦ Biðskákir á Fiske-mótinu voru tefldar í gær. Byrne tókst að vinna skák sína við Benóný. Skákin mun hafa verið jafntefli frá fræðilegu sjðnarmiði, en Benóný valdi ekki réttu leiðina. Við það fluttist Bandaríkjamað- urinn í 2. - 3. sæti með 7i/2 vinn- ing, eftir ellefu umferðir. Skák Friðriks og Guðmundar fór enn í bið, og virðist hún jafnteflisleg, nema Guðmundur bili eitthvað. Friðrik hefur sigurlíkur í biö- skák sinni úr 12. umferð móts- ins gegn Byrne, sem lauk skömmu eftir miðnætti í nótt. Uhlmann vann Inga í gær, Ostojic vann Jó- hann, Benóný vann Andrés og Szabo vann Braga, Taimanov gerði jafntefli við Addison og Freysteinn við Vasjúkov. m->- 10. síöa. Brandt og Rusk hittast hér Utaririkisráðherrar Bandaríkj- anna og Vestur-Þýzkalands, þeir Dean Rusk og Willy Brandt, munu koma saman til fundar hér i Reykjavík, áður en fundur aðildarríkja NATO hefst hér i þessum mánuði. Munu þeir væntanlega bera sama bækur sinar viðvikjandi- dagskrá fundarins og ýmis vandamál, sem þá verða rædd nánar. Hafnaryfirvöld í Reykjavík og HafnarfirSi vilja bæði fd olíu- hreinsunarstöðina — Grundvellinum kippt undan Reykjav'ikurh'ófn ef stödin verbur reist 'i Straumsv'ik — Rætt v/ð hafnarstjóra Reykjav'ikur og Hafnarfjarbar M Skoðanir mani.a um staðsetningu hugsanlegrar olíuhreinsun- arstöðvar, sem reist yrði hér á landi ,eru mjðg skiptar. Aðallega er deilt um tvo staði, þ. e. Straumsvík og Geldinganes, eða ein- hvern annan stað á áhrifasvæði Reykjavíkurhafnar. Allir eru á einu máli um, að stöðina yrði að reisa á þéttbýlissvæöinu hér suðvestanlands, þár sem neyzla á olíu og bensini er mest. Eins og fram kom í Vísi í gær, er nú að komast skriður á undirbúning olíuhreinsunarstöðvar og því að vonum, að stadsetning hennar sé nokkuð hugleidd. Rök þeirra, sem vilja reisa stöö- ina i Geldinganesi eru þau að þar héfur verið skipulagt í aðalskipu- lagi Reykjavíkur olíuhöfn og al- mennt iðnaðarsvæði. Þar er nægj- anlegt landrými fyrir hendi og stutt á * tjfuðneyzlusvæðið. Þeir, 6.-"» vilja reisa stöðina við Straumsvk benda hins vegar á bað að ve' \ð sé að gera þar höfn vegna álverksmiðjunnar, sem einnig mætti nota i sambandi við olíu- hreinsunarstöðina, ástæðulaust sé, að gera nýja og dýra höfn fyrir olíuhreinsunarstöð í Geldinganesi. Olíufélögin sjálf eru á báðum áttum, hvort væri heppilegra, en þó telur a.m.k. eitt þeirra heppi- legra að reisa hana við Geldinga- nes, enda hafi miðstöð olíudreif- ingar verið hér í Reykjavík og um 90% af því oliumagni, sem flutt hefur verið til landsins verið flutt í gegnum Reykjavíkurhöfn. Hið opinbera hefur ekki tekið afstöðu til þess hvor staðurinn væri heppilegri eða vill ekki taka afstöðu til þess nú, en þð mun tóluverður áhugi vera á Straumsvík hjá mörgum áhrifa- mönnum þar, þótt Geldinganes haf'i einnig^sina stuðningsmei Þaö eru fyrs't ög fremst hafnar- yfirvöld í Reykjavík og Hafnarfiröi, sem hafa teki$ skellegga afstööu til þess hvor staðurinn sé heppi- legri en mikið er í húfi hjá báðum aðilum, aö stööinni verði valinn staður á áhrifasvæði viökomandi bæjarféiags. Vísir leitaði í gær til hafnarstjóra Reykjavíkur og Hafnarfjarðar til að heyra álit þeirra á staðsetningu stöðvarinnar. — Ég hef alveg ákveðnar skoð- anir ' á því hvar stöðin ætti að verða, sagði Gunnar Guðmundsson, hafnarstjóri Reykjavikur. Um 90% af öllu því olíumagni, sem flutt hefur veriö til landsins hefur fariö í gegnum Reykjayíkurhöfn. Þetta hefur verið ríkissjóði algjörlega aö kostnaðarlausu. Það væri því mjög hart, ef Hafnarfirði yrði á einu bretti úthlutað allri olíuafgreiðslu. itírlega ifippá' rekstr*' argrundvelli undan Reykjavikur- höfn. Tæplega 50% af öllu því vörumagni, sem farið hefur í gegnum höfnina hér, hefur verið olía, eða rúmlega 400 þús. lestir af um 1 milljón lesta. Um 30% af öllum vörugjöldum myndi hverfa tír tekjum hafnar- innar eða um 7 millj. kr. fyrir utan öll þjónustugjöld, eins og hafn- söeugjöld, Iestargjöld o.s.frv. Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir því aö gerð yrði olíuhöfn á Geldinganesi, en samkvæmt aöal- skipulaginu verður þar iðnaðar- og hafnarsvæöi. Höfum viö þegar unnið að nokkrum undirbúningi vegna þess. Ég sé raunar ekki hvernig ætl- unin er að láta stór olíuskip at- hafna sig í höfninni suður í Straumsvík. Það er fyrst að sjá hvernig gengur með afgreiðslu ál- skipanna. Með því að úthluta Hafnarfirði olíuafgreiðsluna yrði alveg haft hausavíxl á hlutunum. Ef að því yrði, verður ekki hjá því komizt að láta Reykjavíkurhöfn fá þann hafnarstyrk, sem Hafnarfjarðar- höfn hefur notið. Við teljum, að enginn annar staður en Straumsvík komi til greina, sögðu þeir Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarst.jóri í Hafa- ár'firði og Gunnar Ágústsson, hafn- arstjóri, þegar Vísir hafði samband við þá. Þar er verið aö gera nýja og glæsilega höfn vegna álverksmiðj- unnar. Kostnaður viö gerð hafnar- innar verður 250—60 milljónir króna, en sjálfsagt er og eðlilegt að nýta höfnina sem bezt. Aðstaöa verður fyrir 50 — 60 þús. lesta skip aö athafna sig í höfninni og þurfti ekkert að byggja við hana vegna hugsanlegrar olíuhreinsunarstöðvar a.m.k. ekki fyrst i stað. Nægjanlegt landrými er fyrir sunnan víkina, sem er að öllu leyti mjög heppilegt undir stöðina. j Landið er í eigu Hafnarfjarðar og ríkissjóðs og þyrfti ekki að kaupa landrými fyrir stöðina. . m—> 10. síða. Verkfall síldarsjómanna! yfir- vofandi á miðnœíti 17. júní Svo sem kunnugt er, hafa sjó- mannafélögin boðað verkfall Fjögur lönd kaupa ir hærra verð en Verulegur hluti samningsmagnsins s'ild z'ó'.tub* á miðunum — Viðræður standa enn v/'ð Rússa Samningar hafa tekizt um sölu á saltsíld til nokkurra landa og er samninsjsverðið - nokkru hærra en á undan- gengnu ári. — Samninsaum- leitanir um sölu á síld til Sovétríkjanna standa hins vegar ennþá yfir, en Sovét- rikin hafa flest undanfarin ár verið stærstu kaupendur ís- lenzkrar saltsíldar. í'ar sem reiknað er með að síldin haldi sig allfjarri land- inu í sumar eins (og í, fyrra, verður að öllum ltkíndum verulegt magn af síldinnl saltað um borð í veiðiskip- um og móðurskipum 'á mið- síld fyr- í fyrra unum ciida hafa margir út- gerðarmenn búið sig undir söltun um' borð. Með tilliti til þessa hefur feng- izt heimild fyrir því í nýju samn ingunum að verulegur hluti af síldarsöltuninni verði síld sem söltuð kann að verða um borð í skipum á miðunum. Þarf ekki að raða þeirri síld í tunnur á venjulegan hátt heldur einungis jafna henni um leið og saltað er. m-> 10. síðu. síldarsjómanna frá miðnætti næstkomandi mánudags hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfall þetta mundi vænt anlega fljótt ná til landsins alls, utan ef til vill Vestfjarða og Austfjarða, þar sem við- búið er, að síldarsjómenn í Vestmannaeyjum muni boða til samúðaryerkfalls. — Sáttafund- ur með deiluaðilum var haldinn í gærkvöldi eh Iíkur á samning- um voru ekki of vænlegar, þeg- ar síðast fréttist. Helztu kröfur sjómanna eru þær, aö þeir vilja fá inn í samninga síld- arsjómanna atriöi, sem samiö var um síðastliðinn vetur várðandi kaup og kjör á bátaflotanum. Þetta mundi þýða, að hásetar, netamenn og matsveinar fengju 1100 krónur á mánuði í fatapeninga, en vélstjór- ar um 600 krónur. Ennfremur yrði örorkutrygging hækkuð um 200 þús und krónur. Þá vilja síldarsjómenn fá sumarleyfi ákveðin í samning- um sínum., . Það er alkunna, að verkföll hafa verið tíð hér að undanförnu og er skemmst að minnast langs verk- falls í vetur. Verkfpll, sem lama þjóðarbúið um háannatímann, eru öllum almenningi aö- sjálfsögðu hvimleið. Hins vegar hefur enn ekki fundizt nein sú leið önnur, er tryggii hag beggja aðila í kjaradeilum, og munu verkföll því sem fyrr verða rikur þáttur í þjóðlífi okkar. Með þessu er að sjálfsögðu engin af- staða tekin í vinnudeilu 'þeirri, sem hér er um að ræða. „Vísir í I vikulokin" íylgir blaðinu i dag tii áskrifen(Ja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.